Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Glæsilegnr
fluliiingiir og
góð tónlist
TÓNLIST
Listasafn íslands
KAMMERTÓNLEIKAR
Flutt voru verk eftir Copland, Torke,
Adams, Árna Egilsson og Stravinsky.
Flytjendur: Kanunersveit Reykjavík-
ur. Konsertmeistari: Rut Ingólfsdótt-
ir. Stjómandi: Bemhard Wilkinson.
Mánudagurinn 17. mars, 1997.
í VESTURHEIMI, var yfirskrift
tónleikanna og er það að því leyti
réttnefni, því öll verkin eru samin
í Bandaríkunum. Tónleikamir hóf-
ust á Þögul borg, eftir Aaron Cop-
land. Copland ritaði margt um tón-
list og var honum sérlega hugleik-
ið viðfangsefnið bandarísk tónlist.
Hann taldi það mikla einföldun,
að nefna aðeins til jazz, því í
bandarísku samfélagi mættust
margvíslegir menningarstraumar,
sem ættu sér samsvörun við þjóðir
Evrópu en hefðu þróast með sér-
stökum hætti. Þessa afstöðu mátti
greina í verki Coplands, sem er
samið fyrir strengjasveit, enskt
horn og trompett. Verkið var að
mörgu leyti vel flutt, þó nætur-
stemmningin hefði mátt vera ögn
mýkri og gædd dulúð myrkursins.
Einleikarar voru Eiríkur Öm Páls-
son á trompett og Daði Kolbeins-
son á enskt hom.
„Gulu síðurnar" (í símaskránni)
nefnist annað verk tónleikanna,
eftir Michael Torke, fæddur 1961,
og er það samið fyrir klarinett,
flautu, fiðlu, selló og píanó og með
beinni tilvísan til Coplands, ber það
sterk einkenni bandarískrar sveita-
tónlistar. Verkið er mjög hryn-
sterkt, byggt þrástefjum, sem eru
í raun hrynstef og var samfléttun
þeirra mjög skemmtilega smellin.
Þeir sem léku vor Anna Guðný
Guðmundsdóttir á páinó, Sigurður
I. Snorrason á klarinett, Martial
Nardeau á flautu, Bryndís Páls-
dóttir á fiðlu og Herdís Jónsdóttir
á lágfiðlu og léku þau þetta fjör-
uga hrynverk mjög vel. Athyglis-
verðasta verkið á tónleikunum var
án efa Shaker Loops, sem þýða
mætti sem „Hneslulykkju hristari"
og er þetta skemmtilega verk eftir
John Adams (1947). Tónskáldið
vitnar til trúarathafna í Millennial
(þúsund ára) kirkjunni en „Shak-
ers“ er bandarískur trúflokkur,
sem upphaflega kom fram í Eng-
landi á 18 öld. Þeir sóttust eftir
því að komast í annarlegt ástand,
með því að hrista sig við trúarat-
hafnir, er á rætur sínar að rekja
til austurlenskra og afrískra trúar-
dansa. Þessar trúarhristihátíðir
gátu staðir yfir langtímum saman,
svo að oft íá mönnum og konum
við eins konar alsæluöngviti. Tón-
efni verksins eru tremólur af ýms-
um tegundum og margvísleg tón-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SAMAN fóru glæsilegur flutningur og góð tónlist, segir í umsögn um tónleika Kammersveitar
Reykjavíkur, en myndin var tekin á æfingu fyrir tónleikana.
blæbrigði. í efnisskrá stendur að
verkið sé „í fjórum samliggjandi
þáttum", sem á að merkja, að
þættirnir sé leiknir án hlés. Þann
fyrsta mætti nefna „Að hrista og
titra“, annan Að syngja og snúa
sér í hring og var þessi þáttur
hægferðugur og minnti margt í
honum á einn sumarþáttinn í Ars-
tíðakvartett Vivaldis. Þriðja þátt-
inn mætti kalla „Armkrækjur og
sálmasöng" en þar brá fyrir smá
sálmstefí (mi, fa, so, la og stundum
upp á tí) en í síðasta þættinum,
„Loka hristingur", varð leikurinn
æstari og þá mátti heyra miklar
hraðabreytingar, er um síðir hjöðn-
uðu, þá alsæluástandi var náð.
Þeir sem fluttu verkið voru kon-
sertmeistari Kammersveitarinnar,
Rut Ingólfsdóttir, Unnur María
Ingólfsdóttir, Sigurlaug Eðvalds-
dóttir, Sarah Buckley, Bryndís
Halla Gylfadóttir, Inga Rós Ing-
ólfsdóttir og Richard Korn og var
flutningur þessa sérkennilega
verks aldeilis frábær.
Eftir Árna Egilsson var fluttur
stuttur kvintettþáttur, fyrir
strengjakvartett og kontrabassa,
er hann nefnir „Is it?“, sem minnir
á spurningu Beethovens „Muss es
sein“ í síðasta kvartett hans. Þessi
stutti kvartett Árna er mjög vel
gerður og þar fer kunnáttumaður
í meðferð strengja, en einmitt það
var einum of augljóst, svo að Ieik-
trikkin tóku um of athyglina frá
tónlistinni og var eins og spurning-
in lægi einmitt í verkinu sjálfu, „er
það?“. Kvartett Kammersveitar-
innar, ásamt Hávarði Tryggvasyni
bassaleikara, flutti þetta leik-
flækjuverk meistaralega vel.
Hápunktur tónleikanna var
flutningur Dumbarton Oaks kon-
sertsins eftir Stravinsky og var
þetta frábæra listaverk mjög vel
flutt. Bernhard Wilkinson stjórnaði
af röggsemi í Shakers Loops og
var hreint frábær í Dumbarton
konsertinum eftir Stravinsky, sem
býr yfir margvíslegum hryngild-
rum og músíktiltektum, sem
stjómandinn þarf að kunna vel, til
að halda flutningnum saman og
gefa honum líf.
í heild voru þetta frábærlega
skemmtilegir tónleikar, þar sem
saman fór glæsilegur flutningur
og góð tónlist.
Jón Ásgeirsson
Kvikir litfletir
„ Morgunblaðið/Árni Sæberg
GIGJA Baldursdóttir: Togstreita.
MYNPLIST
Gallcrí Ilorniö,
llafnarstræti
MÁLVERK
GÍGJA BALDURSDÓTTIR
Opið kl. 14-18 alla daga til 26. mars;
aðgangur ókeypis.
ÞRÁTT fyrir ýmsar væntingar
manna um hið gagnstæða í gegnum
árin hefur málverkið lifað góðu lífi
allt til þessa dags, og ungt listafólk
óhikað tekið til við glímuna við flöt-
inn í þeim margslungna leik að lit-
um og formum sem þar fer stöðugt
fram og aldrei verður lokið. Þannig
heldur hringrás myndlistarinnar
áfram, og í stað þess að sjá stöðugt
hið sama eru listunnendur sífellt
að kynnast nýjum tilbrigðum hjá
þeim listamönnum sem láta sér
annt um að þróa sitt myndmál.
Flestir listamenn ganga í gegn-
um afar persónulega þróun á þess-
um vettvangi, og þurfa að fram-
kvæma eigin athuganir á samsetn-
ingu lita og forma í leit sinni að
því myndmáli sem þeir kjósa að
vinna með. Þetta ferli má gjarna
greina í fyrstu sýningum hvers og
eins, og svo er einnig um þá lista-
konu sem hér er um að ræða.
Gígja Baldursdóttir hefur haldið
áfram að vinna með það myndmál
sem kom svo sterkt fram á sýningu
hennar í Portinu í Hafnarfirði 1993,
en frá þeim tíma hefur hún sýnt
tvívegis erlendis og einu sinni norð-
an heiða. Á sýningunni hér eru ell-
efu málverk sem hún hefur unnið
á síðustu þremur árum.
Sem fyrr segir byggir listakonan
hér á svipuðum vinnubrögðum og
áður, en þar ber hæst óhlutbundið
en formfast myndmál í óræðu rými,
þar sem einstakir litfletir eru skýrt
aðskildir. í hveijum slíkum fleti er
hins vegar að fínna mikla kviku,
þar sem litbrigðin líkt og sindra í
íjölbreytileik litaspjaldsins og skapa
þannig virkt mótvægi við þá form-
festu sem einkennir myndbygging-
una. Mest er þessi kvika í bláu og
gulu litunum, en er einnig að fínna
í einhveiju mæli í flestum öðrum
sem listakonan notar.
Þetta samspil festu og fijálsræð-
is skapar oft á tíðum góðar heildir,
eins og sést t.d. í verkunum „Tog-
streita" (nr. 3) og „Ósk“ (nr. 5).
Þetta kemur einkum vel fram í
stærri málverkunum, sem jafnframt
eru hin elstu á sýningunni. Lista-
konan grípur þó ekki til þess að
nota skæra liti í þessum tilgangi,
enda verða litbrigðin ef til vill ögn
ríkulegri fyrir þá hófsemi sem þau
byggja á, þar sem skiptast á heitir
og svalir tónar í kvikum flötunum.
í nýrri verkunum virðist Gígja
vera að þróa formbygginguna örlít-
ið á veg, þar sem í sumum tilvikum
má greina aðlögun myndefnis að
þrískiptingu flatarins. Þetta hentar
þessum smærri flötum nokkuð vel,
eins og sést t.d. í nýjustu myndinni
(nr. 7). Hins vegar ná þeir tæpast
sama leiftri og er að fínna í stærri
verkunum, og fyrir vikið verða hér
nokkur skil í myndmáli listakonunn-
ar.
Væntanlega á hún eftir að þróa
þessar breytingar frekar í verkum
sínum á næstunni, eins og eðlilegt
hlýtur að teljast fyrir þá sem hrær-
ast í listinni.
Eiríkur Þorláksson
LEIKENDUR á æfingu.
„Dansað á haust-
vöku“ sýnt
á Reyðarfirði
Reyðarfirði. Morgnnblaðið.
LEIKFÉLAG Reyðarfjarðar
frumsýndi föstudaginn 14. mars
leikritið „Dansað á haustvöku"
eftir Brian Friel í leikstjórn
Guðjóns Sigvaldasonar.
Leikritið gerist árið 1936 á
heimili Mundy-systra, rétt fyrir
utan smábæinn Ballybeg í Don-
elgal-héraði í írlandi. Leikritið
fjallar um samskipti, þjóðfélags-
leg gildi og hnignun þeirra, fjöl-
skylduhefð og trúarlegar sið-
venjur á heimili kaþólsku systr-
anna.
Leikritið hefur verið marg-
verðlaunað bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum og fékk höfund-
urinn t.d. öll helstu leikskálda-
verðlaun í Englandi árið 1991.
Leikarar eru átt, Rúnar
Ólafsson, Guðmundur Már
Hannesson Beck, Stefán M.
Jónsson, Ingunn Indriðadóttir,
Sigríður Svanhvít Halldórsdótt-
ir, Hrafnhildur Grímsdóttir,
Margrét B. Reynisdóttir og Gísl-
unn Jóhannsdóttir. Sýninga-
stjórar eru Ásta J. Einarsdóttir
og Gerður Oddsdóttir.
Leikfélag Reyðarfjarðar hef-
ur eflst og styrkst á síðustu
árum og mun þetta vera 24.
verkefni félagsins.
Næstu sýningar eru fyrirhug-
aðar dagana 21., 26., 27., 29. og
31. mars og hefjast þær allar
kl. 20.30. Allar sýningar verða
í Félagslundi.