Morgunblaðið - 10.05.1997, Page 32

Morgunblaðið - 10.05.1997, Page 32
32 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HVALVEIÐAR HVALVEIÐAR hafa lengi verið viðkvæmt álitamál og ágreiningsefni. Ríkisstjórnin hefur nú skýrt opinberlega frá niðurstöðum sérstakrar nefndar, sem fjallað hefur um málið undanfarna mánuði og jafnframt tekið ákvörðun um ákveðna málsmeðferð. Andstæð sjónarmið hafa tekizt á varðandi hvalveiðar, sem vekja upp sterk tilfinningaleg viðbrögð á báða bóga. Annars vegar eru sjónarmið þeirra, sem telja hvalveiðar hluta af hefð- bundnum rétti okkar til að nýta auðlindir sjávar okkur til lífs- viðurværis, enda verði veiðisókn byggð á vísindalegum rann- sóknum á veiðiþoli nytjastofna. Hins vegar sjónarmið þeirra sem óttast, að meiri hagsmunum verði fórnað fyrir minni, ef hvalveiðar hefjast á ný. Viðhorf umheimsins til hvalveiða er afar neikvætt, og þess vegna geta þær haft afdrifaríkar afleið- ingar fyrir stöðu okkar á alþjóðlegum fiskmörkuðum. Á síð- ustu árum hefur hvalaskoðun laðað hingað æ fleiri ferðamenn og margir telja, að verði hvalveiðar hafnar á ný mundi það skaða hagsmuni okkar í ferðaþjónustu. Ummæli Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, á fundi Sam- taka um vestræna samvinnu fyrir viku, vöktu athygli alþjóðar. Hann sagði m.a.: „Hagsmunir okkar og stefna eru skýr. Það er rangt að banna nýtingu tiltekinna auðlinda sjávar án vísinda- legra raka. Hins vegar er ljóst að staða málsins hefur ekki breytzt í neinum grundvallaratriðum. Við eigum sem fyrr í höggi við sterk samtök sem nýta sér möguleika, sem fjölmiðl- un, fjarskipti og upplýsingatækni bjóða upp á, málstað sínum til framdráttar." Og forsætisráðherra bætti við: „Þeir sem tala opinberlega á þingi fyrir hvalveiðum verða að tala skýrt. Eru þeir að tala um fáeinar hrefnur á okkar eigin matseðli eða alvöruhvalveiðar til útflutnings. Sé svo, verða þeir að benda á markaðinn fyrir þær afurðir." Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður, tekur undir þessi orð forsætisráðherra. „Það þarf að vita, hvort hægt er að selja afurðirnar,“ sagði hann, „og sjálfsagt að ganga úr skugga um það. Það gengur ekki að dengja einhverju kjöti á land sem ekki er hægt að selja.“ Hvorki þeir þingmenn, sem hvatt hafa til hvalveiða að undanförnu, né Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hafa gefið sannfærandi svör við spurningum Davíðs Odds- sonar. Hér eru svo miklir hagsmunir í veði, að það dugar ekki að gefa almennar yfirlýsingar um að við getum víst selt hvalaaf- urðir, þótt rökstuddar upplýsingar bendi til annars. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að flýta sér hægt. Hún mun kynna sjónarmið íslendinga á alþjóðavettvangi, ræða við stjórnvöld annarra ríkja og afla upplýsinga um stöðu mála. í þeim viðræðum munu koma fram verðmætar upplýsingar um hverju við getum búizt við, ef hvalveiðar verða hafnar á ný. Þær upplýsingar munu án efa hafa áhrif á hina endanlegu niður- stöðu. Jafnframt ætlar ríkisstjórnin að leita samstöðu á Al- þingi milli þingmanna stjórnar og stjórnarflokka. Það er líka skynsamlegt. Sá munur er á aðstöðu okkar og annarra þjóða, sem hafa veitt hval og veiða sumar hvali nú, að efnahagur okkar þolir ekki meiri háttar áföll á fiskmörkuðum erlendis. Norðmenn eru t.d. í allt annarri aðstöðu. Þótt sjávarútvegur hafi mikla þýð- ingu í Norður-Noregi gegnir öðru máli, þegar litið er á þjóðarbú- skap Norðmanna í heild. Þeir hafa efni á að taka á sig áföll, sem við höfum ekki. Þess vegna megum við ekki taka meiri áhættu en við höfum efni á að standa undir, ef illa fer. AUKIN HEIMAHJÚKRUN HEIMAHJÚKRUN er sífellt vaxandi þáttur í heilbrigðiskerf- inu og er í senn þjóðhagslega hagkvæm, þar sem hún er ódýrari, og í þágu sjúklinganna, sem geta fyrir vikið verið mun lengur á eigin heimili. Samkvæmt nýlegri belgískri könn- un, sem dr. Ivo Abraham hjúkrunarprófessor skýrði frá í Morg- unblaðinu á uppstigningardag, liggja aldraðir að meðaltali 25 dögum lengur en nauðsynlegt er á sjúkrahúsi. Hjúkrunarprófessorinn veltir upp þeirri spurningu, að þar sem engin lækning sé til, felist þjónustan eingöngu í umönnun og því geti menn velt fyrir sér hvers konar kerfi sé unnt að koma á til þess að hjálpa fólki heima fyrir eins lengi og kostur er. í Belgíu segir hann að sýnt hafi verið fram á, að umsjónar- hjúkrun aldraðra fækki Iegudögum á spítölum um rúmlega helming. Hérlendis hefur heimahjúkrun aukizt mikið undanfarin ár og 1995 nutu 2.552 einstaklingar hennar á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Þar af voru rúmlega 80% 67 ára eða eldri. Hinir yngri eða tæplega 20% voru fatlaðir og þeir sem voru að ná sér eftir sjúkrahúslegu. I síðastnefndu tilvikunum var hjúkrun- in í flestum tilfellum til skamms tíma. Heimahjúkrun er nauðsynleg þjónusta í nútíma þjóðfélagi, hvernig sem á málin er litið. Meginkostur hennar er, að sjúk- lingar geta dvalist heima, en að auki segir áðurnefndur hjúkrun- arprófessor, að heimahjúkrun í 50 daga sé ódýrari en sjúkrahús- vist í 25 daga. FRUMVARP TIL LAGA UM HÁSKÓLA Háskóli íslands t vegið að sjálfstæð IFRUMVARPI til laga um há- skóla er gengið út frá því að háskólar geti bæði verið ríkis- reknir og einkareknir og eiga væntanleg lög að mynda ramma um ákvæði í sérlögum hvers skóla. Lögð er áhersla á að auka sjálfstæði há- skóla, tryggja möguleika á virkara gæðaeftirliti með starfsemi skólanna og opna leið fyrir virka árangurs- stjórnun, að því er segir í greinar- gerð. Auk þess er lagt til að lögfest- ar verði meginreglur um stjórnsýslu ríkisháskóla og hlutverk æðstu stjórnenda þeirra skilgreint. Hvað aukið sjálfstæði varðar er lagt til að háskólum verði veitt víð- tækara umboð til fjármálaumsýslu en nú er. Fjárveitingar til skólanna byggjast m.a. á fjölda nemenda og að ríkisvaldið semji sérstaklega við hvern skóla til nokkurra ára í senn. í greinargerð segir að nauðsynlegt sé að forðast þá leið, að ráðherra sé falið nánast takmarkalaust vald til að stjóma háskólastiginu með reglu- gerðum, eins og gagnrýnt hafi verið á hinum Norðurlöndunum. Lagt er til að menntamálaráðherra hafi heimild til að setja sérstakar reglur um ytra og innra gæðaeftirlit með starfsemi skólanna, en jafnframt að skólamir sjálfír sinni virkara gæðaeftirliti með eigin starfsemi. Háskólamir beri meginábyrgð á starfsemi sinni, en hlutverk ráðu- neytisins verði fyrst og fremst að fýlgjast með því að skólamir fram- fylgi þeim áætlunum sem þeir hafa sett sér og að þeir uppfylli þær kröf- ur sem þeir geri til til kennslunnar. í kafla um ríkisháskóla er lagt til að rektorar verði skipaðir af ráðherra til fímm ára og að þeim verði falið ráðningarvald yfír öllum undirmönn- um sínum, nema annað sé tekið fram berum orðum í lögum. Stöðuna á að auglýsa lausa til umsóknar, en ráð- herra skipar í hana að fenginni til- nefningu viðkomandi háskólaráðs. Hins vegar segir í greinargerð að mismunandi geti verið hvernig til- nefningin fari fram og er gert ráð fyrir að nánari fyrirmæli um hana komi fram í sérlögum hvers skóla. Önnur breyting felst í kaflanum um ríkisháskóla. Þar er lagt til að tveir fulltrúar skipaðir af mennta- málaráðherra til tveggja ára eigi sæti í háskólaráði og að háskólaráðs- fulltrúar verði ekki fleiri en tíu, að rektor meðtöldum. Vísað er til þess, að tillögur um þetta fyrirkomulag hafí komið fram hjá þróunarnefnd Háskóla íslands. Þessir fulltrúar eiga að vera með víðtæka þekkingu á málefnum þjóðlífs og atvinnulífs og traustan skilning á starfsemi háskóla og þannig tengja háskólana við at- vinnulífið. Þar sem tala háskólaráðsmanna verður jöfn mætti ætla að það skapaði vanda, miðað við þá meginreglu stjórn- sýslulaga að verði atkvæði jöfn teljist tillaga fallin. Sett er undir þennan leka með því að taka fram, að Menntamálanefnd Alþingis hefur frestað frekari umfjöllun um frumvarp til laga um háskóla til haustsins. Frumvarpið miðar að því að sett verði heildarlöggjöf um skóla á háskólastigi, en þeir eru nú 13 og nemend- ur þeirra um 7 þúsund. Ragnhildur Sverrís- dóttir kynnti sér frumvarpið og umsagnir háskólanna um það. Rektor verði skipaður af ráðkerra til fimm ára gjaldtöku af nemendum vegna náms við viðkomandi skóla. í sérlög hvers ríkisháskóla skal setja reglur um öfl- un sértekna með gjaldtöku fýrir þjón- ustu er skólamir bjóða. Frumvarp um háskóla tekur ekki einungis til stjórnunar- og fjárhags- legs skipulags skólanna, því þar er lagt til að háskólar geti sett sérstök viðbótarinntökuskilyrði við þau al- mennu skilyrði fýrir skólavist sem nú eru sett, þ.e. að nemandi hafi lokið stúdentsprófí, öðru sambæri- legu námi eða búi yfir jafngildum þroska og þekkingu að mati stjórnar viðkomandi skóla. í greinargerðinni segir að samkvæmt núgildandi lög- gjöf geti allir skólar á háskólastigi nema Háskóli íslands gert viðbót- arkröfur til umsækjenda um nám, en lagt sé til að það heyri undir ákvörðun hvers skóla hvort sérstök inntökuskilyrði skuli sett og þá hvers eðlis þau séu. Menntamálanefnd óskaði eftir umsögnum skólanna um frumvarpið. í umsögnunum kemur fram, að skól- arnir töldu tímann til umsagnar nauman og að vorannir í skólum hindruðu ítarlega umfjöllun, en eins -------- og áður sagði hefur menntamálanefnd ákveðið að fresta málinu til hausts- ms. Skólarnir eru sammála um þörf á heildarlöggjöf um háskóla, en áherslur í slíkum tilvikum ráði atkvæði rekt- ors úrslitum. Við ákvörðun fjárveitinga vegna kennslu skal miðað við fjölda stúd- enta í fullu námi, íjárveitingar vegna rannsókna, nýsköpunar og þróunar í þeim háskólum sem hafi rannsókn- arhlutverk miðist við fjölda fastra kennara og sérstakra framlaga til rannsóknarverkefna og þjónustu- stofnana og loks taki fjárveitingar vegna húsnæðis mið af fjölda fastra kennara, fjölda nemenda og sérstakr- ar aðstöðu sem námið krefjist. Auk þessara ákvæða er tekið fram, að í sérlögum, samþykktum eða skipulagsskrám hvers háskóla skuli setja reglur um hvernig háttað skuli þeirra eru þó misjafnar, enda skól- arnir ólíkir. Listaskólarnir, Leiklist- arskólinn, Tónlistarskólinn í Reykja- vík og Myndlista- og handíðaskólinn, skiluðu sameiginlegri umsögn, þar sem lögð er áhersla á að listsköpun við háskóla verði metin jafngild rann- sóknum, eins og hefð sé fyrir erlend- is. Þá gera listaskólarnir athugasemd við þá grein frumvarpsins sem kveð- ur á um að deildarforseti, deildar- ráðsmenn og aðrir sem gegni stjórn- unarstörfum í deildum séu ekki kjör- gengir í háskólaráð og telja rétt að athuga það fyrirkomulag nánar. Að öðru leyti mæla skólarnir með því að afgreiðslu frumvarpsins verði hraðað. Samvinnuháskólinn á Bifröst fagnar einnig rammalpggjöf um há- skóla, en segir að í frumvarpinu sé einungis miðað að því að styrkja sjálf- stæði ríkisrekinna háskóla, en ekki sé þar að finna samsvarandi ákvæði um aðra háskóla. Eðlilegt væri að lögin tryggðu nauðsynlegt forræði allra háskóla í eigin málum og leið að því markmiði væri að gera þeim einkaaðilum, sem stofnsetja háskóla, skylt að stofna um þá sjálfseignar- stofnanir líkt og gert var með stofn- un Samvinnuháskólans. Jafnframt telur Samvinnuháskólinn eðlilegt að lögin taki af öll tvímæli um að þeir háskólar, sem njóti framlags af al- mannafé, séu ekki reknir með hagnað að markmiði. Bændaskólinn á Hvanneyri segir að frumvarpið geri ekki ráð fyrir að háskólar eða háskóladeildir geti heyrt undir annað ráðuneyti en ráðuneyti menntamála, en í rammalöggjöf um háskóla megi ekki vera vafí á að lög- in nái yfír háskólanám í búvísindum, sem heyri nú undir landbúnaðarráðu- neyti. Kennaraháskólinn mótmælir að deildarráðsmenn skuli ekki verða kjörgengir til setu í háskól- aráði og leggur til að þeirri reglu verði snúið við, þ.e. að kosið verði fyrst í há- skólaráð og svo í deildar- ráð, en þá yrðu háskóla- ráðsmenn ekki kjörgengir. Hásk leidtoi lýðræ um I Itarlegasta umsögnin er frá há- skólaráði Háskóla Islands og þar koma jafnframt hörðustu mótmælin fram. Háskólaráð segir að rök um sjálfstæði haskólasamfélagsins séu margsinnis áréttuð í greinargerð með frumvarpinu, en „virðast að talsverðu leyti hafa orðið út undan í málsmeð- ferð við undirbúning þess,“ eins og segir í samþykkt háskólaráðs frá 30. apríl. Háskólaráð tekur undir að sett verði lög um háskólastigið og telur flest atriði frumvarpsins til bóta, nema ákvæði fjóríla kafla um ríkis- háskóla og vísar þar sérstaklega til greina um skipan rektors í embætti og skipan í háskólaráð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.