Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Sífellt fleiri nýta sér þjónustu Heimahlynningar Tæki keypt fyrir ágóða af sölu minningarkorta Morgunblaðið/Kristján ELÍSABET Hjörleifsdóttir og Sigrún Rúnarsdóttir við vökvadælur sem gefa næringu og lyf í æð. Sigrún heldur á lyfja- dælu til verkjalyfjameðferðar. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11. Mæðradagur, bjóðið mömmu með í messu. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kvöldvaka með veitingum í kvöld kl. 20.30. Sunnudaga- skóli kl. 11. Unglingasamkoma kl. 16. Almenn samkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 16 á mánudag. Gestir á þessum samkomum verða Ingibjörg Jónsdóttir og Óskar Jónsson frá Reykjavík. Allir velkomnir. HVITASUNNUKIRKJAN: Almenn samkoma í kvöld, laug- ardagkvöld, og annaðkvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.00 (Ath. breyttan tíma.) Ræðu- menn verða Samuel Kaniaki, sem er forstöðumaður yfir 10 þúsund manna söfnuði í Zaire í Afríku, og Mike Bellamy for- stöðumaður, Vinyard kirkjunn- ar á Keflavíkurflugvelli. Bæna- stundir mánudags-, miðviku- dags-, og föstudagsmorgna frá kl. 6-7. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari allan sólar- hringinn með orð úr ritning- unni sem gefa huggun og von. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrarlandsvegi 26: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11. KFUM og K, Sunnuhlíð: Bænastund annað kvöld, sunnudagskvöldið 11. maí kl. 20. Verið velkomin. Gallerí flytur GALLERÍIÐ í Sunnuhlíð er flutt í ný húsakynni við Strand- götu 19 á Akureyri. Um þessar mundir reka 15 handverkskon- ur og tveir handverkskarlar galleríið. STARFSEMI Heimahlynningar hefur vaxið hröðum skrefum á Akureyri á síðustu árum og sí- fellt fleiri sjúklingar og aðstand- endur nýta sér þjónustuna. Heimahlynning hefur starfað á Akureyri frá árinu 1992. Það ár var átta sjúklingum veitt aðstoð heima, en á síðasta ári voru þeir tuttugu og sex. Hjúkrunarfræð- ingarnir Elísabet Hjörleifsdóttir, Sigrún Rúnarsdóttir og Þóra Björg Magnúsdóttir stýra starf- seminni ásamt læknum en auk þeirra starfa fleiri hjúkrunar- fræðingar við Heimahlynninguna. Helsta fjáröflunarleið Heima- hlynningar er sala minningar- korta, sem gefin voru til minning- ar um Bjarna Sigurðsson, prent- smiðjustjóra á Akureyri, en hann lést á síðasta ári. Minningarsjóður nýttur til tækjakaupa Minningarsjóðurinn hefur ver- ið nýttur til kaupa á nauðsynleg- um tækjum, svo sem vökvadælum og lyfjadælu. Elíabet segir þessi tæki dýr og vönduð og hafi verið afar mikilvægt fyrir Heima- _ hlynninguna að eignast þau. í gegn um vökvadælu getur sjúkl- ingurinn fengið næringu og eða Iyf í æð og þarf því ekki að liggja á sjúkrahúsi vegna þess. Lyfja- dælan auðveldar alla verkjameð- ferð, en um er að ræða lítið tæki sem hindrar á engan hátt hreyfi- getu sjúklingsins. Þá hefur Heimahlynning keypt ýmis smærri hjúkrunargögn á síðustu árum fyrir tilstilli minningar- sjóðsins. Áform eru uppi um að kaupa á næstunni súrefnissíu, sem er mikilvægt tæki fyrir sjúklinga með lungnavandamál. Elísabet, Sigrún og Þóra eru sjálfstætt starfandi hjúkrunar- fræðingar við störf í Heima- hlynningu en starfa einnig allar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Mikið og gott samstarf hef- ur frá upphafi verið við starfs- fólk sjúkrahússins. Beiðni um þjónustuna getur komið frá sjúklingi, aðstandendum, lækni eða öðrum hjúkrunarfræðingum. Einkum hafa beiðnir tengst krabbameinssjúklingum, þegar sjúklingur er ekki lengur í lækn- ismeðferð en verið er að með- höndla sjúkdómseinkenni og að- stoða sjúklinginn að viðhalda sem FYRSTA skóflustunga að minn- ingarreit sem verður við austur- hlið kirkjugarðsins á Akureyri verður tekin á morgun, sunnudag- inn 11. maí og hefst athöfnin kl. 16 í Höfða, nýju kapellunni við kirkjugarðinn. Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Ak- ureyri og nágrenni hafa lengi haft það á stefnuskrá sinni að gera sérstakan minningarreit um týnda, þá sem hafa farist og ekki fundist. Fulltrúar samtakanna hafa oft fundið fyrir mikilli þörf fólks fyrir stað þar sem ættingjar geta kom- ið og kveikt á kerti og lagt blóm að minnisvarða um hina látnu. Þeir sem eiga ættingja sem hvíla annars staðar hafa einnig nefnt að vanti stað þar sem þeir geti minnst látins ástvinar. Helga Aðalgeirsdóttir lands- Bifreiðastjórar Hafið bílabænina í bílnum og orð hennar hugfost þegar þið akið. Orottínn Gud. veit mór vernd þína, og lát mig minnast ábyrgðar rninnat er s5g ok þessari bifrcið. i Jesú nafni. Amen. L.................Ji Fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Jötu, Hátúni 2, Reykjavík, Hljómveri og Shelistöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri. Verð kr. 200. Orð dagsins, Akureyri. mestum lífsgæðum. Þá hefur fólk sem er í erfiðri krabbameinsmeð- ferð eða á við næringarvandamál að stríða einnig notið þjónustunn- ar. Ódýrara og manneskjulegra Telja þær stöllur að mikilvægt sé að starfsemi sem Heimahlynn- ing veitir, þar sem veitt er bak- vaktarþjónusta allan sólarhring- inn, verði efld í heilbrigðisþjón- ustunni, bæði sé hún ódýrari og einnig manneskjulegri gagnvart sjúklingnum og hans nánustu en sjúkrahúsvist. Minningarkortin eru seld í öll- um helstu bóka- og blóma- verslunum á Akureyri, en jafn- framt hafa líknarfélög styrkt starfsemina raunsnarlega. lagsarkitekt hefur gert teikningar af svæðinu þar sem gert er ráð fyrir minnisvarða úr stórum steini í miðju reitsins og 28 minni stein- um þar sem hægt verður að setja skilti með nöfnum hinna látnu. Við athöfn í Höfða verður þeirra minnst sem týnst hafa og því næst gengið að minningarreitnum væntanlega og fyrsta skófl- ustungan tekin. Samhygð hefur opnað reikning til þessa framtaks og er hann I umsjá sr. Svavars A. Jónssonar sóknarprests. Reikningurinn er í Sparisjóði Glæsibæjarhrepps og er bankanúmerið 1170. Hross valda 1jóni á lóð Kjarnalundar LAUSAGANGA hrossa hefur vald- ið stórtjóni á lóðinni við Kjama- lund, húsnæði Náttúrulækningafé- lags íslands við Kjamaskóg, að sögn Stefáns Jóhannessonar, vara- formanns Náttúralækningafélags Akureyrar og nágrennis. Stefán sem á jafnframt sæti í rekstrarstjórn Kjarnalundar segir að sl. haust hafi verið sáð í hluta svæðisins en það sé nú allt útspark- að eftir hross, sem hafi í fjögur skipti í vor hlaupið yfir svæðið. „Við unnum við lóðina fyrir milljónir króna á síðasta ári en það er ljóst að hér hefur orðið tugþús- unda króna tjón vegna lausagöngu hrossa,“ segir Stefán, sem hefur kært málið til lögreglu. Erindi um feður MÁR V. Magnússon sálfræð- ingur flytur erindi um feður í Deiglunni nsætkomandi mánu- dagskvöld 12. maí kl. 21. Er- indið er liður í dagskránni „Karlar um karla“ á vegum Reynis — ráðgjafarstofu og jafnréttisnefndar Akureyrar. í erindinu fjallar Már um föðurhlutverkið, uppeldisfram- lag feðra og gildi þess fyrir lífs- gæði kynslóðanna. Á eftir er- indinu verða umræður um efnið og aðgangur að veitingum á vegum Café Karólínu. Að- gangseyrir er 500 krónur. Erindi Ásþórs Ragnarssonar sálfræðings sem vera á næsta mánudagskvöld hefur verið flutt aftast í röðina og verður 27. maí næstkomandi. Sumarbúðirnar við Hólavatn Innritun hafin INNRITUN í sumarbúðir KFUM og K við Hólavatn í Eyjafirði stendur nú yfir. Fer hún fram í félagsheimilinu í Sunnuhlíð á mánudögum og miðvikudögum frákl. 17 til 18. í sumar verða 5 dvalar- flokkar á Hólavatni, tveir fyrir drengi og tveir fyrir stúlkur og einn unglingaflokkur fyrir drengi og stúlkur. Sumarbúð- irnar eru fyrir börn fædd 1989 eða eldri. Nánari upplýsingar veita Anna Ingólfsdóttir, Astrid Hafsteinsdóttir og Jón Odd- geir Guðmundsson. Dúkar á Karólínu JÓN Laxdal Halldórsson opnar sýningu á Kaffi Karólínu í dag, laugardaginn 10. maí. Hann hefur einungist fengist við svo- nefnt „collage" klippimyndir og jafnan leitað fanga í prentuðu máli, dagblöðum, bókum og þvíumlíku. Sýningin á Karólínu er 17. einkasýning hans og er að mestu handunnir dúkar. Útskriftar- sýning Guð- finnu GUÐFINNA Guðmundsdóttir opnar málverkasýningu í kennslusal Arnar Inga að Klettagerði 6 á Akureyri á morgun, sunnudag. Sýningin stendur aðeins yfir þennan eina dag, frá kl. 13-18. Hér er um útskriftarsýningu að ræða og sýnir Guðfinna af- rakstur sinn að loknu þriggja ára námi í Myndlistarskóla Arnar Inga. Vortónleikar VORTÓNLEIKAR yngri nem- enda Tónlistarskólans verða haldnir að Hólum, Menntaskól- anum á Akureyri, kl. 16 á morgun, sunnudaginn 11. maí. Fram koma blásarar, strengja-, píanó-, gítar- og slagverksleik- arar. Aglow-fundur GUÐMUNDUR Ómar Guð- mundsson verður ræðumaður á Aglowfundi, Kristilegu félagi kvenna, sem verður í félags- miðstöðinni Víðilundi 22 næst- komandi mánudagskvöld, 12. maí, kl. 20. Allar konur vel- komnar. FORNÁMSDEILD. Tilgangur fomámsdeildar er að veita nemendum alhliða undirbúningsmenntun í myndlistum. í deildinni fer fram listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir nám í sárnámsdeildum. Námstími er eitt ár. MÁLUNARDEILD. Nám í málunardeild er þriggja ára sérhæft nám sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Námstími þrjú ár. GRAFÍSK HÖNNUN. í grafískri hönnun er lögð sárstök áhersla á nýja tækni án þess að missa sjönar á þeim gmnni sem góð hönnun grundvallast á. Námstími þrjú ár. Myndlistdskólinn á Akureyri auglysir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 1997-98 v Umsóknarfrestur um skólavist er til 22. maí. Állar nánari upplýsingar veittar í síma 462 4958 Heimasfðaj http://rvik.ismennt.is/-hvh Netfang.: myndak®ismennf.is Myndlistaskólinn á Akureyri Kaupvangsstræti 16 Pósthólf 39 602 Akureyri Lóðir fyrir iðnað og þjónustu við Frostagötu og Fjölnisgötu. Lausar eru til umsóknar iðnaðar- og þjónustu- lóðir við Frostagötu 4 og Fjölnisgötu 6. • Leyft verður að byggja létt hús á lóðunum. • Leyft verður að byggja hús í áföngum. • Undirstöður skulu vera forsteyptir niðurreknir staurar eða súlur sem skal bora fyrir og steypa á staðnum. • Greiða skal gatnagerðagjald tengt lóðarveitingu. • Gatnagerðargjald tengt veitingu byggingaleyfis verður fellt niður. • Tengigjöld vatns- og hitaveitu greiðast. Umsóknum skal skilað til byggingafulltrúa, Geislagötu 9, fyrir 25. maí 1997. Fyrsta skófhistunga að minningarreit um týnda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.