Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ "'l. SamgBngur&ðherra harkalega gagnrýndur á Alþingi Segir laun yfírmanna Pósts’ og síma hf. trúnaðarmál VILTU ekki fá eitt Denni minn. Ertu ekki orðinn hundleiður á að allir séu með nefið ofan í þínum launakoppi? hefjast í dag, 19. mars, og standa til laugardagsins 5. apríl í tilefni af 45 ára afmæli Vogue á íslandi. Tilboðsverð á nýjum sænskum efnum og gæðavörum. s o/ V 'ogue búðimar ■HB wmamm Evrópusambandið og umræða á íslandi Norðmenn tóku af okkur ómakið að ræða ESB Valgerður Bjarnadóttir VALGERÐUR Bjarnadóttir, for- stöðumaður hjá Frí- verslunarsamtökum Evrópu (EFTA), flytur í dag fyrir- lestur á opnum fundi á veg- um Félags íslenskra há- skólakvenna og hyggst þar draga fram einkenni þeirrar umræðu, sem átt hefur sér stað hér á landi um Evrópu- sambandið (ESB). Valgerð- ur tekur fram að á fundinum muni hún ekki tala sem for- stöðumaður hjá EFTA. Fundurinn verður haldinn klukkan fimm síðdegis í stofu 101 í Lögbergi í Há- skóla íslands og er öllum opinn. Félag íslenskra há- skólakvenna var stofnað 7. apríl 1928 og var megin- markmiðið að hvetja konur til náms. - Hvernig mundir þú lýsa um- ræðunni um Evrópusambandið hér á landi? Umræða um Evrópusambandið hefur verið mjög lítil hér á landi frá því að samið var um Evrópska efnahagssvæðið og ég ætla að tala um það, sem mér fínnst hafa ein- kennt hana. Hún hefur einkennst af slagorðum. ESB hefur verið afgreitt með því að segja að sam- bandið sé bákn, sem gefí út ótal reglugerðir. Þær séu búnar til af andlitslausum embættismönnum í Brussel og allt taki þetta mjög langan tíma og sé þungt í vöfum. Eg hafði hugsað mér að útskýra hvernig Evrópusambandið virkar. Það er alrangt að embættismenn taki ákvarðanir, aðildarrikin gera það. Það tekur langan tíma að taka ákvarðanir enda um að ræða samstarf margra ríkja. Það á að taka langan tíma því annars er ekki aðeins verið að valta yfír fólk heldur heilar þjóðir. -Að þinni hyggju er sem sé verið að aia á ákveðnum þjððsög- um um Evrópusambandið? Það þarf að afhjúpa ákveðin atriði. í mínum huga eru þetta svo miki) grundvallaratriði, en á hinn bóginn er ljóst að þetta skiptir einnig fólk, sem ekki vinnur í þessu dags daglega, miklu máli. Hér er um að ræða grundvallaratriði, sem ég ætla að taka á. - Munt þú einnig fjalla um hlut kvenna í umræðunni um ESB? Það var nefnt við mig að ræða um það í ljósi þess að konur hefðu ekki tekið afstöðu. Ég mun aðeins koma inn á það, en mín skoðun er að líkt sé með þessi mál og þjóðmál almennt. Konur virðast hafa minni áhuga á almennum þjóðmálum, nema þegar um er að ræða ákveðin sérmál, sem þær telja að snerti sig sérstaklega. Annars halda konur sig meira til hlés en karlar. - Hvers vegna hefur umræðan um Evrópu- sambandið farið svona lágt hér á landi? Það horfír þannig við mér að Norðmenn hafi tekið af okkur ómakið að ræða ESB með því að fella aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það nýttu sér þeir aðilar hér, sem ekki vilja tala um þessa hluti. Þeir hljóta að vera ánægðir með ástandið eins og það er. Þau rök hafa líka verið notuð að það væri ekki tímabært að ræða fyrr en eftir ríkjaráðstefnuna, sem lýk- ur í vor. Raunin verður hins vegar sú’ að fátt verður skýrara eftir en var fyrir. Það er ekki vitað hver verða næstu aðildarríkin, eða hve- nær. Það er aðeins vitað að samn- ► Valgerður Bjarnadóttir er Fædd 13. janúar 1950 í Reykja- vík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reylqavík 1969, lærði latínu og grísku i Manchester á Englandi, hélt þaðan í viðskiptadeild Háskóla Islands og útskrifaðist þaðan 1975. Hún vann hjá Flugleiðum frá 1975 til 1986 og var einnig eitt og hálft ár í sjávarútvegs- ráðuneytinu, frá 1979 til 1981. Hún flutti til Brussel árið 1986 og hóf störf lyá Evrópusamtök- um flugfélaga (AEA). Frá 1991 til 1993 starfaði hún sjálfstætt. Þá fór hún til starfa hjá EFTA og hefur verið forstöðumaður þar frá 1995. Maður hennar er Kristófer Már Kristinsson. Hún á tvö börn, Guðrúnu Viimundardótt- ur 23 ára og Baldur Hrafn Vil- mundarson 15 ára. ingaviðræður muni hefjast eftir hálft ár og þau vandamál, sem kunna að koma upp við að taka inn ný ríki í Evrópusambandið, verði leyst þegar þau gera vart við sig. Þú leysir aldrei öll vanda- mál fyrirfram. Menn sögðu að nýju aðildarríkin þijú gerðu ESB óstarfhæft, en sambandið er ekki frekar óstarfhæft nú en það var fyrir fimm árum. ESB er í kreppu og óstarfhæft vegna Breta og þeirra vandræða, sem þeir eru í heima fyrir. - Þú segir að það hafi verið notað sem rök að bíða eftir niður- stöðum ríkjaráðstefnunnar. Er ekki alveg eins hægt að segja að það sé glatað tækifæri að geta ekki haft áhrif á niðurstöðu ríkjar- áðstefnunnar? Það er ljóst að EES- samningurinn var mjög góður viðskiptalegur samningur. En menn hafa misjafnar skoðanir á því hvað hann var góður pólitískur samn- ingur. Því má þó ekki gleyma að í máli þar sem stórir og veigamikl- ir hagsmunir væru í húfí höfum við möguleika á að fá sératkvæði. Þannig væri til dæmis hægt að fá eins eða tveggja ára biðtíma. En það hefði engin áhrif á ákvörð- unina sjálfa. Ef til dæmis er ákveð- ið bíða eftir að ríkjaráðstefnu ljúki höfum við engin áhrif á hvað ger- ist á henni. En það er hætt við því að ætli maður alltaf að bíða þannig að framtíðin verði örugg verður lítið um að tekin verði ný og stór skref. Lítil umræða frá EES- samningi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.