Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 12
12 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Deildarstjóri öryggisgæslu hjá Seeuritas óttast að innbrot séu orðin skipulagðari enáður
Markviss leit
að verðmætum
DEILDARSTJÓRI öryggisgæslu
hjá öryggisfyrirtækinu Securitas
kveðst uggandi um að skipulögð
innbrot færist í vöxt, og gera verði
ráðstafanir til að auka öryggi fyrir-
tækja og einkahúsnæðis. Meðal
annars hafi fyrirtækinu borist vís-
bendingar um að menn sem hyggi
á innbrot hafi aflað sér nákvæmra
upplýsinga um staðhætti og hagi
fólks.
Aðfaranótt mánudags eltu tveir
öryggisverðir frá fyrirtækinu Secu-
ritas uppi mann sem gert hafði til-
raun til að btjóta rúðu í skartgripa-
verslun í Bankastræti en flúið af
vettvangi þegar þjófavarnarkerfí
fór í gang.
Vel verkfærum búinn
„Verslunin var að vísu ekki tengd
öryggiskerfí okkar heldur með ut-
análiggjandi bjöllu, sem ekki er
reglum samkvæmt, en öryggisverð-
irnir brugðust samt hart við enda
staddir skammt frá. Þeir sáu tvo
menn hlaupa af stað og eltu þá um
Ingólfsstræti, niður Amtmannsstíg
og aftur upp á Ingólfsstræti. Þar
stökk annar vörðurinn úr bifreiðinni
á eftir þjófínum inn í bakgarð, þar
sem hann hentist upp á öskutunnu
og yfir háan vegg og vörðurinn á
eftir.
Hinum megin við vegginn tókst
verðinum loks að klófesta manninn,
sem reyndist vera með sérstaka
hliðartösku bundna við sig til að
geta sópað úr glugganum. Einnig
voru þar verkfæri til að fremja inn-
brot og hann var því vel útbúinn
til starfans og ljóst að hann var í
leiðangri," segir Ámi. Hinn maður-
inn reyndist ekki tengjast innbrots-
tilrauninni.
Nóttina á undan var brotist inn
í spilasalinn Háspennu við Hafnar-
stræti og þar báru innbrotsþjófar
sig einnig mjög fagmannlega að.
Þeir komu að húsinu aftanverðu, í
gegnum læst port við hlið Kaffís
Reykjavíkur, þar sem þeir höfðu
ágætt skjól til að athafna sig. Þar
flettu þeir bárujáminu af húsinu á
um metralöngum kafla, sópuðu burt
einangmn og viði sem þar tók við
og voru þá komnir að plötum sem
mynduðu innra byrði veggjarins.
Þjófarnir engir unglingar
„Þeir vom búnir borvélum og
boruðu í gegnum vegginn og kýldu
út flekann þannig að þeir áttu auð-
gengt inn í húsið. Þeir komu að
baki eins spilakassans og bmtust
inn í hann, áður en starfsmenn fyr-
irtækis í grenndinni sáu til þeirra
og kölluðu til lögreglu. Þeir komust
á brott en náðu engu,“ segir hann.
„Samkvæmt upplýsingum sjón-
arvottanna vom þessir menn á milli
þrítugs og fertugs, þannig að ljóst
er að þama vom engir unglingar á
ferð.
Við teljum ástæðu til að staldra
við og skoða hvort innbrotsþjófar
séu að fara inn á nýtt svið. Áður
fyrr vom innbrot yfírleitt svokölluð
tækifærisinnbrot, þ.e. í þeim tilvik-
um sem aðstæður buðu upp á það
eða skyndihugdetta eða ölæði réð.
Núna virðast menn hins vegar gera
markvisst út á þessa iðju og hún
vera orðin skipulög í þeim tilgangi
að sækja verðmæti."
Fleiri dæmi em um skipulögð
innbrot í spilasali og þannig var
nýlega stolið um 1,5 milljónum
króna í smámynt úr spilasal í
Glæsibæ. Þegar innbrotið var fram-
ið stóð yfir viðgerð á húsnæðinu
og þjófavörn hafði verið tekin úr
sambandi aðeins eina nótt af því
tilefni, sem Árni kveðst telja vís-
bendingu um að tími innbrotsins
hafí ekki verið tilviljun.
Hann segir þau dæmi sem liggja
fyrir benda eindregið til þess að
menn verði að veija fyrirtæki sín
og eigur betur en gert hefur verið
til þessa. Meðal annars verði að
beina sjónum að stöðum sem ekki
hafa verið taldir líklegar inngöngu-
leiðir, svo sem loftum og bakveggj-
um, auk hefðbundinna öryggisráð-
stafana.
Bjartsýnismenn á Þingeyri þrátt fyrir erfitt atvinnuástand
Of mikil svartsýni
„ VIÐ gerum of mikið af því að
væla, Þingeyringar, þegar
dregst saman hjá okkur getum
við sótt verkefni út fyrir byggð-
arlagið," segir Sigmundur F.
Þórðarson, húsasmíðameistari
á Þingeyri, í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins.
Sigmundur er með 4 menn í
vinnu og er að ljúka smíði
íþróttamiðstöðvarinnar á Þing-
eyri. Þegar vinnan dróst saman
tók hann að sér löndun úr
Sléttanesi í verktöku og hann
var við uppskipun þegar blaða-
menn bar að garði. Sagðist Sig-
mundur sækja verkefni til ná-
grannastaðanna þegar minna
væri að gera. Það gerðu fleiri
og enn fleiri mættu hugsa þann-
ig. Nefndi hann sem dæmi að
Sléttanesið sækti á fjarlæg mið
til að afla sér verkefna.
Gósenstaður
„Auðvitað er erfitt atvinnu-
ástand, ekki þýðir að neita því,
en ég hef óbilandi trú á þessum
stað og að við náum að rétta
þetta af. Það er ekkert grín að
vera atvinnulaus, en við verð-
um að hætta þessari svartsýni
og leysa rnálin," segir hann.
Sigmundur segir að Þingeyri
sé gósenstaður. „Við höfum
aldrei séð annað eins af fiski í
Dýrafirði en kvótinn dregur úr
möguleikum okkar til veiða.
Við erum miðsvæðis á Vest-
fjörðum og hingað eiga skipin
sem sækja á Dohrnbanka til
dæmis að geta sótt þjónustu,
það er miklu styttra að sigla
hingað en til ísafjarðar. Otæm-
andi möguleikar eru fyrir
ferðaþjónustu. Hér hefur orðið
bylting í samgöngumálum með
tilkomu ganganna sem við eig-
um að geta nýtt okkur. Við
höfum góðan grunnskóla og
mjög góðan leikskóla, tónlist-
arskóla, öflugt félagslíf, virkt
íþróttafélag, björgunarsveit og
kvenfélag, öflugan golfklúbb
og stórglæsilega íþróttaað-
stöðu. Hér er gott að búa og
hér vill fólkið búa,“ segir Sig-
mundur Þórðarson.
Ódýrasta lausnin
Annar bjartsýnismaður á
Þingeyri, Sigfús Jóhannsson,
stofnaði með félögum sínum
fiskverkunarfyrirtækið Unni
ehf. á síðasta ári. 7-8 menn
eru í vinnu hjá Unni, við söltun
og herslu og á trillubát sem
fyrirtækið gerir út. Sigfús seg-
ir að erfitt sé að fá hráefni.
Ef hægt væri að útvega meiri
fisk gæti fyrirtækið haft 15-16
menn í vinnu og enn fleiri ef
mögulegt yrði að hefja fryst-
ingu. Það sagði hann að væri
ódýrasta lausnin á atvinnu-
vanda Þingeyrar.
Sigfús segir að ekki borgi
sig að kaupa sér kvóta á mark-
aðnum. „Eg leigði 10 tonna
kvóta af manni, ég veit reynd-
ar ekki hvort hann var staddur
á Kanaríeyjum, Akureyri eða
Reykjavík, og borgaði fyrir
710 þúsund. Þá átti ég eftir
Morgunblaðið/Golli
SIGMUNDUR F. Þórðarson sljórnar löndun úr Sléttanesi.
SIGFÚS Jóhannsson, framkvæmdastjóri Unnar ehf., í vinnslu-
salnum.
að semja við bátinn um að
veiða kvótann og það kostaði
500 þúsund til viðbótar. Þú
sérð hvað kílóið hefur kostað
og þá átti eftir að vinna fiskinn
og salta enda seldi ég hann
þremur mánuðum seinna með
300-400 þúsund kr. tapi. Þetta
gengur ekki. Ég væri hins veg-
ar tilbúinn að kaupa kvótann
af hinu opinbera. Þá færu pen-
ingarnir í sameiginlegan sjóð
til að reka heilbrigðiskerfið og
menntakerfið og þannig skil-
uðu þeir sér til baka,“ segir
hann.
Istraktor
kynnir Alfa
Romeo 146
BÍLAUMBOÐIÐ ístraktor, Smiðs-
búð 2, Garðabæ, sem er umboðsað-
ili fyrir Fiat, Alfa Romeo og Lanc-
ia, sem og Iveco sendi- og vöru-
bíla, verður með opið hús laugar-
dag og sunnudag í tilefni af komu
Alfa Romeo 146 til landsins, 150
hestafla fjölskyldusportbíls með
öllum hugsanlegum aukabúnaði,
Fiat Bravo/Brava og Marea með
nýrri 5 sílindra vél.
Þessi nýja fólksbílalína Fiat hef-
ur fengið frábærar móttökur í
Evrópu og koma hingað til landsins
mjög ríkulega búnir, segir í frétta-
tilkynningu. Meðal staðalbúnaðar
í öllum bílunum er m.a. ABS heml-
alæsivörn og loftpúðar fyrir öku-
mann og farþega. Sýningartími er
frá kl. 13-16 báða dagana og verð-
ur einnig boðið upp á reynsluakst-
ur.
Andlát
HAUKUR JACOBSEN
LÁTINN er í Reykjavík
Haukur Jacobsen kaup-
maður. Rak hann um
árabil Verslun Egils
Jacobsen við Austur-
stræti sem faðir hans
stofnsetti 1906.
Haukur Jacobsen var
fæddur 24. apríl 1921
og stundaði alla ævi
sína verslunarstörf í
verslun föður síns í mið-
borg Reykjavíkur, var
fæddur í Vonarstræti,
starfaði í Austurstræti og bjó þar
til síðustu árin við Sóleyjargötu.
Móðir hans tók við
rekstri verslunarinnar
eftir Iát manns síns
árið 1926 og síðar tók
Haukur við rekstrinum
og keypti verslunina.
Haukur var meðal
stofnenda stofnlána-
sjóðs skó- og vefnaðar-
vörukaupmanna.
Kona Hauks var Inge
Liss Jacobsen en hún
lést árið 1992. Þau
eignuðust þijú börn,
Egil tannlæknaprófessor, Öm við-
skiptafræðing og Guðrúnu húsmóður.
Brutust
inn í bóka-
safn Kópa-
vogs
LÖGREGLAN í Kópavogi
stöðvaði fyrr í vikunni tvo
menn á bíl með þýfí úr inn-
broti í Bókasafn Kópavogs.
Mennirnir voru handteknir og
hafa þeir ásamt tveimur öðr-
um mönnum játað á sig inn-
brotið. Þeir höfðu stolið tölv-
um, myndbandstækjum og
fleiru, verðmætum upp á um
600 þúsund kr.
Mennirnir höfðu farið tvisv-
ar inn í bókasafnið og fyllt
tvo bíla með þýfínu. Lögregl-
an stöðvaði fyrir tilviljun ann-
an bílinn í gærmorgun og sá
strax tæki í bílnum og mynd-
bandsspólur sem merktar
voru bókasafninu. Við eftir-
grennslan kom í ljós að þar
hafði verið brotist inn.
Mennirnir sem játuðu
verknaðinn hafa áður verið
uppvísir að fíkniefnamisferli
og telur lögreglan að þeir fjár-
magni fíkniefnakaupin með
afbrotum.
Athugasemd
vegna fréttar
FIMMTUDAGINN 8. maí
birtist frétt í Mbl. um að
skólastjóri hefði gert athuga-
semdir vegna próftöku
heymarskertra nemenda í
stafsetningarhluta sam-
ræmda prófsins í íslensku.
Af þessu tilefni vill Rann-
sóknastofnun uppeldis- og
menntamála taka eftirfarandi
fram.
Vandi heymarlausra og
heyrnarskertra er augljós
þegar þeir þreyta samræmd
próf. Stofnunin hefur í gegn-
um árin ítrekað bent á þann
valkost að þessir nemendur
sleppi þeim þáttum í prófun-
um sem reyna á hlustun. Þessi
hugmynd hefur ekki fengið
hljómgmnn og þess vegna
hefur verið reynt að mæta
sérþörfum þeirra meðal ann-
ars með varalestri í hlustunar-
þáttum prófanna. Stofnunin
tekur undir þau sjónarmið
Berglindar Stefánsdóttur
skólastjóra að eðlilegast sé
að gera sérstök próf fyrir
heymarlausa sem formlega
væm talin jafngild samræmd-
um prófum. Stofnunin er hér
eftir sem hingað til tilbúin að
ræða þessi mál við fulltrúa
heymarlausra og heyrnar-
skertra.
Finnbogi Gunnarsson,
umsjónarmaður
samræmdra prófa.
Leiðrétt
Rangt heiti
skóla
ÞAU mistök áttu sér stað við
birtingu fréttar sl. fimmtudag
um óánægju heyrnarlausra
vegna samræmds prófs í ís-
lensku, að sagt var að skóla-
stjóri Víðistaðaskóla hefði
gert athugasemdir vegna
prófsins. Þama átti að standa
Vesturhlíðarskóli. Era hlutað-
eigandi beðnir afsökunar á
þessum mistökum.