Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 15 Úr reikningum ársins 1996 fíekstrarreikningur Miiijónir króna Rekstrartekjur Rekstrargjöld Rekstrarhagn. f. vexti af langtímask. Hagnaður af reglulegri starfsemi 1996 1.428,1 1.256,8 171,3 149,8 1995 1.255,8 1.085,6 170.3 156.4 Breyt. +13,6% +15,8% +0,6% ■4,2% Hagnaður 105,8 106,0 -0,2% ... L! : Efnahagsreikningur 3i.desember 1996 1995 I Eianir: I Veltuf jármunir 726,6 550,7 +31,9% Fastaf jármunir 1.080,3 974,0 +10,9% Eignir samtals 1.806,9 1.524,8 +18,5% I Skuldír op eiaiO fð: I Skammtímaskuldír Langtímaskuldir Skuldir sarntals Eigið fé Skuldir og eigið fé samtals 411.6 436,0 856.7 950,3 1.806,9 386,0 +6,6% 306,0 +42,3% 659.9 +29,8% 864.9 +9,9% 1.524,8 +18,5% Hagnaður Hampiðjunnar 106 milljónir HAGNAÐUR Hampiðjunnar hf. var 106 milljónir króna á síðasta ári sem er nær sami hagnaður og var af fyrirtækinu árið áður. Rekstrar- tekjur fyrirtækisins jukust um rúm- ar 170 milljónir króna úr 1.256 milljónum í 1.428 milljónir króna, en DNG hf. er nú í fyrsta skipti tekið með í samstæðureikningi. Ef einungis er tekið mið af reglu- legri starfsemi móðurfélagsins, þ.e. Hampiðjunnar sjálfrar, var hagnað- urinn fyrir skattar 128 milljónir króna í ár, en 127 milljónir króna árið 1995. í ársreikningi fyrirtækis- ins segir að afkoman hafí verið mjög vel viðunandi á árinu og sama gildi um dótturfélagið í Portúgal, Balmar Lda. Nýtt dótturfélag í Namibíu Walvis Trawl Ltd. var rek- ið með nokkrum halla á fyrsta starfsári og fór starfsemin hægar af stað en vonast hafði verið til. Þá kemur fram að rekstur DNG- Sjóvéla gekk ekki sem skyldi á síð- asta ári og nemur hlutdeild Hamp- iðjunnar í tapi félagsins um 18 milljónum króna. Heildareignir Hampiðjunnar í árslok námu 1.724 milljónum króna og skuldir 774 milljónum. Eigið fé var 950 milljónir eða 55% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Samsvarandi hlutfall í árslok 1995 var 59%. Fjárfestingar ársins voru 146 milljónir króna og voru keypt hlutabréf í Útgerðarfélagi Akur- eyringa fyrir 90 milljónir króna. Hlutur Hampiðjunnar nemur nú 6,3% af heildarhlutafé og er 57,8 milljónir að nafnvirði. Auk þess á fyrirtækið 10% i Granda og innan við 1% í Haraldi Böðvarssyni. Þá var 56 milljónum króna varið til fjárfestingar í vélbúnaði og til upp- byggingar starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Hluthöfum fjölgaði um 100 Hlutfall útflutnings af heildar- sölu síðasta árs var 36% en sam- bærilegt hlutfall árið áður var 40%. Árin þar á undan var hlutfall út- flutnings á bilinu 20-25%. Hluthafar í árslok 1996 voru 579 og fjölgaði um 100 frá árinu áður. Hlutafé í árslok var 406 milljónir króna. I samstarf með Emst & Young VSÓ Rekstrarráðgjöf ehf., Símon Á. Gunnarsson löggiltur endur- skoðandi og Ernst & Young — endurskoðun & ráðgjöf ehf., sem rekið af Ernu Bryndísi Halldórs- dóttur, löggiltum endurskoðanda, hafa ákveðið að taka upp sam- starf undir merkjunum Ernst & Young Endurskoðun og Ernst & Young Rekstrarráðgjöf, og verða aðilar að Ernst & Young Internati- onal, að því er fram kemur í frétt frá þessum aðilum. Ernst & Young er þriðja stærsta endurskoðunar- og ráðgjafafyrir- tæki heims. Það er með starfsemi í 130 löndum með u.þ.b. 70.000 starfsmenn. Á síðustu árum hefur verið mikill vöxtur í ráðgjöf innan Ernst & Young og þróunin verið sú í heiminum að endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki veiti atvinnu- lífinu sem víðtækasta þjónustu, segir í fréttinni. Einnig kemur fram að tilgang- urinn með samstarfi ráðgjafa- fyrirtækisins og endurskoðunar- fyrirtækjanna undir merkjum Emst & Young sé að veita við- skiptavinum sínum víðtæka og faglega þjónustu í samstarfi við alþjóðafyrirtækið m.a. á sviði end- urskoðunar, reikningsskila, end- urhönnunar vinnuferla, fjármála fyrirtækja, rekstrarhagræðingar, gæðastjórnunar, rekstrarhagræð- ingar, stefnumótunar, upplýsinga- tækni, umhverfisstjórnunar og vörustjórnunar. Erna Bryndís Halldórsdóttir og Símon Á. Gunnarsson, löggiltir endurskoðendur munu verða f for- svari fyrir Ernst & Young Endur- skoðun og með þeim starfa 10 aðrir starfsmenn við endurskoðun. Emst & Young Rekstrarráðgjöf verður í meirihlutaeigu VSÓ — Verkfræðistofu Stefáns Ólafsson- ar ehf. eins og VSÓ Rekstrarráðg- jöf hefur verið. Hjá Ernst & Yo- ung Rekstrarráðgjöf munu starfa um 10 manns og verður Svanbjörn Thoroddsen framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu 100 milljónum í gær Þingvísitalan féllum 0,9% Töluverðar lækkanir á gengi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum HLÉ varð í gær á nánast sam- felldri hækkunarhrinu á hluta- bréfamarkaðnum frá áramótum og féll þingvísitala hlutabréfa um 0,9%. Þetta má að miklu leyti rekja til töluverðra lækkana á gengi hlutabréfa sjávarútvegsfyrir- tækja, en sérstök hlutabréfavísi- tala sjávarútvegs lækkaði í gær um 2,5%. Gengislækkanir bréf- anna koma í kjölfar fregna um óhagstæða útkomu loðnufryst- ingar á yfirstandandi vertíð. Af einstökum félögum má nefna að hlutabréf Síldarvinnsl- unnar hf. lækkuðu um 6,7%, bréf í Granda lækkuðu um 2,5%, Har- aldi Böðvarssyni um 2,48%, Út- gerðarfélagi Akureyringa um 4%, Vinnslustöðinni um 3,3%, Bú- landstindi um 2,6% og Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar um 4,2%. Hafa ber í huga að í mörgum tilvikum hefur gengi bréfa í þessum fyrir- tækjum hækkað verulega undan- farna mánuði. Þá lækkaði gengi bréfa í Hampiðjunni um 0,8% eftir að fyrirtækið birti niðurstöður úr ársreikningi fyrir síðastliðið ár. Nýheijabréf hækkuðu um 16% Hins vegar hækkaði gengi bréfa í Nýheija um 16% í gær, þar sem góðar horfur virðast vera í rekstri þess fyrirtækis eftir erfíðleika og verulegan taprekstur á sl. ári. Hlutabréfaviðskipti á Verð- bréfaþingi og Opna tilboðsmark- aðnum námu alls tæplega 100 milljónum í gær, en þar af voru seld bréf í Eimskip fyrir 18 milljón- ir, Hampiðjunni fyrir 15 milljónir og íslandsbanka fyrir 14 milljónir. Þá voru seld bréf í Nýheija fyrir 8,7 milljónir. Á skuldabréfamarkaði bar það einna hæst að viðskipti áttu sér stað með spariskírteini til 20 ára miðað við 5,12% raunávöxtun sem er 5 punkta (0,05%) hækkun. Sú lækkun sem varð á langtímavöxt- un í byijun mánaðarins hefur því gengið enn frekar til baka, en ávöxtun þessara bréfa varð þá lægst 4,84%. Tæplega 50 fyrirtækiá Nuuk-kaup- stefnunni FTMMTÍU manna hópur úr íslensku atvinnulífi verður á kaupstefnunni NuuRek ’97 í Nuuk, sem sett verður í kvöld. Útflutningsráð íslands hefur undanfama mánuði unnið að skipulagningu kaupstefnunn- ar ásamt Eimskipafélagi ís- lands og samstarfsaðilum þeirra í Grænlandi, Royal Arctic Line. í frétt frá Útflutningsráði segir að tilgangurinn með NuuRek-kaupstefnunni sé að skapa vettvang fyrir islensk fyrirtæki til að hitta og kynn- ast fulltrúum úr grænlensku atvinnulífí. Viðskipti íslands og Grænlands hafa verið nokkuð fjölbreytt á undan- fömum áram og talsverð breidd í útflutningi tii Græn- lands. fslensk fyrirtæki selji nú vörar til Grænlands fyrir um 100 milljónir á ári. Með auknum siglingum og nýrri markaðsstefnu Eimskips og Royal Arctic Line í Græn- landi, sé verið að skapa grandvöll fyrir auknum og reglubundnari viðskiptum milli íslands og Grænlands. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og borgarstjórinn í Nuuk, Agnethe Davidsen, setja kaupstefnuna formlega í kvöld. Námskeið um verkefna- og áhættufjár- mögnun Endurmenntunarstofnun Háskóla fs- lands efnir til námskeiðs um verk- efna- og áhættufjármögnun (Project Finance, Venture Capital Finance) föstudaginn 21. febrúar nk. kl. 14-17. Þar verður farið verður yfir meginatriði í verkefnafjármögnun, þ.e. Qármögnun einstakra verkefna þar sem stofnendur takmarka ábyrgð við framlagt hlutafé. Fjallað verður um arðsemismat, hlutfall hlutafjár og lána, ákvörðun um vaxtakjör og heildarsamninga um slíka fjármögn- un. Einnig verður fjallað um nauð- synlega stoðsamninga, áhættufjár- mögnun, m.a. hlutverk fjárfesta í framkvæmd einstakra verkefna og áhættugreiningu og að hvaða leyti áhættufjármögnun er frábrugðin verkefnafjármögnun. Fyrirlesarar verða Erlendur Magnússon, sem síðastliðin sjö ár hefur starfað við alþjóðlega banka í London, Halldór J. Kristjánsson ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, Hreinn Jakobs- son framkvæmdastjóri Þróunarfé- lags íslands og Páll Jensson prófess- or í rekstrarverkfræði. IIi ( IJK \ ■j tof! HFllí DJ ,J ,J ... endalaus gæði WMN 862 Vél með rafeindastýringu sem skynjar misvægi í hleðslu og Þvottavél stjórnar vinduhraða. Tekur inn VERD 49.900 á sig heitt og kalt vatn. Vinduhraði er 500/800 sn.mín. Afköst:5kg. 4Ö Heimilistæki hf SÆTÚNI S SÍMI 568 1500 Umboðsmenn um land alit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.