Morgunblaðið - 13.02.1997, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 49
Keflavíkurkirkja
Samræða um
sjálfsímyndina
KYRRÐAR- og fræðslustundir eru
á fimmtudögum kl. 17.30 í Kefla-
| víkurkirkju. Frá fimmtudeginum
13. febrúar til laugardagsins 8.
mars verður sérstakt fræðsluátak
sem ber yfirskritina Samræða um
sjálfsímyndina. Þá munu sérfræð-
ingar, hver á sínu sviði, fjalla um
sjálfsímyndina í tengslum við fíkni-
efnavandann, sjálfsvíg og samkyn-
hneigð.
Fimmtudaginn 13. febrúar mun
i Sigurlína Davíðsdóttir, háskóla-
í kennari, fjalla um fíkniefnavand-
" ann og sjálfsímynd alkóhólistans.
Fimmtudaginn 20. febrúar flytur
Sæmundur Hafsteinsson, sálfræð-
ingur, erindi um sjálfsímyndina.
Fimmtudaginn 27. febrúar ræðir
Guðrún Eggertsdóttir, djákna-
nemi, um sjálfsvíg. Fimmtudaginn
6. mars ræða þær Jóna Lísa Þor-
steinsdóttir, gupfræðingur, og
Margrét Pála Ólafsdóttir, leik-
P
I
skólastjóri, um samkynhneigð.
Laugardaginn 8. mars fer fram
samræða fyrirlesaranna og þátt-
takenda um sjálfsímyndina og
hvemig hún tengist viðfangsefnum
þeirra.
Þetta fræðsluátak er unnið í
samstarfi við fræðsludeild og þjóð-
málanefnd kirkjunnar og nefnd á
vegum kirkjunnar um málefnið
samkynhneigð og kirkja, en á
Kirkjuþingi 1996 var samþykkt að
fela nefndinni áframhaldandi starf
sem m.a. felst í því að „nefndin
efni til nærfærinnar og einlægrar
umræðu og fræðslu í kirkjunni um
málefni samkynhneigðra". Þá hef-
ur einnig verið leitað samstarfs við
fræðsluyfirvöld, nemendafélög,
foreldra- og félagsmálayfirvöld í
Reykjanesbæ. Dagskráin er öllum
opin. Verkefnisstjóri með kyrrðar-
og fræðslustundum í Keflavíkur-
kirkju er Lára G. Oddsdóttir.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
MARÍA Jónsdóttir, formaður Félags aðstandenda Alzheim-
ersjúklinga, tekur á móti styrknum frá Sigríði Ingvarsdóttur,
formanni Caritas á Islandi. A bak við þær standa félagar úr
sljórn Félags aðstandenda Alzheimersjúklinga.
Caritas styrkir
Alzheimersjúklinga
FÉLAGI aðstandenda Alzheimer-
sjúklinga var nýverið afhentur
styrkur frá Caritas á íslandi, hjálp-
| arstofnun kaþólsku kirkjunnar.
Peningunum, alls 620 þúsund
Í3 krónum, var safnað á aðventunni,
meðal annars með aðventutónleik-
um sem haldnir voru í Kristskirkju
í Landakoti.
Sigríður Ingvarsdóttir, formað-
ur Caritas á íslandi, segir aldrei
hafa safnast meira fé í aðventu-
söfnun Caritas. „Þennan góða
árangur er fyrst og fremst að
þakka velvild fjölmargra einstakl-
inga og listamanna sem hafa lagt
þessari söfnun lið,“ segir hún.
Ætlunin er að styrknum verði
varið til þess að efla fræðslu í
þágu Alzheimersjúklinga.
Sjálfstæðar konur
i Fundur um vinnumarkað
SJÁLFSTÆÐAR konur halda op-
inn fund um vinnumarkaðinn og
mögulegar leiðir til að eyða launa-
mun kynjanna fimmtudaginn 13.
febrúar. Rætt verður um áherslur
ríkisvalds, verkalýðshreyfingar og
atvinnurekenda í jafnréttismálum
og hvort uppi séu áform um að
á taka á launamun kynjanna í þeim
kjarasamningum sem framundan
* eru.
I Frummælendur á fundinum
verða: Friðrik Sophusson, fjár-
málaráðherra, Ari Skúlason, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, Rannveig Sig-
urðardóttir, hagfræðingur BSRB,
og Hjördís Ásberg, starfsmanna-
stjóri hjá Eimskip hf. Að loknum
stuttum erindum verða umræður.
Fundarstjóri verður Áslaug Magn-
úsdóttir, lögfræðingur.
Fundurinn verður haldinn á
Litlu-Brekku (til hliðar við Lækjar-
brekku, fyrir ofan Myllubakarí) og
hefst kl. 20.30.
Á MYNDINNI, sem tekin var við þetta tækifæri, eru (f.h.) Gunn-
ar Reynir Antonsson, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, Þór Jakobs-
son og Olöf Ríkharðsdóttir.
Gaf Sjálfsbjörg frímerkjasafn
ÞÓR Jakobsson, veðurfræðingur,
færði Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á
höfuðborgarsvæðinu, frímerkja-
safn 23. janúar sl. sem hann hafði
BENEDIKT Halldórsson verkfræð-
ingur hlaut verkefnastyrk Félags-
stofnunar stúdenta fyrir M.S. rit-
gerð sína: Um útbreiðslu jarð-
skjálftabylgna og áhrif þeirra á
lagnakerfi.
Benedikt lauk M.S. prófi 1. febr-
úar sl. með ágætiseinkunn frá verk-
fræðideild Háskóla íslands. Um-
sjónarnefnd námsins skipuðu pró-
fessorarnir Páll Einarsson, Júlíus
Sólnes og Ragnar Sigurbjörnsson
sem var formaður nefndarinnar og
aðalleiðbeinandi.
Verkefnastyrkur Félagsstofnun-
Fundi um örygg’-
ismáláSkeiðar-
ársandi aflýst
FUNDI um öryggismál á Skeiðarár-
sandi sem halda átti í Hofgarði í
Öræfum í dag, fimmtudag, kl. 14 er
aflýst vegna óviðráðanlegra orsaka.
Kjörinn
í nefnd SÞ
FYRSTI formlegi fundur efnahags-
og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC) á
þriggja ára kjörtímabili íslands í
ráðinu var haldinn í New York dag-
ana 4.-7. febrúar sl. Fundurinn var
haldinn til undirbúnings ársfundi
ráðsins í Genf á komandi sumri.
Stefnumótun og samræming á
efnahags- og félagsmálasviðinu er
helsta viðfangsefni ECOSOC, sem
er ein höfuðstofna SÞ og þar eiga
54 aðildarríki sæti á hveijum tíma.
Á fundinum fóru einnig fram
kosningar í sérfræðinganefndir sem
falla undir ECOSOC. Jón Ingimars-
ásamt fjölskyldu sinni safnað. í
framhaldi af gjöfínni hefur verið
stofnaður frímerkjaklúbbur innan
félagsins.
ar stúdenta er veittur þrisvar á
ári. Tveir við útskrift að vori, einn
í október og einn í febrúar. Nem-
endur sem skráðir eru til útskriftar
hjá Háskóla íslands og þeir sem eru
að vinna verkefni sem veita 6 ein-
ingar eða meira í greinum þar sem
ekki eru eiginleg lokaverkefni geta
sótt um styrkinn. Markmiðið með
Verkefnastyrk FS er að hvetja stúd-
enta til markvissari undirbúnings
og metnaðarfyllri lokaverkefna.
Jafnframt að koma á framfæri og
kynna frambærileg verkefni. Styrk-
urinn nemur 100.000 kr.
son, skrifstofustjóri í iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu, var kjörinn
til setu í nefnd SÞ um nýja og end-
urnýjanlega orkugjafa og orku í
þágu þróunar (Committee on Ne
and Renewable Sources of Energy
and on Energy for Development)
til úögurra ára. í nefndinni sitja
24 sérfræðingar frá öllum svæða-
hópum aðildarríkja SÞ.
Verðlaunuð
stríðsmynd
í bíósal MÍR
KVIKMYNDIN Uppgangan eða
„Voskozdenie" verður sýnd sunnu-
daginn 16. febrúar kl. 16 í bíósal
MIR, Vatnsstíg 10. Mynd þessi var
gerð í Moskvu árið 1976 og er
byggð á skáldsögunni „Sotnikov"
eftir Vasilí Bykov.
Sagan gerist árið 1942 á
hernámssvæði íjóðveija í Hvíta-
Rússlandi og segir frá því er tveir
liðsmenn úr flokki skæruliða og fjöl-
skyldna þeirra eru sendir af stað
úr felustað hópsins í skóginum til
að afla einhvers matarkyns fyrir
fólkið. Lýst er ólíkum viðbrögðum
sendimannanna, Rybaks og Sotn-
ikovs, þegar mest á reynir. I mynd-
inni má sjá ótvíræða skírskotun til
píslarsögu Krists eins og hún er
sögð í Biblíunni, segir í fréttatil-
kynningu.
Leikstjóri er Larisa Shepitko
(1938-1979) en með helstu hlut-
verk fara Boris Plotnikov, Vladimír
Gostjúkhin, Ljúdmila Poljakova og
Anatolí Solonitsin.
Skýringar á ensku. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Áhyg-gjur af
atvinnumálum
VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur
hefur áhyggjur af framtíð byggðar-
og atvinnumála í Þingeyjarsýslu,
ekki síst vegna þess að boðaður
hefur verið umtalsverður niður-
skurður á fjárveitingum til Sjúkra-
húss Þingeyinga og nú nýverið til
skólamála. í ályktun sem stjórn
félagsins samþykkti er spurt hvort
það sé stefan ríkisstjórnarinnar að
leggja niður smærri byggðarlög.
Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur
sent Atvinnuþróunarfélagi Þingey-
inga bréf þar sem lagt er til að
þegar í stað verði boðað til ráð-
stefnu um framtíð Þingeyjarsýslna.
■ ÁTTHAGAFÉLAG Múlsveit-
unga, Austur-Barðastrandar-
sýslu heldur árlegt þorrablót í fé-
lagsheimili Árbæjarkirkju laugar-
daginn 15. febrúar. Húsið verður
opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 20.
Allir Múlsveitungar og aðrir velunn-
arar velkomnir.
LEIÐRÉTT
Bikarkeppni Dansráðs íslands
í UMFJÖLLUN Morgunblaðsins um
bikarkeppni Dansráðs íslands, sem
haldin var sl. sunnudag í íþróttahús-
inu á Seltjarnarnesi, var sagt að
dansfélagi Stefáns Claessen í A-
riðli 9 ára og yngri, bæði í „latín“-
og „standard“-dönsum, hefði verið
systir hans, Anna Claessen. Þetta
er ekki rétt heldur dansaði Erna
Halldórsdóttir við Stefán. Einnig
var rangt farið með nöfn þeirra er
lentu í 7. sæti í B/C riðli 10-11
ára, „latín", en það voru þau Brynj-
ar Jakobsson og Bergrún Stefáns-
dóttir.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓREYJAR SIGURÐARDÓTTUR,
áðurtil heimilis
i Njörvasundi 11,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
4. hæöar hjúkrunarheimilisins Skjóls í
Reykjavík fyrir frábæra hjúkrun og umönnun
Örn Ingólfsson,
Guðmundur Ingólfsson,
Sigþór Ingólfsson,
Jósef G. Ingólfsson,
Ingibjörg Þ. Ingólfsdóttir, Snorri Steindórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Gerður Baldursdóttir,
Kristín Júliusdóttir,
Sólveig Kristjánsdóttir,
Morgunblaðið/Golli
BENEDIKT Halldórsson t.v. tekur við styrk úr hendi Guðjóns
Ólafs Jónssonar.
Hlaut verkefnastyrk