Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Istak bauð 246 milljónir í 1. áfanga Sultartangavirkjunar Morgunblaðið/Þorkell FIMM tilboð bárust í fyrsta áfanga Sultartangavirlqunar. Talsverð spenna ríkti þegar tilboðin voru opnuð. Lægsta tilboð nam 55% af kostnaðaráætlun Virkjanir á ÞjórsáKd^Jungnaársvæði Suitartangaión Hrauneyjafoss 114 gi ,' J Sultartangi 120 MWJ ' 210 MW + 60 MW ■ Virkjun k Stffla — Skurður — Göng Ogiiaði vaktmanní með skrúfjárni VAKTMAÐUR á gistiheimili Hjálp- ræðishersins við Kirkjustræti kom að einum gesti heimilisins við pen- ingakassa í afgreiðslu í fyrrinótt, og var hann búinn að brjóta upp kassann og næla sér í nokkurt fé. Við truflunina dró þjófurinn upp skrúíjám sem hann hafði notað við að spenna upp kassann, og hafði uppi hótanir við vaktmanninn og háreysti. Eftir nokkrar fortölur skil- aði hann hins vegar fénu en stökk á braut áður en hægt væri að hand- sama hann. Lögreglan handtók hann síðan í gærmorgun og vistaði í fangageymslum þangað til hægt væri að yfirheyra hann, en viðkom- andi var mjög dmkkinn. Stútur stakkst inn í garð Tveir menn vom staðnir að verki við innbrot, rétt fyrir klukkan hálf- þijú í fyrrinótt. Þeir vom þá búnir að brjóta rúðu í fyrirtæki í Sigtúni. Lögreglan handtók mennina á staðnum og vistaði þá í fanga- ge^nnslum, en um góðkunningja lög- reglunnar er að ræða og áttu þeir óuppgerð mál að baki á sama sviði afbrota. Þá ók maður bifreið sinni í gegn- um girðingu við hús í Strýtuseli í Breiðholti um klukkan 5 í fyrrinótt og hafnaði hann inn í garði við hús- ið. Bifreiðin skemmdist og sömuleið- is eigur íbúa hússins, og þurfti að fjarlægja bílinn með kranabíl. Gmn- ur leikur á að ökumaðurinn hafí verið ölvaður. -----» ♦ ♦-- Kópavogur 6-700 at- hugasemdir bárust UM 6-700 manns skrifuðu undir athugasemdir vegna tillögu að deili- skipulagi í vesturhluta miðbæjar í Kópavogi. Að sögn Birgis H. Sig- urðssonar skipulagsstjóra, beinast mótmælin einkum gegn fyrirhugaðri bensínstöð á gjábakkanum. Frestur til að skila inn athuga- semdum rann út 17. febrúar. Birgir sagði að farið yrði yfir mótmælin á næstu dögum og erindið síðan sent til afgreiðslu í bæjarráði og bæjar- stjórn. Sennilega yrði það tekið fyrir 11. mars í bæjarstjóm. ÍSTAK hf. átti lægsta tilboð í fyrsta áfanga Sultartangavirkjunar, en til- boð í verkið vom opnuð í gær. ístak bauðst til að vinna verkið fyrir 246,6 milljónir, sem er 55,4% af kostnaðar- áætlun ráðgjafa Landsvirkjunar. Öll tilboðin í verkið vom undir kostnað- aráætlun Landsvirkjunar. Næstlægsta tilboð áttu Völur hf. og Lava hf. 277,5 milljónir. J.V.J. hf. bauðst til að vinna verkið fyrir 279 milljónir, Háfell hf. og Rein sf. buðu 297,6 milljónir og Suðurverk hf. bauð 318,8 milljónir. Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen hf., sem er ráðgjafi Landsvirkjunar, gerði kostnaðaráætlun fyrir verkið og hljóðaði hún upp á 445,5 milljónir. Hagstæð tilboð „Þetta em mjög hagstæð tilboð frá traustum og góðum fyrirtækjum. Lægsta tilboð er 55% af kostnaðar- áætlun okkar ráðgjafa. Það má því segja að þessi framkvæmd byrji vel og lofi góðu um framhaldið," sagði Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar. Halldór sagði að á næstu dögum myndi Landsvirkjun fara yfir tilboð- in og bera þau saman. í framhaldi af því tæki stjórn Landsvirkjunar ákvörðun um hvaða tilboði yrði tek- ið. Stefnt væri að því að undirrita verksamning um miðjan mars. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í apríl, en þeim á að vera lok- ið eigi síðar en 15. júlí nk. í byijun mars verða auglýst útboð á öðmm verkþáttum Sultartangavirkjunar. Sultartangavirkjun nýtir fall Þjórsár milli Sultartangalóns og inntakslóns Búrfellsvirkjunar. Upp- sett afl stöðvarinnar verður 120 MW í tveimur 60 MW vélasamstæð- um. Gerð verða 3,4 km göng úr Sultartangalóni í gegnum Sandafell að jöfnunarþró og stöðvarhúsi sem verður niðri í grafínni geil suðvestan undir Sandafelli og þaðan verður grafinn frárennslisskurður niður með farvegi Þjórsár rúmlega 7 km leið að stíflu og ísskolunarmann- virkjum Búrfellsvirkjunar ofan Bjarnalóns. Stefnt er að því að virkj- unin verði tekin í notkun í október 1999. Tilboð í Hágöngumiðlun opnuð eftir helgi Þessi fyrsti áfangi verksins felur í sér gröft fyrir stöðvarhúsi og jöfn- unarþró. Samtals verða grafin 93 þúsund rúmmetrar af lausum jarð- lögum og sprengdir verða 304 þús- und rúmmetrar af gijóti. Að viku liðinni verða tilboð í Hágöngumiðlun opnuð. Þar er um mun stærra verk að ræða, en það er allt boðið út í einu útboði. Gert er ráð fyrir að samningar um það verði undirritaðir í lok mars. Landsvirkjun hefur enn ekki fengið fulla tryggingu fyrir því að Járnblendifélagið á Grundartanga og Columbia Ventures kaupi þá raforku af Landsvirkjun sem áætl- anir og samningsdrög gera ráð fyr- ir. Halldór sagði að vonast væri til að þetta yrði orðið skýrara um miðj- an mars en það er í dag. Halldór sagði ekki ljóst hvernig Landsvirkjun myndi bregðast við ef áform um stækkun Jámblendi- verksmiðjunnar yrðu lögð til hliðar. Landsvirkjun kynni að þurfa að endurskoða áætlanir sínar um virkj- anir. Halldór sagði hins vegar að fleiri stórir raforkukaupendur hefðu sýnt áhuga á að kaupa orku af Landsvirkjun, t.d. Atlantsál, Norsk Hydro og Magnesíumfélagið. Skemmdir á slipp- kantinum á Akureyri Grænlensk- ur togari líklegastur SJÓPRÓF vegna tjónsins á slipp- kantinum við Slippstöðina á Akur- eyri í síðustu viku fóru fram í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu, grófst fylling undan stál- þili á 20-30 metra kafla og við það rann fylling innan við þilið út í sjó með þeim afleiðingum að þekja bryggjunnar féll niður. Talið er að tjónið nemi tugum milljónum króna. Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður á Akureyri segir að næsta skref í málinu verði að fara fram á dóms- kvaðningu matsmanna til að meta tjónið. Talið er að grafist hafi undan þilinu þegar verið var að prufukeyra vél og skrúfubúnað grænlenska tog- arans Nataarnaq við slippkantinn. Baldur segir að einnig verði leitað eftir því hvort útgerð og tryggingafé- lag Nataarnaq viðurkenni bótaskyldu og geri þeir aðilar það þarf að semja um uppgjör tjónsins. „Ef þeir viður- kenna ekki bótaskyldu sína þarf að fara í málaferli til að staðreyna það hvar ábyrgðin liggur, enda er nér um mikið tjón að ræða.“ Árshátíð laganema Dómkirkju- klukkum hringt í kveðjuskyni KIRKJUKLUKKUM Dómkirlrj- unnar í Reykjavík var hringt á laugardag þegar laganemar við Háskóla Islands gengu til veislu á Hótel Borg frá Alþingishús- inu, þar sem þeir höfðu verið í móttöku vegna árshátíðar þeirra sem haldin var þann dag. Séra Jakob Ágúst Hjálmars- son dómkirkjuprestur sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri gamall siður að klukk- um væri hringt í kveðjuskyni þegar skrúðgöngur færu fram hjá kirkjum. Laganemamir hefðu farið fram á að kirkju- klukkunum yrði hringt þegar þeir gengju frá Alþingishúsinu yfir að Hótel Borg. Séra Jakob sagði klukkna- hringinguna hafa verið kveðju frá kirkjunni, sem tákn um langa samleið lögmannastéttar og kirkju í íslenskri sögu. Kona sem missti eiginmann og föður þegar Æsa fórst ritar ráðherrum og þingmönnum Sakar stjórnvöld um aðgerðarleysi KOLBRÚN Sverrisdóttir, sem missti eiginmann sinn og föður þeg- ar kúfiskskipið Æsa ÍS-87 sökk í júlí síðastliðnum, hefur farið fram á við þingmenn og ráðherra að fjár- munum verði veitt til að lyfta flak- inu af hafsbotni. í erindi sínu kveðst hún telja að með slíkum aðgerðum væri unnt að varpa ljósi á orsök slyssins og ná í lík mannanna sem fórust. Kolbrún kveðst hafa undir hönd- um upplýsingar um að Rannsóknar- nefnd sjóslysa hafi óskað eftir til- boðum í að lyfta Æsu af hafsbotni og nemi kostnaður samkvæmt til- boði fyrirtækisins Djúpmynda um 18 milljónum króna. Hvorki gengið né rekið Hún gagnrýnir lágar fjárveiting- ar til rannsókna sjóslysa og sé til að mynda Rannsóknarnefnd sjó- slysa aðeins úthlutað sjö milljónum króna á ársgrundvelli, sem renni nær alfarið í skrifstofuhald, launa- greiðslur og greiðslur fyrir nefndar- setur, þannig að ekkert fé sé aflögu til eiginlegra rannsókna. „Nú eru næstum Iiðnir sjö mán- uðir og í þessu máli hefur hvorki gengið né rekið,“ segir hún og kveðst telja að ekki verði unað við ríkjandi ástand þessara mála leng- ur. Umrætt sjóslys hafí orðið í góðu veðri og sé með öllu óútskýrt og verði ekki upplýst, miðað við „óbreytt aðgerðaleysi stjómvalda, nema með getgátum". Hún segir að auk neðansjávar- myndatökunnar á vegum sam- gönguráðherra, hafi utanríkisráðu- neytið tilkynnt ættingjum þeirra, sem fórust þann 13. janúar sl., að íslensk stjórnvöld hafí formlega far- ið fram á við varnarliðið, að það athugi möguleika á að aðstoða við að ná líkum mannanna. Við því hafi enn engin svör borist. Kolbrún segir að henni virðist málið hafa verið á nokkurs konar einskismannslandi frá því skipið sökk, og hafi opinberir aðilar með- höndlað málið með þeim hætti að henni virðist upplýsingar varðandi það eiga að vera sér óviðkomandi. Ragnhildur Hjaltadóttir, formað- ur Rannsóknarnefndar sjóslysa, segir ýmislegt sem fram kemur í erindi Kolbrúnar á misskilningi byggt og m.a. greiði ríkissjóður ekki almennt fyrir upptöku skipa. Hins vegar greiði tryggingafélögin á stundum slíkan kostnað, en trygg- ingafélag Æsu hafi greitt útgerð hennar á milli 80 og 100 milljónir króna vegna skipstapsins og teljist því eigandi flaksins á hafsbotni. Mörgum spurningum ósvarað „Nefndin ræddi mál Æsu og það er ljóst að mjög mörgum spurning- um er ósvarað um orsök þessa slyss, og við þeim fæst væntanlega engin svörj nema að báturinn sé skoðað- ur. í því sambandi ákvað nefndin að kanna kostnað við hugsanlega upptöku, fyrst og fremst til að at- huga hvort um væri að ræða viðráð- anlegar stærðir og hvort upptaka væri gerleg. Sú könnun leiddi í ljós að kostnaður myndi nema um 20 milljónum króna og ekki hægt að ábyrgjast árangur af slíkri tilraun. Maður hefur gengið undir manns hönd til að reyna að fá fjármuni til verksins og ég veit að ættingjarnir hafa unnið kappsamlega að því marki, en það hefur því miður ekki borið árangur. Ríkið getur ekki sinnt þessu, enda fjármagn ekki til, auk þess sem slíkt hefði fordæm- isgildi,“ segir Ragnhildur. Hún segir að kostnaður við neð- ansjávarmyndatöku í nóvember hafí verið greiddur af ríkissjóði og tryggingafélagi skipsins, samtals um tvær milljónir króna, og hafi myndatakan ekki leitt neitt nýtt í ljós. Óvíst sé að lík mannanna séu enn um borð í skipinu. Niðurstöðu að vænta Ragnhildur segir niðurstöður nefndarinnar vegna Æsu að vænta innan skamms, jafnvel í næsta mánuði. i I » > l í i \ \ i r I i l r I t i I I l I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.