Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/N.P. Arskog BALDUR Hjaltason, framkvæmdastjóri Lýsis hf., og Xia Yan, forstjóri China Peace Corporation, undirrita samstarfssamning um sölu ís- lenzkra lýsisperlna í Kína. Á meðal þeirra, sem fylgjast með, eru Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Islands í Kína. Viðhöfn við undirritun samnings um sölu íslenzks lýsis til Kína Islendingar fá hlýrri móttökur en Danir Islendingar fá ólíkt hlýrri móttökur í Kína þessa dagana en Danir, skrifar danski blaðamaðurinn Niels Peter Arskog, sem fylgdist með undirritun samnings við Lýsi hf. í Peking. Stöðvuðu drukkinn viðskiptavin STARFSMÖNNUM veitingahúss við Hraunberg leist illa á ástand drukkins viðskiptavinar sem þar var síðdegis á sunnudag, þegar ljóst var að hann hygðist aka á brott. Þeim tókst með útsjónarsemi að hindra viðskiptavininn í að halda af stað á bifreið sinni. Maðurinn lét ekki segjast við fortölur svo starfsmennirnir brugðu á það ráð að taka kveikju- þráð úr bifreiðinni og gera hana þannig ógangfæra. Viðskiptavinurinn sá sitt óvænna og neyddist til að fara gangandi heim til sín. Heimili hans reyndist vera spölkorn frá. -----♦ ♦------ Pörupiltar í þjófnaði o g íkveikju TVEIR ellefu ára drengir voru færðir í hendur foreldra eftir að hafa verið staðnir að því að stela veski af konu í verslun við Brautar- holt um helgina. Þá voru tveir piltar handteknir í Vonarstræti við ráðhúsið eftir að hafa kveikt þar í rusli. Ekkert tjón hlaust af. Piltarnir voru fluttir á lögreglustöð þangað sem foreldar þeirra sóttu þá. Loks voru þrír ungir piltar staðn- ir að því að reyna að brjótast inn í birgðageymslu í Mosfellsdal. Þeir voru færðir í hendur foreldra sinna. -----♦ ■«----- Slys á skíða- mönnum STÚLKA féll á skíðum í Skálafelli á föstudag með þeim afleiðingum að hún var talin hafa fótbrotnað og var því flutt á slysadeild. Önnur stúlka datt á skíðum í Bláfjöllum og meiddist á mjöðm. Hún var einnig flutt á slysadeild. Loks fór skíðamaður í Bláijöllum úr axlarlið eftir byltu. LÝSI hf. undirritaði á föstudag sam- starfssamning við kínverska fyrir- tækið China Peace Corporation, um innflutning og markaðssetningu á lýsisperlum fyrirtækisins. Undirrit- un samningsins var slegið upp af hálfu kínverskra stjórnvalda og at- höfnin haldin í þinghúsi Kína, Al- þýðuhöllinni við Torg hins himneska friðar. Viðstödd voru Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra ís- lands, og Yin Da Kui, aðstoðarheil- brigðisráðherra Kína. Danmörk sett út í kuldann Kínveijar telja að á meðal 1.200 nnlljóna landsmanna sé mikil þörf fyrir lýsisvörur. Lýsisperlurnar verða fyrsta íslenzka merkjavaran, sem seld verður í stórmörkuðum um allt Kínaveldi. Athöfnin sem 90 íslenzkum og kínverskum gestum var boðið til, var í hróplegri mótsögn við þá meðferð, sem önnur norræn þjóð fær í Kína þessa dagana. Kínversk stjórnvöld hafa sett Danmörku, sem annars hefur haft mjög vinsamleg sam- skipti við Kína frá því snemma á sjötta áratugnum, út í kuldann eftir að Niels Helveg Petersen utanríkis- ráðherra lagði fram ályktunartil- lögu, sem var harðorð í garð Kína, í mannréttindaráði Sameinuðu þjóð- anna í Genf fyrir hálfum mánuði. Heimsóknum danskra ráðherra hefur verið aflýst og nýhöfnu sam- starfi Danmerkur og Kína í dóms- málum hætt. Dönsk fyrirtæki í Kína hafa tapað pöntunum fyrir milljónir danskra króna eftir hið umdeilda frumkvæði dönsku stjórnarinnar. Þrátt fyrir að íslenzka ríkisstjórn- in hafi stutt ályktun Dana um mann- réttindi hafa Kínveijar tekið bæði íslenzka heilbrigðisráðherranum og íslenzkum athafnamönnum opnum örmum. Framkvæmdastjóri Lýsis, Baldur Hjaltason, og forstjóri China Peace Corporation, Xia Yan, undirrituðu samninginn um sölu íslenzks lýsis til Kína. Bæði íslenzki og kínverski ráðherrann létu við þetta tækifæri í ljós vonir um aukið og enn nánara samstarf og traustari vmáttu land- anna tveggja. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon FRA afhendingu fálkaorðunnar. Heiðrað fyrsta sumardag VIÐ athöfn á Bessastöðum sumar- daginn fyrsta, 24. apríl, tilkynnti forseti íslands að hann hefði sæmt eftirtalda íslendinga heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu: Arnór Pétursson, riddarakrossi fyrir störf að íþróttamálum fatl- aðra; Björk Guðmundsdóttur, tón- listarmann, riddarakrossi fyrir tónlistarstörf; Guðríði Elíasdótt- ur, fv. formann verkakvennafé- lagsins Framtíðarinnar, riddara- krossi fyrir störf að verkalýðsmál- um; Jóhannes Jónsson, kaupmann, riddarakrossi fyrir verslunar- störf; Margréti Jónsdóttur, for- stöðukonu, riddarakrossi fyrir störf að félags- og velferðarmál- um; Olaf G. Einarsson, forseta Alþingis, stórriddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu; Pétur Þor- steinsson, fv. skólastjóra, riddara- krossi fyrir störf á sviði tölvumála og upplýsingatækni; Sigríði Ey- þórsdóttur, leiksljóra og kennara, riddarakrossi fyrir brautryðj- andastarf að leiklist þroskaheftra; séra Sigurð Helga Guðmundsson, sóknarprest, stórriddarakrossi fyrir störf að félags- og öldrunar- máluni; Þórarin Tyrfingsson, lækni, riddarakrossi fyrir for- varnir og meðferð við áfengis- og fíkniefnasjúka; Þórunni Björnsdóttur, tónmenntakennara, riddarakrossi fyrir störf að tón- listar- og uppeldismálum. Fjarverandi afhendingu fálka- orðunnar voru Þórarinn Tyrfings- son og Björk Guðmundsdóttir sem eru erlendis og Arnór Pétursson vegna veikinda. Móðir Bjarkar Guðmundsdóttur tók við fálkaorð- unni fyrir hennar hönd. Um 90 manns ætla að skrá sig úr Ingólfi í Hveragerði Ihuga að stofna félag sjálfstæðislaunþega TÆPLEGA 90 manns voru búnir að skrá nafn sitt á undirskriftalista, í gær, þess efnis að þeir ætli að segja sig úr Sjálfstæðisfélaginu Ing- ólfi í Hveragerði, að sögn Ingu Lóu Hannesdóttur, einnar þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni. Inga Lóa segir að með þessu séu menn fyrst og fremst að mótmæla þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru af hálfu stjórnar sjálfstæðisfé- lagsins á íélagsfundi í síðustu viku, þegar stjórnin kom með tillögu um að vísa öllum fjórum bæjarfuiltrúum Sjálfstæðisflokksins úr Sjálfstæðis- félaginu Ingólfi og einnig að dag- skrárbreyting hefði verið gerð, „öll- um að óvörum“, á sama fundi þess efnis að kosið yrði þegar í uppstill- inganefnd vegna sveitarstjórnar- kosninga í maí 1998. Inga Lóa segir að söfnun undir- skriftanna standi enn yfir og að þeim verði væntanlega skilað til Björns S. Pálssonar, formanns Sjálf- stæðisfélagsins Ingóifs, á næstu dögum. Björn sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær ekki geta tjáð sig um undirskriftasöfnunina þar sem hann væri ekki búinn að fá uppsagn- irnar í hendur. Hann sagðist hins vegar hafa fengið tvær skriflegar úrsagnir úr sjálfstæðisfélaginu eftir félagsfundinn í síðustu viku, en ríf- lega 250 manns eru nú skráðir í sjálfstæðisfélagið. íhuga að stofna félag sjálfstæðislaunþega Gísli Páll Pálsson, forseti bæjar- stjórnar og einn fjórmenninganna sem var vikið úr félaginu, segir að til standi að stofna nýtt sjálfstæðis- félag í Hveragerði, en ekki væri búið að taka ákvörðun um hverrar tegundar slíkt félag yrði. I skipulagsreglum Sjálfstæðis- flokksins segir að ekki megi stofna og starfrækja fleiri en eitt sjálfstæð- isfélag sömu tegundar á sama fé- lagssvæði. í Hveragerði eru tvær tegundir sjálfstæðisfélaga, annars vegar almennt félag sjálfstæðisfólks, Sjálfstæðisfélagið Ingólfur og hins vegar félag ungs sjálfstæðisfólks. Samkvæmt skipulagsreglum væri einnig hægt að stofna félag sjálf- stæðiskvenna og félag sjálfstæðis- launþega, þ.e. félag sjálfstæðisfólks innan launþegasamtaka, eins og ASÍ, BSRB og fleiri. Gísli Páll segir að til greina komi að stofna félag sjálfstæðislaunþega, en ekki sé enn búið að ákveða hvort eða hvenær svo verði. -----♦■■♦ ♦---- Hallgr ímskir kj a Sex sóttu um stöðu að- stoðarprests SEX umsækjendur voru um stöðu aðstoðarprests í Hallgrímspresta- kalli, en umsóknarfrestur rann út 15. apríl síðastliðinn. Þeir sem sóttu um prestakallið voru Guðmunda Inga Gunnarsdóttir guðfræðingur, séra Guðný Hall- grímsdóttir, Hans Markús Haf- steinsson guðfræðingur, Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur, séra Sigurður Pálsson og séra Þórir Jök- ull Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.