Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNULEY SI, VIRKJANIR
OG NÁTTÚRUVERND
mundu losa marga skuldafjötra er
hrjá heimili verkafólks.
Ég legg áherslu á það að í þess-
ari afstöðu minni felst ekki að ég
styðji hugmyndir um 20 álver í land-
inu - eða telji þetta hina einu lausn
í atvinnulífi Islendinga. Heldur upp-
haf fjölbreyttara og öflugra atvinnu-
lífs. Stóriðja á íslandi þarf að vera
fjölbreytt en ekki aðeins ein tegund.
Ég held að það verði að vera fjöl-
breytt vinnsla, ég held að það þurfi
að vera fleiri en einn aðili þvi ég tel
að það yrði alltof sterkur aðili og
mundi þá fá of sterka stöðu í land-
inu. Og ég held að ríkið ætti ekki
að vera eignaraðili, best væri að það
ætti bara einn slökkvara.
Telguskattur einstaklinga
Verulegar hluti af lélegum launa-
kjörum á íslandi er hið háa tekju-
skattsstig á launafólki. Með því að
afnema atvinnuleysið og auka vinnu
í iandinu er hægt að lækka skattpró-
sentuna og ríkið fengi meiri skatta-
tekjur, þó skattaprósentan_ væri
lækkuð. Skattaprósentan á íslandi
er alltof há og óviðunandi.
Ferðaþjónusta
Mikið hefur borið á því að menn
telja ferðaþjónustuna langstærsta
möguleikann í íslensku atvinnulífi.
Vonandi-.eflist ferðaþjónustan sem
mest og ber að fagna aukningu
hennar, hún er mjög gjaldeyrisskap-
andi en ekki að sama skapi atvinnu-
skapandi. Ég var á ferðalagi frir
u.þ.b. 2 árum úti á landi og talaði
m.a. við 2 verkalýðsformenn á stöð-
um þar sem ferðamannastraumur er
mjög mikill og ég spurði: „Hefur
ekki aukinn ferðamannastraumur
dregið verulega úr atvinnuleysinu hjá
ykkur?“ Þeir svöruðu báðir eins:
„Barn ertu, maður! á hótelunum,
þama var líka Edduhótel er tekur
sumarfólk í vinnu, mest skólafólk,
og það er vel sennilega hefði það
ekki fengið neina aðra vinnu. Það
er meiri velta í verslunum og nokkr-
ir bændur hafa gert það þokkalega
gott með bændagistingu sem
aukabúgrein. Þeir fáu úr verkalýðsfé-
lögunum sem vinna við þetta í 2-3
mánuði, eru svo 7-9 mánuði á at-
vinnuleysisbótum! Fararstjórar og
bílstjórar með þessum hópum útlend-
inga eru yfirleitt kennarar af höfuð-
borgarsvæðinu, heimamenn í héraði
fá þar ekkert að koma nærri, enda
ekki „menntaðir" úr svokölluðum
Leiðsögumannaskóla í Kópavogi.
Nemendur úr honum hafa „löggiltan"
einkarétt í fararstjórn og það dular-
fuila er að þau samtök sem þau hafa
með sér eru í ASÍ. Þeir virðast vera
í BHM á vetuma og ASÍ á summm!
Vitanlega er mér ljóst að miklar tekj-
ur koma í gegnum ferðaþjónustuna,
en hún krefst ekki mikils mannafla
nema rétt yfír sumarið.
Flugið er sennilea sá aðili sem
hvað bestu tekjur hefur í þessari
grein og er það vel. Ég sé ekki á
næstu árum að ferðaþjónustan muni
efla verulega atvinnu hjá hinum al-
menna manni.
Hitt er kapituli sem ekki verður
rakinn hér, það er verðlagið á þess-
um gisti- og matsölustöðum víða um
land. Það gerir a.m.k. öllu almennu
fólki ókleift að ferðast um landið ef
það er háð því verðlagi sem er á
þessum stöðum.
Náttúruvernd
í skrifum sínum um þessar virkj-
anir og stóriðju eru „náttúruvernd-
armenn" og ferðaþjónustufulitrúar
með hvílík gífuryrði og fullyrðingar
að það hálfa væri meira en nóg.
Fremstur fer stórvinur minn Guð-
mundur Ólafsson rithöfundur og líf-
fræðingur, grein hans minnir mig á
galdrasögur úr Arnarfirði. Hann sér
leiðsla _ þýðir atvinnu-
leysi. Ég tek sem dæmi
að hjá Eimskip við höfn-
ina í Reykjavík fyrir
svona 15 árum unnu að
jafnaði 300-400 manns
nú eru þeir rösklega 100
þó hafa flutningar allt
að því tvöfaldast! Ég
gæti nefnt ijölmörg önn-
ur dæmi þar sem fram-
leiðsla fyrirtækja hefur
stóraukist en starfsliði
stórfækkað og í mörgum
tilfellum um allt að helm-
ing.
Leiðin til úrbóta er
ekki að stöðva tæknina
heldur ný og aukin at-
vinnutækifæri, öflugri
og fjölbreyttari framleiðsla fyrir það
fólk sem missir atvinnu af þeim sök-
um. Menn virðast ekki hafa gert sér
grein fyrir að ein höfuðorsök at-
vinnuleysisins er tækniþróun. Sam-
dráttur í atvinnu og lág laun eru
merki hnignandi þjóðfélags, land-
Standi atvinnulíf í nú-
tímaþjóðfélagi í stað,
arvarnir að vera það
góðar að þeim verði
hægt að treysta. Lík-
lega er rétt að sú
stofnun sé enn óháð-
ari ráðuneytum en nú
er og það þarf að efla
hana og styrkja. Nú
dettur mér ekki í hug
að halda því fram að
álver séu lausn allra
hluta í atvinnulífi ís-
lands. Verð á áli er
ótraust og háð mikl-
um sveiflum. Vinnan
í þeim er einhæf og
ekki sérstaklega eftir-
sóknarverð - það er
engin paradís að
vinna í þeim. En í því
álveri, Isal, sem hér hefur verið
starfrækt um 25 ára skeið, er kaup
40-50% hærra en á almennum
markaði, kemur það af verulegum
hluta vegna vaktavinnu, vinna á
helgum og á öðrum frídögum. En
hins vegar eru frí töluvert fleiri en
almennt tíðkast. Við álverið á
Grundartanga, verði það reist, munu
vinna um 150 manns og í tengslum
við það um 100 manns.
Guðmundur J.
Guðmundsson
MIG hefur undrað mikið í þeirri
miklu umræðu sem fram hefur farið
að undanförnu um stóriðju á Grund-
artanga og síðar meir væntanlega
víðar á landinu - að aldrei er minnst
, á þá brennandi þörf að útrýma að
fullu atvinnuleysinu í landinu, sem
birtist ekki aðeins í samfelldu at-
vinnuleysi og stopulli vinnu og þar
sem hægt væri að nýta afl þessa
fólks til mikillar framleiðslu verð-
mæta. Helst hafa þá raddir þessa
efnis komið frá Akranesi.
Undanfarin 4 ár hefur atvinnu-
leysi verið viðvarandi í landinu þó
hefur dregið verulega úr á sl. ári,
en gagnráðstafanir hafa verið býsna
fáar. Til að ísland geti staðið efna-
hagslega verður hver vinnufær mað-
ur að eiga kost á atvinnu. í þessari
grein ætla ég ekki að lýsa böli at-
vinnuleysis ýtarlega, en það brýtur
niður fólk andlega og líkamlega,
fjöldi fjölskyldna missir íbúðarhús-
' næði sitt, og allar eigur ef einhveij-
ar eru - nagandi öryggisleysi og
ótti. Hamingjan sneiðir hjá lifi þessa
fólks. í landi möguleikanna eins og
á íslandi er slíkt ástand ólíðandi og
þjóðinni og ríkisvaldinu til svívirðu
og skammar.
Þegar umræður voru að hefjast
um álver á Grundartanga heyrðist
meira talað af ýmsum stjórnmála-
mönnum um hættuna á „spennu"
en oftast hefur heyrst frá þeim um
atvinnuleysið. Hvílíkur stórhugur og
■f hvílík innsýn í þjóðfélagið! Mönnum
sem svona tala ætti ekki að fela
stjórnarstörf.
Tæknin ogatvinnuleys ið
Atvinnuleysi í nútímaþjóðféiagi
er ef atvinnulíf stendur í stað þá
kemur atvinnuleysi. Tæknin, vél-
væðingin og sérhæfingin verða það
mikil að það þarf mun minna vinnu-
afl við flestar atvinnugreinar af þeim
sökum, þannig að óbreytt fram-
segir Guðmundur J.
Guðmundsson, kemur
atvinnuleysi.
flótti og annar slíkur ömurleiki er
því fylgir.
Ég styð álver
Ég fer ekki dult með þá skoðun
mína að ég er fylgjandi álveri á
Grundartanga - en þar treysti ég á
að skilyrði Holiustuverndar ríkisins
séu nógu ströng og mat þeirra á
öllum aðstæðum rétt. Ef menn eiga
að samþykkja álverið verða mengun-
Virkjanir
Virkjanir þær sem fyrirhugað er
að ráðast i yrðu Hágöngumiðlun,
Sultartangi og gufuafl á Nesjavöll-
um. Þetta samtals yrðu um 1.200
ársverk. Og með byggingunum yrðu
þetta samtals a.m.k. 1.500 ársverk
á næstu 2 til 3 árum. Þetta yrði
veruleg lyftistöng íslensku atvinnu-
lífi og þær tekjur sem þarna sköpð-
uðust af vinnu ættu að flæða um
þjóðfélagið og leggja grundvöll að
öðrum framleiðslufyrirtækjum.
Vinna við virkjanir er eftirsótt og
vel launuð og Landsvirkjun þykir
góður atvinnurekandi.
Vinna við slíkar framkvæmdir
Civic 1.5 LSi VTEC
115 hestöfl eyðir
abeins 4.81 ó 100 km.
Hefur þu
reynsluekiö bíl
frá Honda nýlega?
Lattu sannfœrast
Honda er öörum
bílum fremri.
CIUIC
Vel utbuinn
Civic kostar fra
1.349.000,-
Vcrið velkoitim
Vatnagaroar 24 - s.568 9900
alls konar drauga og forynjur á veg-
um Landsvirkjunar sem hefur þá
hugsun eina að sökkva meginhluta
landsins í uppistöðulón. Allar nátt-
úruperlur landsins ætlar Landsvirkj-
un að færa í kaf og aðeins Þingvell-
ir og Skálholt eru undanskilin og
reyndar Hólar.
í mjög vandaðri og málefnalegri
grein Jakobs Björnssonar fv. orku-
málastjóra (skrifuð í Morgunblaðið
18. janúar 1997) sýnir hann fram á
að þó unnið verði á fullu við virkj-
anir, þá verði árið 2030 innan við
4% hálendisins sem fari undir lón,
rafmagnslínur og vegi. Hann hvetur
til þess að friðunarsinnar hætti þess-
um upphrópunum og fullyrðingum
og hann fullyrðir að ef aðilar ræðist
efnislega við þurfi ekki að koma til
harkalegra árekstra. Greinar Guð-
mundar Óiafssonar eru gott kennslu-
efni í íslensku í skólum, en þær eru
ekki málefnalegt innlegg í umræður
í að nýta ævintýraleg auðæfi lands-
ins. Þar verða að fara saman nátt-
úruvernd, verndun náttúruperlna og
skilningur á því að íslendingar hafa
engin efni á að nýta ekki þann gífur-
lega auð sem býr í fallvötnum lands-
ins og aðrar þjóðir öfunda okkur af.
Ég tek undir með Jakobi Björns-
syni, ég held að það sé hægt að ná
samkomulagi um þessa hluti.
Það er ósatt að ekkert tillit hafi
verið tekið til náttúruverndarmanna,
hvað með Þjóðsárver sem átti að
fara í kaf og allar áætlanir um virkj-
un Búrfells sem gjörbreytt var til
verndar Þjórsárverum? Hvað með
Laxárvirkjun? Hætt var við hækkun
stíflunnar við Laxá svo því var af-
stýrt að æskustöðvar Guðmundar
færu í kaf.
Hik er í bili við virkjun Sultar-
tanga en skammt er í það að hann
verði virkjaður. Þar verður lítið lón
svo ekki verða landspjöllin þar. Há-
göngumiðlun, land sem þar færi í
kaf eru svartir sandar og gróðurlaus-
ir melar, hvílíkt skemmdarverk! Há-
göngumiðlun er til að tryggja rennsli
og vatnsmagn Þjórsár m.a. í frosta-
vetrum. Það eiga fjölmargar raf-
magnsvirkjanir eftir að rísa á Þjórs-
ársvæðinu. Og það á eftir að vera
íslenskri hagsæld til framdráttar.
En menn mega ekki einblína ein-
göngu á álver, það verður að vera
íjölþætt iðnaðarframleiðsla. Smávís-
ir af þvi er vinnsla úr tijáviði frá
Kanada á Húsavík. Slík framleiðsla
víða á landinu, þótt í smáum stíl sé,
yrði ómetanlegt atvinnulífi vítt og
breitt um landið, en það þarf orku,
mikla orku.
Ég óttast atvinnuleysið
Ég held að íslendingar verði að
vera vakandi gegn atvinnuleysi
næstu áratugina. Tæknin gerir það
að alltaf þarf færra og færra fólk í
þau verkefni sem fyrir eru, bændum
á t.d. eftir að fækka, alls konar at-
vinnurekstur þarf minna vinnuafl
vegna tækninnar, við verðum að
mæta framtíðinni með nýjum at-
vinnutækifærum, við þolum ekki
lengur að fiskaflinn sé fyrst og
fremst hráefnisöflun og seldur sem
slíkur. Við þurfum að vinna úr hrá-
efninu dýrmæta matvælafram-
leiðslu. í 30 ár hef ég heyrt sönginn
í frystihúsaeigendum að þeir geti
ekki greitt hærra kaup af því að
þeir séu að hagræða en stórstígar
framkvæmdir í hágæða matvæla-
framleiðslu láta á sér standa. Vitan-
lega verður sjávarútvegurinn undir-
stöðu atvinnugrein, en við verðum
að fara að breyta honum i fullkom-
inn matvælaiðnað. Iðnaður á eftir
að taka stórstígum framförum, og
við þurfum að geta unnið sjálfir
ýmislegt úr framleiðslu stóriðjunnar.
íslensk hugbúnaðarfyrirtæki eru
nú komin í fremstu röð á heimsmark-
aðinum o.s.frv. Möguleikarnir eru
óendanlegir.
Við skulum ekki afskrifa náttúru-
vernd og við skulum taka mikið til-
lit til þeirra sjónarmiða en við verð-
um að nýta orkuna sem býr í fall-
vötnum landsins. Ef ekki er gengið
rösklega til verks verður atvinnu-
leysi hlutskipti margra íslendinga,
það ömurlega hlutskipti verðum við
að forðast.
Höfundur er fyrrverundi
formaður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og VMSÍ.