Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Sífellt stærri hlutar islands
ÞAÐ er kannski orðið tímabært að söðla um, sleppa Pacardinum og strútaræktinni
og snúa sér að skipum eyðimerkurinnar, kameldýrunum???
Fimm hrepptu fyrsta vinning í Lottóinu
Rétt röð seld í söluturn-
inum Gerplu í ellefta skipti
FYRSTI vinningur í Lottóinu á
laugardaginn varð 34 milljónir
króna í sexföldum potti, sem er
hæsta upphæðin í sögu íslenskrar
getspár. 1,6 milljónir raða seldust
í söluturnum landsins og væntan-
lega var áhorf á Lottó 5/38 í Sjón-
varpinu óvenjumikið þetta kvöld,
en fimm hrepptu pottinn og fá 6,8
milljónir hver.
Réttu tölurnar voru seldar í
Kaupfélaginu á Hvammstanga,
Bílanesti Mosfellsbæ, Shellskálan-
um á Höfn, Bónusi Holtagörðum
og Gerplu við Sólvallagötu í Reykja-
vík og er það í ellefta skiptið sem
fyrsti vinningurinn fellur viðskipta-
vini þar í skaut. Raðir seldust fyrir
30 milljónir á Sólvallagötunni.
í Gerplu voru líka handhafar
tveggja bónusvinninga en 17 hlutu
hann og verða tæplega 150 þúsund
krónum ríkari. 421 lottóspilari fékk
10 þúsund krónur fyrir fjóra rétta.
AR
FOSTUDAGINN 2. MAI KL. 20.00
Helgi Hjörvar formað-
ur Blindrafélagsins
• •
Oryrkjar
fá ekki lág-
markslaun
Glæsileg hljómsveitamk sem kynnt vetða á tónleikunum
Skemmtun - fræðsla - upplifun
Síðast kom Sigrún Hjálmtýsdóttir óvænt fram, hvað verður nú?
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS(®)
Háskólabíói viö Hagatorg, sími 562 2255
MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN
HELGI Hjörvar var kosinn formaður
á aðalfundi Blindrafélagsins sumar-
daginn fyrsta. Aðrir í framboði voru
Halldór S. Guðbergsson og Ómar
Stefánsson. Helgi tekur við af Ragn-
ari R. Magnús-
syni.
Á aðalfundin-
um vár samþykkt
að gera kröfu um
að örorkubætur
fylgi lágmarks-
launum í landinu
sem á næstu
árum verða 70
þúsund krónur.
„Ráðamenn hafa sagt að lífeyris-
þegar fái meðaltalsprósentuhækkun
úr kjarasamningum,“ segir Helgi
Hjörvar. „Lágmarkslaun eru hins
vegar að hækka miklu meira en laun
Helgi Hjörvar
að meðaltali. Þetta er orðaleikur til
að skilja öryrkjana eftir, svo þeir
hafi minna á milli handanna en aðr-
ir sem lág laun hafa. Örorkubæturn-
ar verða þegar fram í sækir 10-20%
undir lágmarkslaunum.'1
Einnig var samþykkt á fundinum
að rýmka aðalfélagsaðild og geta
sjónskertir nú orðið aðalfélagar.
Vöruþróun 1997
Þróun hug-
myndar í mark-
aðshæfa vöru
Sævar Kristinsson
VERKEFNIÐ Vöru-
þróun 1997 er
sjötta vöruþró-
unarverkefnið sem Iðn-
tæknistofnun hefur umsjón
með frá árinu 1988 en
verkefnið er hluti af „Átaki
til atvinnusköpunar" sem
er samstarfsverkefni iðn-
aðar- og viðskiptaráðu-
neytis, Iðnlánasjóðs og Iðn-
þróunarsjóðs. Sævar Krist-
insson, verkefnisstjóri hjá
Iðntæknistofnun, hefur
umsjón með verkefninu
Vöruþróun 1997.
—Hvað felst í verkefninu
Vöruþróun 1997
„í verkefninu Vöruþró-
un 1997 gefst fyrirtækjum
úr öllum starfsgreinum
kostur á að fá aðstoð við
að þróa vöru frá hugmynd
að markaðsfærslu, vöru sem get-
ur til að mynda verið hlutir, hug-
verk, unnin efni eða þjónusta.
Þátttakendum verður veitt fjár-
hagsleg og fagleg aðstoð við þró-
un vörunnar svo þau geti komið
samkeppnishæfri vöru á markað
innan tveggja ára frá upphafi
verkefnisins.
í verkefninu verður lögð
áhersla á faglega aðstoð, bæði
við stjórnun verkefnisins og þró-
un viðkomandi vöru. Jafnframt
verður reynt að vinna á þann
hátt að þróunartíminn verði sem
stystur svo að varan komist á
markað sem fyrst innan þeirra
tveggja ára sem verkefnið hefur
til að skila árangri.
Við leggjum mikla áherslu á
markaðsþáttinn því fyrirtæki
geta haft góðar hugmyndir en
gera sér ekki grein fyrir því
hvernig hægt er að koma hug-
myndinni á framfæri og gera
hana söluhæfa. Við leiðbeinum
þátttakendum í gegnum allt ferl-
ið, frá þróun hugmyndar í mark-
aðshæfa vöru. I fyrsta lagi að-
stoðum við fyrirtækin við að þróa
vöruna í þau tvö ár sem verkefn-
ið stendur yfir. í öðru lagi erum
við að innleiða hjá þeim ákveðna
hugmyndafræði þar sem við kom-
um inn sem einskonar þróunar-
stjórar og aðstoðum þátttakendur
við að breyta hugmynd í vöru
m.a. með því að fá starfsmenn
fyrirtækisins til þess að skilja
mikilvægi markaðsstarfs og
vöruþróunar. Hins vegar reynum
við ekki að hafa vit fyrir mönnum
enda hafa þeir miklu meiri þekk-
ingu á viðkomandi hugmynd en
við.
Þegar verkefninu lýkur eftir
tvö ár þá væntum við þess að
aðferðafræðin sem við höfum
verið að innleiða á meðan verk-
efnið stendur yfir sitji eftir og
hún verði áfram til staðar innan
viðkomandi fyrirtæk-
is.“
—Hvaða fjárhagslega
stuðning fá verkefnin?
„Þau verkefni sem
verða samþykkt hljóta
styrk er nemur 25% af viður-
kenndum kostnaði, en þó að há-
marki eina milljón króna. Jafn-
framt geta verkefnin fengið
áhættulán frá Iðnlánasjóði eða
Iðnþróunarsjóði samkvæmt regl-
um sjóðanna, sem nemur 50% af
áætluðum kostnaði. Með lánveit-
ingu sjóðanna er komist hjá því
að vöruþróunin trufli rekstur fyr-
irtækjanna fjárhagslega. Þetta
► Sævar Kristinsson er fædd-
ur 8. ágúst 1960 í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð 1980 og lauk námi í við-
skiptafræði frá Háskóla ís-
lands 1986. Sævar var fram-
kvæmdastjóri hjá Max í 16 ár
en hóf störf sem verkefnis-
stjóri hjá Iðntæknistofnun i
júlí 1996. Sævar er kvæntur
Eygló Jónsdóttur, söluráðgjafa
hjá Halldóri Jónssyni og eiga
þau tvo syni.
gerir það að verkum að fyrirtæk-
in geta farið út í miklu stærri
verkefni en þau gætu að öðrum
kosti. Þannig að þau geta komið
á markað vöru sem að öðrum
kosti væri ekki mögulegt að þróa.
Því miður komast einungis tíu
fyrirtæki að í Vöruþróun 1997
en fyrri verkefni sem hafa tekið
þátt í henni eru um sjötíu talsins
og þau hafa skilað hundraða
milljóna króna veltu inn í þjóðfé-
lagið. Þannig að vöruþróunar-
verkefnin hafa sannað gildi sitt.“
—Hvetjir geta sótt um þátttöku?
„Eins og hér kom fram að ofan
þá er Vöruþróun 1997 opin öllum
starfsgreinum. Fyrirtæki sem
búa yfir hugmynd að vöru eða
þjónustu, sem þau telja að feli í
sér verulegt nýnæmi og ábata
fyrir rekstur sinn, geta sótt um.
Við krefjumst þess af hugsanleg-
um þátttökufyrirtækjum að þau
geti sýnt fram á fjárhagslegan
styrkleika við að Ijúka þróunar-
vinnunni og að þau geti og vilji
ná viðunandi árangri.
í fyrri vöruþróunarverkefnum
hafa fyrirtækin sem hafa tekið
þátt komið úr ýmsum áttum s.s.
hugbúnaðargeiranum, smiðjur,
sjávarútvegsfyrirtæki og svo
mætti lengi telja.
Umsóknarfresturinn rennur út
núna 1. maí en umsóknareyðu-
blöð er hægt að nálgast
hjá Iðntæknistofnun og
öllum iðn- og atvinnur-
áðgjöfum á landinu.
Starfsmenn Iðntækni-
stofnunar og atvinnur-
áðgjafar aðstoða við að fylla út
umsóknina sé þess óskað.
Við mat umsókna gilda reglur
Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs.
Allar umsóknir eru teknar til at-
hugunar hjá stjórn verkefnisins.
Reynt verður að flýta umfjöllun
stjórnar þannig að væntanlega
mun niðurstaða stjórnar um
hveijir komast að í Vöruþróun
1997 liggja fyrir í lok maí.“
Veitt fjár-
hagsleg og
fagleg aðstoð