Morgunblaðið - 10.05.1997, Page 16
16 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Rekstur verslunar- og þjónustustarfsemi í Flugstöðinni í Keflavík boðinn út
Eykur tekjur flugvallar-
ins um 110 milljónirá ári
REKSTUR á verslunar- og þjón-
ustustarfsemi í Leifsstöð verður í
höndum einkaaðila frá og með
næstu áramótum. Fríhöfnin mun
eftir sem áður hafa einkarétt á sölu
áfengis, tóbaks og snyrtivara. Með
þessum breytingum er þess vænst
að tekjur flugvallarstjórnar muni
aukast að minnsta kosti um 110
milljónir króna á ári en ríkisstjórnin
samþykkti fyrr í vikunni tillögur
utanríkisráðherra um aðgerðir til
varanlegrar lausnar á fjárhags-
vanda Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
sem nemur um 4,2 milljörðum króna
en ekkert hefur verið greitt af lánum
sem tekin voru vegna byggingar
flugstöðvarinnar.
Þetta kom meðal annars fram á
blaðamannafundi með utanríkisráð-
herra í gær þar sem hann kynnti
1. áfanga í áliti nefndar sem ráð-
herra skipaði hinn 6. febrúar sl. til
að fjalla um málefni Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar.
Fram kemur í áliti nefndarinnar
að á Keflavíkurflugvelli verði til
umtalsverðar tekjur tengdar flug-
rekstrinum. Hluti þeirra hefur verið
notaður til að mæta rekstrar- og fjár-
magnskostnaði við Flugstöðina og
hluti hefur runnið til Flugmálaáætl-
unar sem markaður tekjustofn. Ann-
að hefur runnið í ríkissjóð. Flest árin
frá því að flugstöðin var tekin í notk-
un hefur sá hluti tekna sem aflað er
á flugvellinum og verður eftir hjá
flugvallarstjóm ekki nægt til að
mæta árlegum rekstrarkostnaði,
fjármagnskostnaði og afborgunum
af lánum, þrátt fyrir að samnýting
flugvallarins með vamarliðinu leiði
til þess að tveir af stærstu gjaldalið-
um flugvallarrekstrar falli ekki á
flugvallarstjóm, þ.e. rekstur og við-
hald flugbrauta og brunavamir.
Árið 1996 námu tekjur ríkisins
af almennri fiugstarfsemi á Kefla-
víkurfiugvelli 1708 milljónum
króna. Þar af mnnu 627 milljónir
króna til rekstrar, afborgana lána
og fjármagnskostnaðar flugvallar-
stjómar. Hlutur ríkissjóðs og Flug-
málaáætlunar nam 1.081 milljón
króna á síðasta ári.
Að mati nefndarinnar þarf að
tryggja flugvallarstjóm a.m.k. 250
milljónir króna í aukið ráðstöfunarfé
árlega til að hægt sé að standa við
afborganir og fjármagnskostnað
vegna Flugstöðvarinnar á 20 ámm.
Einkasöluréttur Fríhafnar
afnuminn í áföngum
Að sögn Halldórs Ásgrímssonar,
utanríkisráðherra, verður öllum leigu-
samningum við núverandi rekstrarað-
ila í Flugstöðinni sagt upp á næst-
unni og allt verslunar- og þjónustu-
rými fyrir utan Fríhöfn boðið út auk
þess sem húsnæði undir þessa starf-
semi verður aukið. Um 600 fermetra
rými er að ræða á fyrstu og 2 hæð
Flugstöðvarinnar. „Með þessum
breytingum munum við sjá meiri fyöl-
breytni og samkeppni í verslunar-
rekstri í Leifsstöð."
Áætlað er að leggja komverslunina
niður á fyrstu hæðinni og flytja hana
upp á 2. hæð. Fríhöfnin má áfram-
selja aðrar vömr en þær sem hún
hefur einkarétt á sé það ekki í sam-
keppni við aðra verslunaraðila að
mati flugvallarstjómar. Við val á
vörutegundum til sölu í Fríhöfn skal
stuðst við útboð og starfsemi hennar
taki að öðm leyti mið af samkeppnis-
lögum. Nefndin leggur jafnframt til
að þessi einkasöluréttur verði afnum-
in í áföngum.
Að sögn Ólafs Arnar Haraldsson-
ar, alþingismanns og formanns
nefndarinnar, hafa fulltrúar við-
skiptalífsins tekið vel í fyrirhugaðar
breytingar og margir aðilar sýnt
áhuga á verslunar- og þjónustu-
starfsemi í Flugstöðinni en þar em
hvorki virðisaukaskattur né vöru-
gjöld lögð á vömr þar sem um frí-
svæði er að ræða.
Morgunblaðið/RAX
HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar og Guðmundur
Kr. Tómasson, aðstoðarbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans,
undirrituðu lánasamninginn í gær. í aftari röð eru Örn Marinósson,
framkvæmdasljóri fjármála- og markaðssviðs Landsvirkjunar, og
Stefán Pétursson, deildarstjóri sama sviðs.
Landsvirkjun tekur
3,570 milljóna lán
NORRÆNI fjárfestingarbankinn
og Landsvirkjun hafa undirritað
samning um 50 milljóna Banda-
ríkjadollara lán, eða um 3.570 millj-
ónir króna, og er þetta stærsta ein-
staka lánið sem Norræni fjárfest-
ingarbankinn hefur veitt til Islands,
að því er segir í frétt frá Landsvirkj-
un.
Lánsfénu verður varið til virkjun-
arframkvæmda Landsvirkjunar á
þessu ári. Lánstíminn er 15 ár og
greiðist lánið upp með jöfnum af-
borgunum á síðustu fimm ámm
lánstímans. Vextir em breytilegir 6
mánaða vextir af dollaralánum á
Lundúnamarkaði, LIBOR, en þeir
eru nú 6%. Af helmingi lánsfjárins,
25 milljónum dollara, greiðist ekk-
ert vaxtaálag, en af hinum helm-
ingnum er vaxtaálagið 0,04%. Að
þremur til fimm ámm liðnum ber
að semja á ný um mynt og vaxta-
kjör innan lánstímans.
Þingvísitalan
lækkar um 0,8%
NOKKRAR lækkanir urðu á gengi
hlutabréfa í viðskiptum á Verð-
bréfaþingi íslands og Opna tilboðs-
markaðnum í gær og lækkaði Þing-
vísitala hlutabréfa um 0,8%. Er
þetta næstmesta Iækkun vísitölunn-
ar á einum degi frá áramótum, en
samfelld hækkunarhrina hefur sem
kunnugt er staðið yfir undanfarnar
vikur.
Hlutabréfaviðskipti gærdagsins
námu samtals liðlega 164 milljón-
um króna, en þar af voru seld bréf
í Haraldi Böðvarssyni fyrir 37
milljónir, í SÍF fyrir 25 milljónir
og Islandsbanka fyrir 19 milljónir.
Mestar verðbreytingar urðu á bréf-
um SR-mjöls sem lækkuðu um
8,3%, bréf í SÍF lækkuðu um 6,3%
og bréf í Haraldi Böðvarssyni um
5,3%. Dæmi voru þó einnig um
hækkanir, en gengi bréfa í Slátur-
félagi Suðurlands hækkaði um
4,2% og bréf í Eimskip hækkuðu
um 1,3%.
Tvö ný hlutafélög voru skráð á
Verðbréfaþingi í gær, hlutabréfa-
sjóðirnir Sjávarútvegssjóður ís-
lands hf. og Vaxtarsjóðurinn hf.
Skráð félög eru þá orðin 37 talsins
og hefur fjölgað um fimm á árinu.
Nýtt vikulegt yfirlit
V erðbréfaþings
Vikulegt yfirlit Verðbréfaþings
íslands yfir hlutabréfaviðskipti
birtist í fyrsta sinn í Morgunblað-
inu í dag á bls. 35 og mun framveg-
is birtast á laugardögum ásamt
daglegu yfirliti þingsins.
Á yfirlitinu koma m.a fram upp-
lýsingar um heildarviðskipti í
hverri viku, verðbreytingar og
heildarveltu utan kerfis Verðbréfa-
þings. Þá koma fram helstu kenni-
tölur skráðra fyrirtækja á borð við
markaðsvirði, V/H-hlutföIl og arð-
greiðslur.
■ Verðbréfaþing/35
Hlutafj árútboði
SS lokið
Hluthafar
vildu þriðj-
ungi meira
HLUTHAFAR í Sláturfélagi
Suðurlands hafa keypt öll
hlutabréf í útboði félagsins og
verður því ekki um að ræða
sölu nýs hlutafjár á almennum
markaði. Fyrirtækið bauð út
bréf að nafnvirði 67,1 milljón
á genginu 3,0 þann 22. apríl
sl. og lauk forkaupsréttartíma-
bili þann 6. maí. Samtals ósk-
uðu hluthafar eftir hlutabréf-
um að söluverði 270 milljónir
í útboðinu eða um þriðjungi
meira en var í boði.
Tilgangur útboðsins var að
styrkja almenna fjárhagsstöðu
félagsins, þannig að það yrði
betur í stakk búið til arðbærs
rekstrar. Umsjón með útboð-
inu hafði Kaupþing hf.
Félagið áætlar að hagnast
um 76 milljónir á þessu ári
borið saman við 75 milljóna
hagnað árið 1996. Eigið fé
félagsins að loknu hlutafjárút-
boðinu er kringum 750 milljón-
ir og eiginfjárhlutfall um 35%.
Innkauparáð-
stefna 1997
RÍKISKAUP og Stjórn opin-
berra innkaupa halda innkaup-
aráðstefnu þriðjudaginn 13.
maí á Hótel Loftleiðum. Er
þetta í annað sinn sem slík
ráðstefna er haldin en fyrri
ráðstefnan var haldin í fyrra.
Þá voru ráðstefnugestir ein-
göngu frá opinberum stofnun-
um og -fyrirtækjum en í ár
er einkafyrirtækjum boðin
þátttaka.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni
eru að þessu sinni 7 talsins,
þau Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnað-
arins, Júlíus S. ólafsson, for-
stjóri Ríkiskaupa, Halldór
Jónsson, framkvæmdastjóri
Fjórðungssjúkrahúss Akur-
eyrar, Guðlaug Richter, upp-
lýsinga- og kynningafulltrúi
Staðlaráðs Islands, Skarphéð-
inn B. Steinarsson, deildar-
stjóri í fjármálaráðuneytinu,
Sigurðar Á. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri BÚR, og Ingi
Þ. Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri EAN samtak-
anna á íslandi.
Seðlabankastjórí um batnandi gjaldeyrisstöðu
Sýnir trú á áfram-
haldandi stöðugleika
Utflutningsráð og
Silfurtún ísamstarf
ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands og
Silfurtún ehf. hafa gert með sér
samkomulag um samstarf á sviði
þjónustu og markaðssetningar í
Kína. Tilgangur þessa samkomulags
er að opna aðgengi fyrir íslensk fyr-
irtæki á þjónustu á sviði markaðs-
upplýsinga og gera íslenskum fyrir-
tækjum auðveldara að hefja mark-
aðssetningu afurða og þjónustu í
Kína að því er fram kemur í Ut-
skoti, fréttabréfi Útflutningsráðs.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu þá hefur Silfurtún rekið
skrifstofu í Peking í Kína frá því
snemma á síðasta ári og veitir Rún-
ar Már Sverrisson henni forstöðu.
Starfsmenn skrifstofunnar munu
aðstoða íslensk fyrirtæki ásamt því
að bjóða skrifstofuaðstöðu, auk þess
sem möguleiki verður að halda þar
fundi, að því er segir í fréttabréfi
Útflutningsráðs.
HREIN gjaldeyrisstaða Seðla-
banka Islands styrktist um rúma
4,3 milljarða króna í aprílmánuði
og nam í lok mánaðarins 29,2 millj-
örðum króna samanborið við 30,8
milljarða króna í lok síðasta árs.
Birgir ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir að þróunin í þess-
um málum bendi til þess að það
sé almennt ríkjandi trú á áfram-
haldandi stöðugleika og að gengi
íslensku krónunnar verði stöðugt
eftir gerð nýrra kjarasamninga.
I apríl jókst gjaldeyrisforði
Seðlabankans um 2,9 milljarða
króna og erlend skammtímalán
lækkuðu um rúmlega 1,4 milljarða
króna. Hrein gjaldeyrisstaða bank-
ans styrktist þannig um rúma 4,3
milljarða króna. Þá lækkaði heild-
areign Seðlabankans í markaðs-
skráðum verðbréfum um rúma 6
milljarða króna og er þá miðað við
markaðsverð í upphafi og lok mán-
aðar. Eign bankans í spariskírtein-
um minnkaði um 600 miiljónir
króna og ríkisbréfaeign jókst lítil-
lega. Ríkisvíxlaeignin lækkaði hins
vegar um 5,4 milljarða króna. Þá
jókst grunnfé bankans í mánuðin-
um um 2,2 milljarða króna og nam
í lok aprílmánaðar 19,6 milljörðum
króna.
Birgir ísleifur Gunnarsson sagði
að það væri alveg ljóst að í apríl-
mánuði hefði orðið talsvert inn-
streymi gjaldeyris, enda hefði
gjaldeyrisstaðan batnað og meðal-
gengi krónunnar hækkað aðeins. Á
þessari þróun væru fleiri en ein
skýring. í fyrsta lagi hefðu þær
aðhaldsaðgerðir sem bankinn hefði
gripið til í haust er leið skilað sér,
að minnsta kosti hvað gjaldeyris-
straumana snerti og þar spilaði
auðvitað vaxtamunur hér og er-
lendis hlutverk. í öðru lagi yrði
þess greinilega vart að það væri
meiri lánsfjárþörf hjá fyrirtækjum
og þess vegna hefðu bankar í aukn-
um mæli tekið lán erlendis til að
endurlána og þar hefði vaxtamun-
urinn líka sitt að segja. í þriðja
lagi væri árstíðasveifla í útflutn-
ingnum um þetta leyti árs og það
hefði líka sín áhrif til þess að bæta
gjaldeyrisstöðuna.