Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Endurby ggingar nefnd Iðnó vill fjarlægja glerskálann Kostnaður við fullnaðar- frágang 66,5 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt að vísa erindi endurbyggingamefndar Iðnó, sem lagt hefur verið fram í borgarráði, til borgarstjómar. Þar kemur fram að samkvæmt kostnaðaráætlun byggingardeildar er kostnaður við fullnaðarfrágang hússins 130 milljónir króna en í nýrri áætlun sem byggð er á nýt- ingartillögum Páls V. Bjamasonar arkitekts, er kostnaður áætlaður 66,5 milljónir króna. Meðal þess sem nefndin leggur til er að gler- skálinn verði tekinn niður. í fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1997 er gert ráð fyrir 30 milljóna króna íjárveitingu til verksins. í greinargerð Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns sem lögð var fram í borgarráði segir að endurbygg- ingarnefnd telji brýnt að nýta fjár- veitinguna sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun til að koma húsinu í nýtanlegt ástand á þessu ári, á 100 ára afmæli hússins. Nefndin samþykkti að fjarlægja glerhúsið en nýta sökkulinn við suðurhlið hússins og koma þar fyrir verönd í staðinn. Aðalinngangurinn verður um vesturenda hússins en ekki norðurhlið eða frá Vonarstræti eins og ráðgert var og hætt er við að endumýja gólfið í salnum en þess í stað verður gamla parketið slípað upp og lakkað. Enginn lyftubúnaður Að sögn Þórarins Magnússonar formanns nefndarinnar, hefur ver- ið ákveðið að halda stiganum milli hæða innanhúss óbreyttum og falla frá lyftum sem ráðgert var að koma fyrir í sal og á sviði. Er þetta gert í sparnaðarskyni. Að sögn Þórarins miða allar breytingar við að koma húsinu í sem upprunaleg- ast form. Verið væri að endurskoða kostnaðaráætlun vegna fram- kvæmdanna en miðað við fyrri hugmyndir væri gert ráð fyrir 130 millj. til að ljúka verkinu. Sagði hann að þær breytingar, sem ráðgerðar væru kæmu til með að spara verulegar fjárhæðir. „Þótt það kosti mikið að fjarlægja gler- bygginguna kemur sparnaður á móti,“ sagði hann. „Eins og til dæmis allar lagnir og annar búnað- ur sem áætlað var að setja þar upp.“ í nýrri kostnaðaráætlun Páls V. Bjamasonar arkitekts sem lögð hefur verið fram í borgarráði er gert ráð fyrir 66,5 milljónum til að ljúka verkinu, þar af er kostnað- ur vegna vatnsúðakerfis áætlaður um 2,2 milljónir. Á grundvelli breytinganna hefur Páll verið ráðinn hönnuður að hús- inu og sagði Þórarinn að það hafi verið gert í fullu samráði við Ingi- mund Sveinsson arkitekt sem taldi eðlilegt að annar aðili tæki við en Ingimundur hefur séð um hönnun- ina til þessa. „Margt af því, sem hann var búinn að hanna nýtist áfram,“ sagði Þórarinn. „Það er ekki verið að varpa því fyrir róða. Hann er búinn að vinna mjög gott verk í þessari hönnun og í raun er verið að ræða um að annar að- ili sjái um að halda utan um þær breytingar, sem nú em gerðar og útfærslu á þeim, en stór hluti sem búið var að hanna eins og til dæm- is útlit hússins verður nýttur áfram. Það er búið að greiða fyrir þessa hönnun og þess vegna viljum við nýta hana eins og hægt er.“ Opinber heimsókn forsætis- ráðherra til Færeyja Samskipti æskufólks aukin DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist hafa orðið var við það í opin- berri heimsókn sinni í Færeyjum að bjartsýni hafí aukist meðal Færeyinga. Telur hann auðsýnt að Færeyingar séu að vinna sig upp úr efnahagslegum erfiðleikum síð- ustu ára. Forsætisráðherra og eiginkona hans fóru víða á öðrum degi heim- sóknar sinnar í Færeyjum í gær. Meðal viðkomustaða voru lögþing- ið, Fróðskaparsetrið og nokkur færeysk fyrirtæki. Forsætisráðherra átti viðræður í gær við lögmann Færeyja, Ed- mund Joensen. Davíð segir að rætt hafí verið almennt um samskipti þjóðanna og ágreiningsefni en eng- ar ákvarðanir hafí verið teknar, ekki fremur en siður væri í kurt- eisisheimsóknum. „Við ræddum m.a. um ágreining þjóðanna um afmörkun á fískveiðilögsögu vegna Hvalbaks. Það er í ákveðnum far- vegi sem menn telja viðunandi í bili,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ráðamennimir urðu ennfremur sammála um að auka beri sam- skipti æskufólks í löndunum tveim- ur og leggja fram fjármagn í því skyni. Dagskrá heimsóknarinnar var þéttskipuð í gær. Farið var í heim- sókn í Fróðskaparsetrið og á skrif- stofu yfirstjórnar olíumála í Fær- eyjum. Sérstök dagskrá var síðdegis í gær helguð Ástríði Thorarensen, eiginkonu forsætisráðherra. Eigin- kona lögmannsins, Edfríð Joensen, var fylgdarmaður hennar í heim- sókn til veflistakonunnar Titu Winther og á bamaheimili í ná- grannabæ Þórshafnar, Argjum. í gærkvöldi sátu forsætisráð- herrahjónin kvöldverðarboð lög- mannsins á Hótel Færeyjum en þar var boðið upp á færeyska menning- ardagskrá. Forsætisráðherrahjónin verða gestir borgarstjórans í Þórshöfn í fyrramálið, Leivi Hansen, í morgunverðarboði. Að því loknu er fyrirhugað að heimsækja Norð- urlandahúsið og Listaskálann í Þórshöfn. Opinberri heimsókn forsætisráð- herra lýkur síðdegis á morgun. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Edmund Joensen lögmað- ur Færeyja ræddu ýmis mál á fundum sínum í gær. Opinberri heimsókn forsætisráðherra lýkur á morgun. Danskar land- búnaðarafurðir Hættulegar íslendingum? ÞRÍR þingmenn þingflokks jafnað- armanna hafa beint skriflegri fyrir- spurn til landbúnaðarráðherra um hvort hann muni grípa til ráðstaf- ana til að vemda íslenska ferða- menn í Danmörku og íslendinga sem þar eru búsettir gegn hættum sem stafað geti af dönskum land- búnaðarafurðum. Að sögn þremenninganna segja háttsettir starfsmenn í stjórnsýsl- unni að innflutningur danskra land- búnaðarafurða sé bannaður af heil- brigðisástæðum. Þeir spyija hvort bannið standist GATT-samninginn sem banni viðskiptahindranir og mismunun milli þeirra ríkja sem em aðilar að honum. Ef ráðherra er þeirra skoðunar að svo sé, spyrja þingmennirnir hvaða tilvik bendi til þess að dansk- ar landbúnaðarafurðir séu hættu- legar íslenskum landbúnaði, íslend- ingum eða neytendum af öðru þjóð- erni. Bendi svör ráðherra til að þær séu hættulegar vilja fyrirspyijend- urnir vita hvað ráðherrann ætli að gera til að vernda íslendinga gegn þessari hættu. -----»-M------ Keypti stolna tölvu LÖGREGLUMENN heimsóttu for- svarsmann fyrirtækis í borginni um helgina og spurðust fyrir um tölvu, sem hann hafði nýlega keypt. Um þýfi reyndist vera að ræða og varð maðurinn að skila tölvunni. „Ákveðnir aðilar hafa stundað innbrot og þjófnað á tölvum, ekki til að vinna á þær eða hafa til skrauts á heimilum sínum, heldur til að selja þær. Meðan forstjórar fyrirtækja eða aðrir hafa áhuga á að kaupa slíka hluti er líklegt að einhver reyni að nálgast þá ólög- lega,“ segir Ómar Smári Ármanns- son aðstoðaryfirlögregluþjónn. Stolið eftir pöntun Hann segir ljóst að í viðskiptum með þýfi séu kaupendur „fyrirfram ákveðnir", þ.e. kaupendur „panti“ tiltekna vöru hjá innbrotsþjófum. „Sumir kaupa þýfí vitandi vits, aðr- ir í einfeldni sinni. í hegningarlög- unum er gert ráð fyrir að hægt sé að refsa þeim sem í gáleysi kaupir eða tekur við hlutum sem fengnir hafa verið með auðgunarglæp, með sektum eða varðhaldi. Ef brot er ítrekað má beita fangelsi allt að sex mánuðum. Ef um ásetning er að ræða, getur brotið varðað fangelsi allt að fjórum árum,“ segir hann. Hann kveðst telja ástæðu til að skoða nánar ákvæði hegningarlag- anna varðandi þessi mál. Hann bendir á að viðurlögin í Noregi við að kaupa og höndla með þýfí séu sektir eða fangelsi til þriggja ára. í grófum tilvikum geti refsingin numið sex mánuðum til sex árum. Nð er rétti tíminn til að huga að þvi sem framundan er... MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsinga- blað frá BYKO. Morgunblaðið/Ásdls ** *' "V' fl Menningar- ferðí Mjóddina BÖRNIN á leikskólanum Fálka- borg á Fálkabakka í Breiðholti brugðu sér í eins konar menningar- ferð í gær. Þau ákváðu að fara á myndlistarsýningu barna í Mjódd- inni og skoðuðu þau teikningamar sem þar hanga á veggjum af mikl- um áhuga. Sjálfsagt hafa þau ver- ið enn iðnari við að föndra á leik- skólanum eftir þessa menningar- ferð. Eins og vera ber voru börnin vel útbúin og íklædd endurskins- vestum, enda nauðsynlegt þegar litlar manneskjur eru á ferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.