Morgunblaðið - 29.04.1997, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tekist á við kjör fyrsta varaformanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja
Sjöfn sigraði
Björgu með 149
atkv. gegn 59
Morgunblaðid/Ásdís
FULLTRÚAR á 38. þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja,
sem lauk með stjórnarkosningu síðastliðinn sunnudag.
Skiptar skoðanir
á samningi SFR
TEKIST var á um embætti fyrsta
varaforseta BSRB við stjórnarkjör
á lokadegi þings BSRB á sunnu-
dag. Kjörnefnd þingsins klofnaði í
tillögugerð til þingsins, meirihluti
nefndarinnar gerði tillögu um
Sjöfn Ingólfsdóttur, formann
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar, en hún var fyrsti varafor-
maður á síðasta kjörtímabili.
Minnihluti kjörnefndar mælti hins
vegar með Björgu Bjarnadóttur,
formanni Félags íslenskra leik-
skólakennara.
Úrslit atkvæðagreiðslu á þing-
inu urðu þau, að Sjöfn sigraði og
fékk 149 atkvæði en Björg fékk
59. Ragnhildur Guðmundsdóttir
sem verið hefur annar varaformað-
ur BSRB, gaf ekki kost á sér og
gerði kjörnefnd tillögu um Jens
Andrésson, formann Starfsmanna-
félags ríkisstofnana. Ekki komu
fram önnur framboð og var Jens
sjálfkjörinn. Ögmundur Jónasson
var endurkjörinn formaður BSRB
á þinginu.
í kjöri 18 fulltrúa í stjórn BSRB
féll Guðmundur V. Óskarsson,
Landssambandi slökkviliðsmanna,
sem var á lista yfir þá sem kjör-
nefnd gerði tillögu um, og í hans
stað var Ragna Jóhannsdóttir,
Starfsmannafélagi Sauðárkróks,
kjörin í stjórn BSRB.
„Fagfélögin biðu lægri hlut“
Að mati Bjargar Bjarnadóttur
biðu fagfélögin innan BSRB lægri
hlut í stjórnarkosningum fyrir full-
trúum blönduðu aðildarfélaganna.
Hún sagði í samtali við Morgun-
blaðið að fagfélög innan BSRB
hefðu staðið á bak við framboð
hennar og hún hefði litið á sig sem
talsmann þeirra. „Ég túlka niður-
stöðu kosninganna þannig að
áfram sé mikill meirihlutavilji fyrir
því innan bandalagsins að tals-
menn þessara hópa eigi ekki að
vera í framvarðarsveitinni. Það
kom einnig í ljós í stjórnarkjörinu
en þar var annar fulltrúi þessara
hópa felldur og inn kom áttundi
fulltrúi samflotsfélaga starfs-
manna sveitarfélaga," segir Björg.
Aðspurð segir Björg að í vetur
hafi verið vangaveltur um framtíð-
arskipulag og stefnu Félags ísl.
leikskólakennara, þar sem m.a.
hafi verið rætt um með hvaða hóp-
um hagsmunum félaganna væri
best borgið. Sagði hún að þessar
niðurstöður og málin í heild sinni
yrðu rædd á fulltrúaráðsþingi fé-
lagsins 9. og 10. maí.
Málefnalegur ágreiningur
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, segir að skiptar skoðanir
hafi verið innan hreyfingarinnar
um árabil í hvora áttina ætti að
ganga, að varðveita og efla bland-
aða félagsformið eða efla fagstétt-
arfyrirkomulagið.
„Um þetta er málefnalegur
ágreiningur sem menn telja að
hafi birst í kosningum til stjórnar.
Þetta er sjónarmið sem ber að virða
en hins vegar vil ég leggja áherslu
á að það má ekki alhæfa um of.
Innan stjórnarinnar eru fulltrúar
úr fagstéttarfélögum og blönduð-
um félögum," segir Ögmundur.
STAÐAN í samningamálum kom
lítiö til umræðu á nýafstöðnu þingi
BSRB. Mörg aðildarfélög eiga enn
ósamið en um það leyti sem þingið
hófst skrifaði stærsta aðildarfélag-
ið, Starfsmannafélag ríkisstofn-
ana, undir nýjan kjarasamning við
ríkið. Af rnáli nokkurra þingfull-
trúa mátti ráða að skiptar skoðan-
ir eru á samningnum.
„Frá því fyrstu samningar voru
gerðir var vitað að viðsemjandinn
myndi reyna að koma öllum í svip-
aðan farveg. Út úr honum fara
menn ekki í neinum grundvallar-
atriðum nema með átökum, ef þeir
eiga ekki eitthvað upp á pallborðið
hjá viðsemjandanum að öðru leyti,“
segir Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB.
„Áhugi félaganna er mjög mis-
munandi á að fara inn á nýjar braut-
ir varðandi launakerfisbreytingar.
Það er komið undir hverju félagi
fyrir sig hvernig það metur stöðuna
að þessu leyti,“ segir Ögmundur.
Björg Bjarnadóttir, formaður Fé-
lags leikskólakennara, segir að lítið
hafi miðað í kjaraviðræðum félags-
ins við viðsemjendur. „Viðræður eru
rétt að fara af stað eftir að Reykja-
víkurborg lagði loksins til hliðar
hugmyndir sínar um nýtt launa-
kerfí," segir hún. Björg segir samn-
inga SFR engin áhrif hafa á kjara-
viðræður félagsins. „Við höfnum
alfarið þessu launakerfi," segir hún.
Ályktun BSRB um
sjávarútvegsmál
Ríkið taki
gjald fyr-
ir afla-
heimildir
„BSRB telui' að sníða eigi gallana
af fiskveiðistjórnuninni og breyta
kerfinu þannig að ríkið taki gjald
fyrir aflaheimildir. Allur afli skal fara
um innlenda fískmarkaði, svo eðlileg
verðmyndun verði á aflanum auk
þess sem eftirlit verður skilvirkara,"
segir m.a. í ályktun sem samþykkt
var á þingi BSRB um efnahags- og
atvinnumál.
í kafla ályktunarinnar um sjávar-
útvegsmál er áréttuð sú stefna
bandalagsins sem samþykkt var á
bandalagsráðstefnu í nóvember
1995. í ályktuninni sem samþykkt
var á þinginu um helgina segir m.a.
„Núverandi fískveiðistjórnunarkerfí
hefur ekki skilað tilætluðum árangri.
Kvótinn hefur safnast á fáar hendur,
umgengnin við auðlindina er slæm,
sóunin í kerfmu er mikil og kerfið
hefur stuðlað að því að útgerðarmenn
eru farnir að líta á kvótann sem sína
eign. Þar af leiðandi er kerfið lokað
og engin endurnýjun á sér stað meðal
útgerðaraðila."
Styður veiðileyfagjald
Morgunblaðið spurði Ögmund
Jónasson, formann BSRB, sem er
jafnframt þingmaður Alþýðubanda-
lagsins og óháðra, hvort hann styddi
þá stefnu að ríkið taki gjald fyrir
aflaheimildir. „Já, ég styð það,“
sagði Ögmundur. „Ég er mjög ein-
dregið þeirrar skoðunar að taka
verði fiskveiðistjórnunarkerfið til
endurskoðunar og tel að það sem
er að gerast á þessu sviði, brask
með auðlindina og lög sem treysta
yfirráð útgerðarinnar yfir kvótanum,
með því að heimila þeim veðsetn-
ingu, sé mjög alvarlegur hlutur,“
svaraði Ögmundur.
Uppstokkun í stjórn Landsvirkjunar í kjölfar breytinga á lögum um fyrirtækið
TALSVERÐ uppstokkun varð í
stjórn Landsvirkjunar á ársfundinum
í gær í kjölfar þeirra breytinga sem
gerðar voru á lögum um fyrirtækið
á síðasta alþingi. Skipt var um stjóm-
arformann; Jóhannes Geir Sigurgeir-
son, fyrrum alþingismaður og stjóm-
arformaður KEA, tók við af Helgu
Jónsdóttur, borgarritara, en hún
hafði gegnt formennsku síðan í júlí
1995 þegar Jóhannes Nordal lét af
formennsku. Iðnaðarráðherra skip-
aði nú í fyrsta skipti sjálfur alla full-
trúa ríkisins í stjóm fyrirtækisins og
skipun hans sætti í gær harðri gagn-
rýni Svavars Gestssonar alþingis-
manns, sem nú gekk úr stjórninni.
Hann sakaði Finn Ingólfsson um að
ijúfa drengskaparsamkomulag um
að fulltrúar allra stjómmálaflokka
ættu aðild að stjóm fyrirtækisins.
Þar til nú hafa setið níu manns
í stjórn Landsvirkjunar; fjórir til-
nefndir af ríkinu, sem á 50% hlut í
Landsvirkjun, þrír tilnefndir af
Reykjavíkurborg, sem á 44,525%
og einn af Akureyrarbæ, sem á
5,475%. Níundi maðurinn var for-
maður og um hann komu eigendur
sér saman. __________
Eftir að lögum var
breytt í desember sl. eru
stjórnarmenn sjö.
Reykjavík á áfram þijá
fulltrúa og Akureyrar- —
bær einn en fulltrúar ríkisins eru
nú þrír, og er einn þeirra formaður
með tvöfalt atkvæðavægi. Áður
kaus Alþingi fulltrúa ríkisins til
fjögurra ára í senn en nú eru þeir
allir, að formanni meðtöldum, til-
nefndir af iðnaðarráðherra.
Eins og fyrr sagði er Jóhannes
Geir Sigurgeirsson nýr formaður en
hann hefur setið í stjórn Landsvirkj-
unar í 2 ár. Auk hans tilnefndi ráð-
Ráðherra sakaður um
að rjúfa samkomulag
Breytingar á
umhverfi
Landsvirkjunar
herra í stjómina Árna Grétar Finns-
son, hæstaréttarlögmann, sem setið
hefur lengi í stjórninni, og Sigfús
Jónsson, fyrrum bæjarstjóra á
Akureyri.
Svavar Gestsson alþingismaður
sat einnig í fyrri stjórn sem fulltrúi
ríkisins og einnig Sturla Böðvarsson
alþingismaður.
Ekki varð breyting á fulltrúum
sveitarfélaganna á ársfundi Lands-
virkjunar í gær. Fulltrúar Reykja-
víkurborgar eru eftir sem áður Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Pétur
Jónsson og Kristín Einarsdóttir.
Fulltrúi Akureyrarbæjar er Jakob
Björnsson.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
sagðist í samtali við Morgunblaðið
_________ fyrst og fremst mundu
byggja í starfi sínu sem
stjórnarformaður á þeirri
reynslu sem hann hefði
fengið af 2 ára stjómar-
“1"" setu. „Fyrirtækið er í
mjög föstum skorðum og það eru
mjög stór verkefni í gangi,“ sagði
hann. Jóhannes Geir sagði ljóst að
ýmsar breytingar væru að verða á
umhverfi Landsvirkjunar. „Við
erum farnir að sjá nú þegar aukna
samkeppni um raforkuframleiðsl-
una þótt ég telji að sígandi lukka
sé best á því sviði."
Helga Jónsdóttir, fráfarandi
stjórnarformaður Landsvirkjunar,
sagði að sér fyndust mannaskipti í
stjórn fyrirtækisins eðlileg afleiðing
lagabreytingarinnar. Ríkið eigi nú
eingöngu þijá fulltrúa í stjórn og
eigi réttinn á að skipa eitt og sér
stjórnarformann. „Ég verð að segja
það að mér finnst það út af fyrir
sig afskaplega eðlilegt að það sé
ekki borgarritarinn í Reykjavík,"
sagði Helga. Hún tók við for-
mennsku 1. júlí 1995 og sagði að
auðvitað væru það ákveðin von-
brigði að hafa verið valin til starfs
í fjögur ár og telja sig vera að taka
við því í fjögur ár og þurfa síðan
að hverfa frá því á miðju tímabili.
Brotið blað
Svavar Gestsson, alþingismaður
og fráfarandi stjórnarmaður í
Landsvirkjun, Iagði fram bókun á
ársfundi fyrirtækisins í gær þar
sem segir að með skipun ráðherra
í stjórn Landsvirkjunar sé brotið
blað í sögu fyrirtækisins.
Leitast hafi verið við að tryggja
að stjórn Landsvirkjunar endur-
speglaði hinn pólitíska vilja lands-
manna enda sé fyrirtækið þjóð-
areign. „Hefur tekist nær alltaf frá
stofnun að tryggja breiða pólitíska
aðild að stjórn fyrirtækisins þar
sem öll helstu stjórnmálaöfl lands-
ins hafa átt fulltrúa," segir í bókun-
inni. „Hér hefur verið um að ræða
drengskaparsamkomulag milli for-
ystumanna flokkanna sem allir
hafa lagt áherslu á að halda."
Síðan segir að frá þessum árs-
fundi hafi skipt um. Samtök um
kvennalista hafi einn mann í nýrri
stjórn, Framsóknarflokkurinn þijú
atkvæði þegar á reynir, Sjálf-
stæðisflokkurinn tvö og Alþýðu-
flokkurinn tvö en Alþýðubandalag-
ið ekkert. „Hér er því brotið blað
í sögu fyrirtækisins."
„Lagabreytingarnar sem voru
knúnar fram sl. vetur byggðust að
sögn iðnaðarráðherra á því að
skapa leið til faglegri skipunar
stjórnar fyrirtækisins. Hann hefur
nú sjáifur hafnað þeirri leið með
því að skipa varaþingmann Fram-
sóknarflokksins í formennsku með
tvígilt atkvæði í stjórn___________________
Landsvirkjunar. í um- |\|ýt| og ferskt
ræðunum um þessar h■ nA inn í
breytingar á Alþingi var- .
aði Alþýðubandalagið við Tyrirtæklö
því mikla valdi sem væri
mín ákvörðun," sagði hann að-
spurður um ástæður mannabreyt-
inga í formennsku og stjórn.
Þetta var niðurstaðan
„Ákvörðunin byggist á því að
halda inni í fyrirtækinu mönnum sem
hafa langa reynslu af setu í stjóm
fyrirtækisins, fá inn mann sem hefur
mikla reynslu sem stjómarformaður
fyrirtækis, sem er Jóhannes Geir,
og líka nýtt og ferskt blóð inn í fyrir-
tækið en auk þess þekkir Sigfús
Jónsson fyrirtækið mjög vel frá því
hann var bæjarstjóri á Akureyri.
Þetta var niðurstaðan."
Finnur sagði að þótt breytingin
væri talsverð teldi hann að Helga
Jónsdóttir hefði staðið sig „alveg
gríðarlega vel sem stjórnarformaður
fyrirtækisins þessi tvö ár. Það kann
að koma á óvart að verið sé að
gera breytingar núna þegar verið
hefur eitt besta ár í sögu félagsins
en Helga Jónsdóttir er borgarritari
og þess vegna starfsmaður Reykja-
víkurborgar. Borgin á þijá fulltrúa
í stjórninni og með því að skipa
hana
líka sem formann var ég
_ hræddur um að það gæti
skapast óþarfa tortryggni
milli landshluta um þetta
fyrirtæki. Það hefur örlað
á slíkri tortryggni í kring-
um þessar lagabreytingar
með þessu lagt í hendur ráðherra.
Augljóst er nú að þessar áhyggjur
Alþýðubandalagsins voru á rökum
reistar,“ segir í bókun Svavars.
Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð-
herra sagði að það hefði verið
ákvörðun Alþingis í samráði við
eignaraðila að fækka í stjórn fyrir-
tækisins. „Þá stendur maður
frammi fyrir því að velja úr hópi
hæfileikaríkra manna og þetta var
og ég vildi koma í veg fyrir að það
mundi gerast.“
Hann kannaðist ekki við óskráð
drengskaparsamkomulag um að all-
ir stjórnmálaflokkar ættu ítök í
stjórninni. Sagði að Þjóðvaki ætti
ekki fulltrúa í núverandi eða fráfar-
andi stjórn og að bæði Kvennalisti
og sennilega einnig Alþýðuflokkur
hefðu verið án fulltrúa í stjórn
Landsvirkjunar.