Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vegaáætlun Niður- skurður gagnrýndur VIÐ umræður á Alþingi á mánudag um vegaáætlun gagnrýndu stjóm- arandstöðuþingmenn niðurskurð í framkvæmdum til vegamála á höf- uðborgarsvæðinu. Guðmundur Árni Stefánsson, þingflokki jafnaðarmanna, sagði það rangt að nauðsynlegt væri að draga úr framkvæmdum á þessu svæði vegna þenslu, enda væri þar meira atvinnuleysi meira en á lands- byggðinni. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, þingflokkssystir hans, gagnrýndi sérstaklega að fyr- irhugað væri að fresta framkvæmd- um í Ártúnsbrekku og sagði þar mikinn flöskuháls og slysahættu. Hún benti á að borgarstjórinn í Reykjavík hefði boðist til þess að fresta öðrum framkvæmdum gegn því að vegagerð yrði haldið óbreyttri. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði að viðræður væru í gangi við Reykjavíkurborg um þessi málefni, en sagði að vel væri fyrir vegaframkvæmdum séð í borginni og betur en nokkru sinni fyrr. ---------» ♦ ♦ Dalvík Mikill reykur í Arnarborginni SLÖKKVILIÐ Dalvíkur var kallað út á níunda tímanum á mánudags- kvöld þegar mikill reykur kom upp í vélahúsi frystitogarans Arnar- borgarinnar sem lá við bryggju. Að sögn Sigurðar Jónssonar slökkviliðsstjóra fór svokallað hita- kerti af vél í vélahúsi skipsins með þeim afleiðingum að olía spýttist út og yfir sjóðheita vélina. Við það myndaðist mikill reykur og var um stund óttast að eldur gæti kviknað. Svo varð ekki og reyktæmdi slökkviliðið vélahúsið. Ekki hlaust mikið tjón af. Sími 555-1500 Höfum kaupanda að 200-250 fm einbhúsi á Stór- Reykjavíkursvaeðinu. Engin skipti. Sumarbústaður Til sölu góður ca 50 fm sumarbústaður í landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði. Eignarland hálfur hektari. Verð: Tilboð. Kópavogur Foldasmári Glæsilegt ca 140 fm nýlegt raðhús á einni hæð. Áhv. ca 5,5 millj. Verð 12,9 millj. Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bílsk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. Skipholt Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm I fjölb. Verð 2,7 millj. Hafnarfjörður Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jaröh. Breiðvangur Mjög góð 5 herb. ca 112 fm Ib. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Si Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Morgunblaðið/Kristinn STARFSMAÐUR kaffistofu Þjóðarbókhlöðu bendir þingmönnunum Hjálmari Árnasyni og Margréti Frímannsdóttur og leynigestinum Jóhannesi Kristjánssyni vinsamlega en ákveðið á að þeim sé óheimilt að borða nestið sitt á kaffistofunni. Þingmenn selja sig í spor námsmanna „ Agæt áminning og brýning til stjórnmálamanna“ ALÞINGISMENNIRNIR Mar- grét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason þáðu boð Stúdentaráðs Háskóla íslands um að setja sig í spor náms- manna á mánudag. Þingmennirnir sátu m.a. kennslustund í hjúkrunar- fræði, heimsóttu tveggja barna móður í stúdentagörð- unum og leikskóla stúdenta, fóru í banka, þar sem þau kynntust fjárhagsaðstæðum námsmanna, og um hádegis- bilið lögðu þau leið sína í Þjóð- arbókhlöðuna. Þar settust þau niður á kaffistofunni og hugð- ust snæða nesti sitt en komust að því að það var bannað og enduðu því úti undir vegg þar sem þau luku við að næra sig. „Það vildi okkur til happs að það var gott og fallegt veður, þó að það hafi verið heldur kalt í Iofti,“ sagði Hjálmar í samtali við Morgunblaðið. Táknrænn leikur „Þegar við komum í bank- ann hittum við fyrir leynigest, Jóhannes Kristjánsson eftir- hermu, sem greinilega var þarna í gervi menntamálaráð- herra,“ sagði Hjálmar. Leyni- gesturinn átti í vandræðum með að fá framfærslulán í bankanum út á lánsfjáráætlun frá LIN, þar sem hann hafði ekki útyegað sér ábyrgðar- mann. í bankanum komst hann einnig að því að nýút- skrifaður hjúkrunarfræðing- ur gæti ekki keypt íbúð á 6,5 milljónir króna, þar sem hann stæðist ekki greiðslumat. „Við lítum svo á að þetta hafi átt að vera táknrænn leik- ur hjá námsmönnum. Það er óhætt að segja að námsmenn hafi komið vel á framfæri því sem þeir vildu vekja athygli á og á áþreifanlegan hátt í orðs- ins fyllstu merkingu," sagði Hjálmar ennfremur og kvaðst telja þessa uppákomu ágæta áminningu og brýningu til stjórnmálamanna. Náttúruvernd ríkisins Auglýst eftir land- vörðum NÁTTÚRUVERND ríkisins aug- lýsti um helgina eftir landvörðum til starfa í þjóðgörðum og friðiönd- um um land allt næsta sumar. Að sögn Trausta Baldurssonar, sem hefur umsjón með ráðningu land- varða hjá Náttúruvernd ríkisins, er um að ræða um 35 til 40 störf. Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi hafí lokið námskeiði í landvörslu, en slík námskeið eru haldin annað hvert ár og eru um 120 tímar. Næsta námskeið verður á hausti komanda. Trausti segir algengt að náms- menn vinni við landvörslu og marg- ir komi sumar eftir sumar. Þeir sem hafa unnið áður sem landverðir ganga að öllu jöfnu fyrir um störf. Auglýst er eftir landvörðum að þjóðgarðinum í Skaftafelli, þjóð- garðinum í Jökulsárgljúfrum, Mý- vatnssveit, Herðubreiðarfriðlandi og Öskju, Hvannalindum, Lónsör- æfum, Friðlandi að Fjallabaki, Gullfossi og Geysi, Hveravöllum, Búðum og ströndinni við Stapa og Hellna, Vatnsfirði og Homströnd- um á tímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst. -----» ♦ ♦ Gagnrýni á INTIS vegna aðgangs að barnaklámi Yfirlýsing væntanleg VEGNA gagnrýni sem fram hefur komið á INTIS, Internet á íslandi, þess efnis að hægt sé að tengjast fréttahópum með barnaklámi í gegnum upplýsingakerfið Usenet, sem INTIS annast, hefur fyrirtæk- ið sent viðskiptavinum sínum til- kynningu þess efnis að það muni gefa út yfirlýsingu á næstu dögum eftir að hafa kannað málið nánar. í tilkynningunni segir að í kjölfar breytinga á lögum um klám hafí INTIS falið lögfræðingi sínum, Ragnari Aðalsteinssyni hrl., að skila áliti fyrir hönd fyrirtækisins. Sig- urður Jónsson, markaðsstjóri INT- IS, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir yfirlýsinguna vænt- anlega í dag eða á morgun. Vesturbær — Háskólasvæði 5 herb. falleg og björt efri sérhæð til sölu á rólegum og góðum stað. Tvær samliggjandi stofur í suður ásamt stórum svölum. Stórt eldhús með fallegum innréttingum. Flísal. baðherb. 3 rúmgóð svefnherb. m/skápum. Tvær geymslur. Þvottahús á hæð. Gróinn garður o.fl., o.fl. Verð 11,4 millj. — áhv. 7,9 millj. langtlán. Mism. aðeins 3—3,5 millj. Ýmiss skipti mögul. Upplýsingar í síma 551 8443. Á góðum stað í gamla bænum: Útborgun aðeins 500 þús. Ný endurbyggð 2ja herb. rislbúð í reisulegu steinhúsi skammt frá Sundhöll Reykjavíkur. Lagnir og leiðslur í húsinu eru nýjar. Tilboð óskast. Gegn staðgreiðslu óskast rúm- góð 4ra herb. íbúð í lyftuhúsi ( vesturborginni eða á Nesinu. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 Andlát MAJ-LIS HOLMBERG MAJ-LIS Holmberg skáldkona, þýðandi og háskólakennari lést á heimili sínu í Helsingfors í sl. viku, 74 ára að aldri. Hún fæddist í Helsingfors 23. febr- úar 1922 og var skip- stjóradóttir. Eftir stúdentspróf 1941 og háskólanám í heimalandinu nam hún við Háskóla íslands 1952. Hún starfaði við bókaforlög í Helsingfors og var síðan lektor við háskólann þar. Hún var fréttaritari Morgun- blaðsins 1946-53. Eftir hana liggja nokkrar ljóðabækur, hin fyrsta Bál- et (1948). Hún þýddi ljóð margra íslenskra skálda og komu þýðingar hennar á ijóðum eftir Jón úr Vör og Stein Steinarr út í sérstökum bókum. Að beiðni dómnefndar Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs þýddi hún í heild ljóðabókina Tveggja bakka veður eft- ir Matthías Johannessen sem var lögð fram til verðlauna af íslands hálfu 1983 og einnig Gott er að lifa eftir Jón úr Vör sem tilnefnd var 1985. Yfirleitt þýddi hún á sænsku, en 1977 kom eftir hana þýðingasafn á finnsku, Ja tunturin takaa kuulet (útg. Weilin-Göös), með ljóðum eftir liðlega tuttugu íslensk skáld. Einnig ritaði hún inngang og kynningarorð um hvert skáld. Maj-Lis Holmberg var ógift og barnlaus. Hún átti góða vini á ís- landi. Blaðinu er kunnugt um að þau Maj-Lis og Jón úr Vör skrifuð- ust lengi á, en hún mun hafa verið fyrsti þýðandi Jóns og lét sér annt um skáldskap hans. Utför Maj-Lis Holmberg mun ekki fara fram. Að ósk skáldkonunnar verður lík henn- ar brennt og öskunni dreift á haf út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.