Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 41 MIINININGAR KLEMENZ RAGNAR GUÐMUNDSSON + Klemen/, Ragn- ar Guðmunds- son fæddist í Reykjavík 9. júní 1936. Hann lést 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Albert Þórarinsson, f. 24. apríl 1903, d. 8. maí 1985, og Ingi- björg Ameiía Kristjánsdóttir, f. 7. október 1898, d. 24. mars 1974. Systkini Klemenzar voru Þórarinn Guð- mundsson, tvíburabróðir, f. 9. júní 1936, d. 12. október 1995, Elínborg Guðmundsdóttir, f. 18. október 1937, og Hörður Hjartarson, f. 11. nóvember 1927. Klemenz var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sjöfn Sig- urgeirsdóttir, f. 15. marz 1939. Þau eignuðust þijú börn, Al- bert, f. 26. apríl 1957, kvæntan Svanhvíti Sverrisdóttur og eiga þau þrjú börn, en fyrir á Al- bert tvö börn af fyrra hjóna- bandi; Ingibjörgu Þórunni, f. 26. apríl 1958, gifta Hjálmari Jónssyni og eiga þau tvö börn, en fyrir á Ingibjörg eitt barn af fyrra hjónabandi; og Vigdísi, f. 28. maí 1962, sem býr með Friðriki Sigur- mundssyni, og eiga þau þijú börn. Síðari kona Klemenzar var Maryann Mile. Þau eignuðust einn son, Róbert, f. 19. febr- úar 1979. Klemenz og Maryann skildu eftir stutta sambúð. Klemenz vann verslunarstörf alla ævi. Hann starfaði sem sölumaður hjá Davíð S. Jónssyni um árabil. Hann stofnsetti síðar sitt eigið verslunarfyrirtæki og vann við fasteignaviðskipti áður en hann hóf störf hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins 1987. Þar lét hann af störfum fyrir nokkrum árum. Utför Klemenzar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Klemenz R. Guðmundsson var fæddur 9. júní 1936. Hann lést að heimili sínu 20. apríl sl. Banamein hans var astmi. Ég kynntist Klemenz fyrst á kaupstefnu haustið 1966, þar sem við störfuðum sem sölumenn. Hann hafði geislandi persónuleika, þéttur á velli og léttur í lund. Er hann heyrði að ég væri ný- græðingur í starfinu tók hann mig þegar að sér, leiðbeindi og studdi á allan hátt. Var það upphafið að ein- lægri vináttu okkar. Er ég spurðist fyrir um þennan lífsglaða mann var svarið: „Þetta er einn af bestu sölumönnum lands- ins.“ Innkaupastjórar utan af landi sem komu á kaupstefnuna tóku mjög undir þetta og sögðu mér að hann tæki oft að sér að erinda fyr- ir þá í Reykjavík. Ekki þurfti að hafa áhyggjur af því sem hann tók að sér, öllu var hratt og vel til skila haldið svo sem kostur var. Hann ávann sér vináttu þessara manna enda gætti hann hagsmuna þeirra í hvívetna. Hans lífsgildi var: „Orð skulu standa." Er veikindi hans ágerðust varð honum ljóst hvert stefndi en tók því með æðruleysi og karlmennsku. Þá vildi hann sættast við fólk sem hann var í ósátt við en kom að lok- uðum dyrum. Féll honum það þungt, ekki sjálfs sín vegna, heldur „að fólkið yrði að lifa með þessu“. Klemenz átti trausta vini sem litu til með honum og er á engan hallað að vinkona hans Jenný Breiðfjörð var sú lind kærleika og vináttu sem veitti birtu inn í líf hans öllum stundum. Klemenz var stofnandi Sölu- mannadeildar VR sem var stofnað 14. jan. 1967. Sat hann þar í stjórn nokkur ár. Var hann sæmdur gull- merki og kosinn heiðursfélagi henn- Aðrir mér hæfari munu eflaust skrifa um ætt og lífshlaup hans. Ég kveð góðan vin og samgleðst honum á nýjum leiðum. Ég veit að hann tryggir okkur landskika í himnaríki þar sem við getum unað í sumaryl og lagt net fyrir rauð- maga. Nú brosir þú, vinur minn. Guð blessi þig og varðveiti. Elís Adolphsson. Btótnasíofa rriöjums Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið ðll kvöld til kl. 22 - einnig um hclgar. Skrcytingar fyrir öll tilcfni. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur, KOLBEINN INGÓLFSSON, Mávahlíð 45, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 23. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju föstudaginn 2. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krab- bameinsfélagið. Sigríður Kolbeinsdóttir, Þorbjörg Kolbeinsdóttir, Guðmundur Ó. Ingimundarson, Ingólfur Kolbeinsson, Steinunn Þorleifsdóttir, Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Hörður Harðarson, Edda Ingólfsdóttir, RagnarJónsson og barnabörn. + Faðir minn, sonur og bróðir, ÞÓRÐUR ARNAR HÖSKULDSSON, vélfræðingur, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt mánudagsins 28. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Leifur Orri Þórðarson, Höskuldur Þórðarson, Hafdís Guðmundsdóttir, Höskuldur Höskuldsson, Aðalheiður Ríkarðsdóttir, Guðjón Höskuldsson, Kristjana Höskuldsdóttir, Viðar Karlsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYSTEINN ÞORSTEINSSON, 683 Toyon Ave, Sunnyvale, Kaliforníu, andaðist á heimili sínu laugardaginn 26. apríl. Andrea Backmann Árnadóttir, Þorsteinn, Árni og Eric Eysteinssynir og fjölskyldur. Krossar d Íeíði Ryðfrítt stóí - varanfegt efhi Krossamir eru framleiMir úr kvíthúðuðu, lyðfríu stóíi. Mtnnisvarði sem endist um ókomna tíð. Sóikross (tdfoiar eifift (íf) Hceð 100 smfrdjörðu. Hefðbundinn ítross m/munstruðum endum. Hceð 100 smfrájörðu. Hringið í slma 431-1075 og fáið litabækling. BLIKKVERK Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431-1075, fax 431-3076 + Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar og fósturfaðir, VIGNIR FRIÐÞJÓFSSON skipstjóri, Víðilundi 18c, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. apríl kl. 13.30. F.h. systkina, tengdafjölskyldu og annarra ástvina; Jónína E. Þorsteinsdóttir, Friðþjófur Gunnlaugsson, Sveinn Orri Vignisson, Friðþjófur Örn Vignisson, Stefán Guðnason. Guðrún Andrésdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Hannes Bjartmar Jónsson, Einar Pétur Jónsson og aðrir ástvinir. er látinn. + STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum, Guðrún Sigbjörnsdóttir, Gunnar Steindórsson og fjölskyldur. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUNNAR MAGNÚS GUÐMUNDSSON fv. hæstaréttardómari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 30. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Guðbjörg Pálmadóttir, Hörður Gunnarsson, Bragi Gunnarsson, Herdís Þorgeirsdóttir, Anna G. Gunnarsdóttir, Ragnar Danielsen. + Ástkær dóttir okkar og systir, KRISTÍN HALLA HARALDSDÓTTIR, Guðrúnargötu 7, sem lést sunnudaginn 20. apríl, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, þriðju- daginn 29. apríl, kl. 13.30. Helga S. Bachmann, Haraldur Hjartarson, Sigríður Sóley Kristjánsdóttir, Ragnheiður Helga Haraldsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆMUNDUR GUÐMUNDSSON, Brekku, Hveragerði, er látinn. Helga Dís Sæmundsdóttir, Ragnar Gunnarsson, Gerður Sæmundsdóttir, Berndt Grönqvist og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.