Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 49
I54MBI01M 54MBI01M &4MBI01M £4MBI01M 5AMBIO
’ m1111ti n 1111»tii 11 n 1111 i'ti 11i~iirrranrnnrm11111111mn1111 x 111nmiii • 9 miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim.
h((|)://\v\v\\ .sanihioin.rmn/
ÆRSLADRAUGAR
Lífið er dauðans alvara...
Þinn tími mun koma
Frá Robert Zemeckis (Back to the Future, Forrest
Gump) kemur pottþétt mynd sem kemur þér til að
' v :0 hlægja....og öskra! Óborganlegt grin og mögnuð
sepnna þegar Michael J. Fox (Back to The Future)
lendir i óþokki sem er ekki af þessum heimi.
Leikstjóri Frighteners er enginn annar en
óskarsverðlaunahafinn Peter Jackson (Heavenly
Creatures)... Láttu þér bregða!
THEFRIGHTENERS
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15.
Sýnd í sal A í THX digital B.i. 14 ára
SONUR FORSETANS
S I N B A D
FIRST
VAXTALINUFELAGAR!!!
Miðaverð 400 kr. gegn framvísun afsláttarmiðans
i nýjasta fréttabréfi vaxtalínunnar
Fjölmennt öskudagsball í Vík í Mýrdal
Fagradal - Krakkar
og foreldrar í Mýrd-
alnum fjölmenntu á
árlegt öskudagsball i
Leikskálanum í Vík
sem leikskólinn stóð
fyrir. Allir krakkar
og flestir hinna full-
orðnu mættu í grímu-
búningum. Kötturinn
var sleginn úr tunn-
unni á miðju balli og
voru sýnd góð tilþrif
með kylfuna. Búning-
arnir voru hinir fjöl-
breyttustu og var auð-
séð að mikil vinna lá
að baki þeim. I lokin
voru síðan þrír bestu
búningarnir og
nokkrir þeir frumleg-
ustu valdir og fengu
þeir verðlaun. Myndin
sýnir verðlaunahaf-
ana fyrir bestu og
frumlegustu búning-
ana ásamt Hemma
trúði, stjórnanda sam-
komunnar.
Morgunblaðið/Jónas Ertendsson
Þekktar
bridskonur
í heimsókn
Á BRIDSHÁTÍÐ, sem fram fór um
síðustu helgi, spiluðu tvær brezkar
konur sem eru íslenzku landsliðs-
spilurum að góðu kunnar. Þær heita
Liz MacGowan og Heather Dhondy
og spiluðu með Islendingum í blönd-
uðum flokki á Ólympíumótinu á
Ródos síðastliðið haust og, eins og
Sigurður B. Þorsteinsson formaður
Bridsfélags Reykjavíkur orðaði það
í setningarræðu sinni, leiddu liðið
til sigurs í mótinu.
LIZ MacGowan og Heather
Dhondy.
Kátir krakkar á öskudag
Vaðbrekka, Jökuldal. - For-
eldrafélag Skjöldólfsstaðaskóla
bauð til öskudagsskemmtunar í
Skjöldólfsstaðaskóla á öskudag-
inn. Skemmtiatriði voru með
hefðbundnum hætti, myndin sýn-
ir hluta af krökkunum í Skjöld-
ólfsstaðaskóla hvetja foreldrana
í keppni með samkvæmisleikja-
sniði, meðal annars að moka
kartöflum upp af gólfinu með
skeið uppá brauðbretti og hlaupa
með þetta í mark og passa að
kartöflurnar detti ekki af brett-
inu. Þetta reyndist þrautin
þyngri og skapaði mikla spennu
og kátinu hjá krökkunum.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalatoinsson