Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1997 25 AÐSENDAR GREINAR Húsnæðisstofnun - hagur ungs fólks SÍÐASTLIÐINN sunnudag (2/3’97) birtist fréttagrein í Morgunblaðinu er greindi frá því, að „meirihluti sé fyrir því meðal þjóðarinnar að leggja Húsnæðisstofn- un niður og bankamir yfirtaki útlánaviðskipti stofnunarinnar, sam- kvæmt skoðanakönn- un, sem Hagvangur hefur gert fyrir Sam- band ungra sjálfstæð- ismanna". I fréttinni segir einnig að „hlut- fallslega fleiri lands- byggðarbúar en höfuð- borgarbúar voru því fylgjandi að leggja stofnunina niður“. Loks er vitnað í fréttatilkynningu frá SUS, þar sem staðhæft er meðal annars að nú liggi endanlega fyrir að allur málflutningur í þá veru að almenn- ingur sé andvígur því að leggja nið- ur sem flestar ríkisstofnanir sé „fyr- irsláttur, ætlaður til þess að slá ryki í augu almennings". Loksins eru SUSararnir komnir með stóra trompið í hendumar! Og væntanlega er þá ekkert lengur því til fyrirstöðu að ríkisstofnunum verði útrýmt! En áður en það verð- ur er þó rétt að leiða hugann að því að fyrirspurnin, sem SUS bað Hagvang að leggja fyrir svarendur var að sjálfsögðu hlutdræg og leið- andi, að mínu mati, og varla von á öðm en að þeir svöruðu henni ját- andi. En hefði verið spurt um við- horf almennings með öðrum hætti og á annan veg er líklegt að útkom- an hefði orðið önnur. Ég bið lesendur að velta því fyr- ir sér hver niðurstaðan hefði orðið ef eftirfarandi spurn- ingum hefði verið svar- að í könnun SUS og Hagvangs: Sp. nr. 1: Ertu fylgj- andi því að hækka hús- næðislánavexti hjá unga fólkinu? Ef þú ert á miðjum aldri eða eldri og á íbúðinni þinni hvílir húsnæðislán með 5,1-4,9% eða þaðan af lægri vöxtum, sem Húsnæðisstofnun veitti þér á sínum tíma, ertu þá fylgjandi því, að unga fólkið í fjölskyldu þinni eigi ekki annars kost en að taka húsnæðislán með allt að 8,8% vöxtum hjá bönkum og sparisjóðum, þegar Húsnæðis- stofnun verður lögð niður? Sp. nr. 2: Finnst þér rétt að auka misrétti milli kynslóða? Ef þú svarar sp. nr. 1 játandi hveijar em þá ástæðumar fyrir því að þú vilt stofna til svo mikils mis- réttis milli aldursflokkanna í þessu landi? Finnst þér réttlátt og sann- gjarnt að þú skulir á sínum tíma hafa fengið húsnæðislán með mjög lágum vöxtum hjá Húsnæðisstofn- un, en unga fólkið sem nú er að stofna heimili og koma sér upp íbúð- um verði að sæta ofurháum vöxtum hjá bönkum, sparisjóðum og verð- bréfasjóðum, verði Húsnæðisstofn- un lögð niður? Sp. nr. 3: Er sama hvað það kostar unga fólkið að leggja niður Húsnæðisstofnun? a) Ertu fylgjandi því, að Hús- næðisstofnun verði lögð niður þótt það leiði til þess miðað við markað- inn í dag, að unga fólkið, sem nú er að stofna fjölskyldur og kaupa íbúðir, verði að greiða 6,8-8,8% vexti af húsnæðislánum hjá bönk- um, sparisjóðum og verðbréfasjóð- um, í stað þess að taka lán með allt að 5,1% vöxtum hjá Húsnæðis- stofnun? b) Ertu fylgjandi því þótt þar með sé ljóst að unga fólkið verði að greiða kr. 483.132.00 árlega af 5 milljóna króna jafngreiðsluláni (í 25 ár) í staðinn fyrir 355.440 hjá Húsnæðisstofnun? Munurinn er kr. 127.692 unga fólkinu í óhag. c) Hvað heldurðu að það séu margar milljónir króna, allan tím- Með niðurfellingu skylduspamaðar, segir Sigurður E. Guð- mundsson, var einni sterkustu stoð eignar- íbúðarstefnunnar svipt burtu. ann, með vöxtum og verðbótum? Sp. nr. 4: Telurðu að sjálfseignar- stefnan í húsnæðismálum sé mikils virði? Fyrir fáum árum tókst Sambandi ungra sjálfstæðismanna loksins að koma því til leiðar að skylduspam- aður ungs fólks til íbúðabygginga var lagður niður. Niðurlagning hans var reiðarslag fyrir sjálfsbjargarvið- leitni ungs fólks, sem vildi byggja og búa í eigin ibúðum, enda hafði hann löngu sannað gildi sitt. Með niðurfellingu hans var einni sterk- ustu stoð eignaríbúðarstefnunnar Sigurður E. Guðmundsson hérlendis svipt burtu. Þessvegna mætti spyija: a) Telur þú að niðurfelling skyldusparnaðarins hafí og muni leiða til þess að miklu færra ungt fólk en ella geti nú fest kaup á eig- in íbúð og verði því í staðinn að leita til félagslega íbúðakerfisins eða búa í leiguíbúðum? b) Telur þú allt þetta vera í sam- ræmi við stefnu SUS í húsnæðis- málum? Sp. nr. 5: Eiga landsbyggðar- menn að fá lægri lán? Ef þú ert landsbyggðarmaður værir þú þá sáttur við að fá marg- falt lægra lán heldur en nú, hlutfalls- lega og í krónum talið, til íbúð- arkaupa eða húsbyggingar í banka (verði þér yfírleitt gefinn kostur á því) í dreifbýlinu heldur en í þétt- býli? Þetta gæti gerst ef Húsnæðis- stofnun verður lögð niður og hveijar verða þá afleiðingamar fyrir þróun húsnæðismála á landsbyggðinni? Sp. nr. 6: Á eignafólkið að fá betri húsnæðislánakjör en eigna- lausir? Nú er vitað að húsnæðislán banka, sparisjóða og verðbréfasjóða sem verðtryggð em til allt að 25 ára em með vexti á bilinu 6,8%-8,8%. Ef þú ert ung mann- eskja í dag, við nám eða hefur ný- lokið námi og ert um það bil að stofna fjölskyldu, eignalaus og án bankainnstæðu, hvort heldurðu að þú fáir 6,8% eða 8,8% lántöku- vexti? Hvort heldur þú að efnuðum eignamanni í vellaunuðu starfi með góðar bankainnstæður verði boðnir 6,8% eða 8,8% lántökuvexti? Ef svarandinn á ekki í neinum vandræðum með að svara þessari spurningu mætti ef til vill spyija hann aukaspurninga um það hvort honum sé ljóst að í Húsnæðisstofn- un sitja allir við sama borð sam- kvæmt þeim lögum og reglum sem Alþingi og ríkisstjórn hafa sett? - Að þar ráða bankainnstæður engu um lánsrétt manna og engum er heldur synjað um lán, eða veitt skert lán, vegna búsetu í fjarlægu byggðarlagi? - Að þar færðu þína réttmætu hlutdeild í þjóðarauðnum sem við eigum öll saman og eigum því jafn- an rétt til? - Að þar fá viðskiptahagsmunir eins eða annars engu ráðið, heldur eingöngu þjóðarhagur og fjöl- skylduhagsmunir almennings? - Að þar er rekið eitt ódýrasta lánakerfí í landinu? Sp. nr. 7: Eigum við að fara að dæmi Svía eða Norðmanna? Ríkisrekin húsnæðislánakerfi Finna og Svía voru lögð niður fyrir örfáum árum og veiting húsnæðis- lána til almennings lögð í hendur banka, sparisjóða og verðbréfa- sjóða. Afleiðingin af því varð stór- hækkun útlánavaxta, gríðarlegur samdráttur í íbúðabyggingum og hrun í byggingariðnaðinum, þar með talin fjöldagjaldþrot bygging- arfyrirtækja og stórfellt atvinnu- leysi meðal byggingarmanna, hönn- uða, fasteignasala og í öðrum tengdum atvinnugreinum. Finnst þér ráðlegt í ljósi þessa að leggja Húsnæðisstofnun niður eða að fara að öllu með gát og draga réttar ályktanir af reynslu Finna og Svía? Til glöggvunar má geta þess að hvorki Norðmenn eða íslendingar lögðu sínar húsnæðislánastofnanir niður og því tókst þeim að hamla furðu vel gegn samdrætti í bygg- ingariðnaðinum og atvinnuleysi þar á erfiðum samdráttartímum liðinna ára. Það hafði stórkostlega þýðingu í báðum löndunum. Lokaorð til SUS Þetta eru nokkrar af þeim spurn- ingum sem Samband ungra sjálf- stæðismanna hefði getað spurt, en gerði því miður ekki. En það er hægt að gera síðar. Þeim SUSurum er guðvelkomið að nota þær, hve- nær sem þau vilja og ég skal með glöðu geði semja fleiri spurningar fyrir þau. Þangað til geta þau og lesendur Morgunblaðsins íhugað það sem hér hefur verið tíundað. Höfundur er framkvæmdasijóri Húsnæðisstofnunar. Verði ljós yfir þing- mönnum Suðurlands Á VORDÖGUM í fyrra mátti lesa í blað- inu Fréttum í Vest- mannaeyjum eftir Árna Johnsen að hann hefði fengið því áorkað að hundrað milljóna skerðing á fram- kvæmdum við Vest- mannaeyjahöfn hefði verið dregin til baka. Af þessu tilefni þakk- aði ég þingmanninum fyrir dugnaðinn með stuttri grein sem hét: „Hvar eru þingmenn Suðurlands utan Árna. Og þó. Hvar er Árni líka?“ í greininni spurði ég hvar hinir þingmennirnir hefðu verið á meðan. Árni Johnsen var að ná þessu fram. En aðaltil- gangur greinar minnar þá var að minna á, að á sama tíma og Árni Johnsen hefði komið í veg fyrir skerðingu á ákveðnu verkefni, sem ég fagnaði, hefðu þingmenn Suður- lands verið að skera 70 milljónir af vegaframkvæmdum á Suður- landi. Ég spurði þá hvort Árna Johnsen hefði nokkuð munað um að bæta því á sig að koma einnig í veg fyrir þann niðurskurð. Ég fékk hvorki svör um niðurskurð til veganna né hvað hinir þingmenn- irnir hefðu verið að gera. Niður- skurðurinn í vegamálum gekk hins vegar fram án þess að nokkur dugnaðarmaður reyndi að koma í veg fyrir það. Nokkur sveitarfélög fengu vegabætur með því skilyrði að þau útveguðu tugmilljóna lán og greiddu sjálf vexti af þeim næstu árin. Þarna vantaði ljósið. Ljós yfir Hellisheiði í síðasta mánuði skrifaði ég grein hér í blaðið varðandi tillögu sem ég flutti ásamt fleiri þingmönum um ljós yfir Hellisheiði. Greinin varð til af gefnu tilefni. Guðni Ágústsson, sem var einn af flutningsmönn- um tillögunnar, beindi fyrirspurn til sam- gönguráðherra um hvað því máli liði. Ber að þakka Guðna fyrir að minna á málið. í kjölfar fyrirspurnarinnar hóf Árni Johnsen blaðaskrif um málið en hann hafði alla tíð viljað þegja það í hel. En nú vill hann snúa frá villu síns vegar, samanber greinarskrif- in. Það er sorgarsaga hvernig þing- menn Suðurlands til margra ára hafa tekið á þessu máli. Það rakti ég í greininni um daginn og ætlaði að láta það duga. En vegna bros- legra skrifa Árna, aðeins viðbót. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Gömul sannindi segja að þegar ein kýrin pissar þá er annarri mál. Auðvitað var það engin skömm hjá Árna að vakna og sér í lagi að vakna sem betri maður í þessu máli, þegar Guðni minnti á ljós yfir Hellisheiði. Hitt var verra hjá honum að vakna svona úrillur og fara að metast við Guðna hvor var á undan að minna á málið. Skammaðist hann sín og vildi reyna að breiða yfir það? En það var nú allur munurinn að hans dómi að hann var á undan Guðna. Hann ræddi rnáhð á fundi á Selfossi seg- ir hann í Sunnlenska 19.2. Um svipað leyti kom fram fyrirspurn á Alþingi segir hann ennfremur. Það var slæmt að það var ekki hægt að mæla með skeiðklukku hvor var á undan! En úr því að Árni segir frá fundinum á Selfossi, hvers Á meðan Suðurlands- þingmenn sjá ekki ljós, segir Eggert Haukdal, þá er lítil von um ljós yfir Hellisheiði. vegna segir hann ekki frá fundinum í Hveragerði þegar hann lýsti frati á þetta þjóðþrifamál? Og það eru fáir mánuðir síðan hann var hald- inn. Sannleikurinn í þessu máli er ekkert skemmtilegur til frásagnar fyrir hann. Því reynir hann að fegra sig með yfirlýsingagleði. Hefði ekki verið skemmtilegra fyrir þijá þing- menn Sjálfstæðisflokksins á Suður- landi að hafa manndóm til að standa saman og leysa þetta mál eftir að Alþingi hafði samþykkt það. Einn þessara þremenninga var þá forsætisráðherra landsins. En hvorki þá né nú var grund- völlur að leysa það nema með fjár- magni utan skipta milli kjördæma. Það var hægt þá og það er hægt enn. En meðan Suðurlandsþing- menn sjá ekki ljós, þá er því miður lítil von um ljós yfir Hellisheiði. En hver veit nema Eyjólfur hress- ist. Eggert Haukdal Fyrirspurninni svarað Samgönguráðherra svaraði fyrirspurninni um ljósin með því að lesa greinargerð frá vegamála- stjóra. Frá eigin bijósti hafði hann það að segja að meira lægi á ljósum milli Hveragerðis og Selfoss og byggingu nýrrar Þjórsárbrúar, en lýsingu Hellisheiðar. Er þess að vænta að ráðherra beiti nú kröftum sínum að þeim verkefnum úr því að hann er á móti ljósum yfír Hell- isheiði. Enginn þingmaður Suður- lands tók til máls í umræðunni, utan fyrirspyijandi. Guðrún Helgadóttir vakti at- hygli á tveimur atriðum í umræð- unni. Að Alþingi hefði talað í þessu máli 29. febrúar 1988 þegar þing- sályktunartillagan var samþykkt. Að Þorsteinn Pálsson, fyrsti þing- maður Suðurlands, hefði þá verið forsætisráðherra. Fámennir fundir Nýlega sendu þeir Árni og Þor- steinn boð til Sunnlendinga að mæta á fundum hjá sér „það er nauðsynlegt og skemmtilegt að bera saman bækur," sögðu þeir í fundarboði. Á fundi á Hellu 10. mars. var rúmur tugur manna mættur. Fund- armaður spurði eftir batanum sem ráðamenn væru alltaf að tala um. Hann sæist lítt hér um slóðir. Þor- steinn mótmælti þessu. Batinn væri hér eins og annars staðar. Árni boðaði sunnlensku landbún- aðarstefnuna og voru flestir jafn- nær. Máske hafa báðir fundarboð- endur reitt batann í þverpokum fyrir framan sig þegar þeir komu á fundinn þannig að hann fari smám saman að síast út um ná- grennið. Á fundi í Hveragerði 11. mars var einnig rúmur tugur manna á fundi, fæstir úr Sjálfstæðisflokkn- um. Enginn af forystumönnum flokksins úr byggðinni var á fund- inum. Enginn af þeim sem mest hafa barist fyrir Johnsen og Steina í bænum sáust. Formaður félagsins og stjórn var ekki mætt. Fundurinn var aldrei settur og aldrei slitið. Engin fundarstjóri. Guðmundur Birgisson á Núpum spurði fundar- boðendur: Hvað eiga þingmenn að vera mörg kjörtímabil á Alþingi? Hvemig lýst fundarboðendum á að „elítan" hjá Sjálfstæðisflokknum í bænum, með öðrum orðum helstu forystumenn flokksins, sjást ekki á fundinum? Fátt varð um svör. Sjáv- arútvegsráðherra var spurður um skoðanakönnun Félagsvísinda- deildar Háskólans þar sem kom fram að 70-80% þjóðarinnar eru óánægð með fiskveiðistjórnunar- kerfið. Þar var einnig fátt um svör. Aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra, sjálfur formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagsins í Árnessýslu, var á fundinum. Var hann með uppivöðslu og frammíköll og varð að víkja af fundi. Hvorki Johnsen né Steini geta fríað sig af að hafa ekki komið nærri þeirri hallarbylt- ingu sem varð í Hveragerði á síð- asta ári. Það getur ekki hafa farið fram hjá fundarboðendum hvað klukkan sló á þessum fundi. Það væri sannarlega að halla réttu máli ef sagt væri frá því að ljósið hefði verið með í för hjá þeim félög- um á fundunum á Hellu og Hvera- gerði. Fyrir margt löngu töldu valds- menn úr Reykjavík sig eiga erindi á Suðurland. Um það ferðalag orti Einar Ben. stórbrotið kvæði, Mess- an á Mosfelli. Ég held að lokaorð þess kvæðis eigi einnig við þá valdsmenn er nýlega lögðu leið sína austur yfir fjall á fund i Hvera- gerði. Það var sneypuför í gamla daga og það var einnig sneypuför til Hveragerðis. Orð Einars Bene- diktssonar blífa í báðum tilvikum: Það voru hljóðir og hógværir menn sem héldu til Reykjavíkur. Höfundur er fyrrv. þingmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.