Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
_____________________ERLENT
Er baktería undirrót
hjartasjúkdóma?
Margt bendir til að baktería, sem veldur annars sýkingu
í öndunarfærum, geti verið völd að æðaþrengslum
BAKTERÍAN Chlamydia pneum-
oniae er ekki jafn kunn og nafna
hennar trachomatis, sem veldur
kynsjúkdómi, en hún er miklu út-
breiddari og hugsanlega miklu
hættulegri. Allir komast í kynni
við þessa bakteríu fyrr eða síðar
og margir oft en hún berst á milli
manna með hósta og hnerra. Veld-
ur hún sýkingu í öndunarfærum,
sem stundum getur orðið að
lungnabólgu.
Frá þessu segir í síðasta hefti
af bandaríska tímaritinu Newswe-
ek og þar segir, að æ fleiri sérfræð-
ingar séu að komast á þá skoðun,
að bakterían sé miklu hættulegri
en talið hefur verið. Það er að vísu
ekki fullsannað enn en margt bend-
ir til, að Chlamydia pneumoniae
geti komist inn í æðaveggi og ver-
ið þar árum saman. Þar valdi hún
bólgum, sem aftur leiði til hjartaá-
falla og heilablóðfalls.
Með þessu er ekki verið að halda
því fram, að bakterían ein valdi
æðakölkun eða að rétt mataræði
og hreyfíng skipti ekki máli, held-
ur, að líkur séu á, að ástæðan fyr-
ir helsta banameini á Vesturlönd-
um sé smitandi og hægt sé að
ráða við hana með sýklalyfjum.
Cp-mótefni í blóði
Það voru tveir finnskir læknar,
Pekka Saikku og Maija Leinonen,
sem vöktu fyrst athygli á Cp 1988
en þá sýndu þeir fram á, að fólk
með einhverja hjartasjúkdóma
væri miklu líklegra en heilbrigt
fólk til að vera með mótefni gegn
Cp í blóðinu. Önnur rannsókn sýndi
óvanalega mikið af þessum mót-
efnum í fólki, sem orðið hafði fyr-
ir hjartaáfalli.
Flestir sérfræðingar litu bara á
þessa niðurstöðu sem tölfræðileg
skringilegheit en Thomas Grays-
ton, faraldursfræðingur við Was-
hington-háskóla, vildi skoða þetta
betur. Komst hann að sömu niður-
stöðu í Seattle og Saikku í Hels-
inki og síðan hafa átta rannsókna-
hópar í fimm löndum staðfest
hana.
Þetta sannaði þó ekki eitt né
neitt og því var sérstaklega farið
að leita að Cp í stífluðum æðum.
Það bar árangur 1993 þegar suður-
afrískur vísindamaður fann bakt-
eríur í vef, sem skorinn hafði verið
úr sjúkum æðum. Var þar aðallega
um að ræða Cp. Þetta var staðfest
í öðrum rannsóknum og 1995 fann
James Summersgill við háskólann
í Louisville bakteríuna lifandi í
æðum manns, sem átti að fá nýtt
hjarta.
Graystone segir, að nú sé ekki
lengur efast um, að bakteríur eða
aðrar örverur eigi sinn þátt í æða-
sjúkdómum. Sama sé á hvaða aldri
fólk er, þjóðerni eða kyni, ef það
er með æðaþrengsli, þá ber það
merki um sýningu af völdum
Chlamydia pneumoniae. Hún
finnst líka aðeins I sjúkum æðavef
en ekki í alveg heilbrigðum eins
og er með ýmsar aðrar örverur.
Smitandi átfrumur
Eftir sem áður er sekt Cp ekki
fyllilega sönnuð en vísbendingarn-
ar hrannast upp. Vísindamenn
hafa lengi vitað, að æðaþrengsli
eru bólgusjúkdómur, sem leggst á
æðar í öllum líkamanum, en æðar,
sem þjóna hjarta og heila, eru sér-
staklega viðkvæmar. Ferlið hefst
með því, að ónæmiskerfið hefst
handa við að fjarlægja fitu, kó-
lesteról og annað óæskilegt efni
úr æðaveggjunum. Um það sjá
svokallaðar átfrumur en þær geta
valdið ertingu á þessum stöðum
og bólguþrymlum, sem aftur geta
stíflað æðarnar. Margir telja, að
Cp geti komið þessu af stað.
Kenningin er sú, að átfrumur,
sem hafa hreinsað Cp úr öndunar-
færum, geti stundum orðið smit-
berar. Þegar þær fari um æðarnar
geti þær smitað frumur í æða-
veggjum. Smituðu frumurnar kalli
síðan á enn fleiri átfrumur, sem
sýki þá enn fleiri frumur, og út-
koman verði enn meiri bólgumynd-
un. Hefur verið sýnt fram á það í
rannsóknastofum, að Cp getur lif-
að inni í átfrumu og í frumum í
æðaveggjum, og líka, að sjúkar
frumur eru eins og segull á átfrum-
urnar.
Hjartveikar kanínur
Tilraunir á dýrum hníga einnig
að þessu sama. A Michael’s-sjúkra-
húsinu í Toronto var hópur kanína
sýktur með Cp í gegnum nasir og
eftir hálfan mánuð höfðu myndast
sár í meginslagæð tveggja þeirra.
Finnsku Iæknarnir, Saikku og
Leinonen, sýktu fimm kanínur með
sama hætti en kanínur fá annars
ekki æðaþrengsli þótt þær fái fitu-
ríkt fæði. Eftir sjö vikur voru þijár
þeirra komnar með æðaþrengsli.
Ef í ljós kemur, að sýklalyf geta
unnið á bólguþrymlunum, þá er
ekki lengur vafi á um hvað olli
þeim.
Þótt á daginn komi, að Cp eigi
þátt í hjartaáföllum, þá er mörgum
spurningum enn ósvarað. Til dæm-
is hvers vegna sumum sé hættara
en öðrum; hvort fita og kólesteról
séu ástæða út af fyrir sig eða að-
eins ásamt bakteríunni og hvernig
þetta vinni allt saman. Hugsanlega
sest Cp að í sárum, sem fita og
kólesteról hafa myndað, og gerir
þau verri, og kannski veldur bakt-
erían sárum, sem safna í sig óæski-
legum efnum.
Hjartaáföllum fækkar
Dauðsföllum af völdum hjartaá-
falla hefur fækkað um helming frá
því á miðjum sjöunda áratugnum
og ástæðan er meðal annars heilsu-
Valda bakteríur
hjartasjúkdómum?
Clamydia pneumoniae-bakterían
er algeng og veidur sýkingu í öndunar-
lærum. Kenningin er sú, ai átfrumur,
sem hafa hreinsað bakteríuna úr öndunar-
tærum, geti stundum orðið smitberar.
Þegar þær fari um æðarnar geti þær
smitað trumur í æðaveggjum. Smituðu
trumurnar kalli síðan á ennfleiri átfrumur,
sem sýki þá fleiri frumur. Útkoman verði
enn meiri bólgumyndun, sem aftur leiði
til hjartaáfalla og heilablóðfalls.
samlegra líferni og betri læknis-
þjónusta. Fækkunin fer líka vel
saman við aukna notkun lyfja eins
og „tetracycline“ og „erythromyc-
in“ og til stendur að gera sérstak-
ar tilraunir með þessi lyf og önn-
ur. Raunar hefur þegar verið gerð
tilraun á St. George’s-sjúkrahúsinu
í London með lyfið „azithromycin“
og kom í ljós við samanburð á
tveimur hópum hjartasjúklinga, að
það dró úr bólgum.
Fylgst með hér á landi
Guðmundur Þorgeirsson hjarta-
læknir sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að með þessum rannsókn-
um væri vel fylgst hér á landi enda
væru þær orðnar að mikilvægri
grein í æðakölkunarrannsóknum.
Sagði hann, að komið hefði til
umræðu hér að kanna mótefni í
hjartaverndargögnum, frystum
sýnum, en um það hefði þó ekkert
verið ákveðið enn.
Guðmundur sagði, að það væri
ekki aðeins, að Chlamydia pneum-
onia gæti komið við sögu, heldur
einnig ákveðnar veirur en æða-
kölkun væri ákaflega flókinn sjúk-
dómur og aðdragandinn langur.
Því gæti verið erfitt að skera úr
um hvað væri orsök og hvað fylgi-
fiskur. Það væri því ekki ráðlegt
að kasta fyrir róða þeirri áherslu,
sem nú væri á heilbrigða lífshætti,
enda líklegt, að óhollar lífsvenjur
byggju sjúkdómnum betri skilyrði
en ella hver sem frumorsökin væri.
Danskir stuðningsmenn
Tupac Amaru
Gáfust upp
í skrifstofu
ræðismanns
Kaupmannahöfn, Lima. Reuter.
DANSKA lögreglan skýrði frá því
í gær, að sex ungir danskir mótmæl-
endur og þrír starfsmenn kapalsjón-
varpsstöðvar, sem lögðu undir sig
skrifstofur ræðismanns Perú í
Kaupmannahöfn, hefðu gefíst upp.
Hefðu þeir hrópað slagorð út um
glugga á byggingunni eftir að lög-
reglan umkringdi hana, en aðgerðin
að öllu leyti verið friðsamleg. Var
hópurinn handtekinn og færður til
yfírheyrslu.
Danska fréttastofan Ritzau hafði
eftir talsmanni danskrar nefndar til
stuðnings því að Tupac Amaru-liðar
(MTRA) yrðu látnir lausir í Perú,
að gripið hefði verið til aðgerðanna
í samúðarskyni við MRTA-liðana
14 sem féllu í áhlaupi perúska hers-
ins á japanska sendiherrabústaðinn
í Lima fyrir viku. Kröfðust þeir opin-
berrar rannsóknar á áhlaupinu.
Móðir Nestors Cerpa Cartolinis,
leiðtoga MRTA-liðanna 14, hefur
ákveðið að lögsækja perúsk stjórn-
völd vegna falls sonar síns, að sögn
argentínsks blaðs, Clarin, sem átti
viðtal við hana frá Frakklandi þar
sem hún býr ásamt tveimur sonum.
Þýska stjómin fór þess á leit við
borgarstjórnina í Hamborg í gær,
að hún bannaði starfsemi Þýska-
landsdeildar MRTA-samtakanna.
Þaðan hefur Isaac Velazco, útlægur
félagi í samtökunum, rekið áróður
fyrir málstað MRTA frá því hann
hlaut pólitískt hæli í Þýskalandi árið
1993.
Hljóðnemi í krossi
Frá því var skýrt á sunnudag, að
fyrrverandi aðmírál í perúska hern-
um, Luis Giampietri, sem var í hópi
gísla í sendihen-abústaðnum, hafí
tekist að koma á fjarskiptasambandi
við leyniþjónustuna. Fann hann fal-
inn hljóðnema í húsinu og kom
ákveðnu merkjasambandi á með
hjálp hans og boðtæki eins gíslanna
sem skæruliðarnir gerðu aldrei upp-
tækt. Reyndist hljóðneminn falinn í
krossi, sem líklega hefur verið smy-
glað inn í húsið, og um hann talaði
Giampietri við leyniþjónustuna.
Grein í Economist um afhendingri íslensku handritanna frá Kaupmannahöfn
Merkilegri
sögu að ljúka
Deilur um veiðileyfagjald einnig
til umræðu í tímaritinu
í SÍÐASTA hefti af breska tímaritinu
Economist segir frá því, að íslendingar
muni fá síðustu handritin heim frá Dan-
mörku í júní nk. og er afhendingin, sem
hefur staðið yfir frá 1971, sögð einstæð
í samskiptum ríkja. Eru frammámenn í
öðrum gömlum nýlenduveldum hvattir til
að taka Dani sér til fyrirmyndar:
í júní næstkomandi verður skráður loka-
kaflinn í einstæðri sögu um menningarlegt
örlæti. Frá árinu 1971 hafa Danir, fyrrver-
andi nýlenduherrar á Islandi, smám saman
verið að afhenda íslendingum gömlu hand-
ritin, sem flutt voru til Danmerkur á 17.
og 18. öld, en 19. og 20. júní mun rektor
Kaupmannahafnarháskóla afhenda rektor
Háskóla íslands síðasta bókabaggann við
hátíðlega athöfn.
Islendingasögurnar, sem flestar voru
ritaðar á 13. öld, segja frá ýmsum hetju-
dáðum forfeðranna og menningarlegt mik-
ilvægi þeirra fyrir íslendinga verður aldrei
ofmetið: Þær eru framlag þessarar litlu
þjóðar til heimsbókmenntanna og_ tengsl
hennar sjálfrar við fortíðina. Á íslandi,
landi elds og ísa, hafa ekki varðveist nein-
ar byggingar, sem eru eldri en frá því á
18. öld.
Að nokkru vegna landfræðilegrar ein-
angrunar hefur íslensk tunga breyst miklu
minna en tungur frændþjóðanna í austri.
Stefán Karlsson, forstöðumaður Stofnunar
Árna Magnússonar á Islandi, segir, að
forníslenska sé aðgengilegri íslendingum
nú en enska Chaucers flestum Englending-
um, að lesa hana sé ekki erfiðara en að
lesa dagblöðin. Á íslandi er ungdómnum
gert að lesa sögurnar á sama hátt og
Shakespeare er haldið að enskum æskulýð.
Á 18. öld virtist hætta á, að gömlu hand-
ritin glötuðust endanlega og raunar meðal
annars vegna aukins áhuga á sögunum.
Þá voru þær orðnar aðgengilegri í mörgum
afritum og gömlu bækurnar ekki í jafn
miklum metum og áður. íslendingurinn
Árni Magnússon bjargaði þeim frá glötun.
Fór hann um landið og safnaði þeim saman
og keypti stundum af bændum.
Árni var prófessor við Kaupmannahafn-
arháskóla og þangað flutti hann handritin.
Voru þau geymd í Árnastofnun, sem er
hluti af háskólanum, og sum í Konungleg
bókhlöðunni. Ákvörðun um að skila þeim
var tekin eftir seinna stríð þegar ísland
var orðið sjálfstætt riki en danska þingið
staðfesti hana ekki fyrr en 1971.
íslendingar, sem komnir eru á miðjan
aldur, minnast enn þess gleðidags 1971
þegar danskt herskip kom til Reykjavíkur
með fyrstu handritin. „Það var einstakt
vinarbragð af hálfu Dana,“ segir Elías
Snæland Jónsson, rithöfundur og blaða-
maður, og ekki síst vegna þess, að þeim
bar engin lagaleg skylda til að skila hand-
ritunum. Ef til vill ættu frammámenn í
öðrum gömlum nýlenduveldum að lesa ís-
lendingasögurnar (sem verða brátt að-
gengilegar á alnetinu sem afrakstur sam-
starfs Háskóla íslands og Cornell-háskóla)
og velta því fyrir sér hvort þeir geti ekki
lært eitthvað af þeim.
í sama hefti er íslenskur sjávarútvegur
til umfjöllunar og deilur um kvóta. „Aðeins
á íslandi gætu hin torskilda hagfræði físk-
veiðiheimilda verið í miðju hinnar pólitísku
umræðu í landinu,“ segir í upphafí greinar-
innar.
Slæmt fyrir ísland og þorskinn
Rakið er vægi sjávarútvegs í íslensku
atvinnulífí og tilkoma kvótakerfisins.
Hvernig það hafi orðið til þess að fiskistofn-
ar hafí smám saman tekið við sér en einn-
ig valdið því að hann hafi safnast á færri
hendur. Á árunum 1990-1996 hafí eigend-
um kvóta fækkað um 26%. Þeim sjávarút-
vegsfyrirtækjum sem eftir séu, hafí gengið
vel, þau eigi möguleika á um 20-25% hagn-
aði af aflanum. Þetta hafí orðið til þess að
æ fleiri krefjist þess að fyrirtækin verði
látin greiða fyrir veiðiréttindin. Eru Morg-
unblaðið og Jafnaðarmenn nefnd í því sam-
bandi.
„Embættismenn í sjávarútvegsráðuneyt-
inu segja að sjávarútvegsfyrirtækin hagnist
vegna þess að þau séu vel rekin, ekki vegna
þess að þau njóti þeirra forréttinda að hafa
aðgang að verðmætri auðlind. Ef til viil.
En mörg lönd sem afhenda réttindi að tak-
markaðri vöru, hvort sem um er að ræða
olíu, útvarpsbylgjum eða byggingarsvæði,
reyna að ná til baka hluta hagnaðarins sem
safnast fyrir hjá þeim sem hefur einkarétt-
inn. Takist það ekki og það verði aftur til
þess að fjármagni verði veitt til fiskveiða,
sem hefði nýst efnahagnum betur á annan
hátt, er það slæmt fyrir ísland. Að ekki
sé nú minnst á þorskinn."