Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 14

Morgunblaðið - 29.04.1997, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðiö/Þorgeir Baldursson ÞÆR Anna Jónína sem býr á Húsavík og Inga Bryndís sem á heima á Akureyri heimsóttu Guðnýju Buch bónda á Einars- stöðum í Reykjadal á dögunum, Þær voru ekki seinar á sér að hlaupa beint í fjárhúsið að líta Fengu að klappa kiðlingnum á nýfæddan kiðling sem þær Guðný átti á árum áður nokkr- fengu að halda á og klappa. ar geitur en heldur nú aðeins huðnu og hafur. Ekki líður á löngu þar til líflegt verður í fjárhúsunum hjá Guðnýju á Einarsstöðum, en sauðburður fer að hefjast af fullum krafti og þá fær kiðlingurinn væntan- lega góðan félagsskap. Kappaksturinn endaði á ljósastaur ÞAÐ fór ekki vel fyrir ökumönnum tveggja bifreiða sem reyndu með sér í kappakstri á einni af aðalgötum bæjarins um heigina. Onnur birfeiðin kastaðist upp á umferðareyju og hafnaði þar á ljósa- staur og braut hann niður. Bíllinn er stórskemmdur, en mildi þykir að þeir sem í bílnum voru, fjórir alls, sluppu nánast ómeiddir. Okumaður vélhjóls sem ekið var austur Bugðusíðu missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hann og farþegi féilu í götuna og köstuðust allnokkra vegalengd. Báð- ir voru fluttir á slysadeild til að- hlynningar. Tveir ökumenn sem ekki höfðu öðlast ökuréttindi voru teknir við akstur og einn sem sviptur hafði verið ökuréttindum, en hann var að auki grunaður um ölvun við akstur- inn. Þá hafa 33 ökumenn verið kærð- ir fyrir að aka of hratt síðustu daga. Sá sem hraðast ók mældist vera á 120 kílómetra hraða þar sem leyfður er 50 kílómetra hámarkshraði. Þegar að var gáð reyndist ökumaðurinn einungis vera búinn að hafa ökurétt- indi í innan við þtjár vikur, en öku- skírteini hans varð eftir á lögreglu- stöðinni. Tveir aðrir voru einnig sviptir ökuréttindum á staðnum eftir að hafa mælst á 104 kílómetra hraða innanbæjar. Var annar að sinna heimsendingarþjónustu, en verður vísast að finna sér annan starfa næstu mánuði. 1 fjpR T7T| * í 'i-'' '<.j.’jiÁjlS mt 1 c4 Morgunblaðið/Krisján JÓNA Sighvatsdóttir og Sigurður Bergsson sem tekið hafa við rekstri Borgarsölunnar og Turnsins. Eigendur söluturna HJÓNIN Jóna Sighvatsdóttir og Sig- urður Bergsson hafa tekið við rekstri tveggja söluturna í miðbæ Akur- eyrar, Borgarsölunnar og Turnsins. Jóna er sjúkraliði og hefur starfað við þá grein meira og minna síðustu 30 ár en Sigurður hefur verið vél- stjóri á ýmsum skipum og gert út trillur. „Við höfum ekkert komið nálægt verslunarrekstri áður, en þetta leggst ljómandi vel í okkur, við höfum vant og gott starfsfólk með okkur í þessu,“ sagði Jóna, en hún tók við rekstrinum nánast um leið og hún fagnaði 50 ára afmæli sínu. Turninn er opinn alla virka daga frá kl. 9-18, en Borgarsalan frá 9-10 að vetrarlagi, en yfir sumar- mánuðina er opið til 23.30 auk þess sem nætursala er um helgar fram undir morgun. Brimborg-Þórshamar Morgunblaðið/Kristján í TILEFNI af opnun nýju sölu- og þjónustumiðstöðvarinnar á Akureyri stóð Brimborg-Þórshamar fyrir sýningu á bílum frá Volvo og Ford og kynningu á gröfum, vörubílum og krönum. Endurbætt þjón- ustumidstöð opnuð BRIMBORG-ÞORSHAMAR hefur opnað nýja sölu- og þjónustumiðstöð á Tryggvabraut 3-5 á Akureyri. Brimborg hf. keypti bifreiða- og þjónustuverkstæðið Þórshamar og húsnæði þess í lok síðasta árs og hefur nafni fyrirtækisins verið breytt í Brimborg-Þórshamar hf. Með þessum kaupum getur Brim- borg nú veitt íbúum á landsbyggð- inni betri þjónustu og er þetta eitt af fyrstu skrefunum í þá átt að auð- velda viðskiptavinum Brimborgar að nálgast á sem þægilegastan máta þá þjónustu sem þeir þarfnast hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Brimborg-Þórshamar verður þjón- ustumiðstöð landsbyggðarinnar. Umsvifin hafa aukist verulega Búið er að endurskipuleggja Brimborg-Þórshamar og einnig hafa starfsmenn fyrirtækisins verið send- ir á námskeið til þess að geta þjónað öllum þeim tegundum bíla og tækja, sem Brimborg er með, á sem bestan hátt. Sl. vikur og mánuði hefur ver- ið unnið að því að breyta verkstæð- inu, bæta aðstöðu starfsmanna og innrétta sýningarsal fyrir nýja bíla. Árið 1988 keypti Brimborg Volvo umboðið af Velti hf. Við það jukust umsvif fyrirtækisins verulega því umboðinu fylgdu allar framleiðslu- vörur Volvo, fólks- og vörubílar, langferðabílar og strætisvagnar, Volvo Penta báta- og ljósavélar, vinnuvélar frá VCE og Volvo Hydr- aulic vökvadælur frá VOAC, auk vióhalds- og varahlutaþjónustu og fleira. Árið 1995 keypti Brimborg Ford og Citroén umboðin af Glób- usi. Nú getur fyrirtækið boðið farar- og flutningatæki af öllum stærðum, allt frá minnstu fólksbílum til 40 tonna flutningabíla og stærstu vinnuvélar og krana. Skólastjóri Tónlistarskólans Sex sækja um starfið FIMM umsóknir bárust um starf skólastjóra Tónlistarskól- ans á Akureyri en Guðmundur Óli Gunnarsson sem verið hefur skólastjóri síðustu ár lætur af störfum eftir þetta skólaár. Þeir sem sækja um starfið eru Atli Guðlaugsson, Eyja- fjarðarsveit, Daði Þór Einars- son, Stykkishólmi, _ Hákon Leifsson, Reykjavík, ívar Að- alsteinsson, Ákureyri, Kristinn Jóhann Níelsson, Flateyri, og Michael Jón Clarke, Akureyri. Stofnfundur Grósku á Norðurlandi STOFNFUNDUR Grósku, samtaka jafnaðar- og félags- hyggjufólks á Norðurlandi verður haldinn í Deiglunni á Akureyri 1. maí næstkomandi og hefst hann kl. 17. Tilgangur Grósku er að skapa samstarfs- og samræðu- grundvöll fyrir flokka og sam- tök á vinstri væng íslenskra stjórnmála og stuðla þannig að sameiningu þeirra. Að samtök- unum stendur fólk úr A-flokk- unum, Kvennalista og Þjóðvaka auk fleiri. Félagar og stuðningsmenn Grósku flytja ávörp á fund- inum, auk þess sem boðið verð- ur upp á fjölbreytt skemmti- atriði. Geta gefið langt nef LÖGREGLU á Akureyri barst ábending um að menn væru á ferð á Ráðhústorgi aðfaranótt sunnudags með nefið af Snæ- finni snjókarli, 8 metra háum snjókarli sem prýddi torgið um síðustu páska. Nefið er úr frauðplasti og er á annan metra að lengd. Er lögregla kom á staðinn voru mennirnir á bak og burt, en höfðu skilið nefið eftir. Það var tekið í vörslu lögreglu sem nú getur ekki einasta kært fólk, heldur líka gefið því langt nef. Stóriðja í Eyjafirði ER stóriðja hluti af framtíðar- sýn í atvinnumálum í Eyjafirði? er yfirskrift hádegisverð- arfundar sem efnt verður til á veitingastaðnum Fiðlaranum, 4. hæð, á morgun, miðvikudag- inn 30. apríl. Fundurinn stend- ur frá kl. 12.15 til 13.30. Frummælendur verða Finn- ur Ingólfsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra og Ingi Björns- son framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar hf. Þakkir vegna stuðning’s við líffæraskipti HERDÍS Hauksdóttir á Akur- eyri hefur beðið Morgunblaðið að koma á framfæri fyrir sig þökkum til allra þeirra sem stutt hafa hana fjárhagslega og andlega I veikindutn hennar og stutt hana til ferðar vegna líffæraskipta í Kaupmannahöfn í febrúar síðastliðnum. Sérstak- ar þakkir eru til starfsfólks og eigenda Hölds, starfsmanna Utgerðarfélágs Akureyringa og Pósts og síma á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.