Morgunblaðið - 10.05.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
| Það borgar sig að kunna skil á úrgangi
Kynntu þér breytta gjaldskyldu
! á endurvinnslustöðvum okkar.
Velkomin ð endurvlnnslustöOvarna
S@RFA
SORPEYÐING
HÖFUÐBORGARSV/EÐISINS bs
Heimagerðri sprengju kastað í
andlit ellefu ára drengs
Sprakk við
augað og
skaddaði það
BORIÐ var til grafar í Krýsuvíkurkirkjugarði og voru líkmenn þar úr hópi félaga Sveins úr
lögreglunni. Jafnframt var vigð altaristafla eftir Svein í kirkjunni.
Fjölmenni við útför
Sveins Björnssonar
ÚTFÖR Sveins Björnssonar list-
málara og lögregluþjóns var gerð
frá Hallgrímskirkju í Reykjavík
í gær að viðstöddu miklu ijöl-
menni. Séra Karl Sigurbjörnsson
jarðsöng og í Krýsuvíkurkirkju
vígði séra Gunnþór Ingason nýja
altaristöflu eftir Svein.
Við útförina sungu Schola
Cantorum undir stjóm Harðar
Askelssonar organista, sem
einnig lék á orgelið, og_ Lög-
reglukór Reykjavíkur. Ásgeir
Steingrímsson annaðist tromp-
etleik. Borið var til grafar í
Krýsuvíkurkirkjugarði og jafn-
framt var vígð í Krýsuvíkur-
kirkju altaristafla eftir Svein
heitinn Björnsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VINIR Sveins heitins Bjömssonar bám kistu hans úr Hallgríms-
kirkju og stóðu lögreglumenn heiðursvörð utan við kirkjuna.
BRESKIR kafarar halda' í dag
áfram athugun sinni í vistarverum
skelfískbátsins Æsu ÍS 87, sem
sökk í Arnarfirði sl. sumar. Bæki-
stöðvar kafaranna era um borð í
varðskipinu Óðni.
Kafararnir hafa aðeins 29
mínútur til stefnu frá því þeir síga
niður í djúpið og þar til þeir þurfa
að koma upp aftur. Mega þeir
ELLEFU ára drengur skaddaðist á
auga á uppstigningardag eftir að
heimagerð sprengja sprakk við and-
lit hans þar sem hann var á hjóli
í Foldahverfi í Grafarvogi. Sprengj-
unni var kastað í hann af unglings-
pilti sem hefur ekki fundist.
„Hann sá einhvem hlut út undan
sér og heyrði hvin en síðan sprakk
sprengjan. Þetta gerðist mjög
snöggt og hefur verið talsvert
kraftmikil sprenging, því að kona
ein sem hraðaði sér á vettvang,
býr á fjórðu hæð í nærliggjandi
húsi og heyrði alla leið þangað
háan hvell og síðan öskur og grát
í bami,“ segir móðir drengsins.
Orðlaus af reiði
„Ég er nær orðlaus af reiði í
garð þess sem kastaði sprengj-
unni, en því miður sáu sonur minn
og vinur hans sem var með honum
ekki til þess sem ber ábyrgðina.
Ég vona samt að hann finnist. Mér
fínnst það skrýtinn einstaklingur
sem fær eitthvað út úr því að beina
svona löguðu að fólki,“ segir hún.
Drengurinn var mjög vankaður
eftir sprengjuna og kastáði lengi
-upp eftir að hann var fluttur á
slysadeild, sem þykir benda til að
hún hafí verið kraftmikil og högg-
ið á höfuðið þungt.
Guðmundur Viggósson augn-
læknir segir að svo virðist sem um
sé að ræða heimatilbúna sprengju
sem springi við högg.
„Sprengjan lenti á hægra auga
drengsins sem er einn versti hugs-
anlegi staður og er augað marið
og það hefur blætt inn á það.
Hann er með mjög mikið glóður-
auga á augnlokinu og framhólf
augans er fullt af blóði. Það er
ekki útséð um hvemig fer, en við
vonumst til að geta bjargað aug-
anu og sjóninni," segir Guðmund-
ur. Drengurinn þarf að dveljast á
sjúkrahúsi í um vikutíma yegna
áverka sinna.
Otrúlegt virðingarleysi
Guðmundur kveðst telja afar
aivarlegt mál að til séu unglingar
svo bíræfnir að smíða sprengjur
af þessu tagi og henda þeim í böm.
Fleiri heimagerðar sprengjur hafa
verið sprengdar að undanfömu í
Anda að sér blöndu af súrefni
og helíumi
Líftaug kafaranna er ofin úr
margþættum þræði fyrir símasam-
band, myndbandsupptöku, ljós, loft-
blöndu og heitt vatn. í búningunum
er net æða sem heitt vatnið rennur
um svo kafaramir ofkælist ekki.
Kafaramir anda að sér blöndu
af súrefni og helíumi og tapa mikl-
um raka við útöndun þess síðar-
nefnda. Því þarf að hita búningana
upp en hitinn á hafsbotni þar sem
Æsa liggur er tvær gráður um
þessar mundir.
sama hverfi og hafa nokkur tilvik
komið til kasta lögreglu.
„Oft kemur upp faraldur af
þessu tagi og virðast unglingspiltar
vera aðsópsmestir í gerð vígtóla
og að fremja óknytti með sprengi-
efnum, skotfæram og eldi. Virð-
ingarleysið sem þeir sýna öðra fólki
með því að kasta sprengjum af
þessu tagi er í senn ótrúlegt og
óhugnanlegt ,“ segir Guðmundur.
Hann segir lán í óláni að auga
drengsins hafi ekki eyðilagst. „Það
er stutt á milli í tilvikum sem þess-
um. Augað er í kúluformi og af-
myndast eins og þegar kýlt er í
blöðra við sprenginguna, það teyg-
ist á lithimnunni og æðahimnum
sem bresta og blæðir úr. Lítið þarf
til að augað rifni alveg. Ég hef
ekki séð svipaða áverka og á
drengnum nema kannski helst um
áramót þegar tívolíbombur og þess
háttar springa, “ segir hann.
Áhrif frá ofbeldismyndum
Hann kveðst telja ábyrgð for-
eldra mikla í þessu sambandi og
ekki sé hægt að ætlast til að skól-
amir eða aðrir aðilar hugsi fyrir
fólk. „Foreldrar eiga að vita hvað
börn þeirra aðhafast og brýna fyr-
ir þeim hættumar. Ég er einnig
hræddur um að sprengjugerð af
þessu tagi endurspegli áhrif frá
ofbeldismyndum,“ segir hann.
Morgunblaðið/Ásdís
KAFARARNIR eru 100 mínútur í afþrýstihylkinu og því frels-
inu fegnir þegar meðferð lýkur.
Leiðin upp á yfirborð tekur um
eina klukkustund og þegar þangað
er komið hafa kafaramir tvær
mínútur til þess að koma af sér
búningum og tækjum og fara inn
í afþrýstihylki. Þar þurfa þeir að
dvelja í 100 mínútur til þess að
koma í veg fyrir köfunarveiki.
Kafaramir leggja líf sitt að veði
í hvert sinn sem þeir fara niður á
botn og reyna, að eigin sögn, að
slá á létta strengi til þess að halda
sönsum þótt verkefnið sé að sönnu
grafalvarlegt.
Ríkið úthlutaði nærri tíu milljón-
um króna til verkefnisins og eiga
þeir ijármunir að nægja fyrir
kostnaði við köfunina. Landhelgis-
gæslan og Siglingastofnun leggja
til skip og mannafla og standa
sjálfar straum af þeim kostnaði.
Kafað í tveggja gráða
hita á sjávarbotni
engan tíma missa og í fyrstu ferð
sinni niður á botn festu þeir taug
i bátinn. Taugin kemur í veg fyrir
að óþarfa tíma sé eytt í að leita
að flakinu. Kafaramir era fjórar
mínútur á leiðinni niður og hafa
því rúmar 20 mínútur til þess að
athuga flakið og mynda það sem
fyrir augu ber.
Um borð í Óðni er fulltrúi sýslu-
manns á Patreksfírði, lögreglu-
menn, einn fulltrúi ættingja og
tveir fulltrúar í ID-nefnd sem er
ætlað að bera kennsl á hina látnu.
Lögreglan tekur skýrslu af köfur-
unum eftir hvetja ferð og hefur
ekki viljað greina frá því sem í ljós
hefur komið, af tillitssemi við ætt-
ingja. Lesið verður úr gögnum
þegar köfun lýkur og ekki er búist
við niðurstöðum um orsök slyssins
fyrr en að nokkrum tíma liðnum.