Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Madeleine Albright reynir að draga úr andstöðu Rússa við stækkun Atlantshafsbandalagsins Boðar aukíð sam- starf og sameiginleg- ar friðargæslusveitir Utanríkisráðherrar Atl- antshafsbandalagsins komu saman til fundar í Brussel í gær til að hitta nýskipaðan utan- ríkisráðherra Banda- ríkjanna, Madeleine Albright, og ræða fyrir- hugaða stækkun banda- lagsins til austurs. Þor- steinn Víglundsson, fréttaritari Morgun- blaðsins í Brussel, kynnti sér niðurstöður fundarins og ræddi við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. ADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti á fundi sínum með utan- ríkisráðherrum aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins í Brussel í gær fram hugmynd um aukið sam- starf milli Atlantshafsbandalagsins og Rússlands, meðal annars í formi sameiginlegs herafla til friðar- gæslu. Þessari hugmynd, sem hlaut jákvæðar viðtökur hjá Javier Sol- ana, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, er ætlað að bæta samskipti NATO við Rússland, sem er eins og kunnugt er mjög andvígt stækkunaráformum bandalagsins. Ákvörðun NATO um hvaða ríkjum verður boðin aðild verður kynnt á fundi bandalagsins í Madríd í júlí á þessu ári. Albright sagðist sjá fyrir sér samstarfsráð Atlantshafsbanda- lagsríkjanna og Rússlands, sem væri grundvöllur reglulegra við- ræðna um öryggismál og gæti grip- ið til sameiginlegra aðgerða. Hún sagði að fulltrúar NATO og Rúss- lands myndu starfa saman í helstu herstöðvum bandalagsins og hægt yrði að koma á fót sameiginlegum herafia NATO og Rússlands. Að hennar sögn hefði þegar náðst nokkur árangur í þessa átt í viðræð- um við Rússa og að mögulegt væri að ná frekari árangri fyrir fundinn í Madríd. Hins vegar væri hér að- eins um hugmynd að ræða og eng- ar tölur um stærð slíks herafla hefðu verið settar fram. Solana sagðist að fundinum lokn- um telja þessa hugmynd góðra gjalda verða. Hún væri góður grundvöllur til að byggja á einhvers konar samstarf milli Rússlands og NATO. Solana sagði að öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins væru staðráðin í að ná samkomulagi við Rússland um samstarf sem næði mun lengra en raunin væri í dag. Hann sagði mikilvægt að slíkt sam- komulag næðist sem fyrst. Hann sagðist vonast til að frekari árangur næðist í viðræðum sínum við Prím- akov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er væntanlegur til Brussel í næstu viku. Hann sagði hins vegar ljóst að ekki yrði auðvelt að ná samkomulagi við Rússland. „Engu að síður er ég sannfærður um að það sé í hag beggja aðila að geta rætt saman og, þar sem það er mögulegt, gripið til sameiginlegra aðgerða líkt og þeirra sem við stöndum nú fyrir í Bosníu.“ í engu hvikað frá stækkun Albright sagði að í engu yrði hvikað frá áformum Atlantshafs- bandalagsins um stækkun til aust- urs, þrátt fyrir andstöðu Rússlands. „Eftir fundinn í dag tel ég að allt Átlantshafsbandalagið sé samstíga á leið sinni til Madrídar." Hún sagði að Atlantshafsbandalagið væri nú að nálgast ákvörðun um hvaða ríkj- um yrði boðin aðild að bandalaginu á leiðtogafundinum í Madríd. Hún sagði að einnig væri unnið að því að tryggja að öll lýðræðisríki Evr- ópu, hvort sem þau væru aðilar að NATO eða ekki, hefðu hlutverki að gegna í því að tryggja öryggi álf- unnar. „Við erum að takast á við áhyggjur Rússlands í formi samn- ings milli NATO og Rússlands, sem mun gera Rússland að fullgildum þátttakanda í hinu nýja kerfi, þó án neitunarvalds." Samráðsfundir allra aðildarríkja Madeleine Albright varpaði einn- ig fram hugmynd um samráðsfundi aðildarríkjanna 16 og hvers og eins af væntanlegum aðildarríkjum auk Rússlands. Hefur hugmyndin hlotið heitið 16+1 og er litið á hana sem svar við hugmynd Frakka um fund fímm stærstu aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins með Rússlandi til að reyna að liðka fyrir stækkun bandalagsins. Eins og fram hefur komið hefur þessari hugmynd Frakka ekki verið tekið vel meðal nokkurra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins. Sagði Albright mikil- vægt að þessir fundir færu fram fyrir leiðtogafundinn í Madríd í júlí. Liðkar fyrir stækkun Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, segir að fundur utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalagsins með Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hafi verið mjög gagnlegur og þær hugmyndir sem þar hafi verið settar fram um aukið samstarf við Rússland geti hugsanlega flýtt fyrir fyrirhugaðri stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs. „Það er venja í Atlantshafs- bandalaginu þegar nýr utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna tekur við að utanríkisráðherrar Atlantshafs- bandalagsins komi saman til að ræða mál við hinn nýja ráðherra. Það er sérstaklega mikilvægt nú því aldrei áður við slík skipti hafa mikilvægari mál verið á ferðinni. Það er ánægjulegt til þess að vita að Albright lagði áherslu á sam- skiptin yfir hafið og samvinnu Evr- ópu og Bandaríkjanna og hún er staðföst í því að halda áfram stækk- unarferlinu og jafnframt að koma samskiptum Atlantshafsbandalags- ins við Rússland í gott horf.“ Halldór sagði mikla samstöðu hafa verið ríkjandi á fundinum og að eining ríkti um stækkun banda- lagsins. Mismunandi sjónarmið væru uppi um hvernig það skyldi gerast en allt virtist stefna í að af stækkun yrði. Hann sagði mikil- vægt að þetta stækkunarferli héldi áfram eftir að fyrstu nýju ríkin hefðu verið tekin inn og að öll þau ríki sem vildu ganga til þessa sam- starfs hefðu jafna möguleika á því. Samstarf við Rússland einungis á jafnréttisgrundvelli Halldór segir þær hugmyndir, sem Albright setti fram í dag, til þess fallnar að liðka fyrir fyrirhug- aðri stækkun en telur hins vegar ólíklegt að þær muni draga mikið úr andstöðu Rússlands við stækk- unina. „Ég tel að það sé mikilvægt fyr- ir Rússa að taka þátt í friðargæslu með Atlantshafsbandalaginu með formlegum hætti. Það liggur alveg ljóst fyrir að það verður ekki gert gagnvart stórveldi eins og Rússum nema á jafnréttisgrundvelli. Þessar hugmyndir hafa verið viðraðar og eru árangur viðræðna sem hafa átt sér stað við Rússa og geta flýtt fyrir málum.“ Hann sagði hins veg- ar ljóst að Rússar yrðu eftir sem áður andvígir stækkun bandalags- ins, en sú andstaða myndi þó ekki koma í veg fyrir hana. Of mikið gert úr hótunum Tyrkja Aðspurður um þá hótun Tyrkja að beita neitunarvaldi gegn fyrir- hugaðri stækkun NATO, hljóti Tyrkland ekki náð fyrir augum Evrópusambandsins í fyrirhugaðri stækkun þess, sagði Halldór að það mál hefði ekki komið til umræðu á fundinum. Hann sagðist hins vegar telja að úr því hefði verið gert mun meira en Tyrkir hefðu ætlast til í upphafi og ekki væri líklegt að þeir gerðu alvöru úr þeirri hótun. „Þeg- ar menn eru að vinna að uppbygg- ingu lýðræðis í Evrópu og meira öryggi álfunnar í heild, þá er til- gangslaust fyrir einstök ríki að hóta slíku og verður eingöngu til að skaða viðkomandi ríki.“ Endurskoðun stofnsáttmála ESB Meðferð kúariðumálsins Ótti viðnýtt nei í Danmörku Meirihluti EÞ sam- þykkur gagnrýni Strassborg. Reuter. BÚIZT er við að meirihluti Evrópuþingsins (EÞ) í Strass- borg samþykki í dag þing- sályktun, þar sem harða gagn- rýni er að finna á tök fram- kvæmdastjórnar sambandsins á kúariðumálinu. Leiðtogar helztu flokkahópa á þinginu ítrekuðu hótanir um að reka framkvæmdastjórnina, leið- rétti hún ekki mistök sín. Forystumenn sósíalista, íhaldsmanna og græningja staðfestu að flokkahópar þeirra myndu styðja þingsá- lyktunartillögu, þar sem skor- að er á framkvæmdastjórnina að „grípa þegar í stað til skil- virkra aðgerða" til að koma í veg fyrir að neytendum í ríkj- um ESB verði aftur stefnt í viðlíka hættu og vegna hins hættulega heilasjúkdóms, sem talinn er geta borizt í menn úr riðusmituðu nautakjöti. JACQUES Santer og framkvæmda- stjórn hans eiga undir högg að sækja vegna kúa- riðumálsins. sem hefðu getað heft út- breiðslu sjúkdómsins, og litið framhjá alvarleika málsins eða reynt að gera lítið úr því. I tillögunni segir að „hafi tillögunum [sem þingið setur fram til úrbóta] ekki verið hrint í framkvæmd innan sann- gjarns frests, eða í síðasta lagi fyrir nóvember 1997, verði vantrauststillaga lögð fram.“ Santer reynir að blíðka þingmenn Jacques Santer, forseti framkvæmdasljórnarinnar, hélt ræðu á Evrópuþinginu síð- degis í gær og reyndi að blíðka þingmenn. Hann boðaði tillög- ur, sem myndu hafa í för með sér að ákvarðanir um málefni, sem varða heilbrigði dýra og manna, yrðu teknar af þinginu og ráðherraráðinu sameigin- lega. Santer sagði að framkvæmdastjórnin myndi reyna að fá samningamenn á ríkjar- STJÓRNMÁLAMENN í ríkjum Evrópusam- bandsins hafa nú verulegar áhyggjur af að sagan endurtaki sig og danska þjóðin felli niðurstöðu ríkjaráðstefnu ESB í þjóðarat- kvæðagreiðslu, eins og hún felldi Maastricht- samnihginn árið 1992. í Danmörku hafa deil- ur um endurskoðun samningsins magnazt að undanförnu. Meðal annars er hart deilt um það hvort falla beri frá einhverri af undanþág- unum, sem samið var um á Edinborgarfundin- um 1992 og voru forsenda þess að Danir sam- þykktu Maastricht í annarri tilraun árið eftir. Niels Helveg Petersen utanríkisráðherra hefur heitið því að þjóðar- atkvæðagreiðsla verði haldin um hinn endur- skoðaða stofnsáttmála ESB, sama hver niður- staða ríkjaráðstefnunnar verði. En þótt Danir kunni að segja já í slíkri at- kvæðagreiðslu er önnur hindrun í vegi þess að samningurinn geti öðlazt gildi; dómsmálið, sem ellefu ESB-andstæðingar hafa höfðað fyrir Hæstarétti. Engir samningar fyrr en dómsmálinu er lokið Ellefumenningamir halda því fram að ESB- aðild Danmerkur sé andstæð stjórnarskránni, sem banni framsal „fullveldis" danska ríkisins til stofnana sambandsins. The Daily Telegraph hefur eftir Helveg Petersen: „Danmörk mun ekki geta gerzt aðili að neinum nýjum sátt- mála fyrr en málinu er lokið og dómur upp kveðinn.“ Á meðal þess, sem er til umræðu á ríkjaráð- stefnunni, er aukið samstarf í dóms- og lög- reglumálum, til dæmis varðandi flóttamenn. Danir hafa hins vegar undanþágu frá því dómsmálasamstarfi, sem nú þegar er fyrir hendi í ESB. Birte Weiss innanríkisráðherra hefur lagt til að þessari undanþágu verði fórn- að, enda sé aukið samstarf gegn glæpum og um málefni flóttamanna Dönum í hag. Eigi að fella undanþáguna úr gildi, þarf hins vegar þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurningin er hvort halda eigi sérstaka þjóðaratkvæða- greiðslu um að fella úr gildi eina undanþágu eða fleiri, eða hvort greiða eigi atkvæði um hvort tveggja í einu, undanþágur Dana og niðurstöðu ríkjar- áðstefnunnar. Hans Engell, formaður íhaldsflokksins, hefur stungið upp á seinni kostinum en margir stjóm- málamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, telja hann of hættulegan; niðurstaða ríkjaráðstefn- unnar kunni að falla vegna þess að fólk sé andvígt afnámi undanþáganna. Meirihluti vill fórna undanþágu frá dómsmálasamstarfi Samkvæmt skoðanakönnun, sem Jyllands- Posten birti í síðustu viku, eru 60% Dana reiðu- búnir að fórna undanþágunni frá dómsmála- samstarfmu og aðeins 26% vilja halda í hana. Hins vegar er meirihluti hlynntur því að halda í allar hinar undanþágurnar, þ.e. frá þátttöku í varnarmálasamstarfinu, myntbandalaginu og sameiginlegum ríkisborgararétti. Vantrausti hótað ÞingsályktunartiIIagan jafngildir ekki vantrauststillögu á framkvæmdastjórnina, en þingið getur vikið henni frá í heilu lagi. Tillagan er byggð á skýrslu rannsóknar- nefndar þingsins, en þar er komizt að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjórnin hafi lagt meiri áherzlu á að vernda nautakjöts- framleiðendur en að gæta hagsmuna neyt- enda. Brezk stjórnvöld eru bæði sögð hafa komið sér hjá því að framfylgja reglum, áðstefnu ESB til að fallast á að öll löggjöf ESB yrði háð sameiginlegri ákvörðun ráðs og þings. „Ég vona að þeir muni hafa hugrekki til að beita þessari reglu einnig á sameiginlegu Iandbúnaðarstefnuna,“ sagði Santer. Verði tillögur framkvæmdastjórnarinn- ar samþykktar mun þingið í raun fá neit- unarvald, m.a. í landbúnaðarmálum, en það hefur nú slíkt vald í fáum og afmörkuðum málaflokkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.