Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVEINBJORN HJALTASON Sveinbjörn Hjaltason var fæddur 27. nóvem- ber 1930. Hann lést 21. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Sveinbjörndóttir, f. 18.11. 1908, d. 26.2. 1992, og Hjalti Ein- arsson, málara- meistari, f. 1904, d. 2.5. 1979. Systkini _ Svein- björns voru Aslaug, f. 26.8. 1926, Sól- veig, f. 9.8. 1927, d. 28.1. 1968; Einar, f. 13.12. 1928; Reynir, f. 12.5. 1932; Eiður, f. 10.2. 1936, d. 6.3. 1987; Sigríður, f. 19.2. 1939; Sigurður Karl, f. 15.3. 1941; Elísabet, f. 5.1. 1945. Sveinbjörn eignaðist tvær dætur, Sigríði og Klöru. Eftir- lifandi eiginkona hans er Berit Gutsveen. Sveinbjörn var jarðsunginn frá Fíladelfíukirkjunni 28. febrúar sl. „Lofaður sé Guð og faðir Drott- ins vors Jesú Krists sem eftir mik- illi miskunn sinni hefir endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum, til ófor- gengilegrar, flekklausrar og óföln- andi arfleifðar sem yður er geymd á himnum“ (1. Pétursbréf 1:3-5). Við megum fagna er hólpin sál gengur heim til Drottins. Við þurf- um ekki að syrgja eins og þeir sem ekki eiga von, við vitum að þeir sem trúa á Jesúm Krist Guðsson hafa eilíft líf. Hjá Jesú er eilfíð dýrð og sæla, þar þarf ekki lampaljós né sólar því Drottinn Guð skín á þá og ásjóna hans er sem sólin skín- andi í mætti sínum. Guði sé lof fyrir heim- vonina í himininn. Þó seint sé langar mig að minn- ast Sveinbjörns Hjaltasonar. Það var vorið 1932, þá bjuggu foreldr- ar mínir suður í Skeijafirði. Ná- grannar okkar í næsta húsi sem hét Bjarg voru þau Sigríður og Hjalti Einarsson. Þau voru bæði fallegt og myndarlegt fólk og það tókst fljótt vinskapur milli heimil- anna. Eg man einn morgun í maí, Sigríður þurfti að fara á sjúkrahús og Hjalti kom með lítinn dreng á handleggnum og hann varð eftir hjá okkur um tíma, lítill drengur með ljóst liðað hár og sakleysið skein úr bláu skæru augunum hans sem voru full af trúnaðartrausti. Nú var hann orðinn fósturbróðir minn og af því að ég var yngsta bam foreldra minna kom það stundum í minn hlut að fara út að labba með Sveinbjöm yfir tún + Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við and- lát og jarðarför SIGRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Fagradal. Jón Ólafsson, Ólöf E. Árnadóttir, Sólveig S. Ólafsdóttir, Pétur Sigurðsson, Guðfinna K. Ólafsdóttir, Erlendur Stefánsson, Jakob Ólafsson, Elsa Pálsdóttir, Óskar H. Ólafsson, Margrét S. Gunnarsdóttir og fjölskyldur. t Hjartkær amma, vinkona og systir okkar, EBBA SIGURBJÖRG EÐVARÐSDÓTTIR, lést á Landspítalanum að kvöldi 17. mars. Eiríkur Ólafur Emilsson, Guðbjörg Lilja Magnúsdóttir, Páll Jónsson, Lára Eðvarðsdóttir og systkini. + Móðir mín, SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Jónsson. og móa upp í Eskihlíð að tína blóm. Það þótti honum gaman. Móðir mín tók miklu ástfóstri við þennan dreng. Hún bað fyrir honum, las Guðs orð og reyndi að sá hinu góða sæði í bamssálina því það er svo gott að gefa Jesú æskuárin, meðan vorsólin ljómar svo björt. Það er svo fagurt að sjá æskuna á hnjám í bæn að tala við Jesú um allt. Tíminn leið svo hratt og brátt var Sveinbjörn aftur kominn til sinna forelda og við flutt úr Skeijafirðinum. Eg þakka Guði að Jesú mætti Sveinbimi og gaf honum náð að vilja fylgja Jesú. Hann gaf honum kristna, heilaga eiginkonu sem hjálpaði honum á veginum sem til lífsins liggur. Guð gaf honum yndislegt heimili þar sem Guðs orð hljómaði, lofsöngur og bæn. Sveinbjörn tók niðurdýf- ingarskírn í maí 1988 og gekk í Hvítasunnusöfnuðinn. Á tímabili lánuðu þau heimili sitt svo Guðs börn máttu koma þar saman og lofa Drottin og biðja um blessun yfir land og þjóð. Ég sem þetta rita naut þess að mega koma á heimili þeirra og njóta þar gest- risni, hjálpsemi og mikillar bless- unar frá Drottni. Oft tóku þau mig með sér á samkomur og spör- uðu ekki bílinn sinn heldur keyrðu mig þangað sem Guðs blessun flæddi í lofsöng og bæn. Já, Guði sé lof fyrir alla þeirra hjálp og greiðvikni og gjafir mér til handa. Guð launi þeim það ríkulega í upprisu réttlátra á efsta degi. Ég sendi öllum ástvinum Svein- björns hugheilar samúðarkveðjur. Guðs náð og blessun sé með ykkur. Anna G. Jónsdóttir. + Anna Bergþórs- dóttir fæddist á Akureyri 14. júní 1925. Hún lést á heimili sínu, Linda- síðu 4, Akureyri, 4. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Akureyrarkirkju 17. mars. „Eruð þið komin til landsins? Þið verðið að koma norður. Það verð- ur bara skutlast eftir ykkur. Verst að við skulum vera komin í svona litla íbúð, en þið getið fengið rúmin okkar, við sofum hjá ein- hverri stelpnanna og komum svo á morgnana og útbúum morgunmat og bílinn fáið þið auðvitað." - Sem betur fer þurftir þú aldrei að víkja úr rúmi fyrir okkur, en gestrisni þinni og örlæti voru engin takmörk sett. Það var alltaf gaman að koma norður til ykkar Guðna. Þar var ein- att líf og fjör, oft fullt af fólki, há- værar umræður um allt milli himins og jarðar, kýtt um pólitík og radd- styrkurinn bara aukinn þegar eng- inn vildi láta sannfærast af rökum hinna. Þegar fara átti út var um að gera að brynja sig þolinmæði, því þá hringdi síminn. Það þurfti að setjast niður og ræða eitthvað, auð- vitað gleymdir þú einhveiju og um leið og gengið var fram og aftur og leitað barst kannski einhver bók eða höfundur í tal og þá varð að finna bókina eða grein- ina og líta á, áður en hægt var að leggja af stað. Fyrir mig, einbirnið, var þetta andrúmsloft svo ótrúlega heillandi og ég naut þess fram í fingurgóma að fá að vera með í einhveiju sem líktist mest ítölsk- um farsa. Þegar ég síð- ar meir kynnti manninn minn fyrir fjölskyld- unni var honum strax tekið opnum örmum, enda féll hann fljótt inn í lífsstílinn, sem minnti hann á sínar suðrænu heimaslóðir. Þú varst ekki lengi að fá heiðurssæti í hjarta hans. En það var ekki bara líf og fjör í kringum þig. Þú bjóst yfir mikilli hlýju og samkennd með öðrum og alltaf var þér annt um lítilmagnann. Við mamma, Alexander og Róbert Alexander viljum þakka þér fyrir þá gleði og hlýju sem þú hefur veitt okkur og allt annað sem þú hefur fyrir okkur gert. Samkvæmt syni mínum getur þú ómögulega verið á himnum, þar sem þú kannt ekki að fljúga, en kannski ertu einhvers staðar með syni þínum, Baldvini, og systkinum þínum, pabba og Völlu. Eitt er víst að þú ert áfram í huga okkar allra sem söknum þín sárt núna. Elsku Guðni, Olga, Agnes, Dolla og Steina og fjölskyldur, megi guð eða einhver annar góður kraftur gefa ykkur styrk í sorginni. Olga Harðardóttir. ANNA BERGÞÓRSDÓTTIR Sérfræðingar í blóniaskrcytinfíum við öll tækifæri Skólavörftustíg 12. á horni Bergstaðastrætis. sími 551 9090 i ERFI SALOME HELGA SÓLBJARTSDÓTTIR + Salóme Helga Sólbjartsdótt- ir fæddist í Bjarneyjum á Breiðfirði 12. október 1915. Hún Iést á heimili sínu hinn 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Sólbjartur Júl- íusson og Sigríður Gestsína Gestsdóttir. Systkini Helgu voru Júlíus, Kristján, Gestur, Guðrún, Jóna, Svanfríður, Helgi, Salómon og Katrín, sem er ein eftirlifandi. Sambýlismaður Helgu var Sigurbjörn Jónsson, f. 1959. Þau eignuðust fjögur böm sem eru: 1) Hulda, f. 1944, húsmóðir í Reykjavík, gift Orwille G. Ut- ley og eiga þau fimm syni og fimm barnabörn. 2) Margrét Guðrún, f. 1947, var ættleidd, maður hennar var Finnur Guð- mundsson og eiga þau þijú börn og eitt barnabarn. 3) Sigbjartur Björn, f. 1949, sjómaður, d. 1979. Kona hans var Helga Guðmundsdóttir og áttu þau tvö börn og tvö barnabörn. 4) Guð- rún Margrét, f. 1953, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Guð- mundssyni og eiga þau einn son. Útför Salóme fór fram frá Fossvogskirkju 7. mars. DRYKKJUR Látid okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgód og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 Elsku mamma mín, nú ert þú farin og nú fæ ég ekki að sjá þig lengur í rúminu þínu eins og svo oft áður þegar ég kom í heimsókn til þín. En nú ert þú komin í annan og betri heim. Til allra þeirra sem á undan þér fóru, og taka á móti þér opnum örmum. Nú ertu búin að hitta þinn heittelskaða son, sem þú hafðir saknað svo mikið, og bor- ið harm þinn í hljóði. En nú ert þú ánægð með honum og pabba. Mamma mín, mikið Ieið mér oft illa. Að sitja hjá þér og geta svo lítið tjáð mig, að geta ekki sagt þér hve yndisleg kona þú værir. En heym þín var svo slæm að þú heyrð- ir ekki í mér. En mér leið vel að sitja og halda í höndina á þér. Svo horfðir þú á mig, síðan á hægri höndina á þér. Sem þú hélst svo oft uppi. Ég þakka þér, mamma mín, að vera móðir mín. Ég man þegar ég var lítil stúlka, þá varst þú að vinna hjá saumakonu í húshjálp. Og hún gaf þér kjóla á mig, og hvað ég var glöð þegar ég fékk nýjan kjól. Þú hafðir okkur alltaf svo hrein og fín. Ég man líka hvað þú hafðir fallegt kastaníubrúnt hár sem var allt liðað. Þú þurftir ekki að fá þér permanent eins og hinar konurnar og varst þú alltaf vel til höfð. Eins og þegar þú og Mæja vinkona þín fóruð saman í bæinn, þá voru þið búnar að dressa ykkur upp og gera ykkur fínar og tókuð ykkur síðan leigubíl, en þið kölluðuð það að fara í flugvél. Þið eruð kannski búnar að hittast og eruð að hlæja saman, þið vomð svo góðar vinkonur. Ég man þá góðu stund þegar þú fórst með okkur systkinin á Hressó og gafst okkur kakó og stóra ijómatertu, þetta fannst mér æðislega gaman. Elsku mamma mín, ég kveð þig með söknuði og tár í hjarta. En seinna hittumst við aftur, því öll föram við sömu leið. Ég bið Guð um að gefa okkur styrk í sorginni og þakka vil ég Gunnu systur fyrir alla þá góðu hjálp sem hún sýndi mömmu okkar því hún var henni stoð og stytta. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín dóttir, Hulda Sigurbjörnsdóttir. + Ástkær sambýlismaður minn, ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON prentarl, Nóatúni 29, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 20. mars kl. 13.30. Guðrún Gísladóttir. og systkini hins látna. i í í i i I i i i ( I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.