Morgunblaðið - 10.05.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.05.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 10. MAÍ1997 23 Könnun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á 10 veitingastöðum Nýtt Kælingu matvæla ábóta- vant á jólahlaðborðum RÉTT hitameðferð á matvælum á hlaðborðum var ekki viðhöfð hjá 10 veitingastöðum í könnun Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur á aðbúnaði hlaðborða. Kæld borð virkuðu ekki á þessum 10 stöðum og var hitastig kældra matvæla allt upp í 18° en má mest vera 4°. Matvælasvið Heilbrigðiseftirlits- ins kannaði meðferð matvæla á 12 jólahlaðborð á 10 veitingastöðum. Rögnvaldur Ingólfsson hjá Heil- brigðiseftirlitinu tjáði Morgunblað- inu að niðurstöður könnunarinnar hefðu verið kynntar veitingastöðun- um, á aðalfundi Sambands veitinga og gistihúsa og fyrir heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur í síðustu viku. Kannað var hvort notaður var búnaður til að halda heitum réttum heitum og hvemig hann virkaði og sömuleiðis um kaldan mat, tíminn sem matvælin stóðu frammi, hvort krossmengun gæti átt sér stað á hlaðborðunum, þ.e. hvort hætta væri á að mismunandi matarteg- undir gætu borist milli íláta og hvemig farið væri með matarleifar. í skýrslu um könnunina segir að öryggi matvæla á hlaðborðum byggist aðallega á því að þau verði ekki fyrir utanaðkomandi mengun og að þau fái rétta hitameðferð. Skal halda kældum matvælum við 0-4° hita og heitum við að minnsta kosti 60°. Matvælin stóðu mislengi á hlað- borðunum, 2-2,5 klst. í hádeginu en 3-5,5 klst. að kvöldinu. Hiti á kældu matvælunum var á bilinu 14-18°, 5-14° og 3-16° svo dæmi sé tekið þar sem kælibúnaður var fyrir hendi en 8-18°, 12-17° og 15-17° þar sem hann var ekki og virkaði kælibúnaður ekki. Augljósar ástæður fyrir því em nefndar í skýrslunni, svo sem að dúkar vom í sumum tilvikum á kæliplötum, brúnir vom ekki nægilega háar á borðum til að kalt loft héldist yfir matvælunum og segir að þar sem búnaðurinn virkaði ekki komi ekki fram munur á hita á matvælunum hvort sem kælibúnaður var fyrir hendi eða ekki. Talið er óviðunandi að bera fram kalda rétti á hlaðborði án þess að hafa kælibúnað. Þá virkaði hitabúnaður matvæla ekki nema í 5 tilvikum af 12. Þar sem búnaðurinn virkaði var hitastig- ið á bilinu 50-90° en þar sem hann virkaði ekki mátti sjá tölur eins og 24-47°, 39-55° og 47-63°. Leifum köldum mat af hlaðborðunum var fleygt í 5 tilvikum en af 7 borðum var metið hvort þær teldust neyslu- hæfar. Segir í niðurstöðum skýrsl- unnar að leifum ætti undantekn- ingalaust á fleygja leiki einhver vafi á gæðum að borðhaldi loknu svo sem að kæling hafí ekki verið næg. Þá segir að eigi að nýta leifar af heitum mat sé mikilvægt að kæla hann eins hratt og kostur er í 0-4° að borðhaldi loknu og hita hann upp undir suðu áður en hann er borinn fram á Litir fyrir listamenn HAFINN er innflutningur á frönskum litum til myndsköpunar. Litirnir eru til dæmis ætlaðir leik- skólum, grunnskólum, dagmæðr- um og skólaskjólum. Meðal litanna eru Redimix þekjulitir. Þeir eru eiturfríir og henta vel fyrir börn. l fréttatilkynningu frá Ólínu Geirsdóttur, sem flytur vöruna inn, segir að vörurnar uppfylli Evrópustaðal yfir liti. Verður opnuð sérstök verslun í ágúst með vöru eins og þessari til listsköpunar. Fram að því selur Ólína vörurnar á Vatnsendabletti 25. Handbók með reglugerð um snyrtivörur Öðravísi Sesar salat Snyrtivörur eiga að vera með innihaldslýsingu ALLAR snyrtivörur eiga að vera ítarlega merktar á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli. Á umbúðum er skylt að hafa tæmandi inni- haldslýsingu og ber að tiltaka inni- haldsefni í röð eftir minnkandi magni. Þetta kemur fram í nýrri reglu- gerð nr 690/1994 um snyrtivörur sem nýlega var gefin út í handbók á vegum Hollustuverndar ríkisins. í reglugerðinni sem er í sam- ræmi við tilskipanir Evrópubanda- lagsins um snyrtivörur kemur fram að koma þurfi fram á umbúðum nafn og heimilisfang framleiðanda, innflytjanda eða umboðsaðila, net- tómagn vöru og fyrningardagsetn- ing fyrir vörur með geymsluþol minna en þtjú ár. - Eru flestar snyrtivörur með geymsluþol minna en þrjú ár? „Ekki flestar en til dæmis er algengt að feit krem og áburðir hafi takmarkað geymsluþol," segja þær Bryndís Skúladóttir og Sigur- björg Gísladóttir hjá Hollustuvernd ríkisins. Þær segja að upplýsingar um öll innihaldsefni snyrtivöru þurfi að koma fram á umbúðum snyrtivara þar sem ekki er óal- gengt að fólk hafi ofnæmi fyrir ákveðnum efnum sem eru kannski í litlum styrk í vörunni. - Nú eru ýmsar snyrtivöruteg- undir ekki merktar með innihalds- lýsingu. Verður því fylgt eftir að innflytjendur merki vörumar? „Já. Heilbrigðiseftirlit sveitarfé- laga (HES) hefur þegar byrjað að skoða þessa vöruflokka og nú þeg- ar handbókin er komin út verður þessu máli fylgt eftir með kynn- ingu og eftirliti. Innlendir framleiðendur og inn- flytjendur eru ábyrgir fyrir því að snyrtivörur hér á markaði séu í samræmi við ákvæði reglugerðar- innar. Eftirlit með þessum mála- Morgunblaðið/Ásdís ALGENGT er að feit krem og áburðir hafi takmarkað geymsluþol. flokki er í höndum Heilbrigðiseftir- lits sveitarfélaga og Hollustu- verndar ríkisins.“ - Geta neytendur hjálpað til við aðhald? „Já, það er einmitt mikilvægt að þeir séu vakandi í þessu sam- bandi og hafi samband við HES ef þeir rekast á vanmerktar vör- ur,“ segir Sigurbjörg. Ef snyrtivörur eru merkingar- skyldar samkvæmt reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eit- urefna og hættulegra efna, skal einnig merkja vöruna í samræmi við þá reglugerð. Þetta á til dæm- is við um úðabrúsa sem innihalda eldfim efni. Handbókin er fáanleg án endur- gjalds hjá Heilbrigðiseftirliti sveit- arfélaga og hjá Hollustuvernd rík- isins. f vikunni birtum við uppskrift að svokölluðu Sesar-salati (Caesar) fyrir lesanda sem hafði áhuga á að prófa að búa það til. í framhaldi hafði annar lesandi samband og sagðist yfirleitt gera salatið öðruvísi. Hér kemur hans útgáfa af salatinu. Hún er öðruvísi að því leyti að ediki er sleppt en majones kemur í staðinn og ekkert egg er í þessari uppskrift. 1 marið hvítlauksrif 3 msk. majónes _______3 msk. grænmetisolio_______ _________1 msk. sítrónusafi_______ _______2 tsk. Worcestersósa_______ ___________salt og pipgr__________ ‘Atsk. sykur 1 stór salathaus eins og iceberg eða annað gott og ferskt salat ansjósur eftir smekk og ef vill slatti af brauðteningum tilbúnum eða steiktum í hvítlaukssmjöri 50 g rifinn parmesan ostur Gott að hafa rækjur eða humar í staðinn fyrir ansjósur Búið fyrst til salatsósu með því að setja saman hvítlaukinn, majones, olíu, sítrónusafa, Worchestersósu og smá salt og pipar. Þeytið þessa blöndu vel saman. Þá er komið að salatinu. Tætið salatið niður í skál og setjið síðan ofaná ansjósur og brauðmola. Parmesan ostinum er stráð yfir og að lokum er sósunni hellt yfir. ■ WKUR!!! Goípurer kröftugur drykkur sem býr yfir miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar. Garpurer góður á íþróttaæfinguna, í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn. FAÐU ÞER EINN - DAGLEGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.