Morgunblaðið - 19.02.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 19.02.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 19 LISTIR Söngtónleik- ar á Hvolsvelli NEMENDUR sem unnu til verðlana ásamt Vilborgu Ragnarsdótt- ur myndmenntakennara og Gunnari Hjartarsyni skólastjóra. Alþjóðleg bamalistasýning JÓN Smári Lárusson baríton og Agnes Löve píanóleikari halda tónleika í sal Tónlistar- skóla Rangæinga á Hvolsvelli fímmtudaginn 20. febrúar kl. 21. Flutt verður íjölbreytt dag- skrá með lögum og aríum eftir ýmsa höfunda, innlenda og er- lenda. Jón Smári er ásamt því að vera verkstjóri hjá Vega- gerðinni, hrossatemjari og kór- söngvari, nemandi við söngdeild Tónlistarskólans og stefnir hann að því að taka 7. stig nú í vor. SÍÐASTLIÐINN vetur tóku nemendur Grunnskólans í Ólafs- vík öðru sinni þátt í alþjóðlegri myndlistarsamkeppni í Ung- verjalandi. Um var að ræða tilraunaverk- efni sem þær Vilborg Ragnars- dóttir myndmenntakennari við Grunnskólann í Ólafsvík og Hólmfríður Árnadóttir dósent við Kennaraháskóla íslands stóðu fyrir. Samkeppni þessi er á vegum INCEA (International Society for Education through Art). En það er alþjóðlegt sam- band listgreina sem heldur uppi öflugu miðlunarkerfi sem snert- ir listuppeldi innan skólakerfis- ins. 47 lönd sendu inn 13.000 verk. Fjórtán nemendur Grunnskól- ans í Ólafsvík hlutu verðlaun. Morgun Diaoio/uiunniaugiir MAGNDÍS Alexandersdóttir, framkvæmdasljóri Eflingar Stykkis- hólms, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir munu hafa veg og vanda af sumartónleikum í Stykkishólmskirkju í sumar. Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju Stykkishólmi. Morgunblaðið. FELAGIÐ Efling Stykkishólms hef- ur það m.a. að markmiði sínu að efla menningarlíf í Stykkishólmi. í fyrrasumar stóð félagið fyrir röð tónleika í kirkjunni. Haldnir voru níu tónleikar og var þeim vel tekið af bæjarbúum og ferðafólki. Ákveðið hefur verið að halda áfram á sömu braut. Nú er hafinn undirbúningur að tónleikum fyrir sumarið undir forystu tónlistarfólksins Ingibjargar Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Guðmunds- dóttur og Sigrúnar Jónsdóttur. Ingibjörg Þorsteinsdóttir hafði veg og vanda af tónleikunum í fyrra. Hún segir að vel hafi tekist til þá. Stykkishólmskirkja er ákaflega fag- urt hús með sérlega góðum hljóm- burði. í henni er Steinway flygill sem er mjög góður og sækjast tónlistar- menn eftir því að leika í kirkjunni. Hér á Vesturlandi má fullyrða að hvergi sé betra né fegurra hús til að flytja í góða tónlist. Þá er Stykkis- hólmur fjölsóttur af ferðamönnum og mættu þeir vel á tónleikana. Tónleikunum var mjög vel tekið að sögn Ingibjargar en því miður var ekki haldin bók yfir aðra að- sókn. Fjölsóttustu tónleikamir drógu að um 200 manns, en utan þess hefur aðsókn að meðaltali verið 40 manns, nokkuð misjafnt eftir tón- leikum. Ingibjörg hvetur allt það tónlist- arfólk sem hefur áhuga á að heim- sækja Stykkishólm í sumar og halda hér tónleika að hafa samband við Eflingu Stykkishólms fyrir 20. febr- úar. Um næstu mánaðamót verður endanlega gengið frá dagskrá sum- artónleikanna. Djassað í Gerðarsafni Morgunblaðið/Golli JAZZKVARTETT Reykjavíkur hélt fjölskyldutónleika í Gerðarsafni á mánudags- kvöld, en kvartettinn hefur nýlokið við að íeika fyrir um 5.000 skólabörn í Kópa- vogi og Árnessýslu á undanförnum tveimur vikum á vegum íslenskra skólatónleika - Tónlist fyrir alla. Sérstakur gestur kvartettsins á þessum tónleikum var Skóla- kór Kársness undir sljórn Þórunnar Björnsdóttur og var þetta í fyrsta skipti, sem kvartettinn og kórinn leiddu saman hesta sína. Fluttu þeir nokkur létt lög, þ.á m. nýjar útsetningar af tveimur lögum Sigfúsar Halldórssonar. Jazzkvartett Reykjavík- ur skipa Sigurður Flosason altsaxófónn, Eyþór Gunnarsson píanó, Tómas R. Einars- son kontrabassi og Einar Scheving trommur. Það leynir sér ekki á myndinni af áheyrendum, að tónlistin hefur fallið í góðan jarðveg. Willie Bell sýnir í Ganginum NÚ stendur yfir í Gallerí Gangi sýn- ing á verkum Willies Bells. Hann er Bandaríkjamaður fæddur í Alabama en ólst að mestu upp í Cleveland, Ohio, þar sem hann fékk sína fyrstu myndlistarmenntun. Framhalds- menntun hlaut hann frá Yale og út- skrifaðist úr málunardeildinni þar 1988. í kynningu segir m.a.: „Á sýning- unni eru verk samsett úr alls kyns fundnum hlutum, mikið myndum úr blöðum og tímaritum. Einnig eru þar hljóðbútar á segulbandi, en þá setti hann saman úr ýmsum hljóðum fyrir símsvarann sinn, en Bandaríkjamenn eru einmitt miklir meistarar í notkun síma. Þar er og bók eða mappa með litljósritum af alls kyns samsetning- um úr blöðum og bókum." Segir ennfremur að Willie byggi myndlist sína á þeim vana að horfa á hluti og leita að því ókunnuglega eða óvenjulega í þeim. Sýningin stendur til 20. mars. Hugo Þórísson Upplýsingar og skráning eftir kl. 16.00 og um helgar í síma 562 1132 og 562 6632 Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefsl kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og bama þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar geta gert til að: •aðstoða börn sín við þeirra vandamál. •að leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi. •byggja upp jákvæð samskipti innan fjölskyldunnar. > ::; Wm m \ H * V * ff <í' áiJtí i - \ I 1 f- eftir Jim Cartuuright á Leynibarnum í Borgarleik-húsinu. l'ppselt á vfir 90 sýningíir og mi fer þeim fækkantii!! Sýningar: fiistudaginn 21. fehrúar, <>glaugardíiginn 1. mars, B3m llltJUf 113^ lostudaginn 28. febrúar Kl. 20.30. $ími 568 8000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.