Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Umsátriö á Rubyhryggnum (The Siege at Ruby Ridge) k k Draumur sérhverrar konu (Every Woman's Dream) kk'h Ríkhaður þriöji (Richard III) kkk'h Bleika húsið (La Casa Rosa) k k Sunset liöið (SunsetPark) k'h í móðurleit (Flirting with Disaster) kkk Banvænar hetjur (Deadly Heroes) Dauður (DeadMan) k Frú Winterbourne (Mrs. Winterbourne) k k'h Frankie stjörnugiit (Frankie Starlight) k k'h Dagbók morðingja (Killer: A Journai ofMurder) 'h Klikkaði prófessorinn (The Nutty Professor) k-kk Eyðandinn (Eraser) kk'h Sporhundar (Bloodhounds) k Glæpur aldarinnar (Crime ofthe Century) k k k'h Próteus (Proteus) k Svaka skvísa 2 (Red Blooded 2) k'h Bardagakempan 2 (Shootfighter 2) k Ást og skuggar (OfLove and Shadows) k k Stolt Celtic - liðsins (Celtic Pride) kk'h Töfrandi fegurð (Stealing Beauty) kkk Skjala- skapar Lagermal eru okkar sergrein Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þjonusta - þehhing - raögjöf. Áratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSL UN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SlMI 564 4711 • FAX 564 4725 MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/SJÓINIVARP-ÚTVARP MYNDBÖWD Bull og vitleysa Eyja Dr. Moreau (The Island of Dr. Moreau) Vísindaspcnnumynd ★ '/2 Framleiðandi: New Line Cinema. Leikstjóri: John Frankenheimer. Handritshöfundar: Richard Stanley og Ron Hutchinson eftir sögu H. C. Wells. Kvikmyndataka: William A. Fraker. Tónlist: Gary Chang. Aðalhlutverk: Marlon Brando, Val Kiimer, David Thewlis og Fairuza Balk. 96 mín. Bandaríkin. New Line Cinema/Myndform 1997. Útgáfu- dagur: 18. mars. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. DR. MOREAU hefur búið í 17 ár á týndri eyju þar sem hann vinn- ur við rannsóknir sínar. Hann reyn- ir að skapa hina fullkomnu mann- veru, og til þess blandar hann saman eiginleik- um dýra og manna. Á þróun- arbrautinni verð- ur því óumflýjan- lega til margur vanskapningurinn. Ég veit ekki hvernig bókin hans H.C. Wells er, en þessi mynd er hvorki mikið né gott kvikmynda- verk. Það er því ótrúlegt að tekist hafi að fá eins góða leikara til leiks, og raun ber vitni. Þeir eru þó ekk- ert sérlega sterkir í þetta sinn, og verður hinn enski og sérstaki Thewlis að teljast skástur. Forsend- ur þess að myndin virki er að skapn- ingar Dr. Moreau séu trúanlegir, en því miður eru þeir of illa gerðir til þess. Þótt margt sé luralega gert og fáránlegt í myndinni, þá hafði ég húmor fýrir henni framan af. Hún er stundum spennandi og skrímslin eru forvitnileg í fýrstu. Það fóru að renna á mig tvær grím- ur þegar kerlingin hann Brando sagði að djöfullinn væri erfðaein- kenni, og að lokum þynntist sagan um of út, og útkoman er bull og vitleysa. Þetta er svolítið fyndin til- raun. Hildur Loftsdóttir. í hefndarhug_________________________ (Heaven’s Prisoners) Spennumynd ★ '/2 Framleiðandi: Rank Film. Leikstjóri: Phil Jo- anou. Handritshöfundar: Harley Peyton og Scott Frank eftir sögu James Lee Burke. Kvikmynda- taka: Harry Savides. Tónlist: George Fenton. Aðalhlutverk: Alec Baidwin, Kelly Lynch, Teri Hatcher, Eric Roberts og Mary Stuart Master- son. 129 min. Bandaríkin. Rank Film Dist. og PVM Entertainment/Sam myndbönd 1997. Ut- gáfudagur: 13. mars. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Of löng ALEC Baldwin leikur fyrrverandi lögreglu- þjón sem hefur komið sér þægilega fyrir úti á landi. Líf hans breytist til fyrri horfa þegar flugvél nauðlendir í flóanum þar sem hann býr. Hann bjargar lítilli stúlku úr flakinu, og kemst að ýmsu misjöfnu þegar hann fer að rannsaka hvaðan hún kemur. Myndin byggir mikið á hefndarverkum lögreglumannsins. Hann hefur uppi á illmennunum og kemur þeim fyrir kattarnef. Því miður er myndin of löng fyrir ekki burðugra plott. Áhorfandi bíður spenntur eftir einhveiju sem aldrei verður. Leikurinn er ekkert sérstak- ur, og má þar kannski kenna um klisjukenndri persónu- sköpun. Leikstjórinn hefði átt að leggja meira upp úr per- sónusköpun við leikarana. Alec hefur verið með háls- bólgu meðan á tökunum stóð, og hvíslar alla myndina. Kelly Lynch er einstaklega óspenn- andi og Mary Stuart Master- son er skrýtið val leikstjórans í gleðikonuna. Aðrir leikarar eru mjög í anda persónusköpun- arinnar. Myndin er öll of flöt og hefði meiri sköpunargleði getað gert kraftaverk. Hildur Loftsdóttir Nýr maður á mettíma! Orðin klónun, einræktun og fjölföldun hafa verið mikið notuð í þjóðfélaginu að undan- fömu eftir að kindin Dolly var flölfölduð. Þóroddur Bjamason horfði á myndina „Multiplicitiy“, á gölfölduðu myndbandi, og velti þessari skemmtilegu „nýjung“ fyrir sér. MYNDIN „ Mu Itiplicity “ eftir Harold Ramis með Michael Keaton í fjórum aðalkarlhlutverkunum og Andy MacDowell í hlutverki eigin- konunnar er ekki sannsöguleg þótt sjálfsagt væri hægt að telja einhverjum trú um það eftir að kindin Dolly var búin til úr ann- arri kind. Myndin er nú að koma út á myndbandi hér á landi og er líklegt að nýjustu afrek erfðavís- indanna auki áhuga manna á henni. „We need a miracle“ Myndin fjallar um byggingar- verktakann Doug sem í upphafi myndar er mjög önnum kafinn. Lítill tími er afgangs fyrir heimil- ið, eiginkonu og börn og áhuga- málið, golf. Ofan á þetta allt lang- ar eiginkonuna að fara að vinna úti eftir 10 ára þjónustu á heimil- inu en Doug tekur fálega í þær hugmyndir. „We need a miracle" (við þörfnumst kraftaverks) segir hún þegar hún sér að öll sund eru lokuð. En kraftaverkið er á næsta leiti því svo virðist sem Doug sé allt í einu að vinna við að reisa einhveija efnafræðirannsóknar- stöð eða slíkt og að honum kemur ÆRIN Dolly hefur sýnt mönn- um að hugmyndin að baki myndinni „Multiplicity" er alls ekki út í hött. skilningsríkur prófessor og sér hve Doug er önnum kafinn. Læknirinn: „I can help you“.(Ég get hjálpað þér.) Doug: „How“? (hvemig?) Læknirinn: „To change your life“ ( að breyta lífi þínu.) Þegar Doug vill fá að vita nánar um hvaða aðferðum verður beitt segir læknirinn: „ We make mirac- les“ (við gerum kraftaverk) og svo: „ We create time“ (við búum til tíma) og það er einmitt það sem Doug vantar. Hann skellir sér á bekkinn hjá lækninum, tekið er einskonar rafrænt tölvugifsmót af honum og eftir tvo tíma vaknar ÞRJÁR eftirmyndir Dougs í myndinni „Multiplicity“. MICHAEL Keaton og Andy MacDowell í hlutverkum sínum. Hjónalifið batnar þegar fleiri menn geta sinnt skyldum húsbóndans á heimilinu. hann og sér tvífara sinn. Sannköll- uð hraðþjónusta. Ljósrit af ljósriti Þegar hér er komið sögu rámar blaðamann í að Dolly hafi ekki orðið til á einum degi hvað þá tveimur tímum og að svona full- komin lífræn ljósritunarvél sé ekki í notkun ennþá. En hvað um það, nú kemst heimilislífið og ástarlífið í lag og hver eftirmyndin af ann- arri lítur dagsins ljós. Urkynjunin er þó á næsta leiti, líkt og getur gerst þegar of skyldir einstakling- ar eignast börn saman eða þegar ljósrit er tekið af ljósriti. Fjórði Doug, sem eftirmynd upprunalega Dougs læt- ur taka af sér, verður fáviti. Að fjölfalda eitthvað er svo sem ekki nýtt af nálinni enda lifum við í fjöldaframleiðsluþjóðfé- lagi þar sem lögð er áhersla á að reyna að steypa sem flest í sama mót til að öll samskipti gangi sem auðveldast fyrir sig. Á Macdonalds veitingastöðum um all- an heim er til dæmis hægt að ganga að ná- kvæmlega eins ham- borgurum vísum, af- greidda af nákvæmlega eins starfsfólki sem talar eins og brosir eins. Verið er að staðla alla mögulega og ómögulega hluti í nýrri Evrópu, smokka jafnt sem fiskistauta og nú er komið að því að fjöldaframleiða lífið sjálft og staðla mennina. Að lokum er rétt að stinga upp á því við framleiðendur myndar- innar að þeir taki sýni úr Michael Keaton og setji í ræktun og geri síðan endurgerð eða framhald myndarinnar að þijátíu árum liðn- um með fjórum alvöruleikurum af holdi og blóði því tölvubrellur mega sín lítils þegar raunveruleik- inn er annars vegar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.