Morgunblaðið - 10.05.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 15
LAIMDIÐ
Tengsl fjöl-
miðlamanna við
Austfirðinga
Vopnafirði - Er tíðindalaust á
austurvígsstöðvunum? var yfir-
skrift opins málþings sem haldið
var í félagsheimilinu Miklagarði á
Vopnafirði 2. maí sl.
Málþingið var haldið til að efla
tengsl flölmiðlamanna við Aust-
firðinga, einkum sveitarstajórnar-
menn, forsvarsmenn fyrirtækja og
stofnana. Tilgangurinn með fund-
inum var að fá fjölmiðlamenn til
að ræða og leiðbeina þátttakend-
um hvernig best er að hátta sam-
skiptum við fjölmiðla.
Sigríður Dóra Sverrisdóttir
setti þingið og héldu eftirtaldir
fjölmiðlamenn framsöguerindi,
þeir Jón Baldvin Halldórsson frá
Ríkisútvarpinu, Heigi H. Jónsson
frá Sjónvarpinu, Steinþór Guð-
bjartsson frá Morgunblaðinu, Karl
Garðarsson frá Stöð 2 og Jón
Hákon Magnússon frá KOM
(Kynningu og markaði).
Fundarstjóri var Vilmundur
Gíslason, sveitarstjóri Vopna-
fjarðarhrepps. Fundurinn var
haldinn á vegum Byggðastofnun-
ar, Sambands íslenskra sveitarfé-
laga í Austurlandskjördæmi og
Vopnafj arðarhrepps.
Fjörugar umræður sköpuðust
að loknum framsöguerindum og
margar fyrirspurnir og forvitni-
legar komu fram.
Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir
FRÁ málþinginu á Vopnafirði.
Góð afkoma hjá gróðrarstöð
Barra hf. þriðja árið í röð
Geitagerði - Á aðalfundi Barra hf.
á Egilsstöðum kom fram í skýrslu
stjórnar að hagnaður af rekstri
gróðrarstöðvarinnar 1996 nam 1,1
miljón króna sem er um 2,8 milljón-
um minna en árið áður, sem skýr-
irst af minni sölu og meiri afföllum
á plöntum.
Helstu viðskiptaaðilar stöðvarinn-
ar eru Héraðsskógar með um
1.065.000 plöntur sem skiptist þann-
ig: Vorafhending 745.000 plöntur
og haustafhending 320.000 plöntur.
Landgræðsluskógar: Samtals af-
hentar 460.000 plöntur en voru
650.000 árið áður. Sala til einstakl-
inga og sveitarfélaga hefur verið að
aukast á undanförnum árum.
Blómaval í Reykjavík hefur einnig
tekið plöntur frá Barra hf.
Önnur afhending en til Héraðs-
skóga og Landgræðsluskóga nam
135.000 plöntum þannig að heildar-
afhending ársins 1996 nam því
1.660.000 plöntum. Helstu tegundir
í framleiðslunni eru rússalerki 49%,
birki 20% og stafafura 17% en minna
af öðrum tegundum.
Samdráttur hefur orðið á fram-
leiðslu til Héraðsskóga og Land-
græðsluskóga á sl. tveimur árum.
Munar þar mest um samdrátt til
Landgræðsluskóga, eins og fram
hefur komið.
Barri hefur að einhverju leyti
mætt þessum samdrætti með aukinni
sölu á öðrum mörkuðum. Þetta hefur
kallað á aukna fjölbreytni í ræktun.
Nú er því sífellt boðið upp á fleiri
GRISJUN plantna hjá Barra hf. nú í vor.
Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar
tegundir og eins algengar tegundir
af mismunandi stærð og aldri.
Meiri sáning en áður
í vor og sumar er áformað að sá
í alls 2.755.000 hólf sem er 100%
nýting stöðvarinnar í tveimur sán-
ingum og jafnframt það mesta til
þessa. Fyrri sáningu er nú nýlega
lokið. Síðari sáning verður hins veg-
ar um miðjan júní. Það verður fjórða
árið í röð sem sáð er tveimur upp-
skerum í húsið.
Greiðslustaða félagsins er góð
og er gert ráð fyrir að svo verði
áfram. Eigið fé félagsins er bók-
fært á 47.325.000 kr.
Stjórnin telur að staða Barra sé
sterk og möguleikar til sölu góðir.
Gæði plantna eru talin mjög mikil
og meiri og jafnari en áður, enda
stendur þar að baki bæði góð þekk-
ing og reynsla.
Stjórn Barra var öll endurkjörin
en hana skipa: Sveinn Jónson for-
maður, Broddi Bjarnason, Guttorm-
ur V. Þormar, Jónas Magnússon
og Hlynur Halldórsson. Fram-
kvæmdastjóri er Jón Kr. Arnarson
garðyrkjufræðingur.
Laxá í Aðaldal
Sílamávur
hefur valdið
gífurlegu
Ijóni á and-
arungum
Laxamýri - Undanfarin ár hef-
ur sílamávur verið að færa sig
í aukana á Laxá- og Mývatns-
svæðinu og er nú svo komið
að margir telja að ekki verði
við unað lengur.
Á stjórnarfundi Landeig-
endafélags Laxár- og Mývatns
nýverið var ákveðið að skrifa
öllum sveitarstjórum á svæðinu
og fara þess á leit að ráðinn
verði skotmaður í sumar til
þess að vinna á vargnum.
Nokkuð hefur verið unnið
að fækkum máva á Mývatns-
svæðinu en ekki við neðri Laxá.
Laxá og Mývatn lúta
ákveðnum lögum um vernd lí-
fríkisins og framleiða mest
allra svæða í Evrópu af and-
fugli, sumt sjaldgæfurn teg-
undum. Auk þess er ísland
bundið af alþjóðlegum sam-
þykktum um vernd þessa svæð-
is.
Auk þess að tína upp andar-
ungann sér til fæðis hefur síl-
amávurinn aukið mjög sókn
sína eftir seiðum á vatnasvæð-
inu. Landeigendur telja útilok-
að að snúa vörn í sókn nema
með samstilltu átaki þar sem
allt of lítið hefur verið gert
fram að þessu til þess að veij-
ast þessum nýja landnema sem
heldur sig meðfram ánni allt
til Mývatns.
Bílvelta á
Sauðárkróki
Köstuðust
útúr
bílnum
UNGUR ökumaður, sem hafði
haft ökuréttindi í tæpa eina
viku, velti bíl sínum á Sauðár-
króki á þriðjudag. Hann og
farþegi í bílnum köstuðust út
úr honum. Bílstjórinn fékk að
fara heim að lokinni læknis-
skoðun en farþeginn var flutt-
ur á sjúkrahúsið á Sauðár-
króki.
Að sögn lögreglu á Sauðár-
króki er líklegt talið að öku-
maðurinn hafi ætlað að taka
fram úr öðrum bíl í beygju
syðst í bænum en misst stjórn
á honum í lausamöl. Hvorug-
ur mannanna var í bílbelti og
köstuðust báðir út úr bílnum.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
FRÁ aðalfundi Kvenfélagasambands austur-skaftfellskra kvenna.
Kvenfélag'asamband austur-skaftfellskra kvenna 50 ára
Hnappavöllum - Kvenfélagasamband
austur-skaftfellskra kvenna er 50 ára
á þessu ári. Á aðalfundi sambandsins
í Hofgarði í Öræfum var íburður meiri
vegna afmælisins og mættu þar marg-
ar konur í íslenskum búningum.
Eftir fundinn var haldin kvöldvaka
þar sem fluttar voru frásagnir, leik-
þættir, gamanvísur og fleira efni.
Einnig var, í tengslum við fundinn,
sett upp sýning á munum er tengd-
ust verkum kvenna frá fyrri tíð.
Formaður Kvenfélagasambands-
ins er Torfhildur Torfadóttir, Gerði
í Suðursveit.
Nýr ferðamálafulltrúi
á Egilsstöðum
Egilsstöðum - Stein-
unn Ásmundsdóttir
hefur verið ráðin
ferðamálafulltrúi
Fljótsdalshéraðs og
Borgarfjarðar eystra.
Það eru 11 sveitarfé-
lög sem mynda Ferða-
málafélagið Forskot
en það félag, Ferðam-
iðstöð Austurlands og
Kaupfélag Héraðsbúa
hafa gert með sér
samkomulag um
ráðningu Steinunnar.
Starf ferðamála-
fulltrúans verður að
reka upplýsingamið-
Steinunn
Ásmundsdóttir
stöð, tjaldvörslu og
umferðamiðstöð að
sumri til og starfa við
hiið starfsmanns FAL
á Egilsstöðum, auk
þess að sinna verkefn-
um fyrir sveitarfélög-
in og aðstoða aðila í
ferðaþjónustu. Þetta
er nýtt fyrirkomulag
og starfsumhverfi fyr-
ir ferðamálafulltrúa
en aðsetur hans og
FAL mun flytjast í
húsnæði við hlið upp-
lýsingamiðstöðvar og
tjaldstæðis á Egils-
stöðum.