Morgunblaðið - 16.03.1997, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 16. MAKS 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DÆGURTÓNLIST
BLEIK-
NEFJA-
VEISLA
ÞAÐ VAR mörgum
harmsefni þegar
rappsveitin góðkunna
Cypress Hill lýsti því
yfir að hún væri í þá
mund að hætta. Öll sút
er þó óþörf, því enn er
nokkuð i að sveitin
leggi upp laupana; liðs-
menn hyggjast gefa út
breiðskífu og fara
heimsreisu áður en þeir
slíta samstarfinu, en
einnig hyggast þeir
starfa hver í sínu lagi.
Fyrsta merki um slíkt
er breiðskífa D J
Muggs.
Cypress Hill er skip-
uð þremur félögum,
blökkumanni, bleik-
nefja og Puertoríkana.
Bleiknefjinn DJ Muggs
sér um tónlistina og
hinir rappið. Þegar DJ
Muggs hugðist síðan
setja saman sólóskífu,
meðal annars í ljósi
þess að leiðir þeirra
félaga eru í þá mund að
skilja, var borðleggj-
andi að fá aðra rappara
til að hlaupa í skarðið,
ekki síst með það fyrir
augum að semja lög
sem hæfðu stíl viðkom-
andi. Niðurstaðan er
safn ýmissa helstu
rappara Bandaríkjanna
um þessar mundir.
Góðir gestir
Vel þykir hafa tekist
til á breiðskífunni nýju,
sem kallast Soul
Assassins, að fella lög
að stíl gestanna, en
gestir á plötunni eru
Dr. Dre, B Real, Goodie
Mob, sem átti eina
bestu rappskífu síðasta
árs, þeir Wu-Tang fé-
lagar GZA og RZA, LA
the Darkman, sem er
skjólstæðingur Wu-
Tang manna, MC Eiht,
KRS-ONE, Mobb
Deep, Infamous Mobb,
Call 0 Da Wild og Wy-
clef úr milljónasveitinni
Fugees. Cypress-félag-
ar sameinast síðan í
einu lagi, sem verður að
telja einskonar upphit-
un fyrir breiðskífuna
sem kemur út síðsum-
ars.
Live kemur
á óvart
BANDARÍSKA rokksveitin Live tók
sér góðan tíma til að komast á topp-
inn, kannski með það í huga að þeir
sem fara hraðast upp eru yfirleitt
skemmst á toppnum. Þannig eyddi
sveitin fimm árum í að undirbúa
fyrstu breiðskífuna, þá þremur í aðra
skífuna, sem seldist í milljónaupplagi,
og fyrir skemmstu kom út svo þriðja
skífan eftir þriggja ára bið og kallast
Secret Samadhi.
Live var stofnuð um miðjan níunda
áratuginn og tók sér góðan tíma í
tónleikahald og lagasmíðar áður en
fyrsta breiðskífan kom út 1991. Hún
náði gullsölu vestur í Bandaríkjunum,
þó fáir utan þeirra hafi orðið þess var-
ir. Skífa númer tvö, Throwing Copper,
varð aftur á móti vinsæl út um allan
heim og hélt lengi velli á metsölulist-
um, ekki síst fyrir atorku sveitar-
manna sem héldu í 252 tónleika ferð
þegar platan kom út.
Liðsmenn Live segjast ekki hafa tekið
sér langt frí eftir maraþonferðina;
þeir hafi viljað halda áfram að þróa
hugmyndir sem kviknuðu á ferðinni.
Til að það mætti lukkast sem best leit-
uðu þeir til nýs upptökustjóra, aukin-
heldur sem þeir eyddu drjúgum tíma
á Jamaíka við æfingar og lagasmíðar.
„Fyrir vikið tókst okkur að setja sam-
an plötu sem speglar sveitina á tón-
leikum,“ segir Ed Kowalczyk söngvari
og bætir við að aðal góðrar plötu sé að
koma þægilega á óvart sem platan
nýja geri vissulega.
Atorka Liðsmenn Live.
Upptökustjórinn snjalli DJ Muggs.
Pottþétt safn
POTTÞÉTT safnplöturöðin
heldur áfram af fullum
krafti, enda eru plötur í
röðinni jafnan með sölu-
hæstu skífum ársins. Fyrir
skemmstu kom út sjöundi
skammtur.
Pottþétt-plötunum er
jafnan sitthvað um inn-
lenda tónlist í bland við er-
lend lög, en að þessu sinni
er aðeins eitt lag íslenskra
flytjenda á boðstólum, enda
lítið að gerast á þeim slóð-
um um þessar mundir.
Haukur Guðmundsson
syngur Ljósin í bænum
með kór Verslunarskóla ís-
lands, en lagið var tekið upp
í tilefni af uppfærslu skól-
ans á Laugardagsfári. Er-
lendu lögin eru ólíkrar
gerðar úr ýmsum áttum, en
eins og jafnan eru diskarnir
tveir og þeim skipt annars
vegar upp í popp- og
rokktónlist, en hinsvegar í
danstóna. A Rokk/poppplöt-
unni eiga lög U2, Jamiroqu-
ai, White Town, Blur,
Skunk Anansie, Suede,
Babybird, K’s Choice, Pres-
idents of the United States
of America, Reef, Space,
Depeche Mode, Mansun,
Cardigans, Leah Andreone,
Superdrag, Garbage og
Nick Cave.
Á dansskífunni eru lög
með Prodigy, Lisu Stansfi-
eld, DJ Supreme, Robert
Miles, MC Lyte, Blueboy,
Souviaki, Chicane, Armand
van Helden, Yello, Gold-
mine, X-zibit, OutKast,
Sash, Future Breeze, E-
Sensual, Blossom, Mark
Morrison og Jean Michael
Jarre.
Tónlistartímarit
á geisladiskum
BRESKA útgáfan Volume
hefur unnið sér orð fyrir
vandaðar og sérstæðar út-
gáfur, því fyrirtækið hefur
gefið út einskonar ténlistar-
tímarit; með disk eða disk-
um með safni ýmissa laga
hefur fylgt ítarlegur bæk-
lingur með myndum og upp-
lýsingum um flytjendur.
Áðal útgáfúnnar hefur verið
að skipa saman þekktum
sveitum og óþekktum, og þá
gjarnan hafa þær þekktu
látið útgáfunni í té eitthvað
sem ekki hefur heyrst áður,
en með þessu móti hafa
ýmsar sveitir látið fyrst á
sér kræla áður en þær hafa
svo slegið í gegn um heim
allan.
Forsvarsmaður Volume,
Rob Deacon, segir hug-
myndina rífiega tíu ára
gamla, því 1985 gaf hann út
tímaritir Abstract, sem var
tíu laga plata og tímarit í
sama pakka og alls fjögur
tölublöð. „Abstract byrjaði
sem venjulegt tfmarit sem
Qallaði um nýjar og oft
óþekktar hljómsveitir. Fólk
var alltaf að leita eftir því
að fá að heyra í sveitunum
og því varð þessi hugmynd
til, því á þessum tíma var
dreifíng á óháðum útgáfum
í lamasessi. Upp úr þessu
spratt síðan Volume, sem er
samsvarandi útgáfa en á
geisladisk sem gefur kost á
að koma meira fyrir af tón-
list og kallar á þykkari
bók.“
Deacon segir að framan
af hafí þekktar hljómsveitir
gert útgáfunni mikinn
greiða með því að leggja
henni til lög og auka þannig
söluvænleika diskanna, en
eftir því sem fram hefur lið-
ið og vegur útgáfunnar vax-
ið hafí þær séð sér hag í því
að vera með og í dag er
mikið ásókn í að vera með.
„Við höfum það fýrir reglu
að taka ekki til útgáfu nema
þau lög sem okkur finnst
skemmtileg, og vissulega
hefur það kallað á tog-
streitu við útgáfur og Iista-
menn, en það er nú bara svo
að ég get ekki séð hvers
vegna maður ætti að standa
í öðru eins nema hafa gam-
an af því.
Við höfum alltaf leitast
við að hafa á diskunum safn
nýrra sveita og ráðsettra,
framan af til að tryggja
sölu, en síðan til að gefa
diskunum jafnvægi og til að
halda þræðinum," Deacon
bætir við að eina reglan sem
útgáfan hefur alltaf haldið
er að velja aðeins þá tónlist
sem aðstandendum finnst
skemmtileg. „Við sáum ekki
fyrir þá velgengni sem
Volume hefur notuð, töldum
reyndar aldrei að við mynd-
um ná nema þremur útgáf-
um, satt best að segja.“
Eftir því sem fram hefur
liðið hefur Volume útgáfun-
um Qölgað og ýmsar sérút-
gáfur komið til, þar helstar
safnplötur með ýmiskonar
danstónlist. Deacon segir að
framan af hafi danstónlistin
verið með annarri tónlist,
en í Ijósi þess hve danstón-
list sótti í sig veðrið var
ákveðið að gefa út eina
safnplötu, Trans Europe
Express. Sú seldist gríðar-
lega vel og í kjölfarið fylgdu
fleiri bindi af henni, sérstök
útgáfa með bandarískri
danstónlist, Trans Atlantic
Express, og væntanleg er
útgáfa með Kyrrahafsdans-
tónlist. Einnig hefur
Volume gefið út safnplötur
með jungle-tónlist, Break-
beat Sciénce, og kemur
annar diskurinn í þeirri út-
gáfu á næstu vikum, og fyr-
irhugað er að gefa út loka-
diskinn í Trans-röðinni, því
síðar á árinu kemur út safn
austurlenskrar danstónlist-
ar, þá helst japanskrar.
Einnig hefur Volume gefið
út þungarokkssafn, Metall-
urgy, safn með bandarískri
nýsveitatónlist, safn með
trance-tónlist og safn með
ýmislegri sérkennilegri tón-
list. „Yfírleitt koma hug-
myndir til innanhúss,
þannig starfar hér þung-
arokkáhugamaður, sem
skýrir Metallurgy, annar
hefur mikinn áhuga og
þekkingu í nýrri sveitatón-
list, sem skýrir American
Songbook, og þannig mætti
teya. Við stefnum þó á að
fækka eitthvað útgáfum,
meðal annars til þess að
skerpa á útgáfustefnunni.
Aðal útgáfunnar verður þó
áfram sem hingað til að
skemmta okkur og ef hing-
að berst skemmtileg hug-
mynd erum við alltaf tilbún-
ir til að skoða hana nánar.“
Árni Matthíasson