Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.02.1997, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON, Eystra-Seljalandi, Vestur-Eyjafjallahreppi, sem lést 9. febrúar, verður jarðsunginn frá Stóradalskirkju, laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00. Marta Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barna barnabarn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÍNEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, sem lést 7. febrúar síðastliðinn veröur jarðsungin frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 15. febrúar kl. 14. Anna Tómasdóttir, Sveinn Tómasson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur bróðir okkar og mágur, HAFSTEINN ÞORSTEINSSON, Kirkjuvogi, Höfnum, andaðist á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 7. febrúar sl. Útför hans fer fram frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Magnús Þorsteinsson, Vordís Inga Gestsdóttir, Svavar Þorsteinsson, Sigurlaug Kristjánsdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir, Magnús Bjarni Guðmundsson, Kristinn Þorsteinsson, Eygló Björg Óladóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN NÍELSSON læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Brynjólfur Þór Jónsson, Þorbjörn Jónsson, Guðrún Svanborg Hauksdóttir, Helga Bryndfs Jónsdóttir, Jón Þorbjarnarson, María Þorbjarnardóttir, NfelsThibaud Girerd. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, SIGRÍÐUR KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR röntgentæknir, Birkihæð 2, Garðabæ, sem lést laugardaginn 8. febrúar sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Jón Otti Sigurðsson, Sigurður Jón Jónsson, Guðný Jónsdóttir, Jón Otti Sigurðsson, Pálmar Sigurðsson. Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls eiginkonu minnar, móður okkar og dóttur, HILDAR SÓLVEIGAR ARNOLDSDÓTTUR (HILDE HENCKELL) Háaleitisbraut 18, Reykjavík. Sigurjón Helgason, Helga Guðrún Sigurjónsdóttir, Hjalti Sigurjónsson, Maria Henckell. HAFDÍS INGVARSDÓTTIR + Hafdís Ingvarsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyjum 2. mars 1935. Hún lést á heimili dóttur sinnar 26. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Seltjarnarneskirkju 3. febrúar. Elsku vinkona mín, Hafdís, er látin. Ég átti ekki að láta mér koma það á óvart, því ég vissi að hveiju stefndi. Dauðinn er alltof oft búinn að kveðja að dyrum hjá mér og ég vægast sagt orðin leið á honum. Hafdís háði harða bar- áttu við dauðann en hann hafði betur. Ég minnist Hafdísar með gleði o g söknuði í senn. Við kynnt- umst fyrir 29 árum, þegar ég var með hárgreiðslustofu uppi í Árbæ, þá bjó hún ásamt Gesti, þáverandi manni sínum, og tveimur bömum, þeim Öllu og Hafþóri, í næsta húsi við stofuna. Tókst með okkur mikill vinskapur þar til hún fór. Hafdís var góður og traustur vin- ur, hrókur alls fagnaðar, hreif alla með léttleika sínum og snörpum gáfum. Ekki ætla ég hér að tíunda allt það er við brölluðum saman, bæði ljúft og sárt. En minnisstæð- ust og kærust er mér þó okkar síðasta samverustund á heimili Öllu og Sigga í Grafarvogi milli jóla og nýárs nú síðastliðinn. Ég kom með því hugarfari að stoppa í tvo til þrjá tíma ef Hafdís væri hress, en þeir urðu óvart níu. Svo gaman var með henni að ég trúði vart að komið væri miðnætti er ég fór. Ég minnist líka þess er við vorum saman á Mallorca 1974, þvílíka gleðihelgi við áttum í góðra vina hópi. Þar bar Hafdís af eins og svo oft fyrir söng og skemmti- leg tilsvör. Og allt kunni hún og margt kenndi hún mér. Síðan fyr- ir u.þ.b. þremur árum fórum við tvær saman til Hamborgar ásamt fleira fólki sem við þekktum lítið og skemmtum okkur vel en lentum líka í mannraunum vægast sagt, en allt fór þó vel. Nú er mál að linni þessum skrifum, ég er inni- lega þakklát fyrir að hafa kynnst og eignast Hafdísi fyrir vinkonu. Bömum hennar, tengdabömum, bamabömum og systkinum óska ég alls hins besta. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja i tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. Og brátt mun sá konungur kalla, sem kemur að fylla von alla. Hann græðir á fegurri foldu þau fræ, er hann sáði í moldu. (Stef. Thor.) Elsku Alla, Siggi, Hafþór, Emma og þið öll, megi góður guð styrkja og vera með ykkur. Ykkar einlæg vinkona, Agnes. Mig langar með nokkram orðum að minnast elskulegrar vinkonu minnar, Hafdísar Ingvarsdóttur, sem er látin. Kynni okkar hófust fyrir mörg- um áram, þegar við störfuðum saman í Laugavegsapóteki. Þegar ég hugsa til baka koma upp í huga minn ótal yndislegar stundir, sem við áttum saman. Það er sár söknuður sem situr eftir í huga mínum, að horfa á eftir þessari yndislegu vinkonu minni, sem svo fljótt var kölluð frá okkur til ann- arra verka. En það er Guð sem gefur og Guð sem tekur, því fær ekkert okkar stjómað. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Með vinsemd og kærleika kveð ég nú vinkonu mína, Hafdísi, og votta ástvinum hennar samúð. Blessuð sé minning hennar. Erla. RÚNA G UÐMUNDSDÓTTIR + Rúna Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 2. október 1923. Hún lést á Land- spítalanum 7. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram kyrrþey. Það var mér mikil gleðistund er ég kom heim frá Kaupmanna- höfn fáeinum dögum fyrir jól. Ekki sökum þess að ég væri kom- inn heim i jólafrí, held- ur sökum þess hve vel amma leit út. Amma var búin að vera svo veik í mörg ár og í hvert skifti er ég kom heim var tilhlökkunin mik- il en kvíðinn altaf fyrir hendi um það hvort amma liti “vel“ út. Það kom mér líka mikið á óvart er það byijaði að draga af henni aðfara- nótt annars i jólum. Ég hefði aldr- ei viljað trúa því að hún ætti eftir að lifa í svona fáa daga. Það var mín gæfa að amma mín tók mig að sér er ég var aðeins níu mánaða gamall, og ól mig upp rétt eins hún væri mamma mín. Hún tók að sért stórt hlutverk, hlutverk bæði móður og föður. Hún sinnti því af mikilli nærgætni, enda var hún minn allra besti vinur. Þegar ég hugsa til baka era margar myndir er koma fram i huga minn. Ein af þeim er þegar maður var að læðast inn heima seint eftir miðnætti. Þama tipl- aði maður á tánum til að vekja ekki ömmu, en amma kallaði í mann og við kjöftuð- um saman langt fram eftir nóttu. Á þessum stundum sagði amma mér frá brotum úr lífi sínu. Þessar stundir era mér allra ljúfastar, því oft urðu umræð- umar það skemmti- legar og áhugaverðar að maður tímdi hrein- lega ekki að fara að sofa. En hvernig kona var amma? Eins og ég upplifði hana var hún fyrst og fremst. sterk kona, er þorði að segja skoðanir sínar, þó svo að oft léti hún það ógert af tillitssemi við aðra. Hún hugsaði altaf um lítilmagnann, sem ég sjálfur ekki var alltaf sammála. Eg man ekki hversu oft hún sagði „þetta er allt í lagi, ég geri þetta bara í næsta lífi“. Þetta gramdist mér alltaf því við höfum aðeins fullvissu um það líf er við lifum nú og megum ekki fresta að fram- kvæma óskir okkar. Trú ömmu á líf að loknu þessu lífi og hennar óendanlega tillitssemi við þá sem áttu bágt, eins og hún sjálf orðaði það, varð að ég tel til þess að líf hennar varð ein löng þrautar- ganga, sem ég vildi ekki óska + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞORSTEINSSON SIGURJÓNSSON, Hrafnistu i' Hafnarfirði, áður til heimilis að Naustahlein 24, Garðabæ, lést á Vífilstaöaspítala þriðjudaginn 11. febrúar. Sævar Gestur Jónsson, Anna G. Sigurbjörnsdóttir, Helga Jónsdóttir, Sigvaldi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. neinum, ekki einu sinni versta óvini mlnum. Nú má ekki skilja svo að lff ömmu hafí verið ein óhamingja, því það var líka fullt af gleði og hamingju, en það var svo erfítt. Amma var ætíð mikil bindindis- kona, en samt mikill bóhem í sér. Að henni laðaðist mikið af fólki og var vinahópurinn mjög stór þegar hennar líkamlega heilsa var upp á sitt besta. Eftir því sem heilsa hennar dvínaði og hún átti erfiðara með gang fækkaði heim- sóknum vina hennar og síðustu árin vora einungis mjög fáir af hennar vinum sem enn era á lífi er heimsóttu hana reglulega. Það er skrítið að hugsa til þess að kona sem var búin að hjálpa svona mörg- um skyldi verða svona einmana síðustu árin. Það er sárt að hugsa til þess að vinir skuli hverfa þegar fólk þarf allra mest á þeim að halda. Þetta átti ekki bara við um hennar vini, en líka um sum börn- in hennar og okkur barnabörnin. Allir uppteknir í lífsgæðakapp- hlaupinu og fáir tilbúnir að gefa af tíma sínum. Þetta veit ég að ömmu sárnaði mikið, því ef eitt- hvað bjátaði á var hún ætíð sú er fyrst var leitað til, enda bjó hún yfír mikilli lífsreynslu sem hún miðlaði áfram. Sjálfur á ég henni að þakka það líf er ég lifi í dag. Mínar skoðanir til lífsins mótuðust mikið af henni, þó svo að við litum á lífið með mismunandi augum. Þegar ég var lítill krakki sendi amma mig i ballett og í gegnum hann fékk maður tækifæri til að taka þátt í hinum ýmsu uppfærslum Þjóðleik- hússins. Leikhúsið var einn sann- kallaður ævintýraheimur. Seinna hvatti hún mig til að læra á píanó, sem opnaði dyrnar að tónlist. Á heimilinu var alltaf mikið af bók- um, þannig að þegar maður var orðinn læs var af nægu að taka. Hún hvatti mig óspart til að ganga menntaveginn, þannig að það er óhætt að segja að hún hafi opnað margar dyr fyrir mig, en lét það eftir mér að velja hvað ég vildi gera við líf mitt. Elsku amma mln, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég vona að þú hafir haft rétt fyr- ir þér og við eigum því eftir að hittast aftur seinna. Runólfur Vigfús Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.