Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Albanskar mæðgur bíða milla von- ar og ótta í Neskaupstað Feðgarnir inn- lyksa í Albaníu „ÉG ER að sjálfsögðu mjög áhyggjufull og bið þess og vona að eiginmaður minn og sonur komist sem fyrst frá Albaníu og hingað til íslands," segir Qeríme Vokm', albönsk kona, sem býr á Neskaupstað ásamt tveimur dætrum sínum, en albanskur eig- inmaður hennar og sextán ára sonur áttu að leggja af stað til íslands síðastliðinn föstudag frá höfuðborginni Tirana í Albaníu, en urðu frá að hverfa vegna þess að fiugvellinum var lokað degin- um áður sökum stjómleysis í borginni. Þeir feðgar Báshkím og En- kelió eru búnir að fá dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi og hafði Queríme safnað fyrir fargjaldi þeirra með aðstoð vina í Neskaup- stað. Það urðu því mikil von- brigði þegar þeir komust ekki á föstudag eins og til stóð. „Við heyrðum síðast frá þeim á laugar- dagsmorgun en þá ætluðu þeir að reyna að komast úr landi eftir öðrum leiðum, ef flugvöllurinn yrði ekki opnaður í vikunni," seg- ir Lazarela, önnur dætra Que- ríme. Queríme hefur búið á íslandi undanfama fimm mánuði ásamt dætranum Lazarelu 14 ára og Marinelu 12 ára og vinnur nú hjá Sfldarvinnslunni í Neskaupstað. Mæðgumar komu upphaflega hingað til lands fyrir tilstilli systur Queríme, Lingita Óttarsson, sem hefur búið hér í tæp íjögur ár ásamt íslenskum eiginmanni sín- um. Misstu aleiguna í píramítafyrirtækjunum í Albaníu ráku Queríme og eiginmaður hennar Báshkím sitt eigið fyrirtæki í um tuttugu ár, en seldu aleigu sína á síðasta ári og lögðu peningana í hin svo- kölluðu píramítafyrirtæki, sem nú eru orðin gjaldþrota. „En það var ekki síst þess vegna sem þau ákváðu að flytjast af landi brott,“ segir Lingita. Hún segir enn- fremur að þeir feðgar hafi sagt upp húsnæði sínu og vinnu skömmu áður en þeir hafi ætlað að leggja af stað til íslands, en kunningjar þeirra hafí þó skotið yfir þá skjólshúsi síðustu daga. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er verið að kanna með hvaða hætti hægt sé að koma þeim feðgum til aðstoð- ar þannig að þeir komist klakk- laust til fjölskyldu sinnar á ís- landi. Morgunblaðið/RAX BJARNI Pálsson, bóndi í Syðri-Gróf, við umflotnar engjar. Girðingarstaurar eru á kafi. Mikið dregið úr flóðinu MIKIÐ hafði dregið úr vatnselgnum við bæi í Villingaholtshreppi í gær en Þjórsá flóði yfir bakka sína þar í fyrradag. Bjarni Pálsson, bóndi í Syðri-Gróf, segir að mun meira vatnsrennsli sé í Þjórsá en náttúran geri ráð fyrir vegna virkjanafram- kvæmda en ekkert hafi verið gert til þess að breyta farvegi árinnar. Vatnið fór yfir lönd Forsætis, Syðri- Grófar og Mjósunds. Bjami segir að vetrarrennsli Þjórs- ár hafi aukist mjög mikið. „Það þarf að hanna virkjanir með það fyrir augum að vatnið komist alla leið til sjávar. Tuttugu ár era síðan síðasta flóð kom sem var mjög svipað að umfangi og núna. í kjölfar þess voru byggðir vamargarðar hjá Mjósundi, næsta bæ fyrir neðan Syðri-Gróf, og hann hefur bjargað mjög miklu núna,“ sagði Bjarni. Bjami segir að flóðið í fyrradag sé þó í raun aðeins brot af öllu vatns- magninu sem er í Þjórsá. Við verstu hugsanlegu aðstæður gæti allt það vatnsmagn farið yfír lönd bænda og út í það þyrðu menn ekki að hugsa. Bjarni sagði að hugsanlega gæti flóð- ið nú valdið kalskemmdum á túnum ef langvarandi frost fylgdu á eftir og auk þess verða skemmdir á girð- ingum. Dæling gengur vel BYRJAÐ er að dæla svartolíu úr Víkartindi sem strandaði í fjör- unni við Þjórsárósa. Stefnt var að því að dæla allri olíunni úr einum af mörgum tönkum skipsins, um 40 tonnum, í gær. AIls eru um 340 tonn af svartoliu í skipinu. Einnig ætluðu björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli að freista þess að festa gáma á þilfari skipsins með keðjum og stífum, en gáma- stæðan þótti standa tæpt eftir að stífur gáfu sig og brestur kom í þilfarsplötur. Pappírsrusl, brúsar og papp- írsrúllur fjúka fyrir veðri og vind- um í Þykkvabæjarfjöru, en við skipsflakið hefur ónýtum gámum verið safnað saman í haug. Búið er að gera slóða að skipshlið fyr- ir olíubíla frá Olíudreifingu ehf. í gámi við skipshlið er gufuket- ill sem dælir heitri gufu inn í einn- ar tommu þykk rör í olíutönkum skipsins og einnig er dælt 96 gráðu heitu vatni inn í rörin. Þau hita upp þykka olíuna og fékkst fyrsti farmurinn, um 27 tonn, á land upp úr kl. 10 í gærmorgun. Það tefur að rörin eru mjó og ekki gerð til þess að leiða vatn heldur gufu. Starfsmenn Olíudreifingar sögðu þó dælinguna ganga vel og var ráðgert að hefjast handa á ný snemma í dag. Morgunblaðið/RAX Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra um Víkartind Hreinsun gengnr of hægt GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra segir að hreinsun á rusli á strandstað Víkartinds gangi hægar fyrir sig en hann hafi vonast eftir. Ljóst sé þó að eigendur skipsflaksins hafi fullan hug á að hreinsa flöruna og því muni stjórnvöld ekki grípa inn í hreinsunarstarfið að svo stöddu. Viðræður hafa farið fram miili umhverfisráðuneytisins, dóms- málaráðuneytisins og sýslu- mannsins í Rangárvallasýslu um lagalega stöðu stjórnvalda til að grípa inn í hreinsunarstarfið. Guð- mundur segir ljóst að stjórnvöld hafi heimild til að gera ráðstafan- ir til að láta hreinsa fjöruna. Eig- endur skipsins hafi hins vegar gefið yfirlýsingar um að fjaran verði hreinsuð og olía og eiturefni verði fjarlægð úr skipinu. Um- hverfisráðuneytið telji því ekki ástæðu til aðgerða að svo stöddu, en þeir sem stjórnuðu hreinsunar- starfinu þyrftu að hraða vinnu sinni. Utgerðarmaður sakfelldur fyrir veiðar án leyfis „Lagatæknilegt klúður“ orsökin HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur sakfellt útgerðarmann fyrir „sjó- ræningjaveiðar", þ.e. að halda skipi til veiða án veiðiieyfis en hefur jafn- framt ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu mannsins þannig að hún falli niður haldi hann skilorð í 2 ár. Utgerðarmaðurinn er talinn eiga sér máisbætur vegna þess að sú aðferð sem notuð var við að úthluta aflaheimildum á nafn báts manns- ins hafi verið „lagatæknilegt klúð- ur“ og til þess fallið að styrkja lög- villu útgerðarmannsins sem hafi hvorki haft þjálfun né sérmenntun er auðveldaði honum túlkun þess „ærið flókna og sumpart ósam- stæða og mótsagnakennda vefs laga, reglugerða og óskráðra starfs- venja stjórnvalda, sem á reynir í máli þessu,“ eins og segir i niður- stöðum Más Péturssonar héraðs- dómara. Seldur án veiðileyfis Bátinn sem um ræðir, Guðmund Kristin SU, keypti Grandi hf. og nýtti sér endurnýjunarrétt hans og fleiri báta fyrir nýtt skip, Þerney. Utgerðarmaðurinn, sem ekki hafði gert út skip áður, keypti bát- inn í ágúst 1994 af Granda eftir að Fiskistofa hafði að ósk Granda fellt niður veiðileyfi bátsins. Kaup- verð var 4 milljónir króna. í afsali stóð að skipið væri selt án veiði- heimilda. Maðurinn taldi að við kaupin hefði veiðileyfi átt að fylgja en dómurinn segir að jafnvel þótt sú túlkun hann stæðist og hann ætti bótarétt skapaði það útgerð hans engan rétt til veiðileyfis enda hafí Grandi hf. ekki getað ráðstafað veiðileyfi sem ekki var fyrir hendi. Haffærnisskírteini endurnýjað Haffærniskírteini var útrannið við kaup bátsins en útgerðarmaðurinn fékk það endurnýjað. Skipið var aldrei tekið af skipaskrá. Haustið 1994 úthlutaði jöfnunarsjóður sjáv- arútvegsins aflaheimildum á bátinn en þær vora síðan fluttar af bátnum án þess að samband væri haft við manninn og rökstuddi Fiskistofa þá ákvörðun í bréfi til mannsins þar sem stóð að honum hefði verið selt skipið veiðiheimildalaust. Dómarinn telur að það, að nota hugtakið veiðiheimildarlaust í bréfí til mannsins og það að blanda saman Iöggemingi á sviði einkaréttar og stjómarathöfn hafí beinlínis verið til þess fallið að rugla útgerðarmanninn í ríminu og skapa hjá honum lög- villu, sem var sú að hann hefði keypt skipið með veiðileyfi og þar með með endumýjunarrétti á veiðileyfi. Stöðvaður ílandhelgi Báturinn fór tvær veiðiferðir á línu utan við íslenska landhelgi en í þriðju veiðiferðinni var skipinu, þrátt fyrir samskipti útgerðar- mannsins við Fiskistofu, haldið til veiða innan iandhelgi, út á væntan: legan kvóta frá fiskverkanda. í þeirri veiðiferð hafði varðskip af- skipti af bátnum og gerði upptæk rúm 5 tonn af fiski sem veiðst höfðu. í framhaldi af því var höfðað sakamál á hendur útgerðarmannin- um og skipstjóranum en sá síðar- nefndi var sýknaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.