Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 37^
SIGRIÐUR
KRISTJÁNSÐÓTTIR
■4» Sigríður Kristín
' Kristjánsdóttír
(Siddý) var fædd á
Akranesi 7. janúar
1939. Hún lést á
heimili sínu, Birki-
hæð 2 í Garðabæ,
8. febrúar síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Dómkirkjunni 14.
febrúar.
Látin er Sigríður
Kristjánsdóttir, rönt-
gentæknir og húsmóð-
ir. Andlát hennar bar
brátt að og erfitt er að koma orðum
að þeim hugsunum og minningum
er gagntaka hugann þegar maður
er svo snögglega minntur á hve lífs-
þráðurinn er viðkvæmur.
Leiðir okkar Sigríðar lágu saman
í félagssskap sem við höfum báðar
átt því láni að fagna að vera í um
margra ára skeið, þ.e. í Oddfellow-
reglunni á íslandi. Mér varð fljótt
ljóst að Sigríður var mörgum kost-
um gædd. Hún var einlæg í starfi
sínu í reglunni og lagði ætíð áherslu
á ræktun þeirra mannkosta sem
hún hefur byggt á frá upphafi vega.
Sigríði voru falin ýmis trúnaðar-
störf fyrir Rbst. nr. 4 Sigríði, sem
hún gekk í árið 1977. Öll störf vann
hún af einstakri prýði og alúð, og
sá kostur, sem ef til vill segir meira
en mörg orð og ég minnist ekki
sist, er að hún gerði aldrei mikið
úr framlagi sinu, þótt ekki færi
milli mála að hún hefði mikið fram
að leggja — öll störf hennar ein-
kenndust af látleysi, hlýju og festu.
Sól fer nú ört hækkandi á lofti
en þó bregður ský á himin. Þessa
dagana er erfitt mörgum að sjá
sólargeislana sem reyna að skjótast
út á milli skýjanna og varpa fag-
urri birtu á snjóinn, er svarar með
kristalsbliki. Þetta samspil náttúr-
unnar minnir okkur á þá kristalla
sem blika í mannlegum samskiptum
— samskiptum er byggjast á þeirri
fegurð sálarinnar sem okkur er öll-
um gefín. Stundum slær fölva á
tært blik kristals sálarinnar þegar
við horfumst í augu við þá stað-
reynd að skjótt skipast veður í lofti.
Við, stúkusystkin Sigríður,
kveðjum hana með einlægri þökk
og virðingu. Við þökkum henni
mikilvæga gjöf, sem hún skilur eft-
ir sig, en það er gjöfín um vináttu-
bönd sem aldrei geta brostið, þrátt
fyrir að klukkan stöðvist.
Við færum eiginmanni Sigríðar,
Jóni Otta Sigurðssyni, og íjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að varðveita þau á þungbærum
tímum.
Og við lifðum og við horfðum
allir fram á þroskaveginn,
en, þú hvarfst okkur sjónum
yfir landið hinum megin.
(St. Sveinsson.)
Unnur Arngrímsdóttir.
Látin er langt um aldur fram
Sigríður Kristín Kristjánsdóttir,
jafnan kölluð Siddý af sínum nán-
ustu.
örvaði mig fyrir rúmu
ári þegar ég var að
kljást við ámóta sjúk-
dóm og lagði hana að
velli. Þá kom hún
glæsileg og geislandi
glöð að vanda. Nú hef-
ur hún verið kölluð til
æðri heima, þangað
sem för okkar allra er
heitið. Hún fór aðeins
á undan okkur.
Elskulegum eigin-
manni, syni, tengda-
dóttur og ungum son-
arsonum, ásamt ást-
vinum hennar öllum,
votta ég innilega samúð mína og
fjölskyldu minnar.
Guðbjörg Eggertsdóttír.
Minningamar hrannast upp við
lát elskulegustu vinkonu sem hugs-
ast getur. Þótt ótrúlegt sé þá væru
40 ár í sumar síðan við Siddý kynnt-
umst, en það var á skátamóti í
Windsor á Englandi. Móti sem hald-
ið var í tilefni 100 ára afmælis
Baden Powells, stofnanda skáta-
hreyfíngarinnar.
Við vorum báðar í skóla í London
á þessum tíma og urðum því tvær
eftir, þegar hinar stelpurnar fóru
heim til Islands. Siddý leist svo vel
á skólann sem ég var í, „Pitman’s
College“, að hún skipti um skóla
og flutti til mín. Við bjuggum síðan
saman í heilt ár hjá íslenskum hjón-
um í London. Þetta var svo sannar-
lega skemmtilegur og ógleymanleg-
ur tími. Siddý, þessi heilsteypta
manneslq'a, alltaf svo falleg, ljúf
og góð átti stærstan þátt í því að
svo var.
Þegar við svo komum til íslands
héldum við áfram að búa saman,
eða í mínum foreldrahúsum, þar til
Siddý kynntist eftirlifandi eigin-
manni sínum Jóni Otta. Þau voru
svo sannarlega glæsilegt par, ást-
fangin og svo hamingjusöm að allt
ljómaði í kringum þau og hamingjan
var ekki síðri er Sigurður einkason-
ur þeirra fæddist.
Arin liðu, en aldrei bar skugga
á vináttu okkar, þó fjarlægð væri
á milli okkar um tíma, vegna bú-
setu. Þær eru því margar ánægju-
og gleðistundirnar sem við áttum
saman á heimilum okkar, í veislum,
saumaklúbb, á ferðalögum o.fl.
Ég vildi óska að ég ætti eins
auðvelt með að tjá mig í rituðu
máli og Siddý, jólakveðjur, heilla-
óska- og huggunarorð voru svo
yndisleg, að ég á eftir að geyma
þau í hjarta mínu alla ævi. Það var
mér þung raun að vita elsku Siddý
svona alvarlega veika þessar síð-
ustu vikur, því ég var orðin svo
bjartýn á að allt færi vel. En það
má með sanni segja, að vegir Guðs
eru órannsakanlegir.
Elsku Jón Otti, Sigurður, Guðný,
Jón Otti og Pálmar, fyrir mína hönd
og barna minna sendi ég ykkur
innilegar samúðarkveðjur, megi
Guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Elsku Siddý mín, Guð varðveiti
þig-
Þín vinkona,
Halla.
• Fleiri minningargreinar um
Sigriði Kristjánsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GÍSLI GUNNARSSON,
Fossvogsbletti 18,
Reykjavik,
verður jarðsunginn fró Fossvogskapellu
föstudaginn 21. febrúar kl. 13.30.
Jarðsett verður frá Setbergskirkju, Eyr-
arsveit í Grundarfirði, laugardaginn 22.
febrúar kl. 14.00.
Sætaferð verður frá BSÍ laugardaginn
22. febrúar kl. 9.00.
Guðmundur Gfslason,
Sigriður Gfsladóttir, Magnús Jónsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
MARÍU HÖLLU JÓNSDÓTTUR,
Ingvörum,
Svarfaðardal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
lyflækningadeildar 1 ó Fjórðungssjúkra-
húsi Akureyrarfyrirfrábæra umönnun.
Árni Steingrfmsson,
Edda Björk Valgeirsdóttir, Júlfus Valbjörn Sigurðsson,
Jón Vfkingur Árnason, Ester Anna Eirfksdóttir,
Saga Árnadóttir, Börkur Árnason,
Birkir Arnason, Sigrún Árnadóttir
og barnabörn.
Mig langar að þakka Siddý fyrir
yndisleg kynni frá þeim tíma sem
ég og íjölskylda mín fluttum í Safa-
mýrina, í næsta hús við þau góðu
hjón, Siddý og Jón Otta og son
þeirra Sigurð.
Guðimir vora Siddý örlátir. Hún
fékk í vöggugjöf fegurð, ljúf-
mennsku og góðar gáfur. Hún ólst
upp hjá kærleiksríkum foreldram.
Hún eignaðist ástríkan eiginmann.
Hún eignaðist son og bambörn sem
hún elskaði og dáði. Að auki eignað-
ist hún tengdadóttur sem var henni
jafn kær og væri hún hennar eigin
dóttir.
Gestum var vel fagnað á vegleg-
an hátt á fögru heimili þeirra hjóna.
Glæsileiki einkenndi allt sem þau
hjón komu nálægt.
Mín kæra vinkona kom og upp-
+
Þökkum innilega öllum þeim, sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við and-
lát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
VILHJÁLMS KRISTINS
HALLGRÍMSSONAR,
Lönguhlíð 3.
Sérstakar þakkir tii starfsfólksins
í Lönguhlíð 3.
Ragnhildur Auður Vilhjálmsdóttir,
Guðmundur Þór Pálsson,
Árni Stefánsson Vilhjálmsson,
Helga Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær dóttir okkar og systir,
BRANDÍS KRISTBERGSDÓTTIR,
Hjallavegi 23,
lést 17. febrúar á barnadeild Hringsins.
Kristberg Óskarsson, Ingiríður B. Þórhallsdóttir,
Harpa Stefánsdóttir,
Bergþóra Kristbergsdóttir.
+
Ástkær sambýliskona mín og systir
okkar,
ÁSDÍS SÓLVEIG MAGNÚSDÓTTIR,
Austurströnd 8,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju,
föstudaginn 21. febrúar kl. 15.00.
Halldór Sveinbjarnarson,
Nanna Rósa og Helga Magnúsdætur.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur
samúð og hlýju vegna andláts og útfarar
BENEDIKTS SIGFÚSSONAR,
Beinárgerði,
Vallahreppi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Egilsstaða og
Landspítala, deild 14-E.
Helga Bjarnadóttir,
börn og aðrir aðstandendur.
+
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför eiginmanns míns, föður og
tengdaföður,
HALLDÓRS GUÐJÓNSSONAR,
fyrrverandi skólastjóra
íVestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við félögum í
Oddfellow-stúkunni Herjóifi nr. 4
í Vestmannaeyjum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elfn S. Jakobsdóttir,
Halldóra M. Halldórsdóttir, Heiðar Þ. Hallgrfmsson,
Sigurður G. Halldórsson.
+
Þökkum innilega samúð, vináttu og
hiýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU MAGNEU
SIGURÐARDÓTTUR,
Meðalholti 14,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar
3B á Landakotsspítala.
Sigurlín E. Magnúsdóttir, Rósinkrans Kristjánsson,
Þórir Magnússon, Marfa Jóhannsdóttir,
Gunnar H. Magnússon, Sigrún Geirsdóttir,
Grétar Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við fráfall föður
okkar, afa, langafa og langalangafa,
RAGNARSÁGÚSTS
BJÖRNSSONAR,
fyrrverandi hafnarstjóra,
Skólavegi 2,
230 Keflavfk,
sem lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 24.
janúar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja.
Stefanía Ragnarsdóttir, Gunnar Albertsson,
Kolbrún Ragnarsdóttir, Jón Sigurðsson,
Ragnar Marinósson, Ólöf Leifsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.