Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eignarhlutur KEA í AKVA USA minnkar úr 70 í 23%
Fjárhagur fé-
lagsins lagaður
EIGNARHLUTUR Kaupfélags
Eyfirðinga í AKVA USA, banda-
rísku fyrirtæki sem sér um inn-
fiutning, dreifingu og markaðs-
setningu á Akva-vatni í Bandaríkj-
unum hefur minnkað úr 70% í 23%
eftir að hlutafé var fært niður.
Gripið var til aðgerða á haustmán-
uðum, en rekstur fyrirtækisins hef-
ur frá upphafi verið erfiður.
Ahugavert fyrir hugsanlega
fjárfesta
Á liðnu ári þótti fyrirséð að sal-
an yrði minni en vonir stóðu til og
tilraunir til að fá aukið hlutafé í
reksturinn báru ekki árangur. í
framhaldi af því var efnahagur
félagsins endurskipulagður og var
markmið aðgerðanna að laga stöðu
þess og jafnframt að koma íjárhag
fyrirtækisins í það horf að það
yrði áhugavert fyrir hugsanlega
fjárfesta.
Magnús Gauti Gautason kaupfé-
lagsstjóri sagði að m.a. hefði
starfsfólki verið fækkað, þeir væru
nú tveir, kostnaður hefði verið
skorinn niður og hlutafé KEA fært
niður. „Við erum að reka fyrirtæk-
ið með lágmarkstilkostnaði,“ sagði
Magnús Gauti. Hann sagði að hlut-
deild þeirra sem áttu í fyrirtækinu
hefði aukist en nýir fjárfestar enn
ekki komið inn í félagið. „Það eru
viðræður í gangi við nýja fjárfesta,
en lítið hægt að segja á þessari
stundu hvert þær leiða.“
Aðgerðirnar kostuðu hvorki
KEA né dótturfélag þess, Akva,
nein fjárútlát og tapið sem félögin
urðu fyrir vegna vatnsútflutnings
jókst ekki við aðgerðirnar. Ávinn-
ingur þeirra fyrir íslensku félögin,
KEA og Akva, er einkum fólgin í
því að skuldbindingar sem þau
höfðu gert gagnvart áframhald-
andi rekstri AKVA USA féllu niður
og verður árið 1996 það síðasta
sem KEA og dótturfyrirtæki tapa
á vatnsútflutningi að sögn kaupfé-
lagsstjóra.
Nýir markaðir að opnast
AKVA USA verður gert upp
með hagnaði á síðasta ári og er
nú rekið með lágmarkstilkostnaði.
Unnið er að því að fjölga dreif-
ingaraðilum á núverandi markaðs-
svæðum, sem eru fyrst og fremst
Nýja England og Baltimore-Was-
hington svæðið. Nýir markaðir
hafa opnast fyrir vatnið, m.a. ligg-
ur fyrsta pöntunin til Kalifomíu
fyrir og þá er byrjað að dreifa
vatninu í Ohio og Arizona. Auk
þessa standa yfir viðræður við
ýmsa um samstarf og eða eigna-
raðild að fyrirtækinu, en of
snemmt er að segja fyrir um hver
árangur verður af þeim viðræðum.
„Við vonum að þetta muni
ganga upp, þó svo ekki sé hægt
að fullyrða neitt strax,“ Magnús
Gauti.
Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir
Barokkkvöld
í Dalvíkur-
kirkju
NEMENDUR og kennarar Tónlist-
arskólans á Dalvík buðu upp á
þemakvöld um barokk fyrir
skömmu. Flutt var tónlist frá tíma
barokksins (1600 til 1730) í formi
söngs og hljóðfæraleiks. Einnig
fluttu nemendur erindi um tíma-
bilið, ríkjandi strauma í listum og
hvað var að gerast á Islandi á
þessum tíma. Þá var gestum boðið
að skoða myndlistarsýningu í
safnaðarheimili Dalvíkurkirkju
sem nemendur Húsabakkaskóla í
Svarfaðardal höfðu unnið um
tímabilið með kennara sínum,
Ornu Valsdóttur.
Námskeið
um mark-
aðsmál
EFNT verður til tveggja námskeiða
í markaðsmálum á vegum endur-
menntunardeildar Háskóla íslands í
samstarfi við atvinnumálanefnd Ak-
ureyrar og endurmenntunarnefnd
Háskólans á Akureyri. Þau eru hluti
af námskeiðaröð í markaðs-, sölu-
og þjónustunámi.
Atvinnumálanefnd hefur haft það
að grunnmarkmiði að efla atvinnulíf
á Akureyri en ein leiðin að því
markmiði er að efla framboð á nám-
skeiðum_ og endurmenntunarmögu-
leikum. í viðamikilli atvinnulífskönn-
un sem nefndin stóð fyrir í lok síð-
asta árs kom m.a. fram að forsvars-
menn atvinnufyrirtækja á Akureyri
telja markaðsmál einn helsta veik-
leika í rekstri síns fyrirtækis. Flest-
ir, eða um 75% töldu almennt vera
þörf á endurmenntun starfsmanna
sinna og 92% voru tilbúnir að taka
þátt í kostnaði vegna endurmenntun-
ar. í ljósi þessa væntir atvinnumála-
nefndin þess að viðbrögð verði góð
við þeim námskeiðum sem nú standa
til boða. Fyrra námskeiðið verður
haldið föstudaginn 7. mars og nefn-
ist Stefnumótun og stjórnun mark-
aðsmála og það síðara 11. apríl næst-
komandi og fjallar um markaðsrann-
sóknir.
Morgunblaðið/Kristján
GUNNAR Garðarsson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, útskýrir
endurvinnsluátakið fyrir börnum á leikskólanum Krógabóli.
Stofnfundur nýs félags í Hrísey
Endurbyggja
á elsta húsið
STOFNFUNDUR félags til endur-
byggingar elsta húss Hríseyjar,
„Gamla Syðstabæjar“ eða „Kaup-
angs“ var haldinn nýlega. Tilgang-
ur félagsins er að vinna að upp-
byggingu „Gamla Syðstabæjar" og
gæta hagsmuna hans meðan á upp-
byggingunni stendur, vera í for-
svari fyrir þeim framkvæmdum og
afla fjár til verksins með öllum til-
tækum ráðum.
Á fundinum skráðu sig 17 stofn-
félagar og í framhaldinu var ákveð-
ið að halda framhaldsstofnfund 2.
mars nk. Fram að þeim tíma geta
allir þeir er áhuga hafa látið skrá
sig sem stofnfélaga hvar á landinu
sem þeir búa. Þegar eru skráðir 32
stofnfélagar frá fimm stöðum á
landinu, allt frá Reykjavík og vestur
um til Reyðarfjarðar.
Allir sem tengsl eiga til þessa
húss eru hvattir til að láta skrá sig
en árgjaldið er að lágmarki 500
krónur. Öllum félagsmönnum verð-
ur sendur óútfylltur gíróseðill með
haustdögum og þeim sem vilja
greiða hærri upphæð en 500 krónur
er það velkomið. Þá verða öllum
félögum send lög félagsins svo og
fleiri upplýsingar.
Það er von þeirra sem að þessu
átaki standa að undirtektir verði
góðar. Þeir sem áhuga hafa áJmssu
máli geta haft samband við Ásgeir
Halldórsson í síma 466-1769 eða
við skrifstofu Hríseyjarhrepps í
síma 466-1762, símbréf 466-1790.
Böm á leikskólum safna
pappír til endurvinnslu
Síðasta önn Menntasmiðjunnar með fasta fjárveitingu
Sótt um styrk til
Evrópusambandsins
ÖLLUM börnum á leikskólum
á Akureyri verður afhentur
plastpoki sem ætlaður er undir
pappírsúrgang sem hentar til
endurvinnslu. Þetta er liður í
átaki sem miðar að því að auka
endurvinnslu á pappírsúrgangi
sem til fellur í Eyjafirði.
Átakið hófst formlega þegar
börnin á leikskólanum Króga-
bóli fengu fyrstu pokana sem
þau fór með heim og verða
þeir sóttir aftur í leikskólann á
morgun, fimmtudag, væntan-
lega fullir af mjólkurfernum,
tímaritum, dagblöðum, bækl-
ingum, umslögum og öðrum
endurvinnanlegum pappírsúr-
gangi.
Pappírinn plássfrekur
Gunnar Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri Endurvinnslunn-
ar, sagði tilgang átaksins m.a.
að auka vitund fólks um það
mikla magn pappírs sem til fell-
ur og hversu plássfrekur hann
væri í ruslatunnum og sorp-
haugum bæjarins. Endurvinnsl-
an hefur síðustu ár tekið við
pappír og framleitt úr honum
og plasti af rúllubaggaheyi
brettakubba. Fyrirtækið getur
tekið á móti mun meira af papp-
ír en skilað er og því er efnt
til þessa átaks. Nefndi Gunnar
sem dæmi að í einum skóla á
Akureyri hefði að jafnaði verið
farið með 15 ruslapoka á haug-
ana á viku, en eftir að farið var
að flokka mjólkurfernur frá,
lentu 12 pokar í endurvinnslu
en einungis 3 færu á haugana.
„Það er hægt að minnka mikið
umfang ruslsins sem hent er á
haugana ef menn flokka frá það
sem hægt er að endurvinna,"
sagði hann.
Að átakinu standa auk
Endurvinnslunnar m.a. Ako-
plast sem Ieggur til pokana,
Gámaþjónusta Norðurlands
sem sér um að hirða þá og
Mjólkursamlag KEA, en þar á
bæ er pakkað í 8-10 milljónir
ferna á hverju ári.
MENNTASMIÐJA kvenna hóf sína
6. önn og jafnframt þá síðustu með
fasta fjárveitingu fyrir skömmu.
Þetta er þriðja starfsár skólans, sem
fór af stað sem þróunarverkefni, en
að honum standa menntamála- og
félagsmálaráðuneyti og Akureyrar-
bær sem ber ábyrgð á verkefninu.
Menntasmiðjan hefur verið í stöð-
ugri þróun og er leitast við að hafa
hugmyndafræði lýðháskóla á Norður-
löndum að fyrirmynd. Aðaláhersla
starfsins í vetur er þríþætt, bóklegt
nám, verk- og listgreinar og sjálfs-
sfyrking og er markmiðið að efla og
auka sjálfsmat og styrk til að byggja
á að námi loknu. Tekið var upp sam-
starf við félags- og tómstundamið-
stöðina Punktinn en þangað sækja
nemendur Menntasmiðjunnar verk-
legt nám sitt.
Nú á vorönn sóttu 35 konur um
námið og hófu það 22 konur. Námið
stendur í 16 vikur alls. Að lokinni
þessari önn hafa um 110 konur sótt
sér þekkingu og sjálfsstyrk til
Menntasmiðju kvenna.
Tveggja ára tilraunaverkefni
Ragnhildur Vigfúsdóttir, jafnrétt-
is- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæj-
ar, hefur sótt um styrk frá Evrópu-
sambandinu til að koma á tveggja
ára tilraunaverkefni þar sem nám,
starfsþjálfun og skiptivinna er tengt
saman. Um tvíþætt námskeið yrði
að ræða, annars vegar að gefa at-
vinnulausum eða atvinnulitlum kon-
um kost á menntun og mikilvægri
starfsþjálfun og hins vegar starfs-
mönnum með langa starfsreynslu
kost á sí- eða endurmenntun í vinnu-
tíma sínum. Gert er ráð fyrir að á
námskeiðinu verði konum gefinn
kostur á að kynnast hefðbundnum
karlastörfum en bæði kyn myndu fá
mikla jafnréttisfræðlu sem forsvars-
menn þess vona að leiði til þess að
þau endurmeti stöðu sína bæði
heima og heiman. Námskeiðið myndi
standa í 16 vikur, ein þeirra yrði
ætluð í starfskynningu og þrjár í
starfsþjálfun, viðkomandi myndi þá
leysa fastráðinn starfsmann af hólmi
meðan hann sækir endurmenntun-
arnámskeið. Bent er á í umsókninni
að reynslan af verkefninu gæti nýst
víða í Evrópu, í þéttbýli eða dreif-
býli, á opinberum stofnunum eða í
einkafyrirtækjum. Áætlað er að
kostnaður við verkefnið verði um
37,7 milljónir króna.
Ragnhildur sagði að svar við
umsókn Akureyrarbæjar myndi ber-
ast í næsta mánuði og bjartsýni
væri ríkjandi á að hann fengist.
I
I
i
>
i
\
I
I
I
I