Morgunblaðið - 29.04.1997, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FRÁ sýningu íslenska dansflokksins á La Cabina 26.
Alþjóðlegi dansdagurinn
Pjáturveizla
ÁRIÐ 1982 ákvað UNESCO að al-
þjóðlegi dansdagurinn skyldi hald-
inn hátíðlegur ár hvert 29. apríl á
afmælisdegi Jean Georges Noverre
(1727-1810) en hann var frum-
kvöðull ballettsýninga.
Ár hvert er dreift um heim allan
ávarpi frá þekktum listamanni inn-
an dansins. Tilgangur Alþjóða dans-
dagsins og ávarpsins er að sameina,
fagna þessu listformi, „sýna alla þá
breidd sem dansinn hefur og btjóta
alla pólitíska, menningarlega og
þjóðfélagslega múra. En fyrst og
fremst færa saman fóik í friði og
vináttu í sameiginlegu tungumáli -
dansi,“ eins og segir í kynningu.
Ávarpið er að þessu sinni eftir
Frakkann Maurice Béjart og fer það
hér á eftir:
„Á þessari öld, tuttugustu öldinni
sem bráðum mætir örlögum sínum,
hefur svo sannarlega gengið eftir
það sem ég hélt fram á sjötta ára-
tugnum og mætti þá tvíræðu brosi
Nýjar bækur
• Blávindur og fleiri ljóð er
ljóðakver eftir pakistanska skáldið
Daud Kamal, í íslenskri þýðingu
Hallbergs Hallmundssonar.
Pakistanskar bókmenntir eru lítt
kunnar hér á landi, en meðal lýrískra
skálda austur þar eftir miðja öldina
er Daud Kamal, sem lést fyrir réttum
áratug, framarlega í flokki. Ólíkt
hvaðanæva - þetta hefur verið öld
dansins.
Fyrir hundrað árum birtist kona
sem var allt í senn æðisgengin og
full snilligáfu, því sem næst nakin
undir slæðum sínum, frjáls og mikil-
fengleg. Isadora Duncan var komin
til að umtuma öllum hefðum og við-
tekpum hugmyndum um danslistina.
Á öðrum vígvelli voru Ballets
Russes undir stjórn Serge Diaghilev
að gera sína eigin byltingu þar sem
nokkrir mestu snillingar þessa tíma-
bils - tónlistarmenn, myndlist-
armenn, dansarar og danshöfundar
lögðu sitt af mörkum með skapandi
hugsun sinni. Alveg síðan hefur þessi
„Þyrnirós" sem loksins vaknaði,
dansinn, laðað til sín nýja áhorfendur
í nýjum löndum um allan heim.
Hinar mismunandi stefnur innan
dansins mæta hver annarri, ný stíl-
brigði þróast, mætast og rekast
hvert á annað eða mynda saman
nýtt blandað form. Segja má að á
samlöndum sínum, sem ortu á móður-
máli sínu, úrdú, ritaði Kamel fiest
ljóð sín á ensku, enda hlaut hann
framhaldsmenntun sína á Englandi
og kenndi síðan ensku um 30 ára
skeið í heimalandi sínu. Hann var
síðast forseti enskudeildarinnar við
háskólann í Peshawar. Meðal viður-
kenninga sem hann hlaut fyrir ljóð-
list sína í hinum enskumælandi heimi
voru þrenn alþjóðleg gullverðlaun.
Blávindur hefur að geyma 25 val-
þessari öld hafi verið uppi jafn
margir danshöfundar og voru óper-
utónskáld á nítjándu öld.
Ungir og líflegir áhorfendur hafa
tekið við af hinum fyrri „ballett
áhugamönnum“ og styðja nýtt
framtak danslistamanna. Þeir eru
farnir að setja dans í samhengi og
samkeppni við tvennt það sem hefur
átt hvað mestum vinsældum að
fagna á þessari öld; íþróttir og kvik-
myndir!
Dans er íþrótt en einnig svo miklu
meira þar sem hann sameinar gleði
áreynslunnar og keppnisandans við
tilfinningar okkar og andlegt líf.
Dans, rétt eins og kvikmyndir,
gefur okkur myndir - hraðar, hrær-
andi, myndrænar, óræðar eða kraft-
miklar sem fylla sálimar takti.
Þessi öld líður senn undir lok.
Lengi lifi dansinn, dansarar og allir
þeir sem leita að sínum innri manni,
verunni í sér sjálfum gegnum hreyf-
ingu“.
in ljóð, sem flest bera vitni uppruna
sínum með skírskotunum í sögu,
staðhætti og venjur, en þó ekki
þannig að hamlað geti skilningi,
enda hefur þýðandi látið fylgja
nokkrar skýringar til glöggvunar
þeim sem ókunnir eru menningar-
arfi Pakistans.
Kverið er 32 blaðsíður að stærð
og kostar 490 krónur. Það er til sölu
í bókabúðum Máls og menningar í
Reykjavík. Útgefandi er Brú.
TONLIST
R á ð h ú s i ð
LÚÐRASVEITARTÓN-
LEIKAR
Verk eftir Árna Bjömsson, Jacob,
Jón Leifs, Grainger, Alpert/Haut-
wast, Williams, Jón Múla Áma-
son/Moravek, Pál P. Pálsson, Ertl,
Sonntag og Sigvalda Kaldalóns.
Lúðrasveit Reykjavíkur og Heiðurs-
sveit u. stj. Jóhanns Ingólfssonar og
Páls P. Pálssonar. Ráðhúsi Reykja-
vikur, laugardagimi 26. apríl kl. 14.
LÚÐRASVEIT Reykjavíkur varð
75 ára um daginn. Af því tilefni var
efnt til afmælistónleika í Ráðhúsi
höfuðborgarinnar, og er varla ofsagt
að færri kæmust að en vildu, því
ekki bara hvert sæti, heldur nánast
hvert stæði var skipað.
Eldri og fróðari látúnsfræðingar
en undirr. verða að meta sögulegt
gildi sveitarinnar, sem nú mun með-
al elztu tónlistarstofnana landsins.
En svo mikið er víst, að þó að hljóm-
listarvettvöngum hafi ijölgað mjög
eftir seinni heimsstyijöld, gegna lúð-
rasveitir eins og LR áfram mikil-
vægu tónuppeldishlutverki vaxandi
kynslóða, þó að verði líklega seint í
sama mæli og hjá menntaskólasveit-
um Bandaríkjamanna, þar sem
kváðu glatast yfir 20.000 1. flokks
trompetleikarar á hverju ári, þegar
menn útskrifast úr high school og
akademísk alvara tekur við.
Menntaskólahljómsveitirnar vest-
an hafs eru annálaðar, og merkrar
lúðrasveitahefðar þarf reyndar ekki
að leita lengra en hjá æskulýðssveit-
um Norðmanna. En þó að enn hafi
ekki tekizt að koma upp sambæri-
legri hefð og gæðastaðli hérlendis,
má þó merkilegt heita, hvað íslenzk
lúðrasveitarhreyfing hefur áorkað
úr engu frá því að „Lúðurþeytarafje-
lag Reykjavíkur" blés sína fyrstu
tóna af Lögbergi á Þingvölium 1874.
Er því næg ástæða til að samfagna
LR á þessum tímamótum og árna
gömlum og nýjum sveitarmeðlimum
heilla.
Afmælisdagskráin var fjölbreytt
og krydduð fróðleiksmolum í hnyttn-
um kynningum Jóns Múla Árnason-
ar. Hin núverandi 26 manna sveit
LR lék fyrst 7 atriði undir stjórn
Jóhanns Ingólfssonar. Þar næst
flutti „Heiðurssveit" skipuð fyrrver-
andi meðlimum 4 lög undir stjórn
Páls Pampichlers Pálssonar (stjórn-
anda sveitarinnar 1949-75), en að
því loknu léku báðar sveitirnar -
þ.e. eitthvað um hálft hundrað
manns - saman gustmikla útsetn-
ingu Páls á Á Sprengisandi eftir
Kaldalóns og mars eftir Sousa.
Efst á blaði var Gamlir félagar
eftir fyrrum flautuleikara LR, Árna
Björnsson, frísklegur mars og fluttur
af snerpu. The Earle of Oxford’s
Marche, saminn af Gordon Jacob
fyrir 300 ára hátíð Byrds 1923,
minnti nokkuð á settlegan endur-
reisnar-pavane í upphafi og náði
sveitin ekki fyllilega saman þegar
mál tóku að flækjast í miðhluta.
Betur gekk í íslenzkum rímnadans-
lögum I & II eftir Jón Leifs í viðeig-
andi frumlægri útsetningu Alberts
Klahn, er sveitin blés með trukki.
Síðan komu fjórir þættir úr tónblóm-
vendi Perey Graingers, A Lincolns-
hire Posy; þétt skrifuð tónlist og
trúlega meðal kröfuharðara lúðra-
sveitarefnis í dag, enda fóru einstaka
hrynflækjur og kontrastef forgörð-
um. Glaðvær „Tijuana Brass“ sveifl-
an í Herb Alpert Selection No. 1
gerði ekki sömu kröfur og rann ljúf-
lega niður, ogjafnvel enn beturtókst
til í skemmtilegri og fagmannlega
gerðri syrpu Jans Moráveks úr
ódauðlegum söngdönsum Múlans
undir öruggri stjórn Jóhanns Ing-
ólfssonar.
Heiðurssveitin, sem með réttu
hefði mátt leika „Gömlu félaga"
Árna Björnssonar, flutti undir ötul-
um tónsprota Páls Pampichlers
nokkurra sekúndna langa Fanföru
stjórnandans, lúðrakall í tilefni af
komu líklega Friðriks IX Danakon-
ungs. Þá hófst viðamikill mars eftir
Dominik Ertl, „Hoch- und Deutsch-
meister," Op. 41, og í kjöifar hans
hinn óviðjafnanlegi Tjarnarmars
Páls, sem lokkað getur fram sól-
skinsbros í jafnvel svartasta dumb-
ungi. Gömlu félagarnir léku af eld-
móði og snerpu sem sæmt hefði
unglingum, og luku sínu innslagi
með Niflungamarsi Gottfrieds
Sonntags, hágermanskri látúnssúpu
soðinni upp úr Hringsstefjum Wagn-
ers.
Að lokum sameinuðust ungir og
gamlir félagar í risalúðrasveit, og
ætlaði þakið að rifna af „Camp
David“ sem gárungar kölluðu í eina
tíð, þegar svar landans við Wilhelm
Tell forleiknum kvað við með tilheyr-
andi jódyn og hneggjan, svo halda
mætti að hér riði höfuðher Húna en
ekki hnípnir kotbændur á leið í
Kiðagil. Tóku áheyrendur pjátur-
veizlunni fagnandi, og ekki urðu
undirtektir minni eftir aukanúmerið,
hinn vaggandi Washington Post eft-
ir marsakónginn J.P. Sousa, er sló
glæstan botn í eftirminnilega afmæl-
istónleika.
Ríkarður Ö. Pálsson
Mínni fortíðar
MYNPLIST
Norræna húslð
MÁLVERK
Antti Linnovara. Opið alla daga frá 14-19.
Til 11. maí. Aðgangur 200 krónur.
FINNSKI málarinn Antti Linnovara (f.
1960), er af kynslóð sem hóf ný grunnmál
landslagsmálverksins til vegs á Norðurlönd-
um. Og það er rétt sem sýningarstjórinn Lars
Saari segir í því samhengi í inngangi sýningar-
skrár, „að Linnovara fari í myndrænan leið-
angur út í náttúruna, söguna og nóttina".
Nefna má þetta nýtt vín á gömlum belgjum
í norrænni list, en sá sem öðrum fremur hóf
þessi minni og jafnframt yfírstærðir lands-
lagsmálverka til vegs í Evrópu, telst þjóðveij-
inn Anselm Kiefer, en áhrif hans hafa náð
alla leið til íslands. Söfn á Norðurlöndum
hafa og verið iðin við að festa sér myndir
Kiefers og hann er einn af örfáum Evrópubú-
um sem eftir seinni heimsstyijöldina hefur
tekist að rjúfa þykkasta listmúr veraldar,
Bandaríkin, svo ekki er að undra þótt yngri
kynslóð láti hrífast með. Það góða við þetta
er að miðja listarinnar í Evrópu einskorðast
ekki lengur við París, og ungir eru óhræddir
við að taka upp fordæmi framsækinna ný-
skapara hvaðan sem þeir koma úr álfunni.
Hið afleita er, að þetta sýnir um leið ósjálf-
stæði norrænna listamanna (og listsögufræð-
inga) sem rökkuðu í áratugi niður landslags-
málverkið að dagskipan fræðikenningameist-
ara og listpáfa í París, í stað þess að stokka
upp listina, endurnýja og jarðtengja á heima-
slóðum. Neyðarlegt fyrir þá sök, að norræn-
ir hafa landslagið og birtumögnin allt um
kring og Kiefer hefur að eigin sögn óspart
fiskað af þessari auðlegð í landhelgi þeirra
um hvorttveggja. Hins vegar er hann eðlilega
uppteknari af þýskri sögu, og er undir dijúg-
um áhrifum frá óheftri tjáningu og úthverfu
innsæi í germönsku málverki.
Linnovara er ennfremur af kynslóð metn-
aðargjarnra norrænna málara, sem kunna
að markaðs- og sviðsetja list sína og er hér
gildur fulltrúi nývakinna viðhorfa sem voru
nær óþekkt fyrir nokkrum áratugum. Ábúð-
armiklar farandsýningar slíkra, skipulagðar
af listhúsum, listsögufræðingum og kontór-
istum, eru nær árviss viðburður einhvers
staðar á Norðurlöndum og minnist ég hér
sýningar Olav Christopher Jensens á sama
stað fyrir tveim árum eða svo og sýningar
íjögurra norrænna listamanna, m.a. Sigurðar
Guðmundssonar, enn fyrr.
Það sem Linnovara tekur helst fyrir í
ANTTI Linnovaara; Handbók, akrýl á
prent, 1994.
myndheildum sínum eru fjarlægðir, rýmishrif
og hillingar víðáttanna, með ívafi gamalla
og fornra minna. Landslag, arkitektúr, næt-
urstemmningar, þar sem hann sameinar í
myndrýminu aðsídljanlegustu myndeiningar
sem bera í sér ákveðnar tákn- og sjónrænar
vísanir fortíðar. Blý, koparplötur og ljós-
myndir vinna á ýmsan hátt með stórum vold-
ugum litaflötum, tómarúmi og litalækjum á
dúkum. Hér er hraustlega staðið að verki
þótt fátt komi á óvart í ljósi hins mikla fram-
boðs á svipuðum nótum síðustu ár. Þó má
skynja sterkan og persónulegan tón í mynd-
unum Ferð 1992 og 1994, báðar til hægri á
endaveggjum fremri og innri salar.
Sýningar sem slíkar eru piýðilegt innlegg
í samræðuna, eiga fullan rétt á sér en óneit-
anlega væri forvitnilegt að kynnast fleiri hlið-
um framsækinnar norrænnar málaralistar.
Prýðilegt kynningarrit um listamanninn með
listsögulegri skilgreiningu á verkum hans
liggur frammi.
SJÖ FRÁ VESTUR-N OREGI
A n (I (I y r i
Til 11 maí. Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ kveður við allt annan tón í anddyri
hússins þar sem 7 listamenn frá Vestur-Nor-
egi sýna 24 myndverk af ýmsu tagi. Trauðla
mögulegt að hugsa sér meiri andstæður, því
þegar Linnovara er fulltrúi markaðrar og
viðurkenndrar stefnu á heimsvísu í málverki,
er þessi hópur dæmigerður fyrir það sem
nefna mætti sundurlausa og einangraðra
átthagalist. Helmingur gerendanna er þannig
sjálflært áhugafólk, sem verk þeirra bera
alltof vel með sér og í þeim er ei heldur
finnanlegur næfur tónn. Þá er skoðandanum
gert afar erfítt fyrir með slitinni uppheng-
ingu, sem dregur enn frekar fram hin stefnu-
lausu og grunnristu vinnubrögð og er mikil
spurn hvernig þetta „úrval“ hefur ratað á
staðinn. Grafík Ingu Rotevatn er hér undan-
tekning, en er slitin úr samhengi í uppheng-
ingunni.
Bragi Ásgeirsson