Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðiö/Þorgeir Baldursson ÞÆR Anna Jónína sem býr á Húsavík og Inga Bryndís sem á heima á Akureyri heimsóttu Guðnýju Buch bónda á Einars- stöðum í Reykjadal á dögunum, Þær voru ekki seinar á sér að hlaupa beint í fjárhúsið að líta Fengu að klappa kiðlingnum á nýfæddan kiðling sem þær Guðný átti á árum áður nokkr- fengu að halda á og klappa. ar geitur en heldur nú aðeins huðnu og hafur. Ekki líður á löngu þar til líflegt verður í fjárhúsunum hjá Guðnýju á Einarsstöðum, en sauðburður fer að hefjast af fullum krafti og þá fær kiðlingurinn væntan- lega góðan félagsskap. Kappaksturinn endaði á ljósastaur ÞAÐ fór ekki vel fyrir ökumönnum tveggja bifreiða sem reyndu með sér í kappakstri á einni af aðalgötum bæjarins um heigina. Onnur birfeiðin kastaðist upp á umferðareyju og hafnaði þar á ljósa- staur og braut hann niður. Bíllinn er stórskemmdur, en mildi þykir að þeir sem í bílnum voru, fjórir alls, sluppu nánast ómeiddir. Okumaður vélhjóls sem ekið var austur Bugðusíðu missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hann og farþegi féilu í götuna og köstuðust allnokkra vegalengd. Báð- ir voru fluttir á slysadeild til að- hlynningar. Tveir ökumenn sem ekki höfðu öðlast ökuréttindi voru teknir við akstur og einn sem sviptur hafði verið ökuréttindum, en hann var að auki grunaður um ölvun við akstur- inn. Þá hafa 33 ökumenn verið kærð- ir fyrir að aka of hratt síðustu daga. Sá sem hraðast ók mældist vera á 120 kílómetra hraða þar sem leyfður er 50 kílómetra hámarkshraði. Þegar að var gáð reyndist ökumaðurinn einungis vera búinn að hafa ökurétt- indi í innan við þtjár vikur, en öku- skírteini hans varð eftir á lögreglu- stöðinni. Tveir aðrir voru einnig sviptir ökuréttindum á staðnum eftir að hafa mælst á 104 kílómetra hraða innanbæjar. Var annar að sinna heimsendingarþjónustu, en verður vísast að finna sér annan starfa næstu mánuði. 1 fjpR T7T| * í 'i-'' '<.j.’jiÁjlS mt 1 c4 Morgunblaðið/Krisján JÓNA Sighvatsdóttir og Sigurður Bergsson sem tekið hafa við rekstri Borgarsölunnar og Turnsins. Eigendur söluturna HJÓNIN Jóna Sighvatsdóttir og Sig- urður Bergsson hafa tekið við rekstri tveggja söluturna í miðbæ Akur- eyrar, Borgarsölunnar og Turnsins. Jóna er sjúkraliði og hefur starfað við þá grein meira og minna síðustu 30 ár en Sigurður hefur verið vél- stjóri á ýmsum skipum og gert út trillur. „Við höfum ekkert komið nálægt verslunarrekstri áður, en þetta leggst ljómandi vel í okkur, við höfum vant og gott starfsfólk með okkur í þessu,“ sagði Jóna, en hún tók við rekstrinum nánast um leið og hún fagnaði 50 ára afmæli sínu. Turninn er opinn alla virka daga frá kl. 9-18, en Borgarsalan frá 9-10 að vetrarlagi, en yfir sumar- mánuðina er opið til 23.30 auk þess sem nætursala er um helgar fram undir morgun. Brimborg-Þórshamar Morgunblaðið/Kristján í TILEFNI af opnun nýju sölu- og þjónustumiðstöðvarinnar á Akureyri stóð Brimborg-Þórshamar fyrir sýningu á bílum frá Volvo og Ford og kynningu á gröfum, vörubílum og krönum. Endurbætt þjón- ustumidstöð opnuð BRIMBORG-ÞORSHAMAR hefur opnað nýja sölu- og þjónustumiðstöð á Tryggvabraut 3-5 á Akureyri. Brimborg hf. keypti bifreiða- og þjónustuverkstæðið Þórshamar og húsnæði þess í lok síðasta árs og hefur nafni fyrirtækisins verið breytt í Brimborg-Þórshamar hf. Með þessum kaupum getur Brim- borg nú veitt íbúum á landsbyggð- inni betri þjónustu og er þetta eitt af fyrstu skrefunum í þá átt að auð- velda viðskiptavinum Brimborgar að nálgast á sem þægilegastan máta þá þjónustu sem þeir þarfnast hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Brimborg-Þórshamar verður þjón- ustumiðstöð landsbyggðarinnar. Umsvifin hafa aukist verulega Búið er að endurskipuleggja Brimborg-Þórshamar og einnig hafa starfsmenn fyrirtækisins verið send- ir á námskeið til þess að geta þjónað öllum þeim tegundum bíla og tækja, sem Brimborg er með, á sem bestan hátt. Sl. vikur og mánuði hefur ver- ið unnið að því að breyta verkstæð- inu, bæta aðstöðu starfsmanna og innrétta sýningarsal fyrir nýja bíla. Árið 1988 keypti Brimborg Volvo umboðið af Velti hf. Við það jukust umsvif fyrirtækisins verulega því umboðinu fylgdu allar framleiðslu- vörur Volvo, fólks- og vörubílar, langferðabílar og strætisvagnar, Volvo Penta báta- og ljósavélar, vinnuvélar frá VCE og Volvo Hydr- aulic vökvadælur frá VOAC, auk vióhalds- og varahlutaþjónustu og fleira. Árið 1995 keypti Brimborg Ford og Citroén umboðin af Glób- usi. Nú getur fyrirtækið boðið farar- og flutningatæki af öllum stærðum, allt frá minnstu fólksbílum til 40 tonna flutningabíla og stærstu vinnuvélar og krana. Skólastjóri Tónlistarskólans Sex sækja um starfið FIMM umsóknir bárust um starf skólastjóra Tónlistarskól- ans á Akureyri en Guðmundur Óli Gunnarsson sem verið hefur skólastjóri síðustu ár lætur af störfum eftir þetta skólaár. Þeir sem sækja um starfið eru Atli Guðlaugsson, Eyja- fjarðarsveit, Daði Þór Einars- son, Stykkishólmi, _ Hákon Leifsson, Reykjavík, ívar Að- alsteinsson, Ákureyri, Kristinn Jóhann Níelsson, Flateyri, og Michael Jón Clarke, Akureyri. Stofnfundur Grósku á Norðurlandi STOFNFUNDUR Grósku, samtaka jafnaðar- og félags- hyggjufólks á Norðurlandi verður haldinn í Deiglunni á Akureyri 1. maí næstkomandi og hefst hann kl. 17. Tilgangur Grósku er að skapa samstarfs- og samræðu- grundvöll fyrir flokka og sam- tök á vinstri væng íslenskra stjórnmála og stuðla þannig að sameiningu þeirra. Að samtök- unum stendur fólk úr A-flokk- unum, Kvennalista og Þjóðvaka auk fleiri. Félagar og stuðningsmenn Grósku flytja ávörp á fund- inum, auk þess sem boðið verð- ur upp á fjölbreytt skemmti- atriði. Geta gefið langt nef LÖGREGLU á Akureyri barst ábending um að menn væru á ferð á Ráðhústorgi aðfaranótt sunnudags með nefið af Snæ- finni snjókarli, 8 metra háum snjókarli sem prýddi torgið um síðustu páska. Nefið er úr frauðplasti og er á annan metra að lengd. Er lögregla kom á staðinn voru mennirnir á bak og burt, en höfðu skilið nefið eftir. Það var tekið í vörslu lögreglu sem nú getur ekki einasta kært fólk, heldur líka gefið því langt nef. Stóriðja í Eyjafirði ER stóriðja hluti af framtíðar- sýn í atvinnumálum í Eyjafirði? er yfirskrift hádegisverð- arfundar sem efnt verður til á veitingastaðnum Fiðlaranum, 4. hæð, á morgun, miðvikudag- inn 30. apríl. Fundurinn stend- ur frá kl. 12.15 til 13.30. Frummælendur verða Finn- ur Ingólfsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra og Ingi Björns- son framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar hf. Þakkir vegna stuðning’s við líffæraskipti HERDÍS Hauksdóttir á Akur- eyri hefur beðið Morgunblaðið að koma á framfæri fyrir sig þökkum til allra þeirra sem stutt hafa hana fjárhagslega og andlega I veikindutn hennar og stutt hana til ferðar vegna líffæraskipta í Kaupmannahöfn í febrúar síðastliðnum. Sérstak- ar þakkir eru til starfsfólks og eigenda Hölds, starfsmanna Utgerðarfélágs Akureyringa og Pósts og síma á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.