Morgunblaðið - 29.04.1997, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ
OK „o.,Tw„„ir,KH
48 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997
AFMÆLI
ESTER
M AGNÚ SDÓTTIR
Ester er dóttir heið-
urshjónanna Guðfinnu
Guðmundsdóttur og
Magnúsar Hannibals-
sonar, útgerðarmanns,
mestu myndar- og
dugnaðarhjóna, sem
allir samferðamenn
elskuðu og virtu. Þau
eignuðust Þijú börn.
Elst er Ester, sem
fagnar áttræðisafmæli
sínu í dag, þá Trausti,
fyrrverandi skipstjóri
og vitavörður á Sauða-
nesvita, og yngst er
Emma, sem býr í
Hafnarfirði, og var gift miklum
sómamanni Sveini Guðmundssyni,
sem nú er látinn.
Guðfinna lamaðist nokkru eftir
að Emma fæddist. Ester var þá níu
ára. Öll voru systkinin bráðdugleg
og vissu hvað þau áttu að gera.
Ester hafði mikla forystuhæfileika.
Hún sá og skynjaði vel hvað gera
þurfti þegar faðir þeirra kom að
landi með fiskinn. Sneru börnin
bökum saman og hjálpuðu sem
mest og best þau gátu föður sínum
og ennfremur að líta eftir móður
sinni, sem alltaf var lífsglöð þrátt
fyrir lömun sína.
Eg hef ekki kynnst mikilhæfari
konu en Ester. Öll verk léku í hönd-
um hennar og alls staðar lét hún
gott af sér leiða. Ester giftist ung
hinn 27. október 1939 Guðmundi
Agústssyni, mesta myndarmanni
frá Kjós. Eignuðust þau tvo syni,
Ágúst og Magnús, manngæsku-
drengi, sem eru vel
giftir. Ester og Guð-
mundur byggðu sér
hús í Djúpuvík, sem þá
var mikill uppgangs-
staður og fólk dreif víðs
vegar að af landinu í
vinnu tengda síldveið-
um og vinnslu. Guð-
mundur Guðjónsson
stjórnaði þá Djúpuvík,
mikilhæfur athafna-
maður, sem giftur var
Ragnheiði Hansen.
Tóku þau hjón að sér
kjördóttur, Maríu,
mestu myndarstúlku,
sem síðar varð fegurðardrottning.
María er í miklu uppáhaldi af öllum
Árneshreppsbúum.
Ester var hjálpsöm alla tíð og
naut ég þess í ríkum mæli. Hún tók
Hilmar son minn að sér þegar ég
brenndist og lá af þeim sökum í sjö
mánuði á Landspítalanum. Ekki
máttu þau heiðurshjón heyra á það
minnst, að þeim væri borgað fyrir
greiðann. Þótti þeim svo sjálfsagt
að rétta þessa kærkomnu hjálpar-
hönd. Hilmar minn minnist þess oft
hvað það hafi verið gaman að vera
hjá Ester og Guðmundi og sonum
þeirra. Hefur vinátta Hilmars við
þá fjölskyldu haldist æ síðan.
Elsku Ester, innilegustu óskir
með 80 ára afmælið. Guðsblessun
fylgi ykkur hjónum og niðjum í
nútíð og framtíð. Lifíð öll heil.
Þess óskar,
Regína Thorarensen,
Hulduhlíð, Eskifirði.
AÐSTOÐ VIÐ ALDRAÐA
OG AÐRA ÁN HJÁLPAR RÍKISINS
Ertu ein / einn ?
Þarfnastu:
'félagsskapar ?
"einhvers til að tala við ?
"spila við ?
"aðstoðar við innkaupin ?
"aðstoðar við heimilisstörfin
Þarf foreldri þitt aðstoöar á
meðan þú ert að vinna?
Uppl. milli kl 9 -12 alia
virka daga i síma
565 2309
Austurvegur rh! c
IÐNAÐARHURÐIR
í SVAL-öORG A FHF.
HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK
SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751
smáskór
Mikið úrval af góðum
fyrstu skóm.
St. 17-25. 6 gerðir með lausum
innleggjum.
Erum í bláu húsi við Fákafen.
Ermaginn
vandamál?
Fæst í apótekum.
KISHLGEL
Silicol er nátturulegt bætiefni
sem vinnur gegn óþægindum i
maga og styrkir bandvefi
likamans og bein.
Silicol verkar gegn brjótsviða,
nábit, vægum magasærindum,
vindgangi. uppþembu
og bæði niðurgangi og harðlífi.
Silicol hentar öllum!
Silicol hjálpar
Vinsælasta heilsuefnií í Þýskalondi, Svíþjóð
og Bretlnndi!
Silicol er hrein nóttúruofurð ón hliðarverkono.
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Fyrstu
útskriftarnem-
endur Melaskóla
ÞIÐ SEM lukuð fullnaðar-
prófi frá Melaskóla vorið
1947, fyrsti útskriftarhóp-
ur skólans. Hvernig væri
að hittast í maí og minnast
tímamótanna? Vinsamleg-
ast haftð samband við Hall-
dóru Gunnarsdóttur í síma
562 5551 og Dóru Guð-
leifsdóttur í síma 554 2643.
Ekki meiri illdeilur
ÉG VIL lýsa óánægju minni
með undirskriftasöfnun þá
sem hrundið var af stað í
Garðabæ varðandi prests-
kosningar. Presturinn sem
kosinn var fékk löglega
kosningu og mér finnst að
fólk hefði átt að hlíta því
en rjúka ekki af stað með
undirskriftalista. Erum við
ekki búin að fá nóg af slíku
innan kiriqunnar? Einnig
finnst mér að prestamir
hefðu átt að biðjast undan
þessari undirskriftasöfnun
og koma þar með í veg fyr-
ir frekari illdeilur innan
kirkjunnar sem allir em
búnir að fá nóg af.
Sólbjört Gestsdóttir,
Grenilundi 12,
Garðabæ.
Skækjan
ÉG SÁ sýningu Þjóðleik-
hússins Leitt að hún skuli
vera skækja “ án þess að
vita mikið um efnið. Þrátt
fyrir góða frammistöðu
þeirra er að sýningunni
stóðu var tilfinning mín
aðeins leiði yfir því að hafa
slæðst þarna inn og mér
fannst ég hafa atast aur
þessa stund í leikhúsinu.
Mér þætti rétt að fólk
væri varað við svona efni
því þá mæta aðeins þeir
sem vilja sjá óhugnaðinn.
Leikhúsgestur.
Grín og guðlast
GRÍN Spaugstofunnar um
páskana var til að niður-
lægja Krist og boðskap
hans og var mikil synd sem
og hvaða atriði sem leikið
er úr Biblíunni þó að ekki
sé það guðlast.
Sá maður guðlastar sem
setur sig í Guðs stað með
því að afnema og breyta
lögum Guðs og setja lög í
staðinn að eigin vilja og
geðþótta tilbúin af manni
eða mönnum og kenna þau
sem frelsunaratriði fyrir
fólk. Kaþólska kirkjan og
páfar hennar hafa framið
þann voðaglæp að afnema
og breyta 10 boðorðum
Guðs svo að um munar og
villt þannig um fyrir fólkinu
í heiminum og þeir elta sem
kalla sig guðfræðinga,
biskupa, presta og djákna
og ýmsum öðrum nöfnum,
þeir taka mannieg lög
tveim höndum eins og þau
væru frá Guði komin og
tilbiðja þannig páfann, guð-
inn í Róm, og taka þannig
fullan þátt í guðlastinu með
klerkum kaþólsku kirkj-
unnar.
Samúel spámaður Drott-
ins sagði um Sál konung í
ísrael: „Af því að þú hefir
hafnað skipun Drottins, þá
hefir hann og hafnað þér
og svift þig komungdómi."
(1. Sam. 15,23.) Og einnig
í sama kafla óhlýðni, þver-
móðska og þijóska er ekki
betri en galdrasynd.
Guð hafnaði Sál vegna
óhlýðni við boð sín og fékk
hann þá illan anda og hann
endaði með því að fara til
miðils, galdrakonu í Endór
og féll í stríði við Filista
og synir hans, yfirgefinn
af Guði. Sál tapaði öllu
jarðnesku og líka upprisu
réttlátra við komu Krists
vegna óhlýðni við fyrirmæli
Guðs, eins mun fara fyrir
kennurum sem kenna
mannaboðorð til frelsunar
fólki og setja sig þannig í
Guðs stað, þar sem stjóm-
arskrá Guðs er forsmáð og
niðurrifin, boðorðin 10 (2.
Mós. 20. 1-17). Að fyigja
og kenna lög páfastóls í
stað Guðslaga er syndin
stóra, guðlast og grín.
Menn ættu að lesa Daníels-
bók og rit kaþólsku feðr-
anna, þá sjá menn hveijir
guðlasta. Fólk ætti að lesa
5. Mósebók og Postulasög-
una vel og þá sér það
hvernig fólk verður kristið.
Aðeins iðrun og aftur-
hvarf til boðorða Guðs get-
ur læknað sár og mein ein-
staklinga og þjóða, og sterk
trú á Drottin Jesú.
Oðinn Pálsson
Stóru-Völlum,
Holta- og Landsveit.
Flugleiðir -
traustur íslenskur
ferðafélagi
FYRIRSÖGNIN hér að of-
an er auglýsing sem við
þekkjum svo vel. En á ferð
okkar til Kanaríeyja á tíma-
bilinu 26.2. til 26.3. 1997
reyndum við þetta í verki.
Við vorum 10 manns frá
Reykjavík, Fáskrúðsfirði,
Drangsnesi og Grundarfirði
sem áttum pantaða ferð á
þessum tíma. Staðfesting-
argjald var greitt í ágúst
og síðan fargjaldið að fullu
4-5 vikum fyrir brottfor.
Við vorum þá komin með
farmiða og staðfesta bókun
á það hótel sem við höfðum
valið.
Við höfðum lagt mikið
uppúr að fá þetta hótel á
Ensku ströndinni. Þar er
stutt í alla þjónustu og á
ströndina. Þau okkar sem
höfðu áður dvalið þar
þekktu þetta allt svo vel.
Nokkrum dögum fyrir
brottför var okkur tilkynnt
með mismunandi fyrirvara
að hótelið stæði ekki við
samning sinn við Flugleiðir.
Þetta þýddi það að við
fengum ekki þetta hótel.
Okkur brá illa við því erfitt
yrði að fá annað hótel á
svo stuttum tíma. Eftir-
spum eftir Kanaríeyjaferð-
um er slík að það þarf að
panta með margra mánaða
fyrirvara.
Flugleiðir brugðust við
þessu með miklum ágæt-
um. Okkur voru strax boðin
önnur hótel eða endur-
greiðsla. Þar sem við vild-
um halda okkur við þessa
staðsetningu á dvalarstað
var þetta erfitt. En við
fengum svo hótel í sömu
götunni, dýrara enda stærri
íbúðir, á sama verði og við
höfðum greitt fyrir.
Áður en ferð okkar hófst
var okkur sagt að allar
skoðunar- og skemmtiferð-
ir inna eyjarinnar væru
okkur að kostnaðarlausu í
boði Flugleiða.
Þessar ferðir eru: Hring-
ferð (meðfram strandlengj-
unni), hellaferð (ferð upp í
hellana þar sem fólk hefur
búið í mörg hundruð ár),
verslunarferð til Las Palm-
as, sigling með Blue Bird
(strandferð), Teror og Val-
leseco (fi'allaferð, þorps-
markaður) og nætur-
klúbbsferð til Casino Palace
(kvöldmatur og skemmti-
dagskrá).
Þegar við komum inn í
íbúðir okkar á hótelinu beið
okkar blómaskreyting og
konfekt á stofuborðum
okkar, ekkert var eins og
höfðum við mikla ánælgju
af þessu.
Við viljum með þessum
línum þakka Flugleiðum
innilega fyrir vinsemd ,og
hvað vel var við okkur gert
á allan hátt. Við áttum
yndislega ferð, ekkert kom
upp á, veðrið lék við okkur,
hiti 26-30 stig hvem ein-
asta dag meðan við dvöld-
um á Kanaríeyjum.
Við sendum góðar kveðj-
ur til fararstjóra Flugleiða,
Auðar, Ingibjargar Grétu
og Jóhönnu á eyju hins ei-
lífa vors, Gran Canaria.
Anægðir farþegar
Flugleiða
Tapað/fundið
Frakki tapaðist
DÖKKBLÁR beinsniðinn
karlmannsfrakki var tekinn
í misgripum úr fatahengi í
Hjallakirkju þann 6. apríl
sl. Sá sem kannast við að
vera með þennan frakka
er vinsamlega beðinn að
hringja í síma 552 4807.
Lyklakippa
tapaðist
BRÚNT og svart veski
með smellu tapaðist, ann-
aðhvort á Hverfisgötunni,
bensínstöðinni í Borgar-
túni eða í Glæsibæ mið-
vikudaginn 23. apríl sl. Á
kippunni voru 6 lyklar, þar
af tveir litlir. Skilvís
finnandi vinsamlega hringi
í Sólveigu í síma 555-4378.
Gæludýr
Álfur er týndur
ÁLFUR týndist laugar-
daginn 12. apríl. Hann er
sealpoint síamsköttur með
blá augu, frekar stór og
„talar“ mikið. Hann á
heima á Brekkustíg 10 í
Reykjavík. Hann er með
svarta ól með bláu merki.
Ef einhver hefur séð hann
vinsamlega hringið í Mar-
gréti í síma 551 5023.
Heyrnarlaus
köttur tapaðist
STÓR, hvítur, heyrnarlaus
fressköttur, með blá augu
tapaðist á ferðalagi undir
Eyjafjöllum í fyrrasumar.
Hann gæti hafa stokkið
upp á einhvern bíi og
þvælst hvert á land sem
er. Hafi einhver orðið hans
var er hann beðinn að
hringja í síma 555 0801
eða láta vita í Kattholt.
Víkveiji skrifar...
VERZLUNARMANNAFÉLAG
Reykjavíkur skilaði hvorki
meira né minna en 108 milljóna
króna tekjuafgangi á síðasta ári. I
samtali við Morgunblaðið í fyrradag
sagði Magnús L. Sveinsson, formað-
ur félagsins, að þessi mikli hagnaður
skýrðist m.a. af mikilli fjölgun fé-
lagsmanna á árinu. Hann segir jafn-
framt að það sé alls ekki markmiðið
að græða á rekstri félagsins og seg-
ir að féð verði notað í þágu félags-
manna.
Fer ekki bezt á því, að félagsmenn
sjálfir, hver og einn, ákveði hvernig
þeir noti þessa umfram fjármuni?
Bendir þessi mikli hagnaður, sem
jafnast á við árshagnað myndarlegs
útgerðarfyrirtækis, ekki til þess að
það megi lækka umtalsvert gjöldin,
sem félagsmönnum VR er gert að
greiða? Hefði ekki farið betur á því
að skilja þessar hundrað milljónir
eftir í vösum félagsmanna sjálfra
og að þeir tækju ákvörðun um,
hvernig þeir vildu ráðstafa þeim?
Forystumenn verkalýðsfélaganna
verða að gæta þess, að félögin verði
ekki einhvers konar fyrirtæki, sem
safni digrum sjóðum, sem vissulega
eru betur komnir hjá félagsmönnum
heldur en stjórnendum féiaganna,
svo ágætir, sem þeir annars eru.
XXX
ÉR I Morgunblaðinu hefur
ítrekað verið bent á, að sjóða-
söfnun verkalýðsfélaganna er orðin
fáránleg. Því skal ekki mótmælt, að
það hafi verið skynsamicgt á sínum
tíma, að byggja þessa sjóði upp, eins
og t.d. sjúkrasjóðina. En þeir eru
nú orðnir svo miklir að vöxtum og
vaxa af sjálfum sér í krafti mikillar
ávöxtunar, að það hlýtur að vera
tímabært að ræða í alvöru, að pen-
ingarnir, sem nú ganga í suma þessa
sjóði fari, heldur til þess að hækka
laun launþega í viðkomandi starfs-
greinum og að þeir ákveði sjálfir,
hvernig þeir vilji ráðstafa þeim.
Þap er einfaldlega nóg komið af
sjóðasöfnun á vegum verkalýðsfé-
laganna.
XXX
RAUNAR er orðið tímabært, að
félagsmenn verkalýðsfélag-
anna hugi að allsheijar endurskoðun
á starfsemi þeirra og skipulagi. Það
hefur lítið breytzt í áranna rás og
tímabært að breyting verði á því.
Forystumenn verkalýðsfélaganna
og starfsmenn þeirra þurfa lítið fyr-
ir lífinu að hafa. Þeir hafa samið
við vinnuveitendur um það, að fólk
geti ekki fengið vinnu á Islandi nema
vera í launþegafélagi viðkomandi
starfsgreinar og þeir hafa samið við
vinnuveitendur um, að þeir inn-
heimti félagsgjöld af starfsmönnum
sínum fyrir þá. Hvenær kemur að
því, að vinnuveitendur kreíjist þókn-
unar fyrir þessi innheimtustörf?!
Þetta er löngu úrelt fyrirkomu-
lagi. Hveijum einstaklingi á að vera
í sjálfsvald sett hvort hann er félags-
maður í stéttarfélagi eða ekki. Og
félögin sjálf eiga að hafa fyrir því
að innheimta félagsgjöld og önnur
gjöld-hjá félagsmönnum sínum. En
þessu verður sennilega ekki breytt
nema með lögum frá Alþingi. Má
ekki búast við að einhver framtaks-
samur alþingismaður flytji tillögu
um slíkt frelsi til handa launþegum
þessa lands?