Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 19 LISTIR Söngtónleik- ar á Hvolsvelli NEMENDUR sem unnu til verðlana ásamt Vilborgu Ragnarsdótt- ur myndmenntakennara og Gunnari Hjartarsyni skólastjóra. Alþjóðleg bamalistasýning JÓN Smári Lárusson baríton og Agnes Löve píanóleikari halda tónleika í sal Tónlistar- skóla Rangæinga á Hvolsvelli fímmtudaginn 20. febrúar kl. 21. Flutt verður íjölbreytt dag- skrá með lögum og aríum eftir ýmsa höfunda, innlenda og er- lenda. Jón Smári er ásamt því að vera verkstjóri hjá Vega- gerðinni, hrossatemjari og kór- söngvari, nemandi við söngdeild Tónlistarskólans og stefnir hann að því að taka 7. stig nú í vor. SÍÐASTLIÐINN vetur tóku nemendur Grunnskólans í Ólafs- vík öðru sinni þátt í alþjóðlegri myndlistarsamkeppni í Ung- verjalandi. Um var að ræða tilraunaverk- efni sem þær Vilborg Ragnars- dóttir myndmenntakennari við Grunnskólann í Ólafsvík og Hólmfríður Árnadóttir dósent við Kennaraháskóla íslands stóðu fyrir. Samkeppni þessi er á vegum INCEA (International Society for Education through Art). En það er alþjóðlegt sam- band listgreina sem heldur uppi öflugu miðlunarkerfi sem snert- ir listuppeldi innan skólakerfis- ins. 47 lönd sendu inn 13.000 verk. Fjórtán nemendur Grunnskól- ans í Ólafsvík hlutu verðlaun. Morgun Diaoio/uiunniaugiir MAGNDÍS Alexandersdóttir, framkvæmdasljóri Eflingar Stykkis- hólms, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir munu hafa veg og vanda af sumartónleikum í Stykkishólmskirkju í sumar. Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju Stykkishólmi. Morgunblaðið. FELAGIÐ Efling Stykkishólms hef- ur það m.a. að markmiði sínu að efla menningarlíf í Stykkishólmi. í fyrrasumar stóð félagið fyrir röð tónleika í kirkjunni. Haldnir voru níu tónleikar og var þeim vel tekið af bæjarbúum og ferðafólki. Ákveðið hefur verið að halda áfram á sömu braut. Nú er hafinn undirbúningur að tónleikum fyrir sumarið undir forystu tónlistarfólksins Ingibjargar Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Guðmunds- dóttur og Sigrúnar Jónsdóttur. Ingibjörg Þorsteinsdóttir hafði veg og vanda af tónleikunum í fyrra. Hún segir að vel hafi tekist til þá. Stykkishólmskirkja er ákaflega fag- urt hús með sérlega góðum hljóm- burði. í henni er Steinway flygill sem er mjög góður og sækjast tónlistar- menn eftir því að leika í kirkjunni. Hér á Vesturlandi má fullyrða að hvergi sé betra né fegurra hús til að flytja í góða tónlist. Þá er Stykkis- hólmur fjölsóttur af ferðamönnum og mættu þeir vel á tónleikana. Tónleikunum var mjög vel tekið að sögn Ingibjargar en því miður var ekki haldin bók yfir aðra að- sókn. Fjölsóttustu tónleikamir drógu að um 200 manns, en utan þess hefur aðsókn að meðaltali verið 40 manns, nokkuð misjafnt eftir tón- leikum. Ingibjörg hvetur allt það tónlist- arfólk sem hefur áhuga á að heim- sækja Stykkishólm í sumar og halda hér tónleika að hafa samband við Eflingu Stykkishólms fyrir 20. febr- úar. Um næstu mánaðamót verður endanlega gengið frá dagskrá sum- artónleikanna. Djassað í Gerðarsafni Morgunblaðið/Golli JAZZKVARTETT Reykjavíkur hélt fjölskyldutónleika í Gerðarsafni á mánudags- kvöld, en kvartettinn hefur nýlokið við að íeika fyrir um 5.000 skólabörn í Kópa- vogi og Árnessýslu á undanförnum tveimur vikum á vegum íslenskra skólatónleika - Tónlist fyrir alla. Sérstakur gestur kvartettsins á þessum tónleikum var Skóla- kór Kársness undir sljórn Þórunnar Björnsdóttur og var þetta í fyrsta skipti, sem kvartettinn og kórinn leiddu saman hesta sína. Fluttu þeir nokkur létt lög, þ.á m. nýjar útsetningar af tveimur lögum Sigfúsar Halldórssonar. Jazzkvartett Reykjavík- ur skipa Sigurður Flosason altsaxófónn, Eyþór Gunnarsson píanó, Tómas R. Einars- son kontrabassi og Einar Scheving trommur. Það leynir sér ekki á myndinni af áheyrendum, að tónlistin hefur fallið í góðan jarðveg. Willie Bell sýnir í Ganginum NÚ stendur yfir í Gallerí Gangi sýn- ing á verkum Willies Bells. Hann er Bandaríkjamaður fæddur í Alabama en ólst að mestu upp í Cleveland, Ohio, þar sem hann fékk sína fyrstu myndlistarmenntun. Framhalds- menntun hlaut hann frá Yale og út- skrifaðist úr málunardeildinni þar 1988. í kynningu segir m.a.: „Á sýning- unni eru verk samsett úr alls kyns fundnum hlutum, mikið myndum úr blöðum og tímaritum. Einnig eru þar hljóðbútar á segulbandi, en þá setti hann saman úr ýmsum hljóðum fyrir símsvarann sinn, en Bandaríkjamenn eru einmitt miklir meistarar í notkun síma. Þar er og bók eða mappa með litljósritum af alls kyns samsetning- um úr blöðum og bókum." Segir ennfremur að Willie byggi myndlist sína á þeim vana að horfa á hluti og leita að því ókunnuglega eða óvenjulega í þeim. Sýningin stendur til 20. mars. Hugo Þórísson Upplýsingar og skráning eftir kl. 16.00 og um helgar í síma 562 1132 og 562 6632 Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefsl kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og bama þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar geta gert til að: •aðstoða börn sín við þeirra vandamál. •að leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi. •byggja upp jákvæð samskipti innan fjölskyldunnar. > ::; Wm m \ H * V * ff <í' áiJtí i - \ I 1 f- eftir Jim Cartuuright á Leynibarnum í Borgarleik-húsinu. l'ppselt á vfir 90 sýningíir og mi fer þeim fækkantii!! Sýningar: fiistudaginn 21. fehrúar, <>glaugardíiginn 1. mars, B3m llltJUf 113^ lostudaginn 28. febrúar Kl. 20.30. $ími 568 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.