Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 39 MIWWINGAR HAUKUR GUÐJÓNSSON + Haukur Guð- * jónsson var fæddur í Reykjavík 4. október 1923. Hann lést á Land- spítalanum 13. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Kristj- ánsdóttir og Guðjón Kr. Jónsson múrari. Hann átti átta hálf- systkin af föður og fimm hálfsystkin af móður. Haukur kvæntist Sigríði Guðjónsdótt- ur frá Berjanesi í Landeyjum 20. janúar 1948. Þau eiga því að baki 49 ár í hjónabandi. Þau eignuðust fimm börn sem eru: 1) Guðjón Ómar fulltrúi, maki hans er Guðný Jónsdóttir banka- starfsmaður, búsett í Njarðvík. 2) Ragnheiður fulltrúi, maki hennar er Brynjólfur Sigur- björnsson rennismiður, búsett í Reykjavík. 3) Sveinn, sendibíl- stjóri, maki hans er Sigríður V. Magnús- dóttir meðferðar- fulltrúi geðfatlaðra, búsett í Mosfellsbæ. 4) Guðríður Svand- ís, sjúkraliðanemi, maki hennar er Ómar Einarsson bif- vélavirkjameistari, búsett í Hafnarfirði. 5) Hrafnhildur, starfsmaður Skatt- stjóraembættisins, búsett í Reykjavík. Fyrrverandi maki hennar var Einar Kr. ísfeld, d. 1987. Þau skildu. Búsett í Reykjavík. Barnabörnin Hauks og Sigríð- ar eru 15 á lífi, fjögur Iátin. Barnabarnabörn eru tvö. Auk þess áttu þau fósturbarnabörn. Útför Hauks fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar elsku pabbi er horfinn yfir móðuna miklu þá byrja að streyma fram minningar frá æsku. Minning- ar um lítinn telpuhnokka sem fannst það hástund dagsins þegar hún fékk að standa við hliðina á pabba sínum þegar hann var að keyra strætó og kalla upp nöfnin á næsta viðkomustað í hátalara. Minning um það þegar við fórum nokkur saman með honum á skauta, en þá hafði hann ekki stigið á skauta í áratugi og það var mikið hlegið, þó ekki að stirðleika hans, því hann var okkur ekkert síðri. Það var oft mikið fjör og sjálf- sagt mikill hávaði sem fylgdi okkur systkinunum þegar við vorum yngri, enda mörg, og okkur fannst hann kannski ekki alltaf vera rétt- látur gagnvart okkur og oft gat hann verið mömmu erfiður, sem reyndi með sínu stillta skapi að hafa hemil á öllu. En þó mátti hann eiga það að hann gat alltaf komið og beðist fyrirgefningar ef hann fann að hann hafði gert okkur rangt til. Oft um helgar á sumrin þegar ég var barn var rennt eitthvað út úr bænum og þá var veiðistöngin iðulega með í för og sjálfsagt hef ég fengið hjá honum mína fyrstu tilsögn í veiðiskap. Þegar ég var komin með mína eigin fjölskyldu þá var farið í marg- ar eftirminnilegar og skemmtilegar veiðiferðir að Sveinhúsum og að Laxá í Skefilstaðahreppi og þá skiptust þeir iðulega á veiðisögum hann og fyrrverandi tengdafaðir minn. Pabbi var alltaf vinnusamur og þegar hann var kominn á efri ár og búinn að starfa í nokkur ár sem sendibílstjóri á eigin bíl, byrjaði heilsan að gefa sig og hann varð að hætta að vinna. Hann átti erfítt með að sætta sig við það að vera ekki lengur gjaldgengur á vinnu- markaðinum og fannst að hann hluti að geta unnið eitthvað en sættist að lokum og þá var reynt að stytta sér stundir við að spila brids og fara í veiði upp að ein- hveiju vatninu. Það verður skrítið að koma í heimsókn upp í Bláhamra og sjá ha.rn ekki sitja í stólnum sínum, eins og hann var vanur. Elsku mamma, þó þetta hafi ver- ið erfitt meðan á veikindum pabba stóð, þá vitum við að honum líður vel núna og að hann er búinn að finna frið og að Guð vakir yfir hon- um og okkur öllum. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gieddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Hrafnhildur. GUÐBJÖRG BEN- ONÍA JÓNSDÓTTIR + Guðbjörg Benonía Jónsdótt- ir fæddist í Vestmannaeyj- um 21. júlí 1928. Hún lést á heimili sínu 8. febrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum 15. febrúar. Það kemur stundum fyrir að þeg- ar sumt fólk yfirgefur þennan tára- dal okkar, og heldur á bjartari strendur, að eftir verður eins og sólarblettur, því þetta fólk leit alltaf á hinar björtu hliðar lífsins. Ein af þessum manneskjum var Guðbjörg Benónía Jónsdóttir, kona mágs míns Þórarins Eiríkssonar, eða hún Benna hans Lalla, en þannig var hún þekkt af öllum Vestmannaeyingum og öðr- um fjölmörgum vinum og kunningj- um. Ég ætla mér ekki að rekja hér ævihlaup Bennu, en aðeins með örfá- um, fátæklegum orðum að færa þakkir frá okkur hjónum fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni, og kannski - vonandi - örlít- ið getað lært af hinni sérstæðu lífs- skoðun hennar. Hjá Bennu var í rauninni ávallt allt í lagi. Hún sá helst ekki nema hinar björtu hliðar, og ef eitthvað bjátaði á virtist hennar fyrsta hugs- un ávalit vera: Það hefði getað verið verra. - Þegar hún, fyrir nokkru, vaknaði einn morgun og var þá svo til alveg orðin blind allt í einu, þá var það ekkert til að æðrast yfir, sagði hún: „Ég sé jú dálítið með öðru auganu, og svo fæ ég bara góð gleraugu." En þannig var þessi kona, aðeins birta og gleði komust þar að. Það var gott að heimsækja Bennu, þar stóð allt til boða af miklum rausnar- skap, og ekki dró bóndi hennar úr. Þau áttu gott líf saman, eignuðust þijár mannvænlegar dætur, og barnabörnin eru orðin myndarlegur hópur. Það verður því mikið tóma- rúm eftir þegar mesti gleðigjafinn hverfur á brott. En nú er hún komin á annan og mjög svo betri stað, og viljum við biðja þann sem þar ræður að blessa minningu okkar kæru vinkonu og færa huggun ástvinum hennar. Óskar Steindórsson. Frakkar öruggir sigur- vegarar í sveitakeppninni BRIDS Hótel Loftleiðir BRIDSHÁTÍÐ - ICELANDAIR OPEN SVEITAKEPPNI 98 sveitir. 16.-17. febrúar FRÖNSKU ólympíumeistaramir sigruðu nokkuð örugglega í sveita- keppninni á Bridshátíð, sem lauk í fyrrakvöld. Þeir unnu alla sína leiki þar til í síðustu umferðinni að þeir mættu ofjörlum sínum, sveit Hjördís- ar Eyþórsdóttur, sem með 20-10 sigri sínum náði þriðja sætinu í mótinu. í sigursveitinni spiluðu Henri Szwarc, Philippe Cronier, Ala- in Levy og Christian Mari. Nokkur dramatík var yfir keppn- issalnum í síðustu umferðinni. Frakkar höfðu nánast tryggt sér sig- urinn en margar sveitir áttu mögu- leika á verðlaunasæti. Þar stóð sveit Roche best að vígi með 174 stig eftir að hafa þjófstartað í mótinu og verið langefsta sveitin framan af. Staða efstu sveita fyrir siðustu umferðina var þessi: Frakkland 188 Roche 174 Málninghf. 172 Hjördís Eyþórsdóttir 166 Verðbréfamark. íslandsbanka 164 USA/8 - Tudor 162 Landsbréf 161 Eins og fyrr er getið sigraði Hjör- dís Frakkana 20-10 í síðustu um- ferðinni, Landsbréf vann Málningu 24-6, Samvinnuferðir unnu Færeyj- ar/1 með 22-8, KÁ Selfossi vann USA/8 með 18 gegn 12 og enn er ógetið leiks Roche og VÍB sem skipti miklu máli í röðun efstu sveita. Seinni dagurinn hafði byijað af- leitlega hjá sveit VÍB en hún tapaði í öðrum leiknum fyrir Frökkum með 25 gegn 0 sem verður að teljast nokkuð óvanalegt fyrir sveit VIB, hvað þá í 10 spila leik. Roche hafði hins vegar afgerandi forystu í mót- inu eftir fyrri daginn eða 134 stig en næstu sveitir höfðu 121 stig. Leikur Roche og VíB þróaðist hin- um síðarnefndu í hag og í 100. og síðasta spili mótsins gerðist þetta: Austur gefur, allir á hættu. Norður ♦ KG53 ¥ÁDG3 ♦ Á7 ♦ DG3 Vestur ♦ 102 ¥ K762 ♦ K ♦ ÁK9862 Suður ♦D106542 +1075 Við annað borðið opnaði Guðlaug- ur R. Jóhannsson í sveit VÍB á 2 tíglum með austurspilin og sýndi með því veik spil og langan hálit. Örn Arnþórsson í vestur sagði 2 grönd og Guðlaugur sagði 3 spaða sem sýndi lágmark með spaðalit. Það var passað út og Guðlaugur fór 2 niður, 200 til NS, sem voru óræð úrslit því við nokkur borð í öðrum leikjum unnust 3 grönd í NS. Við hitt borðið opnaði ísak Örn Sigurðsson á 2 spöðum í austur og Hrólfur Hjaltason í vestur hækkaði í 3 spaða. Matthías Þorvaldsson í norður sagði 3 grönd, og þegar kom að Hrólfi aftur doblaði hann. Aðal- steinn Jörgensen í suður flúði þá í 4 tígla sem ísak doblaði í bakhönd- inni. Hrólfur spilaði út laufaás en sá ekki af afköstunum hvernig laufið skiptist; ef austur átti einspil var nauðsynlegt að taka kónginn en ef hann átti tvíspil gat það verið hættu- legt. Eftir nokkra umhugsun skipti Hrólfur í spaðatíu og þar með var spilið unnið: sagnhafi gat hent lauf- unum heima í KG í spaða í borði, tígulkóngur féll í ásinn og hægt var að svína tígultíu og svína loks hjart- anu tvisvar gegnum vestur. Austur ♦ Á98764 ¥105 ♦ G983 ♦ 4 Morgunblaðið/Amór FRÖNSKU ólympíumeistaramir sigmðu ömgglega í sveitakeppn- inni. Á myndinni eru þeir að gera upp einn af sigurleikjum sínum í mótinu. Talið frá vinstri: Christian Mari, Henri Szwarc, Philippe Cronier og Alain Levy. ALÞJÓÐLEGUR dómstóll. Eitt mál þurfti að fara í dóm í sveita- keppninni og var það allsérstakt því bæði pörin áfrýjuðu úrskurði keppnisstjóra í sama spili. Settur var upp alþjóðlegur dómstóll og er hann að störfum á meðfylgjandi mynd. Talið frá vinstri: Alain Levy og Philippe Cronier frá Frakklandi, Bandaríkjamaður- inn Curtis Cheek, en hann er eiginmaður Hjördísar Eyþórsdóttur, þá Guðmundur Sv. Hermannsson og Órn Arnþórsson. Þetta spil kostaði sveit Roche 5 vinningsstig og annað sætið í mótinu sem VIB hreppti þrátt fyrir slysið í 8. umferðinni. Lokastaðan í mótinu varð annars þessi: Frakkland 198 VÍB 187 Hjördís Eyþórsdóttir 186 Landsbréf 185 Roche 181 Samvinnuferðir/Landsýn 179 MarkFeldman 179 Málning hf. 178 KÁSelfossi 178 Hjólbarðahöllin 178 Eurocard 178 Sveit Indónesíu náði sér aldrei á strik og varð í 23. sæti með 163 stig. Nokkur fjöldi eldri spilara frá Bandaríkjunum var meðal þátttak- enda og verður að segjast eins og er að þeir passa ekki vel í þennan hóp. Hins vegar voru 5 sveitir frá frændum okkar Færeyingum sem spiluðu ágætlega og er gaman að fá í heimsókn. Þeir voru allir frá höfuð- staðnum Þórshöfn. Þá er nauðsynlegt að nefna okkar frábæru keppnisstjóra, Jakob Krist- insson, Svein Rúnar Eiríksson og Stefán Jóhannsson sem komast allt- af vel frá mótum. í mótslok afhentu Kristján Krist- jánsson forseti Bridssambandsins, Elín Bjarnadóttir mótsstjóri og Björn Theodórsson framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum verðlaunin. Arnór Ragnarsson Guðm. Sv. Hermannsson □ Glitnir 5997021919 I 1 Frl. Atkv. □ Helgafell 5997021919 IV/V 2 Frl. I.O.O.F. 7 = 17802198A =Mk. I.O.O.F. 18 = 1772198 =— II. BK. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Lofgjörð, bæn og Biblíulestur kl. 20.00. Ræðumaður Svanur Magnússon. Allir hjartanlega velkomnir. I.O.O.F. 9 = 1782198V2 = SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Fjáröflunarsamkoma Kristni- boðsfélags kvenna verður í kvöld kl. 20.30. Kristniboðsþáttur frá Eþíópíu. Happdrætti. Helgi Hróbjartsson, kristniboði, flytur hugleiðingu. Kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma í kvöld kl. 20. Jódís Konráðsdóttir prédikar. Beðið fyrir lausn á þfnum vanda- málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.