Morgunblaðið - 10.05.1997, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Marshall P. Adair, varaaðstoðarutanríkísráðherra Bandaríkjanna
NATO verður
ekki stéttskipt
bandalag
. ' " ■— .. —.; ...—.—----------------------------------------— "
Morgunblaðið/Kristinn
MARSHALL P. Adair, varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna.
HÉR er um venjulega heim-
sókn að ræða, hingað er
ég ekki kominn af neinu
sérstöku tilefni, heldur
til að ræða við embættismenn og
leiðtoga um sameiginleg hagsmuna-
mál, til að öðlast betri skilning á
afstöðu íslendinga tii þeirra. Heim-
sóknin er löngu tímabær en við
höfum verið mjög uppteknir af mál-
efnum Bosníu á undanförnum árum
og það hefur gert okkur erfitt um
vik að rækta samband okkar við
önnur ríki.“ Þannig mælti Marshall
P. Adair, varaaðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna í málefnum
Evrópu og Kanada, í sam-
tali við Morgunblaðið í
gær. Adair sagðist hafa
rætt um möguleikann á
aukinni þátttöku íslend-
inga á ýmsum sviðum, t.d.
í alþjóðlegum tilraunum
til að styrkja efnahags-
þróunina og stöðugleika í
Eystrasaltsríkjunum.
Kvað hann ríkisstjórnina
í aðalatriðum hafa sýnt
því áhuga.
Adair hefur gegnt
margvíslegum störfum í
bandarísku utanríkisþjón-
ustunni frá 1972, f öllum
heimsálfum. Hann hefur
m.a. starfað í París, Kína,
Hong Kong, Búrma og
Zaire, en við núverandi
starfi tók hann fyrir rúmu
hálfu öðru ári. Hann var
fyrst spurður um fyrir-
hugaða stækkun Atlants-
hafsbandalagsins
(NATO) og hvort hún yrði
peninganna virði.
„Því er auðsvarað.
Svarið er já. Vegna
breyttra aðstæðna í
heiminum er stækkunin
grundvallaratriði. Að
undanfömu hefur banda-
lagið, sem er einhver vel-
heppnuðustu fjölþjóða-
samtök sem nokkra sinni
hafa verið stofnuð, í nokk-
urs konar aðlögun að
stækkun, bæði inn á við
og út á við. Það hefur
gífurlega mikilvægu hlut-
verki að gegna á þessum breytinga-
tímum og stendur frammi fyrir
þeirri miklu áskoran að endurskapa
nýja skipan öryggismála og valda-
hlutfalla í Evrópu.
Stækkunin er vandasamt verk
og öll aðildarríkin taka þátt
í þeirri vinnu sem hún út-
heimtir. Mér vitanlega hef-
ur ekkert þeirra enn sem komið er
tekið afstöðu til þess hvaða niður-
stöðu leiðtogafundurinn í Madríd í
júlí skuli komast að. Bandarísk
stjómvöld hafa ekki mótað sér skoð-
un á því. Ætlunin er að ákveða þar
hvaða ríkjum verður boðið að hefja
samninga um hugsanlega aðild, við
vitum ekki hversu mörg þau verða.
En ríkjahópurinn, sem þar verður
ákveðinn og boðin aðild í fyrstu
atrennu, verður ekki sá endanlegi.
Dymar munu og verða að standa
opnar áfram. Stækkunarferlið held-
ur áfram um ókomin ár að okkar
mati. Á þessu stigi er þó erfítt að
móta áætlun um hvað við tekur af
fyrstu lotu aðildarsamninga.
Líkumar á NATO-aðild hafa ver-
ið öllum þeim ríkjum í Mið- og aust-
anverðri Evrópu, sem hafa viljað
aðild, mjög mikilvæg hvatning og
auðveldað þeim að sigrast á erfiðum
hindranum, sem þau hafa orðið að
yfírstíga til þess að koma í kring
nauðsynlegum pólitískum og efna-
hagslegum umbótum. Burtséð frá
öryggisþættinum líta mörg þessi ríki
á NATO-aðild sem mikilvægt tákn
um að þau hafí verið tekin að nýju
inn í hóp vestrænna ríkja.
Þess vegna er það mikilvægt, að
um leið og ákvörðun verður tekin í
Madríd í júli um hvaða þjóðum verð-
ur boðin aðild í fyrstu atrennu, verði
jafnframt sýnt fram á, og með þeim
hætti að þau treysti orðum okkar,
að öðram ríkjum hafi ekki verið
úthýst. Og að það borgi sig fyrir
þau að halda umbótastarfi sínu
áfram.
Enginn vafi leikur á því að
fjölgun aðildarríkja NATO
verður bandalaginu íjár-
hagslega mjög kostnaðar-
söm. En ástandið í Evrópu yrði
býsna raglingslegt síðar meir ef
engin stækkun ætti sér stað og yrði
mun dýrara að fást við það. Þess
vegna er stækkunin útgjaldanna
virði.“
- Nú virðast stjómendur Eystra-
saltsríkja sannfærðir um að þessi
ríki verði skilin eftir, undir hrammi
rússneska bjarnarins?
„Landfræðileg staða Eystrasalts-
ríkjanna gerir stöðu þeirra sér-
stæða. Þróun mála þar undanfarin
ár hefur verið mjög ánægjuleg.
Bandaríkin og önnur vestræn ríki
samþykktu aldrei innlimun þeirra í
Sovétríkin og styðja tilraunir þeirra
til að efla sjálfstæðisþróunina. Að-
stoða þær við að efla öryggi sitt,
stöðugleika og þróa efnahagslífíð.
Vegna viðkvæmrar legu sinnar
varða Eystrasaltsríkin mótun nýrrar
skipunar öryggismála í Evrópu
miklu. Margir telja að þau verði
nokkurs konar prófsteinn á hvemig
til tekst. Finna verður leið til að
allar Evrópuþjóðir geti lifað í sátt
og samlyndi, ekki síst svo að Rússar
geti þrifíst í friðsamlegri sambúð
við önnur Evrópuríki. Staða Eystra-
saltsríkjanna ræður þar miklu. Við
verðum að finna leið til að koma á
eðlilegum samskiptum milli þessara
þriggja litlu landa við hinn stóra
nágranna sinn, Rússland. í því felst
mikil áskoran vegna margskonar
viðkvæmni, pólitískrar sem sál-
rænnar, milli þessara ríkja.
Öllum má ljós vera sú eindregna
afstaða okkar, að Eystrasaltsríkin
komi fyllilega til greina sem aðilar
að NATO. Það er firra að þau hafi
verið útilokuð frá aðild, ákvörðun
af því tagi hefur ekki verið tekin.
Rússar hafa viljað það en þeir fá
engu um það ráðið. Spumingin um
aðild þeirra er fyrst og fremst spurn-
ing um tímasetningu."
- Má ekki líta svo á að NATO
verði „stéttskipt“ samtök ef kjarna-
vopn verða ekki staðsett í nýju aðild-
arríkjunum?
„Nei, alls ekki. Frá upphafí hefur
verið skýrt tekið fram, að enginn
dilkadráttur myndi eiga sér stað,
ekki yrði um neina annars flokks
aðild að ræða. Aðildarríkin hafa öll
sömu skyldum að gegna og njóta
sömu verndar. Það er ekki talin
nein þörf á að staðsetja Iq'amavopn
í nýjum aðildarríkjum, aðstæður
kreijast þess ekki. En þar með er
þó ekki sagt að það
verði aldrei gert. Það
staðfestir einungis að
NATO-ríkin era ekki í
hlutverki árásaraðila
og það veikir ekki
bandalagið þótt
kjarnavopn verði ekki
staðsett í nýjum aðild-
arríkjum.
- Bandaríkin hafa
lagt aukna áherslu á
að efla viðskipti við
Mexíkó í gegnum
NAFTA-samstarfið og
við Asíuríki. Felst í því
minnkandi áhersla á
viðskipti við Evrópu?
„Nei. Það er alrangt
að gera því skóna að
Evrópa skipti Banda-
ríkin minna máli,
hvort sem er á sviði
stjómmála, viðskipta-
eða öryggismála. En
viðskipti okkar við
Asíu hafa vaxið mun
hraðar og endurspegl-
ar það fyrst og fremst
uppgang og örari hag-
vöxt í þeim heims-
hluta. Efnahagsleg
samskipti okkar við
Evrópu standa á göml-
um merg. Samskipti
okkar við Evrópusam-
bandið (ESB) era afar
mikilvæg þótt snurða
hafi oft hlaupið á þráð-
inn. Okkur er áfram
um að ESB dafni og
það er bjargföst sann-
færing okkar að alþjóðaviðskipti
verði að vera frjáls og gagnsæ-og
kappkosta beri að draga úr við-
skiptahömlum fremur en reisa nýj-
ar. Af þeirri ástæðu höfum við lagst
gegn tilraunum ESB til að setja
tálma eða hægja á afnámi hindrana
sem fyrir era. Við óttumst slíka
þróun í sambandi við hugsanlega
aðild Mið-Evrópuríkja að bandalag-
inu.
Við höfum dæmi um nýjar
hömlur í viðskiptum Evr-
ópuríkja við Bandaríkin,
t.d. í viðskiptum okkar
við ísland. Með þeirri ákvörðun að
láta reglur ESB um innihaldslýsing-
ar á neysluvöram gilda hafa íslensk
stjórnvöld sett bandarískum útflytj-
endum nýja viðskiptahindran. Það
teljum við ranglátt og að forðast
beri hömlur af þessu tagi. í húfi er
10 milljóna dollara útflutningur til
íslands. Lausnin er að í fyllingu
tímans verði gert samkomulag milli
ESB og Bandaríkjanna um innihald-
slýsingu vörategunda, en það tekur
sinn tíma. Fram að því teljum við
að íslendingar ættu, hvernig sem
þeir kæmu því fyrir í samskiptum
sínum við ESB, að gera undantekn-
ingu gagnvart viðskiptum við
Bandaríkin.
Sháh & mát!J
|K A S P fl R 0 tf
BIMMBLfl
Víssir þu aú Bim
sem þjanar æ íleiri íy
ln nvTil?d RS/STIT
ivlmhjnvn n Í?
...
Unix talva
andli?
Fyigstu með einvíginu:
RS/6000
http//www.nyherji.is
NÝHERJI
WWW1 lVÍl(íí‘|l is
Sáttum
kosningar
í Albaníu
FRANZ Vranitzky, fulltrúa
Öryggis- og samvinnustofnun-
ar Evrópu, tókst í gær að fá
tíu stjómmálaflokka í Albaníu
til að undirrita samkomulag
um fyrirkomulag þingkosn-
inga, sem fram eiga að fara í
landinu í júní. Sagði Vranitzky
að um tímamótasamkomulag
væri að ræða, þar sem hart
hefði verið deilt um málið.
Helsti ásteytingarsteinninn
hefur verið hvort kjósa eigi
hlutfallskosningu eða kjósa
fulltrúa í einmenningskjör-
dæmum. Ákvörðun verður tek-
in á mánudag, 12. maí, en
flokkamir hafa fallist á að
hlíta henni, hver sem hún verð-
ur.
Grunuðum
morðingja
sleppt
BELGÍSKA lögreglan sleppti
í gær manni sem verið hefur
í haldi, grunaður um að hafa
myrt sex konur, hlutað líkin í
sundur og komið þeim fyrir í
plastpokum, sem fundist hafa
í borginni Mons að undan-
fömu. Ekki var gefin út ákæra
á hendur manninum, þar sem
ekki tókst að finna nægileg
sönnunargögn gegn honum.
íhuga veiði-
eftirlit í
S-íshafi
ÁSTRALIR, Frakkar, Nýsjá-
lendingar og Suður-Afríku-
menn íhuga að koma á lagg-
irnar sameiginlegu veiðieftir-
liti í Suður-íshafi, að því er
norska sjónvarpið hefur eftir
talsmanni nýsjálenska utan-
ríkisráðuneytisins.
Segja sendiherrar Nýja-Sjá-
lands og Ástralíu að fjölmörg
norsk skip sigli undir henti-
fána á svæðinu en þær veiðar
hafa verið harðlega gagnrýnd-
ar af löndum sem eiga lögsögu
í Suður-íshafi, auk þess sem
þær era umdeildar heimafyrir.
70 brúð-
kaupsgestir
farast
UM sjötíu manns, sem flestir
vora á leið í brúðkaup, fórust
þegar rúta, sem fólkið var í,
steyptist ofan í gljúfur á Norð-
ur-Indlandi á fímmtudags-
kvöld. Um níutíu manns vora
í bifreiðinni og vora fjölmörg
böm á meðal hinna látnu.
Israelar láti
af pyntingum
NEFND Sameinuðu þjóðanna
gegn pyntingum, hvatti Isra-
ela í gær til að hætta nú þeg-
ar að beita ofbeldi við yfir-
heyrslur á Palestínumönnum.
Segir nefndin ísraela m.a.
svipta fangana svefni og
hrista þá gróflega en ísraelar
hafa vísað þessum ásökunum
á bug.