Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 32
. T.: 32 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim, er
sýndu okkur samúð og hlýhug viö andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og
afa,
OLGEIRS ÞÓRÐARSONAR,
Kleppsvegi 36.
Jóhanna Bjarnadóttir,
María Olgeirsdóttir, Hreiðar Albertsson,
Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir.
+
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur
hlýhug, samúö og vináttu við andlát og útför
bróður okkar og mágs,
GARÐARS SIGMUNDAR JÓNSSONAR,
Höfðagrund 4,
Akranesi.
Kristín H. Jónsdóttir, Hörður Sumarliðason,
Ólafur Ingi Jónsson, Helga Guðmundsdóttir.
*
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTJÖNU JAKOBSDÓTTUR,
Aðalgötu 5,
Keflavík.
Jóna Kristín Einarsdóttir,
Stefán Einarsson,
Inga Helen Pratt,
Ingvi Þór Guðjónsson,
Birgir Guðjónsson,
barnabörn og
Helgi Valur Grímsson,
Robert Pratt,
Sigríður Baldursdóttir,
Heiður A. Vigfúsdóttir,
barnabarnaböm.
+
Bróðir okkar og frændi,
JÓN KRISTJÁNSSON
sjómaður,
Hrafnistu Reykjavík,
áðurtil heimilis
á Meistaravöllum 13,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju á morgun,
fimmtudaginn 20. mars, kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands.
Fyrir hönd aðstandenda,
Albert Ágústsson.
+
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN ÓLAFSSON,
Fannborg 9,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum 14. mars.
Jarðsungið verðurfrá Kópavogskirkju föstudaginn 21. mars kl. 13.30.
Börn, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn,
INGVAR EINARSSON,
lést 17. mars síðastliðinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna V. Gissurardóttir.
OSKARSVAVAR
G UÐJÓNSSON
+ Óskar Svavar
Guðjónsson var
fæddur að Fells-
axlarkoti, Skil-
mannahreppi, 1.
október 1937. For-
eldrar hans eru Ár-
sæl Gróa Gunnars-
dóttir, f. 31.12.
1915, og Guðjón
Valdimarsson. Ósk-
ar flutti með móður
sinni til Akraness
er hann var 3ja ára
er hún réð sig sem
ráðskonu til Guð-
jóns Teits Arnason-
ar og voru þau þar til Óskar
var 10 ára, leið honum þar vel
og var alla tíð hlýtt til Guð-
jóns. Móðir Óskars giftist Árna
Runólfssyni er hann var 10 ára
og á hann tvær hálfsystur, Þór-
unni og Þórdísi Erlu, sem báðar
eru búsettar á Akranesi.
Óskar giftist 19.9.1964 Önnu
Þorsteinsdóttur, ljósmóður frá
Seyðisfirði, f. 30.10. 1933. For-
eldar hennar voru Kristrún Jó-
hannesdóttir, f. 22.9. 1898, og
Þorsteinn Guðjónsson, f. 23.5.
1903. Böm þeirra em 1) Gunn-
ar, rekstrarfræðingur, starfs-
maður i fjárhaldsbókhaldi Flug-
leiða, f. 25.5. 1967, í sambúð
með Lindu Sveinsdóttur, þau
eiga eina dóttur, Arndisi Söra,
sem er tæpra tveggja ára. 2)
Kristrún Gróa, f. 21.8 1969, í
sambúð með Níels Atla Hjálm-
arssyni, þau búa í Neskaupstað,
Kristrún Gróa á einn son, ðskar
Halldór Guðmundsson, 9 ára.
Óskar og Anna hófu búskap
í Reykjavík en fluttu til Hafnar-
fjarðar 1978 og hafa búið þar
síðan.
Hversu snöggt, hversu sárt,
hversu óraunverulegt getur þetta
líf verið. Er Anna Þorsteinsdóttir,
eiginkona Óskars, hrir.gdi sunnu-
dagsmorguninn 9. mars og til-
kynnti okkur að Óskar hefði látist
þá um morguninn er Dísarfellið
fórst, var okkur vissulega mikið
brugðið og fannst hlutirnir gerast
snöggt, vera sárir og í reynd óraun-
verulegir, en svona gerast hlutim-
ar því miður stundum og eftir
stöndum við aðeins með minningar
um kæran vin. Það hafa leitað á
hugann margar minningar um
kynni okkar og samverustundir í
gegnum árin, allt frá ámnum upp
úr 1960 er Óskar og Anna byijuðu
að vera saman, en Anna og Sigur-
borg eru frænkur og æskuvinkonur
frá Seyðisfirði.
Málin æxluðust þannig að við
vorum að skemmta okkur þann
dag er Anna og Óskar byijuðu að
vera saman, síðan hefur sá vin-
skapur haldist við þau hjónin, sem
þróaðist enn nánar er þau fluttust
í Hafnarfjörðinn - í næsta ná-
grenni við okkur.
Allt frá þeim tíma er Anna og
Óskar giftu sig og hófu búskap á
Réttarholtsveginum, síðan Steina-
gerði og loks Hafnarfirði, reyndar
að Laugarvatni í millitíðinni, hefur
verið góður samgangur okkar á
milli og margar yndislegar stundir,
þar sem rætt var um lífið og tilver-
una, pólitík, músik, uppeldi barna,
gamla daga frá Ákranesi og
Seyðisfirði og margt, margt annað.
Óskar var mjög fær matreiðslu-
maður, mikið snyrtimenni og mjög
samviskusamur starfsmaður, sem
gerði hann eftirsóttan. Óskar hefði
sjálfsagt getað starfað meira í
Iandi ef áhugi hans hefði meira
beinst á þær brautir, en sjó-
mennskan heillaði hann þegar á
unga aldri og varð þess valdandi
að mikill hluti starfsævi hans varð
til sjós.
Heimili Óskars bar mjög merki
hans snyrtimennsku og samheldni
þeirra hjóna. Heimilið er einstak-
Óskar var í ungl-
ingaskóla á Akra-
nesi en hóf fljótlega
störf til sjós og
lands, meðal annars
í verslun og eina
vertíð var hann til
sjós sem matsveinn
á báti frá Akranesi.
Óskar réðst til Sam-
bandsins 17 ára sem
smyijari til að byija
með í nokkra mán-
uði og síðan í eld-
hús, var matsveinn
og bryti á sam-
bandsskipunum til
1966 eftir að hafa farið á mat-
sveinanámskeið. _
1966 lá leið Óskars í Mat-
reiðslu- og veitingaskólann og
útskrifaðist hann sem mat-
reiðslumeistari frá Hótel Loft-
leiðum 1969. Fljótlega eftir
nám réð Óskar sig sem bryti
hjá sameiginlegu mötuneyti
skólanna á Laugarvatni, þ.e.a.s
Héraðsskólans, Iþróttakenn-
araskólans og Menntaskólans á
Laugarvatni og starfaði þar til
1973. Þá réðst hann til Sam-
bandsins í nokkra mánuði sem
matreiðslumaður en hóf störf á
Hótel Loftleiðum sem mat-
reiðslumaður, síðar forstöðu-
maður kaffiteríu hótelsins og
síðustu 4 árin sem yfirmat-
reiðslumeistari Hótels Loft-
leiða og vann þar til 1986. Árið
1988 réð Óskar sig til Skipa-
deildar SIS sem matreiðslu-
maður og var þar starfandi þar
til þann lést.
Utför Óskars verður gerð frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
lega fallegt og ávallt var öllu mjög
vel við haldið. Reyndar féll Óskari
aldrei verk úr hendi, ef hann stans-
aði eitthvað í landi var hann ávallt
eitthvað að lagfæra og betrum-
bæta, annaðhvort á Smyrlahraun-
inu eða í sumarbústaðnum að
Hraunborgum. Sumarbústaðinn
nefndi Óskar Berg, sem sýnir þann
hlýhug er hann bar til æskuheimil-
is síns á Akranesi, að nefna sælu-
reitinn í Grímsnesi eftir þeim stað
er honum hlotnaðist svo gott_ at-
læti sem raun varð á í æsku. Ósk-
ar gekk í Oddfellowregluna fyrir
um 15 árum og sótti hann fundi
þar eftir fremsta megni er atvinna
hans leyfði. Innan Oddfellowregl-
unnar átti hann margar mjög góð-
ar stundir við þroskandi og mann-
bætandi störf og bjó ábyggilega
með honum draumur um að sækja
enn betur fundi þar er hann kæmi
í land, sem hann vissulega var
farinn að huga að og jafnvel mögu-
leiki að þetta væri hans síðasta
ferð til sjós. Minningarnar eru
óskaplega margar eftir um 35 ára
viðkynningu og sárt að rifja upp
liðna tíma en upp úr stendur minn-
ingin um góðan mann, mann sem
var hvers manns hugljúfi og vildi
öllum vel, var eins og sagt er,
drengur góður í orðsins fyllstu
merkingu. Með þessum fátæklegu
minningarbrotum kveðjum við
Óskar með miklum söknuði og
þökkum fyrir allt sem hann gaf
okkur með sinni hlýju og hrein-
lyndu framkomu til orðs og æðis.
Elsku Anna, Gunni, Gróa og fjöl-
skyldur, við Bogga sendum ykkur
öllum innilegar samúðarkveðjur á
þessari sorgarstundu. Megi minn-
ingar um elskulegan eiginmann,
föður og afa sefa sárustu sorgina.
Guð blessi minningu Óskars Svav-
ars Guðjónssonar.
Jón Kr. Óskarsson,
Sigurborg H. Magnúsdóttir.
Ég kynntist Óskari fyrst er ég
hóf störf á Helgafelli fyrir rúmum
tveimur árum og sá strax að þar
fór maður sem vildi hafa reglu á
hlutunum og ala sína menn, jafn-
vel af svo mikilli samviskusemi að
sumum þótti_ stundum nóg um.
Æviferil Óskars eða hans fjöl-
skyldu þekki ég ekki nema af sam-
tölum við hann en af þeim yeit
ég að hann var gæfumaðjur í
einkalífi. Ýmsir af félögum okkar
hafa þekkt hann mun lengur, sum-
ir í áratugi og minnast hans nú
með virðingu og þökk fyrir sam-
veruna.
Þegar kveðja á félaga sem hrif-
inn er brott við svo óvægnar og
óvæntar aðstæður byltast svo
margar hugsanir um höfuðið að
erfitt er að koma þeim á blað, en
við minnumst hans sem manns sem
af einlægni og áhuga sinnti starfi
sínu og áhugamálum.
í frítímum tók sumarbústaður-
inn og dvölin þar mikinn tíma og
veitti ómælda ánægju.
Við eyddum síðustu stundunum
hérna megin saman og sárt er að
kveðjast en ég bið þann eina sem
öllum siglingum ræður að styrkja
konuna hans, börn, lítil barnabörn
sem nú fá ekki lengur notið afa
síns, tengdabörn og aðra ættingja
og vini í sorginni.
Þegar brotnar bylgjan þunga.
Brimið heyrist yfir fjöll.
Þegar hendir sorg við sjóinn,
syrgir, tregar þjóðin öll.
Vertu ljós og leiðarstjarna.
Lægðu storm og boðaföll.
Líknargjafinn þjáðra þjóða.
Þegar lokast sundin öll.“
(Jón Magnússon.)
Fyrir hönd skipbrotsmanna,
Trausti Ingólfsson.
Lífið er stutt, miklu styttra en
maður heldur. Um þetta sannfærð-
ist ég þegar okkur var tilkynnt um
örlög Dísarfellsins og tveggja skip-
veija þess sunnudaginn 9. mars
sl. Elskulegur tengdafaðir minn,
Óskar Svavar Guðjónsson, var
annar þeirra og langar mig að
minnast hans hér með nokkrum
orðum. Alltof stutt er síðan við
Óskar kynntumst fyrst, eða u.þ.b.
þijú ár. Þá vorum við Gunnar, son-
ur hans, nýbúin að kynnast og fór
hann með mig í sumarbústaðinn
annan í páskum til að kynna mig
fyrir tilvonandi tengdaforeldrum
mínum. Óskar heilsaði mér og tók
fast utan um mig, þannig að allt
stressið og sjálfsóöryggið hvarf,
því að ég vissi strax að við áttum
alltaf eftir að verða góðir vinir.
Óskar var yndislegur maður og
vildi allt fyrir alla gera. Hann þurfti
alltaf að hafa eitthvað fyrir starfi
og skildi aldrei við neitt hálfklárað
eða til bráðabirgða.
Barnabörnin tvö voru ofarlega
í huga Óskars. Arndís litla va_r
alltuf að tala um afa á skipinu. Á
svona erfiðum stundum eru minn-
ingarnar um Óskar margar og
fæstar þeirra munu komast á blað.
Áður en hann fór í þessa örlaga-
ríku ferð var hann alvarlega far-
inn að íhuga að hætta á sjónum,
koma í land til að eiga meiri tíma
með fjölskyldunni, Önnu, Óskari
Halldóri og Arndísi Söru. Óskar
átti líka margar ánægjulegar
stundir í sumarbústaðnum Bergi
að Hraunborgum í Grímsnesi.
Þangað fór hann alltaf þegar tími
og færð gáfu tilefni til, síðast um
áramótin, en þar eyddu Anna og
Óskar áramótunum, tvö ein á
svæðinu.
Elsku Óskar, þú sem ætlaðir að
hjálpa okkur með húsið okkar í
sumar og þú sem ætlaðir að
gróðursetja í holurnar sem við
gerðum við sumarhúsið í fyrra.
Núna er þetta allt í okkar höndum
og við munum gera okkar besta
til að halda sumarhúsinu við. Ég
þakka þér fyrir þær stundir sem
við áttum saman og megi þér líða
vel á þeim stað sem þú dvelur nú
á. Minningin um þig mun alltaf
lifa í hjarta mínu.
Þín tengdadóttir,
Linda Sveinsdóttir.