Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 65. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter FJÖLMENNT ísraelskt herlið gætti þess að Palestínumenn fengju ekki truflað jarðýturnar þegar byijað var á hverfi fyrir gyðinga í Austur-Jerúsalem. ísraelsstjórn lét viðvaranir sem vind um eyru þjóta Byrjað á hverfi gyð- inga í A-Jerúsalem Jerúsalem, London. Reuter. STJÓRNVÖLD í Ísrael hófust handa við að byggja nýtt hverfí fyrir gyð- inga í Austur-Jerúsalem í gær og sinntu engu viðvörunum um, að með því væru þau að grafa undan friðnum í Miðausturlöndum. Á blaðamanna- fundi, sem Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, efndi til í gær, sagði hann framkvæmdirnar engu breyta um friðarferlið. Sakaði hann PLO, Frelsissamtök Palestínu, um að styðja „hryðjuverkastarfsemi“. Gengi FMLN fagnað Panamaborg. Reuter. BANDARÍSKUR embættis- maður fagnaði í gær fréttum um góðan árangur fyrrver- andi skæruliða í E1 Salvador í kosningunum um síðustu helgi. Sagði hann þetta sýna hveiju lýðræðið gæti fengið áorkað. Farabundo Marti-frelsis- fylkingin, FMLN, sem barðist gegn stjórninni í E1 Salvador í blóðugustu borgarastyijöld í Rómönsku Ameríku, lagði niður vopn 1992 og hefur síð- an tekið þátt í almennum kosningum. Niðurstaða þing- kosninganna var sú, að AR- ENA, stjórnarflokkur Arm- ando Calderons forseta, fékk 35,4% atkvæða en FMLN 34,2%. Jeffrey Davidow, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkj- anna í málefnum Ameríku- ríkja, sagði í gær, að úrslitin væru ánægjuleg fyrir það, að þau sýndu, að lýðræðið væri beittara í baráttunni fyrir betri heimi en byssan. ísraelskir hermenn, gráir fyrir járnum, gættu jarðýtnanna þegar þær hófu að grafa fyrir nýja hverf- inu en búist var við, að til átaka gæti komið við Palestínumenn. Urðu líka nokkrar ryskingar milli ísraelskra lögreglumanna og palest- ínskra ungmenna en þó án þess, að meiðsl hlytust af. Margir óttast, að upp úr geti soðið á næstu dögum. „Svartur dagur“ „Þetta er svartur dagur fyrir frið- inn,“ sagði Saeb Erekat, einn helsti samningamaður Palestínumanna, á Gaza í gær en Yasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, hefur boðað til skyndifundar vegna byggingar- framkvæmdanna. Hamas-samtökin hvöttu í gær til allsheijaruppreisnar meðal Palest- Kisangani, Brazzaville. Reuter. SERBNESKU málaliðarnir í stjórn- arhernum í Zaire vöktu skelfíngu hvar sem þeir fóru og pyntuðu fólk og myrtu áður en þeir flýðu undan skæruliðum. Var það haft eftir íbú- um í borginni Kisangani, sem upp- reisnarmenn ráða nú. Sagt er, að málaliðarnir hafi handtekið og pyntað tugi ungra manna, sem grunaðir voru um sam- starf við skæruliða, og skotið fólk fyrir það eitt að vera ekki með rétta pappíra. Er foringi þeirra, sem kall- aði sjálfan sig Dominic Yugo, sagð- ínumanna vegna framkvæmdanna en þau hafa einnig verið andvíg Óslóarsamkomulaginu. Netanyahu hafnaði því á blaða- mannafundi í gær, að byggingar- framkvæmdirnar myndu eyðileggja friðarferlið og varaði PLÖ við að styðja hryðjuverkamenn. Kvaðst hann hafa undir höndum leyniþjón- ustuheimildir, sem bentu til, að PLO hefði gefið grænt ljós á aðgerðir hermdarverkasamtaka. Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði í gær, að byggingarframkvæmdirnar gætu ekki gert neitt annað en að spilla fyrir enda væru þær ólöglegar. Herve de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði, að með aðgerðum sínum hefðu ísraelar lagt stein í götu friðarins og bandarísk- ir embættismenn segja, að Net- anyahu hafí í engu sinnt áskorunum Bills Clintons, forseta Bandaríkj- anna, og Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra stjórnar hans, í síð- ustu viku. Samþykkt allsheijar- þings SÞ hafði heldur engin áhrif. ur hafa verið grimmastur og er hann sagður hafa skotið tvo presta þótt þeir bæðu sér griða með Bibl- íuna í hendi. Hafði fólk það eftir málaliðunum sjálfum, að Mobutu Sese Seko, for- seti landsins, hefði heitið þeim stórfé fyrir hvern felldan skæruliða. Talsmaður Rauða krossins í Kongó sagði í gær, að ýmsir úr fjölskyldu Mobutus hefðu leitað hælis í land- inu. ■ Kabila fagnað/20 Grimmir málaliðar Flóttafólkið streymir frá Albaníu Matarskortur yfirvofandi Tirana, Genf. Reuter. SENDINEFND frá Evrópusam- bandinu, ESB, hélt áfram viðræð- um sínum við stjórnvöld í Albaníu í gær og snerust þær um leiðir til að koma á lögum og reglu í land- inu. Talsmaður Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna sagði í gær, að um 12.000 albanskir flóttamenn væru komnir til Grikk- lands og Ítalíu. Mikill matarskort- ur blasir við í Albaníu en búið er að ræna þar öllum birgðum og flutningar um landið og viðskipti hafa lagst niður. Kyrrt er nú orðið í höfuðborg- inni, Tirana, en útgöngubann er enn í gildi á nóttinni. Bashkim Fino, forsætisráðherra þjóðstjórn- arinnar, átti í gær fund með rit- stjórum dagblaða og hét að gera allt til að greiða fýrir útkomu blað- anna á ný. Fino er að búa sig undir að fara til viðræðna við upp- reisnarmenn í suðurhluta landsins. Nefndinni var „brugðið“ ESB-nefndin ræddi við Sali Berisha, forseta Albaníu, í fyrra- dag og skoraði hann á Evrópurík- in að senda matvæli og lyf til landsins. Arben Malaj, fjármála- ráðherra Albaníu, ítrekaði þessa beiðni á fundi með ESB-nefndinni í gær en þegar fréttamenn spurðu um hve mikið hann hefði beðið vildi hann ekki svara því. Sagði hann aðeins, að nefndinni hefði verið „brugðið“. Malaj sagði einn- ig, að Evrópuríkin ætluðu að styðja Albaníu fjárhagslega að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: Að gætt yrði aðhalds í ríkisfjár- málum; að allt varðandi píramíta- fyrirtækin yrði upplýst og aftur komið á sambandi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Vaxandi flótti Talið er, að um 12.000 manns hafi flúið frá Albaníu að undan- förnu, aðallega til Grikklands og Ítalíu. Sögðu ítalskir embættis- menn, að albanskur glæpalýður hefði notfært sér þetta ástand og hjálpaði fólki að flýja gegn greiðslu. Leiðtogafundur FUNDUR þeirra Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Borís Jelts- íns, forseta Rússlands, hefst í Helsinki í Finnlandi á morgun og stendur í tvo daga. Verður þar efst á baugi fyrirhuguð aðild ríkja í Mið- og Áustur-Evrópu að Atl- antshafsbandalaginu, NATO. Er fundurinn óspart notaður í aug- iýsingum af ýmsu tagi og þar á meðal í þessari, sem er í flugstöð- inni í borginni. Eru myndirnar af leiðtogunum frá síðasta fundi þeirra í Washington. ■ Erfiðar viðræður/19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.