Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Grunnform
Eyborg Guðmundsdóttir (1924-1977).
MYNPUST
Önnur hæð
FLATARMÁL
Eyborg Guðmundsdóttir. Opið
miðvikudaga frá 14-18. Eirrnig
eftir samkomulagi. Febrúar - marz.
Aðgangur ókeypis.
STRANGFLATAUSTIN í mál-
verki, sem lifði blómaskeið sitt á
sjötta áratugnum átti sér allnokkra
áhangendur hér á landi, en fáa sem
gengu að verki af slíku meinlæti sem
Eyborg Guðmundsdóttir. Hún kom
að vísu nokkuð seint á vettvang eða
á tímum sem önnur gildi voru að
þrengja sér í sviðsljósið, svo sem
ýmsar tegundir óformlegrar með-
höndlunar efnisins á milli handanna
og úthverfs innsæis í óheftri sér-
tækri mótun, „art informel“ og „ab-
strakt expressjónismi", sem voru
leiðandi stefnur fram að umskiptun-
um miklu um miðjan sjöunda áratug-
inn er popplistin varð allsráðandi
fram að tímum hugmyndafræðilegu
listarinnar, sem ruddi flestu öðru
burt um stund.
En þess ber að gæta að svið flat-
armálverksins var afar breitt og
fæstir frumkvöðlar þess tóku þátt í
þessum heljarstökkum milli stíl-
brigða, ræktuðu áfram sinn garð,
og þeir sem eru ofar moldu eru enn
að og sumir með mjög fersk og lif-
andi verk.
Það var bæði eðlilegt og raun-
hæft að list grunnformanna þætti
forvitnileg og traustvekjandi hér á
landi, því þessi hlið myndlistar hafði
aldrei verið ræktuð í hreinleika sín-
um frekar en annað meinlæti á
myndfleti, sem og hin sígildu grunn-
mál akademismans. Það var helst
að Jón Stefánsson byggði myndir
sínar upp á þessum ströngu lögmál-
um og þótti fyrir vikið full þungur
og rökfræðilegur á mælikvarða ann-
arra málara.
Það sem strangflatamálaramir
voru að gera var að þrengja sér al-
veg inn í kjarna myndflatarins og
lögmála hans, hafna hinu hlutvakta
en velta þeim meira fyrir sér grunn-
formunum og myndbyggingunni.
Hér skiptu litimir og þenslumáttur
þeirra einnig miklu máli og allt þetta
sjáum við í hinum hreinu frumlitum
Auguste Herbin, þýðu millitónum
Alberto Magnellis, stöku litum,
svarthvítu heildum og sjónræna titr-
ingi Victors Vasarelys og Jesus
Rafaels Sotos. í mismunandi mæli
og með sínu lagi ræktuðu svo allir
einfaldleikann og naumhyggjuna í
vinnubrögðum sínum.
Afar eðlilegt, að mjög einfaldar
myndheildir Eyborgar í anda Vas-
arelys og Sotos veki tilfinningar í
btjóstum áhanganda naumhyggju
nútímans hér á landi. Hins vegar
er langsótt að tala um gleymsku og
endurreisn mun nærri lagi van-
rækslu og framtaksleysi, auk þess
sem menn voru og eru full bráðir
við að trampa á og jarða fyrri gildi
hér sem víða annars staðar. Forsmá
hlut þeirra er ruddu brautina.
Hvernig sem á það er litið telst
það afar mikilsvert framtak að setja
upp þetta litla sýnishorn verka hinn-
ar gáfuðu listakonu, hvers hlutskipti
var sem fleiri á þessum árum að
geta ekki ræktað sinn garð sem
skyldi er heim kom, gekk hvorki að
námslánum né starfslaunum.
List Eyborgar er afar gott dæmi
um einangrað hópefli fyrri tíma í
listinni, samkennd sem spratt í
brjósti örfárra einstaklinga er í and-
stöðu við skóla og ríkjandi hefðir
börðust fyrir afmarkaðri tegund
nýrra grunnmála. Innbyrðist örvuðu
þeir og styrktu hver annann „admir-
es - vous les uns les autres" eins
og það heitir. Þá þurfti stórum meira
hugrekki til að standa í eldlínunni
en í dag er innihaldslaus tilbúinn
frumleiki orðinn að námsgrein í lista-
skólum og ranghverfa viðtekinna
hugtaka snýr upp. Einangraða hóp-
eflið orðið að vísindum og alþjóð-
legri holskeflu.
Sýningin er ein hin hrifmesta fyr-
ir augað sem sett hefur verið upp á
þessum stað, skilmerkilega að henni
staðið og dtjúgur fengur að ritgerð
Rúnu Gísladóttur.
Bragi Ásgeirsson
Morgunblaðið/Ásdís
FLUTNINGURINN í heild var stórglæsilegur segir gagnrýnandi Morgunblaðsins, á myndinni taka
flytjendur við þakklæti áhorfenda og eru þar fremstir einsöngvararnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Rannveig Fríða Bragadóttir, Garðar Cortes og Loftur Erlingsson.
Lítil en stór hátíðarmessa
Snædrifin orð
TONIIST
Langholtskirkja
SÖNGMESSA
Flutt var Petite messe solennelle eft-
ir Rossini. Flytjendur: Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, Rannveig Fríða
Bragadóttir, Garðar Cortes, Loftur
Erlingsson, Hrefna Unnur
Eggertsdóttir, Gústaf Jóhannesson
og Kór Langholtskirkju. Stjómandi:
Jón Stefánsson. Mánudagurinn 17.
febrúar, 1997.
LITLA hátíðarmessan eftir
Rossini er nú flutt í annað sinni,
af sömu flytjendum en nú fyrir
þjóðir, því um er að ræða beina
sendingu í gegnum gervihnött á
vegum Ríkisútvarpsins. Það þóttu
mikil tíðindi er Leningrad-sinfón-
íunni, eftir Shostakovitsj, var út-
varpað samtímis um hinn vest-
ræna heim og einnig hér á landi.
Nú liggur þjóðbrautin um gervi-
hnetti og samstarf útvarpsstöðva
um beinar útsendingar er ekki
lengur tæknilega flókið.
Flutningurinn á Litlu hátíðar-
messunni, sem er alls ekki lítil,
er því ekki aðeins fyrir okkur hér
heima, heldur heyrist hann í 20
útvarpsstöðvum og því er nokkuð
í húfi að vel takist til. Litla mess-
an er fallegt verk, er varð enn
fallegra við endurflutninginn nú,
enda var hún í heild mjög vel flutt.
Upphafskórinn, Miskunnar-
bænin (Kyrie eleison), var mjög
vel sungin og þá ekki síður mið-
þáttur hennar, Christe eleison,
sem var sunginn án undirleiks.
Annar þátturinn, Dýrðarsöngur-
inn (Gloria), skiptist í sex þætti
og var sá fyrsti mjög vel fluttur
af kór og öllum einsöngvurunum.
Annar þáttur Gloria, Gratias
agimus tibi, er einsöngstríó, fyrir
alt, tenór og bassa og var söngur
Rannveigar Fríðu Bragadóttur,
Garðars Cortes og Lofts Erlings-
sonar mjög fallega mótaður. Dom-
ine Deus (nr. þijú) er tenoraría
og var söngur Garðars Cortes
stórglæsilegur. Qui tollis er dúett,
sem Ólöf Kolbrún Harðardóttir og
Rannveig Fríða Bragadóttir sungu
vel og Quoniam tu solus sanctus
var einssöngsaría, sem Loftur Erl-
ingsson flutti af mikilli reisn. Nið-
urlag Dýrðarsöngsins, Cum sancto
spiritu, var fluttur af kómum og
var flutningurinn sérlega áhrifa-
mikill.
Þriðji þáttur messunnar er trú-
aijátningin (Credo in unum De-
um), sem skiptist í fjóra þætti og
var þessi þáttur að mestu fluttur
í samsöng kórs og einsöngvara,
nema Crusifixus, sem Rannveig
Fríða söng sérlega fallega. Offert-
orium (4. þátturinn) er píanóein-
leikur, sem Hrefna Unnur Eg-
gertsdóttir lék mjög vel, sem og
reyndar allt verkið. Sanctus
kaflinn (nr. 5) var eini kaflinn sem
var í heild án undirleiks og var
þessi fagri kafli sérlega vel sung-
inn af kór og einsöngvurum. Sópr-
anaríuna 0 salutaris Hostia (nr.
6) söng Ólöf Kolbrún Harðardóttir
af glæsibrag og sjöundi og síðasti
þátturinn, Friðarbænin (Agnus
Dei), sem er sérlega áhrifamikil
tónsmíð, var magnaður í samsöng
Rannveigar Fríðu og kórsins.
Flutningurinn í heild var stór-
glæsilegur, bæði hjá einsöngvur-
um og kór og þá ber einnig að
minnast á yfirmáta góðan píanó-
leik Hrefnu en með henni átti
Gústaf Jóhannesson sinn hljóðláta
leik á harmonium. Stjómandinn
Jón Stefánsson stýrði sínu liði af
öryggi og náði oft að magna upp
sérlega áhrifamikla stemmningu í
kórköflum verksins, eins t.d. í
lokakaflanum Agnus Dei. Vonandi
er að útsendingin hafi tekist vel,
því samkvæmt frammistöðu flytj-
enda, getum við verið stolt af okk-
ar fólki.
Jón Ásgeirsson
BOKMENNTIR
Lj óð
VIÐ SÓLÞANIN SEGL
eftir Eyjólf Óskar.
Skákprent, 1996,82 síður.
LJÓÐ Eyjólfs Óskars eru öguð.
Hann leggur mikið upp úr flóknu
myndmáli; ljóðagerð hans byggist
að miklu leyti á því að steypa sam-
an ólíkum myndsviðum í þeim til-
gangi að skapa ný tengsl og tekst
það oft og tíðum vel. Merkingin
er oftar en ekki borin uppi af einni
myndhverfingu líkt og í ljóðinu í
Fossvogskirkjugarði:
Ritvélin hallar gulnaðri brekku
til suðurs
en vindurinn situr
í Fossvogi miðjum
og hamrar á snjáða lykla
Hamrar með löngum fíngrum
norðangrönnum
dimma líkaböng
(43)
Víða tekst honum prýðilega að
draga upp ljóðrænar myndir: „Á
ljósgeislanagla/reknum í tjald-
ið/hékk iðandi mynd“
segir í ljóðinu Bíóferð
(8), og í Vorsudda
þeysir fjölþreifinn
vindur „fram dal-
inn/eins og mektugur
bóndi/sem ríður
drukkinn til kirkju“
(34). Annars staðar er
eins og skáldið ætli sér
of mikið, eins og í
þessu síðasta erindi
ljóðsins Doða: „Og
sársaukans gadd-
hvössu klær/hríslast
um góm/þegar deyf-
ingin dofnar“ (77). Að
mínu viti tekst honum
best upp þegar einfald-
leikinn fær að ráða ríkjum, til að
mynda í Ijóðunum Álfkonufar (24),
Eitt kvöld (50), Septemberkjarr
(41) og Næturljóð: „Ámiðinn rek-
ur/með lauföldum/inn í tjaldið til
mín/Ég smíða mér bát/úr viðn-
um/og ræ gegnum rökkrið/til þín“
(72).
Galli þessarar bókar er einkum
sá að listbrögðin vilja bera hugsun-
ina ofurliði, þótt víða sé nokkuð
faglega kveðið er eins og ljóðin
skorti persónulega dýpt, frumlega
sýn á yrkisefnið. Hér er auðvitað
um að ræða gömlu söguna um form
og efni, misræmið milli þess sem
sagt er og hvernig það er fært í
orð. Líkt og allur skáldskapur eru
ljóð Eyjólfs ort inn í ákveðið sam-
hengi annarra skálda. Þannig
minnir fyrnskan, til dæmis laun-
helgur ylur „úr varðeldi horfinna
nátta“ í ljóðinu Arakna (53), nokk-
uð á skáldskap Þorsteins frá
Hamri, samband manns við náttúru
er einnig kunnuglegt, til að mynda
minnir ljóðið Lauf og lækir (78)
mjög á náttúrusýn Hannesar Pét-
urssonar. Yrkisefnin eru ekki fjarri
því sem finna má í bókum þessara
skálda: land og saga, fornar rústir,
endurnýjandi náttúra og svo beyg-
urinn sem fylgir því að lifa í hald-
litlum heimi. Sama má segja um
formið sem er á mörkum þess
frjálsa og háttbundna. Ekki ber að
skilja orð mín svo að það sé ein-
hver goðgá að sækja í smiðju fyrr-
nefndra skálda, þvert á móti, en
þó fer ekki hjá því að maður sakni
persónulegri nálgunar, ekki síst í
ljósi þess hversu góða spretti Eyj-
ólfur á í þessari bók. Þótt ágætlega
sé ort um tilvistarvandann {ljóðum
eins og Ljós (5), Eyjar (6) og Vagn
(16), einu besta ljóði bókarinnar,
er eins og kenndirnar hafi tilhneig-
ingu til að kafna í þörf skáldsins
til að fínna þeim ljóðrænan búning
sem oft og tíðum er nokkuð á skjön
við yrkisefnið. Ljóðin
krefjast athygli og
nokkurrar yfirlegu en
samt er eins og þau
hætti að gefa fyrirheit
um eitthvað annað og
meira um leið og
myndmálið hefur verið
brotið til mergjar. Þótt
Eyjólfur hafi meitlað
ljóðmál sitt er ekki þar
með sagt að hann fari
varlega með orðin; síð-
um sinnar eigin bókar
líkir hann við flug-
beittar grágrýtis flög-
ur, blóðugar, harðar,
mulnar úr hjarta fjalls
(Bók, 45). Honum fer
mun betur að yrkja um þá vinda
sem forðum vöktu hans hjarta en
„veita þér nábjargir nú“ (Spor,
68), um snædrifm orð sem kjaga
milli kuldalegra vatna (Diskar og
borð, 44).
Við sólþanin segl geymir mörg
ljóð og ég er ekki frá því að heildar-
svipurinn hefði orðið sterkari ef
höfundur hefði verið grimmari í
niðurskurði. Magnið er jú ekki allt-
af í réttu hlutfalli við gæðin og
hugsanlega eru nægilega mörg ljóð
í þessari bók til að bera uppi prýði-
legt kver.
Eiríkur Guðmundsson
Eyjólfur Óskar