Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Hagnaður Landsvirkjun-
ar 1.740 milljónir króna
Samþykkt að greiða 204 milljónir í arð til eigenda fyrirtækisins
HAGNAÐUR Landsvirkjunar nam
alls 1.740 milljónum króna á síðasta
ári og er þetta besta rekstrarafkoma
í sögu fyrirtækisins frá upphafi, en
á árinu 1995 var 628 milljóna króna
tap á fyrirtækinu. Þessa góðu af-
komu má einkum rekja til þess að
raunvextir voru lágir á síðasta ári
vegna hagstæðrar gengisþróunar,
að því er fram kemur í ársskýrslu
Landsvirkjunar, en ársfundur fyrir-
tækisins var haldinn í gær. Sam-
þykkt var að greiða eigendum fyrir-
tækisins arð samtals að upphæð
204,2 milljónir króna, en ríkið á
helmingshlut í fyrirtækinu á móti
Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ.
Gjaldskrá Landsvirkjunar var
hækkuð um 3% 1. apríl síðastliðinn
og hafði þá verið óbreytt frá upp-
hafi árs 1994.
Fjármagnskostnaður
lækkar um 2,3 milljarða
Rekstrartekjur Landsvirkjunar
námu alls rúmum 7.738 milljónum
króna á síðasta ári samanborið við
7.663 milljónir króna árið áður. Þar
af nam raforkusala til almennings-
veitna 5.270 miiljónum króna og
jókst um 180 milljónir milli ára.
Raforkusala til stóriðju nam 2.425
milljónum króna, sem er rúmlega
100 milljónum króna minna en raf-
orkusala til stóriðju var árið áður,
en þá nam hún 2.528 milljónum
króna.
Rekstrargjöld alls námu samtals
5.997 milljónum króna samanborið
við 8.292 milljónir króna árið 1995.
Rekstrarkostnaður fyrirtækisins
eykst milli ára um rúmar 60 milljón-
ir í 5.358 milljónir króna, en fjár-
magnskostnaður lækkar hins vegar
mjög mikið milli ára eða úr rúmum
3 milljörðum króna á árinu 1995 í
640 milljónir í fyrra eða um rúma
2,3 milljarða króna. Þar munar
mestu um gengismun og verðbreyt-
ingartekjur.
Heildareignir Landsvirkjunar
námu 77,1 milljarði króna í árslok.
Þar af var eigið fé 27,8 milljarðar
króna eða 36,1% af heildareign og
óx um rúman 2,1 milljarð króna
milli ára. Skuldir alls námu 49,3
milljörðum króna og Iækkuðu um
1,5 milljarða króna milli ára. Fjár-
festingar námu 1.778 milljónum
króna á síðasta ári og afborganir
lána 2.315 milljónum króna, sem
er 4,7% af langtímaskuldurn Lands-
virkjunar í árslok 1995. Á árinu
voru greidd upp lán vegna lengingar
lánstíma og breytinga á vöxtum að
upphæð 3.254 milljónir króna.
Handbært fé frá rekstri nam 2.270
milljónum króna og lántökur á árinu
5.868 milljónum króna.
Aukning varð á rafmagnssölu til
almenningsveitna milli áranna 1995
og 1996 um tæp 2% og sala til stór-
iðju jókst um 2,5%. Heildaraukning-
in nemur tæpum 2,3%. Heildarraf-
orkuframleiðslan á árinu nam 4.760
GWst en heildarsalan 4.550 GWst,
sem er 93,1% af raforkunotkuninni
í landinu.
Arðgreiðsla skiptist þannig milli
eigenda Landsvirkjunar að 102,1
milljón króna kemur í hlut ríkisins,
90,9 milljónir króna koma í hlut
Reykjavíkurborgar og tæpar 11,2
milljónir króna koma í hlut Akur-
eyrarbæjar.
Morgunverðarfundur
miövikudaginn 30. apríl 1997
kl. 8.00 - 9.30 í Sunnusal, Hótel Sögu
LIFEYRISSJOÐIR
- valfrelsi eða skylduaðild
Verslunarráö efnir til morgunverðarfundar um
lífeyrismál í tilefni af fyrirliggjandi frumvarpi á
Alþingi um skyldutryggingu lífeyrisréttinda
og starfsemi lífeyrissjóöa.
• Stenst frumvarpiö félagafrelsis- og
eignarréttarákvæöi stjórnarskrárinnar?
• Skerðir frumvarpiö óhóflega valífelsi einstaklinga?
• Eru aðrar aöferöir mögulegar til aö ná fram
samtryggingu í lífeyrismálum
en sameignarsjóöakerfiö?
FRAMSÖGUMENN:
Árni M. Mathiesen, alþingismaður
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri
Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf.
Baldur Guðlaugsson, formaður Samtaka áhugafólks
um lífeyrissparnað.
Umræöur og fyrirspurnir að framsögum loknum.
Fundargjald er kr. 1.200,- (morgunveröur innifalinn).
Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá
þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráösins 1917-1907
588 6666 (kl. 8.00 - 16.00). *úT~X
sfn
i/
VC i
ml
VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS
Cmmmm
IIp ot'ccLirrclii 1QQR
Ur ársskýrslu 1996
Rekstrarreikningur 1996 1995 Breyt.
Rekstrartekjur Milljónir króna 7.738,1 7.663,1 +1,0%
Rekstrarqjöld 5.997,7 8.291,6 -27,7%
Rekstrarhagnaður (-halli) ársins 1.740,5 (628,5)
Efnahagsreikningur 31. des. 1996 1995 Breyt.
I Eianir: \
Veltufjármunir Milljónir króna 2.449,2 1.606,0 +52,5%
Fastafjármunir 74.632,1 74.771,2 -0,2%
Eignír samtals 77.148,3 76.496,3 +0,9%
I Skuldir og eigiO fé : | Skammtímaskuldir 1.421,8 1.657,9 -14,2%
Langtímaskuldir 47.901,6 49.176,7 -2,6%
Eigið fá 27.824,9 25.661,7 +8,4%
Skuldir og eigið fé samtals 77.148,3 76.496,3 +0,9%
Lífleg
hlutabréfa-
viðskipti
ÞINGVÍSITALA hlutabréfa
hækkaði um 2,99% í gær og
er það fjórða mesta dags-
hækkun í sögu hennar. Metið
er 4,59%, sett fyrir nákvæm-
lega þremur árum. Mikil við-
skipti voru á hlutabréfamark-
aði í gær og námu heildarvið-
skipti dagsins tæpum 227
milljónum króna á Verðbréfa-
þingi íslands og Opna tilboðs-
markaðnum.
Mest viðskipti voru með
hlutabréf í Hraðfrystihúsi
Eskifjarðar, 44,7 milljónir
króna, og hækkaði gengi
þeirra um 6,33%. Viðskipti
nieð hlutabréf í SR-mjöli námu
38,4 milljónum og hækkaði
gengi þeirra um 14,73%. Við-
skipti með hlutabréf í Islenska
fjársjóðnum námu 24,6 millj-
ónum króna og hækkuðu þau
um 3,62%. Alls námu viðskipti
með hlutabréf í Flugleiðum
13,3 milljónum króna og
hækkaði gengi þeirra um
2,59%. Vi?skipti me? Sam-
herjabréf námu alls 11,5 millj-
ónum króna og voru bréfin
seld á genginu 12,90-13.
Lífeyrisfrum varpið
harðlega gagnrýnt
BENEDIKT Davíðsson, formaður
stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins,
gagnrýndi frumvarp ríkisstjórnar-
innar um lífeyrissjóði harðlega á
aðalfundi sjóðsins í gær. Sagði hann
alla málsmeðferðina hafa verið með
ólíkindum, eins og það að frumvarp-
ið skyldi hafa verið samið án nokk-
urs samráðs við þá aðila sem ættu
hlut að máli, svo sem samtök á
vinnumarkaði, lífeyrissjóðina og
samtök þeirra.
Benedikt sagði frumvarpið fyrst
og fremst hugnast þeim sem hefðu
áhuga á að sýsla með þá fjármuni
sem söfnuðust upp í lífeyrissjóðun-
um. Sagði hann það ekki góðan
kost fyrir lífeyrissjóðina og félaga
í þeim að fara yfir til tryggingafé-
laga því þar væri rekstrarkostnaður
miklu hærri heldur en í lífeyrissjóð-
unum. Algengt væri að rekstrar-
kostnaður lífeyrissjóðanna væri á
bilinu 2% til 6% af iðgjöldum, en
hann þekkti engin dæmi um rekstr-
arkostnað hjá líftryggingarfélögum
sem væri lægri en 20% af iðgjöldum.
Þannig hefði rekstrakostnaður hjá
Líftryggingafélagi VÍS verið 22%.
Þá vék Benedikt einnig að um-
sókn Sameinaða lífeyrissjóðsins til
fiármálaráðuneytisins um að fá að
stofna séreignadeild til viðbótar við
þá sameignardeild sem sjóðurinn
rekur nú, en nokkur ár eru síðan
sjóðurinn sótti fyrst um það. Máls-
meðferð fjármálaráðuneytisins hef-
ur nú verið kærð til umboðsmanns
Alþingis og rakti Benedikt þá sögu.
Sagði hann alla framgöngu ráðu-
neytisins vera með eindæmum og
ætti sér enga lagastoð, því afgreiða
ætti erindið á grundvelli ósettra
laga. Minnti málsmeðferðin meira á
stjórnarfar í bananalýðveldi heldur
en stjónarfar í stjórnkerfi þar sem
þrískipting valdsins væri í heiðri
höfð.
117 millj-
óna króna
hagnaður
HAGNAÐUR SÍF hf. nam tæpum
117 milljónum króna á síðasta ári,
sem er tæplega 53 milljóna króna
minni hagnaður en árið 1995 eða
um 31%. Gunnar Örn Kristjánsson,
framkvæmdastjóri SÍF, segir minni
hagnað skýrast af lakari afkomu
Nord-Morue, dótturfélags SÍF í
Frakklandi, heldur en árið á undan.
„Þjónustutekjur frá Nord-Morue
námu 107 milljónum króna árið 1995
en 1996 námu þau 54 miiljónum
króna. Eins er um að ræða reiknað
gengistap upp á 17 milljónir króna
í fyrra á móti 500 þúsund króna
gengishagnað árið 1995.“
Hagnaður fyrir skatta nam 147
milljónum króna en nam 226 millj-
ónum króna árið 1995. Rekstrartekj-
ur samstæðunnar jukust um tæpan
milljarð og námu 10,3 milljörðum í
fyrra. Rekstrargjöldin jukust einnig
um tæpan milljarð og námu 10,1
milljarði í fyrra. Eigið fé eykst úr
827 milljörðum króna árið 1995 í
1,3 milljarða árið 1996. Arðsemi eig-
in fjár minnkar úr 20,5% í 9% á
milli ára.
Að sögn Gunnars Arnar eru horf-
urnar ágætar fyrir árið 1997. „í
SOLUSAMBAND ISLENSKRA
FISKFRAMLEIÐENDA HF.
Úr reikningum ársins 1996
Rekstrarreikningur Mntjónir króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 10.304,5 9.473,7 +8,8%
Rekstrargjöld 10.125,7 9.242,4 +9,6%
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Haanaður fyrir skatta (44,2) 147,3 (16,5) 226,2 +167,9% -34,9
Skattar ársins 30,6 56,9 -46,2%
Hagnaður ársins 116,7 169,2 -31,0%
Sjóðstreymi Milljónir króna 1996 1995 Breyting
Veltufé frá rekstri 263,0 229,5 +14,6%
Efnahagsreikningur 31. des.: 1996 1995 Breyting
Eignir: Veltufjármunir Milijónirkr. 4.072,2 3.547,8 +14,8%
Fastafjármunir 1.026,6 839,1 +22,3%
Eignir samtals 5.098,8 4.386,9 +16,2%
Skuidir Skammtímaskuldir 3.426,8 3.244,6 +5,6%
og eigiO fé: Langtímaskuldir Eigið fé 377,9 1.294.1 1 315,0: 827.3 +20,0% +56.4%
Skuldir og eigiö fé samtals 5.098,8 4.386,9 +16,2%
Kennitölur 1996 1995
Veltufjárhlutfall 1,19 1,09
Eiginfjárhlutfali 25,4% 18,9%
Arðsemi eigin fjár Hagnaður sem hlutf. af rekstrartekjum 9,0% 1,13 20,5% 1,79
rekstraráætlunum gerum við ráð
fyrir 144 milljónum króna í hagnað
ársins eftir skatta." Mikil veltuaukn-
ing hefur orðið á þessu ári hjá Nord-
Morue eða 21%. Fyrstu þijá mánuði
ársins nam salan rúmiega 89,4 millj-
ónum franka eða rúmum milljarði
króna.