Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 1
104 SIÐUR B/C
95. TBL. 85. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Major segir einingii
Bretlands í hættu
London. Morgunblaðið.
KOSNINGABARATTAN harðnaði á
Bretlandi í gær og gerði John Major
forsætisráðherra tilraun til að hrifsa
frumkvæðið þegar hann kom óvænt
fram fyrir utan breska þingið síðdeg-
is með ásakanir um að einingu Bret-
lands væri stefnt í voða sigraði
Verkamannaflokkurinn.
Tony Blair, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, varaði stuðningsmenn
sína við því að láta niðurstöður skoð-
anakannana um 15 til 22 prósentu-
stiga forskot gera sig værukæra.
„Þið verðið að beijast um hvert
atkvæði," sagði Blair. „Ef við höld-
um ekki vöku okkar eigum við á
hættu að vakna á föstudagsmorgun
með sama gamla íhaldið við völd.“
Major gerði víðreist í gær, fór
bæði til Norður-írlands og Skotlands
Bænagerð
gegn orku-
verunum
Ósló. Morgunblaðiö.
NORSKIR umhverfisverndar-
sinnar, sem beijast gegn
áformum stjórnvalda um að
reisa fleiri gasorkuver, geta
nú vænst aðstoðar „að ofan“.
Leiðtogar norsku þjóðkirkjunn-
ar hafa samþykkt að biðja alla
söfnuðina um að fara með sér-
stakar bænir í von um að geta
þannig komið í veg fyrir þessar
umdeildu framkvæmdir.
Forystumennirnir sam-
þykktu um helgina að senda
bréf til allra safnaðanna 1.350
til að hvetja þá til að taka virk-
an þátt í baráttunni gegn gas-
orkuverunum. Samdar verða
sérstakar bænir af þessu tilefni
og stefnt er að því að farið
verði með þær við guðsþjón-
ustur í öllum kirkjunum á
næstu vikum og mánuðum.
áður en hann sneri aftur til London.
Hann sagði að hættan, sem fylgdi
því að Verkamannaflokkurinn næði
völdum væri tvíþætt, annars vegar
að hann mundi semja af sér þegar
fundað yrði um Evrópumálin í Amst-
erdam og hins vegar að hugmyndir
flokksins um að auka völd Skota og
Walesbúa myndu leiða til þess að
Bretland leystist upp.
„Ef Blair færi til Amsterdam yrði
haldin hollensk útsala á breskum
hagsmunum," sagði Major og nefndi
meðal annars að áætlanir Blairs um
að undirrita félagsmálasáttmála
Evrópu myndu grafa undan velmeg-
un Breta. „Sú stefna Verkamanna-
flokksins að veita velska og skoska
þinginu aukin völd mundi leiða til
sjálfstæðis Skotlands. Hættan er
tvíþætt og Bretland gæti leyst upp.
Skilaboð mín til bresku þjóðarinnar
eru að það eru 72 klukkustundir til
stefnu að bjarga sambandinu."
Stefnir í stórsigur
The Daily Telegraph birtir í dag
skoðanakönnun, sem bendir til þess
að Verkamannaflokkurinn vinni
stórsigur í kosningunum. 51% að-
spurðra sagðist ætla að kjósa Verka-
mannaflokkinn og 29% Ihaldsflokk-
inn. Verði þetta niðurstaða kosning-
anna fengi Verkamannaflokkurinn
mesta þingmeirihluta sem einn
flokkur hefur fengið á Bretlandi á
öldinni.
■ Baráttan harðnar/30
Saddam
Hussein
mærður
TUGIR þúsunda íraka tóku þátt
í skrúðgöngu í tilefni af 60 ara
afmæli Saddarns Husseins Iraks-
forseta í heimabæ hans, Tikrit,
í gær. „Með blóði okkar og sál
skulum við verja þig, Saddam!“
hrópaði mannfjöldinn að við-
stöddum öllum æðstu embættis-
mönnum landsins, að Saddam
sjálfum undanskildum.
Ný moska var vígð í bænum í
tilefni af afmælinu og hornsteinn
að annarri lagður í Bagdad. Dag-
blöðin birtu ljóð og greinar þar
sem Saddam var lofsunginn sem
„blessun frá guði“ og í forystu-
greinum var honum hrósað fyrir
baráttu gegn „ofríki Bandaríkja-
stjórnar" og viðskiptabanni Sam-
einuðu þjóðanna vegna innrásar-
innar í Kúveit.
Hungrirsneyð í
Norður-Kóreu
Ótti við
mannát
Peking. Reuter.
HUNGURSNEYÐIN í Norður-
Kóreu er svo mikil, að fólk
reynir að selja utan af sér flík-
urnar fyrir mat; sumir læðast
yfir til Kína til að stela skepnu-
fóðri og dæmi eru um, að fólk
bíði með að jarðsetja látna ást-
vini sína af ótta við, að líkin
verði grafin upp og étin. Er
þetta haft eftir fólki, sem er
nýkomið frá landinu.
„Astandið er skelfilegt. Fólk
hefur engin önnur matvæli en
korn og lítið af því. Þess vegna
reyna sumir að selja utan af
sér fötin fyrir mat,“ sagði kín-
versk kona af kóreskum ætt-
um, sem nýlega heimsótti syst-
ur sína handan landamæranna.
Astandið er langverst í norð-
urhluta N-Kóreu. Kínveijar
segja, að ástandið versni stöð-
ugt. Nefna þeir sem dæmi, að
n-kóreskir bændur bíði með að
grafa látna ástvini sína þar til
líkin hafi þornað upp og því
ólíklegra, að þau verði grafin
upp og étin.
Járnvír í nefið
Eitthvað er um, að N-Kóreu-
menn komist yfir landamærin
til Kína en náist þeir er þeim
refsað harðlega. „Norður-kór-
esku lögreglumennirnir setja
járnvír I gegnum nefið á þeim,
sem reyna að flýja, þannig, að
þeir eru eins og brennimerkt-
ir,“ hafði kínverskur ferðamað-
ur eftir íbúa í n-kóresku landa-
mæraborginni Yanji. Sagði
hann, að börnum væri ekki hlíft
við þessum pyntingum.
Catherine Bertini, fram-
kvæmdastjóri Matvælaaðstoð-
ar Sameinuðu þjóðanna, sagði
í Róm í gær, að yrði ekkert að
gert, væri hætta á meiri harm-
leik í N-Kóreu en dæmi væru
um í marga áratugi.
Þúsundir rúandískra hútúa snúa aftur í flóttamannabúðir í norðausturhluta Zaire
Flúðu grimmileg-
ar árásir þorpsbúa
Nairobi, Kisangani. Reuter.
ÞÚSUNDIR rúandískra hútúa
sneru aftur í flóttamannabúðir
sunnan við borgina Kisangani í
Zaire í gær og sögðust hafa flúið
þaðan vegna grimmilegra árása
íbúa þorpa í grenndinni og upp-
reisnarmanna.
Starfsmenn hjálparstofnana og
fréttamenn fengu að skoða búðirn-
ar og sáu þar tugi rotnandi líka
hútúa, sem höfðu verið of veik-
burða til að geta flúið. Mörg lík-
anna voru augljóslega með sár eft-
ir sveðjur.
Um 100.000 rúandískir hútúar
flúðu í skóga nálægt búðunum í
vikunni sem leið og um 5.000 þeirra
sneru aftur í gær. Nokkrir þeirra
sögðu að hundruð tíka væru í skóg-
unum og starfsmenn hjálparstofn-
ana sögðu að tugir flóttamanna til
viðbótar lægju fyrir dauðanum
vegna sjúkdóma eða sára.
Veikuni börnum rænt
Laurent Kabila, leiðtogi upp-
reisnarmannanna, samþykkti á
sunnudag að heimila hjálparstofn-
unum að leita að flóttamönnunum
og krafðist þess að þær flyttu hútú-
ana aftur til Rúanda innan tveggja
mánaða. Talsmenn hjálparstofnana
sögðu það ógjörning að verða við
þeirri kröfu á svo skömmum tíma.
Auk flóttafólksins nálægt Kis-
angani er enn ekkert vitað urn
afdrif 300.000 flóttamanna frá
Rúanda og Búrúndí í Zaire.
Hjálparstofnanir skýrðu frá því
í gær að menn í herbúningum
hefðu rænt 50 rúandískum börnum
úr sjúkrahúsi í bænutn Lwiro á
yfirráðasvæði uppreisnarmanna í
austurhluta Zaire á laugardag.
Óttast er að börnin hafi verið myrt.
Reuter
VANNÆRÐUR rúandískur hútúi býður eftir matvælum í flótta-
mannabúðum nálægt borginni Kisangani í Zaire. Hann er á með-
al 5.000 hútúa seni sneru aftur í búðirnar í gær og sögðust hafa
flúið þaðan í vikunni seni leið vegna árása íbúa nálægra þorpa
sem hefðu notið aðstoðar uppreisnarmanna.