Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Byrjaði að vagga og velta í 37.000 fetum NÝJASTA farþegaþota Boeing-fyr- irtækisins, B-777, er nú undir smá- sjá þeirra sem fylgjast með öryggi í farþegaflugi. Astæðan er að ekki hefur tekist að finna skýringar á grunsamlegu vaggi og veltu Boeing- 777 þotu British Airways (BA), að sögn breska blaðsins Independent. Þota BA, flug 133, var á leið frá Heathrow til Jeddah í Saudi-Arabíu með 85 farþega innanborðs og hafði verið á lofti í um tvær stundir er hún byijaði skyndilega að vagga og velta í 37.000 feta hæð. Farþegi í gluggaröð tók eftir því að vængbörð hreyfðust tilviljanakennt fram og aftur og gerði flugmönnunum við- vart. Þeir gátu ekki ráðið af stjóm- tölvu þotunnar hvað olli þessu og sneru við. Samkvæmt handbók British Airways „handflugu" þeir þotunni það sem eftir var. í skýrslu um atvikið til bresku flugmálastjórnarinnar (CAA) sagði að flugmennirnir hefðu þurft að beita hliðarstýri óvenju mikið í lend- ingu. Rannsóknamefnd flugslysa í Bretlandi vinnur að úttekt á atvik- inu. Sérfræðingar frá Boeing-verk- smiðjunum skoðuðu þotuna í heila viku en fundu enga skýringu. Ræddu þeir meðal annars við áhöfnina. Hlutir úr þotunni vom sendir til grannskoðunar í verksmiðjum Bo- eing í Seattle en tæknimenn töldu sig samt ekki geta útskýrt tilviljana- kenndar og óumbeðnar hreyfmgar vængbarðanna í háloftunum. Eina atvikið Grannt er fylgst með 777-flota British Airways sem pantaði 15 þotur af þessu tagi en hver þeirra kostar 60 milljónir punda, jafnvirði 6,9 millj- arða króna. Þotan er ein sú fullkomn- asta hvað tæknibúnað varðar og var fyrst flogið í júní 1994. Hún fór fyrsta farþegaflugið ári seinna, í júní 1995. Flaug þota British Airways á sjálf- stýringunni í fluginu örlagaríka. Flugriti hennar, svarti kassinn, sýndi að óumbeðnar hreyfingar hliðarstýris leiddu til þess að stjórntölvur þotunn- ar reyndu að leiðrétta þær með því að beita vængbörðunum. Við það bytjaði vaggið og veltan. Talsmenn Boeing-verksmiðjanna segja við Independent að ekki hafi tekist að líkja eftir því sem gerðist í flugi BA-þotunnar. „Fyrirbæri af þessu tagi er óþekkt hjá öðmm fé- lögum og hefur ekki átt sér stað öðm sinni hjá British Airways," sagði taismaðurinn. Óeðlileg starfsemi hliðarstýris hef- ur verið mjög til umræðu undanfarin misseri. í byijun árs fyrirskipuðu bandarísk stjómvöld, að skipt skyldi um nýjan hreyfíbúnað hliðarstýra i 2.800 Boeing-737 þotum um heim allan. Meginástæðan var sá gmnur rannsóknarmanna að óumbeðin hreyfing hliðarstýra hafi leitt til tveggja flugslysa í Bandaríkjunum. Kenneth Starr, saksóknari í White- water-málinu, fer til annarra starfa Brosað breitt í Hvíta húsinu Little Rock. Reuter. KENNETH Starr, sérstak- ur saksóknari í Whitewat- er-málinu, tiikynnti í fyrra- dag, að hann ætlaði að láta af þvi embætti og taka við starfi sem rektor lagadeild- arinnar við Kaliforníuhá- skóla. Gaf hann í skyn, að rannókn á fjármálum Bill Clintons forseta myndi halda áfram en margir telja samt, að Starr sé búinn að ákveða, að engar kærur verði blrtar forsetan- um, Hillary, konu hans, eða öðrum háttsettum mönnum í Hvíta húsinu. Starr, sem tekur við rektorsemb- ættinu 1. ágúst nk., varaði frétta- menn við að hrapa að einhveijum ályktunum vegna þessarar ákvörð- unar sinnar og sagði, að í henni fælist ekkert nema hans eigin starfs- frami. Sagði hann, að rannsóknin á fjármálum forsetahjónanna vegna Whitewater-málsins yrði áfram í góðum höndum. Viðkvæmur tími fyrir rannsóknina Starr hefur stýrt rannsókninni á Whitewater-málinu frá því í ágúst 1994 og afsögn hans kemur á mjög erfiðum tíma en samkvæmt blaða- fréttum hefur hann og hans fólk verið að vega það og meta hvort ástæða sé til að höfða mál á hendur forsetahjónunum, sumum aðstoðarmanna þeirra og öðrum opinberum embætt- ismönnum. Clinton og ríkisstjórnin vildu ekkert segja um ákvörðun Starrs en haft er eftir ónefndum aðstoðar- manni forsetans, að í Hvíta húsinu brostu nú margir breitt. Hefur Whitewater- málið fylgt forsetahjónunum eftir sem skugginn í langan tíma en stuðningsmenn þeirra hafa sakað Starr um að ganga erinda repúblik- ana. Engar sakir? Sumir þeirra, sem gagnrýnt hafa Starr, segjast telja, að hann hafi ákveðið að hætta vegna þess, að hann hafi ekki fundið neitt á forseta- hjónin. Einn þeirra, David Williams lögfræðingur, aðstoðarmaður Clint- ons og gamall vinur hans, segir, að mjög hafi hljóðnað yfir rannsóknar- hópnum á síðustu mánuðum. „í fyr- rasumar fóru þeir mikinn en frá því í ágúst hefur hvorki heyrst frá þeim stuna né hósti,“ sagði hann. Ekki er Ijóst hver tekur við af Starr en nefnd þriggja dómara við áfrýjunarréttinn í Washington eða á höfuðborgarsvæðinu mun ákveða það. Kenneth Starr Breyttir tímar í heimi ítölsku mafíunnar eftir herferð stjórnvalda á síðustu árum Konurnar stíga út úr skugganum Ráðstefna um stöðu kvenna í heimi ítölsku mafíunnar var haldin í Palermo á Sikiley um liðna helgi. Ásgeir Sverrísson kynnti sér helstu niðurstöðumar EIN afleiðing breyttrar stöðu mafíunnar á Ítalíu er að konur, sem henni tengjast, eru famar að bjóða samtökunum byrginn. Hér mótmæla íbúar í Flórens eftir sprengjutilræði mafíunnar í Uffizi-safninu 1993. KONURNAR í Itölsku maf- íunni hafa fengið nýtt hlutverk og njóta nú meira sjálfstæðis en nokkru sinni fyrr í sögu þessara frægustu glæpasamtaka heims. Breytingarnar á Ítalíu og hin breytta staða mafíunnar eftir her- ferð stjórnvalda á undanförnum árum gegn hvers kyns spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi hafa gert að verkum að konurnar sem tengjast mafíunni hafa stigið út úr skugganum og axlað meiri ábyrgð en áður þegar þær voru helstu verndarenglar hefða og menningar þessa lokaða heims. Konurnar hafa í auknum mæli þurft að gæta hagsmuna sinna og í sumum tilfellum hafa þær ákveð- ið að ganga til samstarfs við verði laganna eftir að eiginmenn þeirra eða feður hafa annaðhvort verið myrtir eða dæmdir til vistar innan fangelsismúra. Þetta eru helstu niðurstöður ráð- stefnu sem fram fór um liðna helgi í háskólanum í Palermo á Sikiley um undir yfirskriftinni „Konan í heimi mafíunnar". Helsti hvata- maður að ráðstefnunni var María Teresea Principato, dómari í Pal- ermo, sem jafnframt kynnti niður- stöður rannsókna sinna. Ofurseldar karlaveldi Áður fyrr voru konumar í maf- íunni, eiginkonur glæpamanna eða dætur, öldungis ofurseldar vilja kariaveldisins og var til þess ætlast að þær létu sem minnst til sín taka utan veggja heimilisins. Þær voru ábyrgar fyrir þvi að hefðir mafíunn- ar væru í heiðri haldnar á heimilinu og að viðgangur samtakanna væri tryggður í þessu samhengi. En nú er öldin önnur á Ítalíu og það gildir einnig um mafíuna þótt konumar sem tengjast samtökun- um hafi ekki staðið í .jafnréttisbar- áttunni“ líkt og kynsystur þeirra á Ítalíu og víðar. Þvert á móti em það utanaðkomandi aðstæður, fangelsun eða dauði eiginmanna þeirra, sem oftar en ekki hafa breytt stöðu kvenna þessara. „Hafa ber í huga að nú standa konurnar jafn- fætis karlmönnunum. Þær hafa nú úrskurðarvald í fjármálum ijöl- skyldunnar og því fylgir rétturinn til að taka ákvarðanir," sagði María Teresa Principato í framsögurerindi sínu. Gert upp við fortíðina Konurnar bregðast einkum við breyttri stöðu sinni með tvennum hætti. Annaðhvort segja þær skilið við fyrra líf með afgerandi hætti eða þær fylgja í fótspor karlpen- ingsins og gerast fullgildir glæpa- menn. „Ég lifði eins og drottning," sagði Rita Ganci, dóttir mafíuforingja á ráðstefnunni en hún sneri við blað- inu eftir að þáverandi eiginmaður hennar myrti föður hennar. „Ég bý nú í 130 fermetra íbúð, sem er nákvæmlega jafnstór og baðher- bergið mitt forðum sem var gulli skreytt,“ upplýsti önnur fyrrverandi „mafíu-frú“. „Eitt kvöldið töpuðum við 1.400 milljónum líra (tæpum 60 milljónum króna) í spilavítinu í Saint-Vincent án þess að nokkur teldi ástæðu til að ræða það sérstak- lega,“ bætti sú þriðja við. Konurnar þijár sögðu frá reynslu sinni í myndbandsupptökum en þær hafa nú gegnið til liðs við yfirvöld í baráttunni gegn mafíunni. Þetta samstarf þessara kvenna og stjóm- valda er talið til marks um þátta- skil í sögu þessara myrku samtaka. Því fer þó fjarri að konurnar þijár séu þær einu sem nú vinna gegn hagsmunum samtakanna, sem forð- um tryggðu lífið þeirra ljúfa. Á ráðstefnunni kom fram að rúmlega 7.000 manns njóta nú sérstakrar verndar ítalska ríkisvaldsins á þeim forsendum að þeir aðstoði yfirvöld dómsmála í þeirri viðleitni að uppr- æta samtökin. Leita eftir stuðningi Þótt konurnar hafi fram til þessa tæpast haft umsagnarrétt í þessum heimi karimennsku og glæpa er það svo að mennirnir vilja yfirleitt alltaf ræða við þær áður en þeir ákveða að leysa frá skjóðunni gagnvart réttvísinni gegn tryggingu fyrir því að dómurinn verði vægari en ella. „Þá þarfnast glæpamaðurinn konu sinnar, stuðnings hennar og tryggð- ar gagnvart því áfalli sem hann hefur orðið fyrir þegar hann er ekki lengur alvaldur. Og þá getur konan tekið valdið í sínar hendur," sagði félagsfræðingurinn Liliana Madeo. „Við þessa breytingu á stöðu glæpamannsins verður konan að minnsta kosti mikilvægasti banda- maður okkar hvað varðar iðrun og sjálfbjargarviðleitni mafíu-liðans. Konurnar verða höfuð fjölskyldna sinna og nokkrar þeirra hafa hafið háskólanám. Nokkur dæmi eru um að fyrrverandi „drottningar“ innan mafíunnar hafí lokið háskólaprófum í mannlegum fræðum og iögpeki,“ upplýsti Antonio nokkur Mangan- elli, sem gegnir ábyrgðarstöðu inn- an þeirrar deildar ítölsku lögregl- unnar er gætir öryggis fyrrum fé- laga í mafíunni sem ákveðið hafa að „syngja“ eins og stundum er sagt um glæpamenn, kjósi þeir að , ganga til samstarfs við yfirvöld gegn vægari refsingu. Tilfinningar og sjálfsbjargarviðleitni Þessi ákvörðun glæpamannsins er sjaldan sem aldrei tekin á sið- ferðilegum forsendum heldur er vonin sú að hún geti orðið til að , milda dóma og jafnvel til þess að viðkomandi geti komist hjá fangels- I isvist. Á hinn bóginn liggja tilfinn- i ingalegar ástæður að baki þeirri ákvörðun kvenna í mafíunni að ganga til samstarfs við réttvísina t.a.m. í þeim tilfellum þegar einhver þeim nákominn hefur verið myrtur. Þessum umkiptum fylgir oftar en ekki mikil áhætta ákveði konurnar að snúa baki við samtökunum og gerast virkar í baráttunni gegn , mafíunni, að sögn Liliana Madeo. Líf þessara kvenna kann að vera í * hættu en fáir bandamenn eru mikil- 1 vægari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.