Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 43 sínum alkunna dugnaði starfaði sem þjónn á danshúsum Reykjavík- ur á árunum ’65-’70. Þá var heimasætan frá Meltúni orðin stórglæsileg, ung kona og búin að festa sér myndarlegan mann, Sva- var, sem reyndar starfaði með henni þá. Enn liðu nokkur ár áður en leið- ir okkar lágu saman á ný, en þá hófst langt og farsælt samstarf hjá Hótel Eddu, en Siddý var hótel- stjóri á Edduhótelum um árabil. Það var svo árið 1988 að við áttum enn á ný samleið ásamt völdum hópi, í þetta skiptið var verkefnið kaup og rekstur Ferðaskrifstofu íslands og Edduhótelanna. Siddý reyndist alla tíð sérlega vandaður starfskraftur, dugleg áhugasöm og metnaðarfull. Lífsgleði hennar, skopskyn og blítt viðmót olli því að það var allt- af sérlega notalegt að umgangast hana. Siddý var heimskona sem bar ekki sorgir sínar á torg. En hún var ávallt trú uppruna sínum sem heimasætan frá Meltúni, einlæg og hreinskiptin. Fyrir allt sem hún stóð fyrir erum við hjónin þakklát fyrir að hafa átt hana að vini. Okkur þótti báðum mjög vænt um hana. Astvin- um öllum vottum við samúð okkar og biðjum þeim guðs blessunar í sorg þeirra. Guð glessi minningu Sigurbjarg- ar Eiríksdóttur. Kjartan og Anna. Kveðja til elsku ömmu minnar. Ég sakna þín svo, þú varst alltaf svo góð. Um elsku þína og ást ég skrifa næsta ljóð. Elsku amma mín, hjá þér var alltaf svo gaman. Ég kem aftur til þín, ég þrái að við verðum aftur saman. Jónína Ingólfsdóttir. Einn sterkasti hlekkurinn í Li- onsklúbbnum Engey er brostinn. Þótt við vissum að Sigurbjörg Ei- ríksdóttir eða Siddý, eins og hún var oftast kölluð, væri mikið veik var styrkur hennar slíkur og líf- slöngun að hún gat leynt okkur í lengstu lög hversu alvarlegur sjúk- dómur hennar raunverulega var. Hún tók ávallt þátt í öllum okkar störfum og hlífði sér hvergi. Árið 1985, hinn 14. ágúst, stofn- uðu félagarnir i Lionsklúbbi Reykjavíkur, sem er elsti lionsklúb- bur á íslandi, Lionsessuklúbb Reykajvíkur, en í klúbbnum voru að mestu leyti eiginkonur þeirra. Ég var fyrsti formaður klúbbsins og þegar kom að vali næsta for- manns vorum við ekki í vafa hveija við myndum biðja um að mynda næstu stjórn og taka við for- mennsku enda við búnar að kynn- ast dugnaði Siddýjar og forustu- hæfileikum. Þessi vetur, 1986 til 1987, var skemmtilegt tímabil, mikið að ger- ast og hún hélt okkur við efnið og það var gaman að fást við lions- starfið undir hennar forustu enda aldrei lognmolla þar sem hún fór. Fyrir tæpum sjö árum urðum við fullgildir Lionsmeðlimir og köllum klúbbinn okkar „Lionsklúbbinn Engey“ og í vetur var Siddý for- maður í ferða- og umhverfísnefnd. Það var hnípinn hópur, sem mætti á fund sl. mánudagskvöld °g við gerðum okkur grein fyrir, hversu mikið við höfðum misst, en minningin er fögur og hana tekur enginn frá okkur, þar situr hún föst í huga okkar allra og stóru myndasafni. Fyrir hönd klúbbsins okkar votta ég eiginmanni, börnum, móður og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð, við vitum að missir þeirra er mestur. Þar sem áður var ljósflæði skyggja ský, eins og skammdegi köldu þar aldrei linni. Aðeins myndin af þér er jafn heið og hlý og hrein í dag sem hið fyrsta sinni. (Jón Jóhannsson). F.h. Lionsklúbbs Engeyjar, Erla Wigelund. Elskuleg vinkona okkar, Sigur- björg Eiríksdóttir, Siddý, eins og hún var alltaf kölluð, er dáin. Kall- ið kom allt of fljótt, en við áttum því láni að fagna að eiga með þér yndislegar stundir í mörg ár. Að eiga góðan vin er guðs gjöf, og það var hún Siddý, góður vinur vina sinna. Alltaf tilbúin að hjálpa eða aðstoða hvemig sem á stóð hjá henni. Heimsókn til Siddýjar og Sva- vars var eins og að koma á sitt annað heimili, alltaf vorum við vel- komnar. Til að takast á við mikil og alvar- leg veikindi, eins og Siddý gerði, þarf mikinn kjark, styrk og æðru- leysi og það hafði hún, hún talaði um veikindi síns eins og hún væri bara með kvef. Okkur langar til að þakka Siddý fyrir allt og allt og biðja góðan guð að gefa henni frið og ró. Elsku Svavar, Sigríður< Áslaug, Margrét, Eiríkur og fjölskyldur, guð gefi ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta: Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Ók. höfundur.) Hafdís og Guðrún. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér vaka láttu mig eins í þér. Sálin vakir þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (H.P) Það var fyrir þrjátíu og fjórum árum að nokkrar ungar konur stofnuðu saumaklúbb, flestar höfð- um við verið saman í skóla í Reyk- holti, svo vináttan hefur haldist í fjörutíu ár. Fyrir rúmum þremur árum greindust tvær úr sauma- klúbbnum með illvígan sjúkdóm og er Siddý sú seinni sem hann leggur að velli. Hún vildi flest annað ræða en sín eigin veikindi og bar hag ann- arra frekar fyrir bijósti. Til dæmis þegar Stína vinkona okkar veiktist, sýndi Siddý henni einstakan stuðn- ing þrátt fyrir sinn sjúkdóm, sem hún barðist við af einstöku æðru- leysi. Siddý var geislandi persónuleiki, einstakur vinur og létt í lund, enda engin lognmolla í kringum hana. Alltaf var hún boðin og búin ef eitthvað stóð til í vinahópnum og var sjálfkjörin í forystuhlutverk. Síðast fyrir rúmu ári þegar ein úr okkar hópi, sem búið hefur erlend- is í mörg ár, var hér á landi, þá hittumst við skólasystur á heimili Siddýjar, sem oftar en ekki var fundarstaður. Að leiðarlokum þökkum við Siddý fyrir allar góðu samveru- stundirnar, hópurinn verður ekki samur eftir. Elsku Svavar, Áslaug, Margrét, Eiríkur og Sigríður, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í ykk- ar miklu sorg. Hildur, Margrét, Guðrún, Heiðrún, Erla og Hlif. Okkar kæra vinkona, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Siddý, er farin í ferð- ina löngu sem bíður okkar allra og nú þegar við ritum þessi eftirmæli, sem aðeins geta orðið fátækleg orð til þín, elsku vinkona, viljum við færa þakkir fyrir allar góðu stund- irnar sem við höfum átt saman á liðnum áratugum. Elsku Siddý mín! Við höfðum gert okkur vonir um að þú mundir hafa betur í baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm sem nú hefur lagt þig að velli. Engan þekkjum við sem hefur tekist á við veikindi sin af svo miklum kjarki, æðruleysi og bjartsýni. Þú sagðir oft, er við sát- um og ræddum veikindi þín, að það væri engin ástæða til að vera að væla, þetta væri bara staðreynd, og á heiini þyrfti að taka. Þannig sást þú alltaf björtu hliðarnar á hveiju máli og gafst okkur vonir um bata. Styrkur þinn var ótrúleg- ur. Það er margs að minnast eftir tæplega 30 ára vináttu, sem byij- aði þegar við fluttum í sama hús á Brekkulæknum. Þið Svavar voruð frumbyggjar og svo komum við stuttu seinna, húsið var nýbyggt og þá þurfti margt að gera, mála, skipuleggja garðinn og síðast en ekki síst að framkvæma hlutina, en þar kynntumst við fyrst þínum kraftmikla dugnaði og vinnusemi. Árin hafa liðið, börnin stækkað og oft gáfust tækifæri til að gleðjast með vinum og ættingjum, þannig hefur varla verið haldin svo veisla á þínu heimili eða okkar að við höfum ekki undirbúið þær saman, það var mikið gott að eiga þig að, alltaf varstu boðin og búin til að aðstoða og allt lék þér í höndum. Nokkrar eru utanlandsferðirnar sem við höfum farið saman með ykkur Svavari og margt skemmti- legt sem við nú geymum í minning- unni um þig frá þeim tímum, það leyndi sér ekki þegar rætt var um líf í fjarlægum löndum að þú hafð- ir víða farið og mikið lesið. Fátt var þér óviðkomandi, hugur þinn og víðsýni flutti trú á lífíð. Já, minningarnar eru margar, þær eru okkur dýrmætar. Margir eru þeir orðnir morgnarnir sem við vinkon- urnar höfum setið og rætt málin, létum okkur ekkert mál óviðkom- andi og margt kvöldið höfum við setið saman með ykkur Svavari og skeggrætt hin ýmsu mál og kom maður hvergi að tómum kofunum hjá þér, þú varst alls staðar vel kunnug og vel lesin. Við komum að heimsækja þig á spítalann aðeins rúmum sólarhring fyrir brottför þína og þú fársjúk, en samt ræddir þú við okkur mál sem voru ofarlega á baugi í þjóðfé- laginu, dæmigert fyrir þig og sýnir hve vel þú fylgdist með öllu og virt- ist ekki kominn tími til að kveðja. Við fínnum hjá okkur mikinn sökn- uð og harm vegna þessarar ótíma- bæru brottfarar þinnar, það er svo óraunverulegt að þú sért okkur ekki nálæg. En við vitum líka að missirinn er mestur hjá þínum nán- ustu, þannig eigum við þá ósk heit- asta að góður Guð fylgi þeim og veirí styrk í sorginni. Elsku Svav- ar, Áslaug, Magga, Eiríkur, Sigríð- ur og barnabörn, það verður aldrei fyllt það skarð sem nú hefur mynd- ast í ykkar yndislegu fjölskyldu og erfítt verður að komast yfír þá miklu sorg sem nú fyllir hjörtu ykkar, sagt er að tíminn lækni öll sár og eitt er víst að minning Siddýjar mun alltaf lifa með okkur sem eftir stöndum og verður þann- ig hvatning til ykkar að takast á við lífíð að hætti hennar, eins og hún hefði viljað hafa það. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Elsku vinkona! Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún H. Ólafsdóttir, Hersir Oddsson. Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og nijög góð þjónusta. Upplýsingar í símum 5050 925 og 562 7575 HOTEL LOFTLEIÐIR. ICELANDAIR HOTEtS t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Borgareyrum, Vestur-Eyjafjallahreppi, síðast til heimilis íBláhömrum 4, Reykjavik, iést í Sjúkrahúsi Reykjavfkur 11. febrúar. Hrefna Markúsdóttir, Eygló Markúsdóttir, Erla Markúsdóttir, Ester Markúsdóttir, Erna Markúsdóttir, Grimur Bjarni Markússon, Þorsteinn Ólafur Markússon, ömmu- og langömmubörn. Sveinbjörn Ingimundarson, Haraldur Hannesson, Árni Ólafsson, Trausti Árnason, Sofffa Einarsdóttir, Þóra Gissurardóttir, t Elskulegur bróðir okkar, MAGNÚS GUÐMUNDSSON, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, áður Lyngbergi, andaðist á gjörgæsludeild Landspítala 10. febrúar. Systkini hins látna. i + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR HALLDÓRSSON, skipstjóri og útgerðarmaður, Ólafsvík, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness aðfara- nótt þriðjudagsins 11. febrúar. Laufey Eyvindsdóttir, Brynjar Kristmundsson, Sumarliði Kristmundsson, Ægir Kristmundsson, Þór Kristmundsson, Óðinn Kristmundsson, Matthildur Kristmundsdóttir, Laufey Kristmundsdóttir, Kristin Kristmundsdóttir, Halldór Kristmundsson, Steinþór Ómar Guðmundsson, Margrét Jónasdóttir, Kristín G. Jóhannsdóttir, Árný Bára Friðriksdóttir, Jóhanna Njarðardóttir, Sólrún Bára Guðmundsdóttir, Árni Guðjón Aðalsteinsson, Ólafur Helgi Ólafsson, Klaus Grunhagen, Jóhanna Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞÓR FRIÐRIKSSON BUCH, Einarsstöðum, Reykjahverfi, er andaðist 5. febrúar á sjúkrahúsi Húsavíkur, verður jarðsettur laugardag- inn 15. febrúar kl. 14.00 frá Húsavíkur- kirkju. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaðra. Guðný J. Buch, Friðrik J. Jónsson, Páll Helgi J. Buch, Hólmfríður Jónsdóttir, Björn Ófeigur Jónsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Sigurveig J. Buch, Ingólfur Arni Jónsson, barnabörn og Kristín Sigurðardóttir, Guðrún Benediktsdóttir, Stefán Baldvinsson, Alice Gestsdóttir, barnabarnabörn. + Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, HRÓAR JÓHÖNNUSON, Álfaheiði 30, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Jóhanna Guðjónsdóttir, Hallgrímur Pétursson, Vigdís L. Viggósdóttir, Vigfús Hallgrímsson, Sigriður Þórisdóttir, Regína Hallgri'msdóttir, Pétur Hallsson, Hrönn Hallgrfmsdóttir, Árni Guðjón Vigfússon og systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.