Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 33
elur
íi sínu
Mótmælt er hugmyndum um að
deildarforsetar, deildarráðsmenn eða
aðrir sem gegni stjórnunarstöðum í
deildum verði ekki kjörgengir í há-
skólaráð, því með því myndu rofna
bein tengsl deilda og háskólaráðs.
Þegar vísað sé til tillagna þróunar-
nefndar Hásakólans um fækkun í
háskólaráði úr 16 manns í 10 beri
að hafa í huga að þær tillögur lýsi
ekki sjónarmiðum Háskóla íslands
nema að takmörkuðu leyti. Sjónar-
mið um stjórnskipulag fyrirtækis, en
ekki háskólasamfélags, hafi ráðið þar
för. Innan háskólans séu annars veg-
ar uppi óskir um að fjölga í ráðinu,
svo oddvitar allra kennslugreina geti
átt þar fulltrúa og hins vegar óskir
um fámennari stjórn, sem afgreitt
geti tiltekin sameiginleg mál. Þessi
sjónarmið megi sameina með því að
innan háskólaráðs verði kjörin sér-
stök framkvæmdastjórn.
Mikil andstaða er innan háskóla-
ráðs við ákvæði um að menntamála-
ráðherra skipi rektor og bent á að
rektor hafi frá upphafi verið kjörinn
af háskólasamfélaginu og prófessor-
ar einir verið kjörgengir. Þá gerir
Háskólinn athugasemd við ákvæði
um að sá sem gegnt hafí stöðu rekt-
ors í fimm ár eigi ekki kost á að
sækja um starfið að nýju og telur
þau rök hæpin, að óæskilegt sé að
visindamenn verji of löngum tíma til
rektorsstarfa frá vísindastörfum þar
sem þekking þeirra og þjálfun nýtist
sem best. Háskólinn vill halda því
sjálfstæði, sem hann hefur ávallt
haft, að rektor sé kjörinn. „Þeirri
auknu ábyrgð sem fylgir auknum
mannaforráðum og meira fijálsræði
um ráðstöfun íjárveitinga má hæg-
lega fylgja eftir í samningum sem
háskólinn og menntamálaráðherra
gera sín á milli. Að þessu leyti vill
háskólinn njóta svipaðs sjálfsforræðis
og ríkisstyrktir einkaháskólar munu
njóta, samkvæmt frumvarpinu."
í umsögninni segir háskólaráð enn
fremur, að með því að rektor yrði
skipaður af menntamálaráðherra yrði
hann að formi til undirmaður hans,
enda þótt ráðherra geti þann einn
skipað sem háskólaráð tilnefni. Þetta
rýri sjálfstæði rektors og háskólans.
„Háskólinn er samfélag (ekki fyrir-
tæki) sem kýs sér leiðtoga með lýð-
ræðislegum hætti. Leiðtoginn (rekt-
or) hefur af þeim sökum sérstaka
stöðu innan háskólans; hann er leið-
togi alls háskólasamfélagsins," segir
í umsögninni.
Stúdentaráð tekur undir mótmæli
háskólaráðs um skipun rektors og
lýsir sig andvígt hugmyndum um að
ráðherra skipi tvo fulltrúa í háskóla-
ráð, þar sem hættan verði ávallt sú
að þessir fulltrúar verði pólitískt skip-
aðir. Hins vegar hefur Stúdentaráð
einnig áhyggjur af að frumvarpið
------- opni fyrir þann möguleika
óli kýs að Háskóli íslands taki upp
Qa rneð skólagjöld og viðbótarinn-
ij I tökuskilyrði við stúdents-
, ..j próf eða sambærilegt nám
laeitl 0g segir að ef hindra eigi
"■™“““ aðgang stúdenta með ein-
hverjum hætti að æðri menntun við
Háskóla Islands þá sé það kollvörpun
á þeirri menntastefnu sem hingað til
hafi verið við lýði á íslandi og ein-
kennist af jöfnum tækifærum til
náms, óháð búsetu og íjárhag.
Sigríður Anna Þórðardóttir, for-
maður menntamálanefndar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
skólarnir vildu svigrúm til að skoða
málið betur og nefndin hefði orðið
við því, en stefndi að því að málið
yrði afgreitt fyrir áramót. „Skólarnir
kalla allir eftir rammalöggjöf um
háskóla og ég tel þetta vera gott
frumvarp, þótt auðvitað séu skiptar
skoðanir um einstök atriði, enda skól-
arnir ólíkir.“
ÞEIM, sem til þekkja, kemur saman um að Vín iði af lífi sem aldr-
ei fyrr frá því að keisaradæmið leið undir lok og athafnalífið hafi
styrkzt verulega á seinni árum. En breytingunum fylgir óvissa og
öryggisleysi fyrir marga.
Ringluð þjóð
í hringiðu
breytinga
Andstaða Austurríkismanna yið aðild lands
síns að Evrópusambandinu hefur aldrei
veríð meirí. Ólafur Þ. Stephensen var í
Vín og kynnti sér ástæðumar.
AF
ERLENDUM
VETTVANGI
EF GENGIÐ væri til kosn-
inga um aðild Austurríkis
að Evrópusambandinu nú
myndi mikill meirihluti
landsmanna, eða 62%, greiða at-
kvæði á móti. Óánægja með aðildina
að ESB hefur aldrei verið meiri í
Austurríki frá því Iandið gekk í sam-
bandið í ársbyrjun 1995. Þetta er
niðurstaða skoðanakönnunar, sem
gerð var í Austurríki í byijun mán-
aðarins. Um 36% landsmanna segj-
ast myndu styðja aðild að ESB, en
2% eru óákveðin.
Tölurnar hafa nánast snúizt við
frá því í þjóðaratkvæðagreiðslunni
um ESB-aðild árið 1994, en þá sam-
þykktu 66% kjósenda aðildarsamn-
inginn. Almenningur virðist hafa
snúizt gegn stefnu samsteypu-
stjórnar tveggja stærstu flokkanna,
Þjóðarflokksins (ÖVP) og Jafnaðar-
mannaflokksins (SPÖ), en stjórnin
styður áframhaldandi samruna inn-
an ESB, stefnir á aðild að Efna-
hags- og myntbandalagi Evrópu
(EMU) og styður stækkun Evrópu-
sambandsins til austurs.
Of miklu lofað
Wolfgang Petritsch, nýskipaður
sendiherra Austurríkis í Júgóslavíu,
stjórnaði baráttu stuðningsmanna
aðildar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl-
una. „Dagana fyrir kosningar viss-
um við ekki hvort svarið yrði já eða
nei,“ segir hann. „Síðan kom í ljós
að allt óákveðna fólkið snerist á
sveif með okkur. Einhvers konar
evró-æði greip um sig, meirihluti
þjóðarinnar var óskaplega ánægður
með að vera orðinn hluti af Evrópu
og bjóst við að uppskera miklar
hagsbætur þegar í stað. Þetta var
auðvitað óraunsætt, við erum rétt
að byija langa veru í ESB og getum
ekki búizt við árangri strax á fyrstu
dögunum.“
Stuðningsmenn aðildar höfðu
heitið því að hagur meðalneytand-
ans myndi batna um 1.000 schill-
inga á mánuði, eða um 6.000 ís-
lenzkar krónur, við inngönguna í
ESB. Það gekk ekki beinlínis eftir.
Fritz Breuss, hagfræðiprófessor við
Rannsóknastofnun Evrópumála í
Viðskiptaháskólanum í Vín, bendir
á að vissulega hafi verð á ýmsum
vörum, einkum landbúnaðarafurð-
um, lækkað þegar í stað en önnur
áhrif á efnahagslífið séu ekki jafn-
sýnileg. Það hafi þó verið reiknað
út að á árunum 1995-2000 verði
hagvöxtur í Austurríki tæplega 3%
meiri en hann hefði verið ef lands-
menn hefðu látið sér samninginn
um Evrópskt efnahagssvæði nægja.
Um sjötiu milljarðar króna hafi
sparazt vegna þess að eftirlit með
vörum á landamærum sé
úr sögunni. Þá megi bú-
ast við að samkeppni og
skilvirkni í efnahagslífinu
aukist og austurrísk fyr-
irtæki verði í betri að-
stöðu til að nýta sér hagkvæmni
stærðarinnar.
Hins vegar er Austurríki ríkt land
og sem slíkt greiðir það meira í sjóði
ESB en það fær til baka. Af þeim
sökum jókst fjárlagahallinn úr 4%
af landsframleiðslu árið 1994 í 5,9%
á síðasta ári. Til að standast inn-
tökuskilyrði í EMU hefur ríkis-
stjórnin þurft að grípa til þess að
skera niður 100 milljónir schillinga
árin 1996 og 1997. Þannig á að
koma hallanum í minna en 3% af
VLF. Breuss segir að margir hafi
fundið fyrir þessum niðurskurði,
ekki sízt opinberir starfsmenn.
Óvissa um framtíðina
En Austurríkismönnum finnst
ekki aðeins þeir hafa fengið færri
skildinga í vasann en lofað var.
„Hér ríkir almenn óvissa um fram-
tíðina,“ segir Georg Hoffman-Ost-
enhof, utanríkismálaritstjóri stjórn-
málatímaritsins Profil. „Einu sinni
var Austurríki í útjaðri hinnar sögu-
legu þróunar. Við lifðum rólegu,
letilegu sveitalífi í útjaðri Vestur-
Evrópu. Allt í einu erum við í miðju
breytinganna í Evrópu. Austur-Evr-
ópa hefur opnazt, við erum gengin
í Evrópusambandið og stöndum
frammi fyrir nýrri samkeppni af
þeim sökum. Fólk er ringlað."
Hoffman-Ostenhof segir að Aust-
urríkismenn séu íhaldssamir að
hugarfari og hreyfanleiki í samfé-
laginu hafi til þessa ekki verið mjög
mikill. Margir hafi brugðizt við
breytingunum með daðri við öfga-
hægristefnu. Frelsisflokkur þjóð-
ernissinnans Jörgs Haider er orðinn
öflugasti stjórnarandstöðuflokkur-
inn, með yfir 20% atkvæða.
Frelsisflokkurinn, sem eitt sinn
var hlynntur aðild Austur-
ríkis að ESB, hefur nú
snúið við blaðinu. And-
stæðingar flokksins segja
að sú stefnubreyting sé
einvörðungu til að krækja
í atkvæði. Herbert Scheibner, einn
af forystumönnum flokksins, segir
að flokkurinn hafi aldrei verið á
móti samrunaþróun í Evrópu og
hafi verið fyrstur til að hvetja til
þess að Austurríki tæki þátt í henni.
Hins vegar séu Frelsisflokksmenn
ekki hrifnir af þeirri stefnu, sem
Evrópusambandið hafi tekið. „ESB
er alltof miðstýrt og skrifræðis-
legt,“ segir Scheibner.
Ótti við austurstækkun
Frelsisflokkurinn hefur meðal
annars alið á ótta almennings, ekki
sízt verkamanna, um að stækkun
ESB til austurs muni hafa í för með
sér að verkamenn frá Austur-Evr-
ópu streymi til landsins og taki af
þeim vinnuna. „Aherzlan á austurs-
tækkunina er eitt dæmið um ranga
stefnu ESB. Þetta er nánast von-
laust verkefni vegna efnahags-
ástandsins þar eystra,“ segir
Scheibner.
Aðrir leggja þó áherzlu á þau
tækifæri fyrir viðskiptalífið, sem
felast í stækkun til austurs. Nú
þegar hafa mörg vestræn fyrirtæki
komið sér fyrir í Vín til að tryggja
sér aðgang að mörkuðum í Austur-
Evrópu og austur-evrópsk fyrir-
tæki, sem hafa tekið sér bólfestu í
borginni, eru ennþá fleiri. Austur-
rísk stjórnvöld eru mjög fylgjandi
stækkuninni og flestir sérfræðingar
eru sammála um að a.m.k. aðild
nágrannaríkjanna Tékklands, Slóv-
akíu, Ungveijalands og Slóveníu
yrði jákvæð fyrir Austurríki. Þegar
Pólland er nefnt eru menn hins veg-
ar síður upprifnir, þar sem aðild
þess myndi þýða að ríkt land á borð
við Austurriki myndi þurfa að
greiða háar fjárhæðir til að styrkja
pólskan landbúnað.
Sérfræðingarnir eru
sömuleiðis sammála um
að mikilvægasta röksemd-
in fyrir stækkun til aust-
urs, út frá austurrískum
hagsmunum, sé sú sem kannski eigi
minnstan hljómgrunn meðal al-
mennings vegna þess að erfitt sé
að umreikna hana yfir í skildinga í
vasa. Hún er að ESB-aðild Austur-
Evrópuríkjanna muni hraða umbót-
um, styrkja lýðræðið í sessi og þar
með gera þennan heimshluta örugg-
ari. „Við getum þurft að greiða eitt-
hvert verð fyrir pólitískan stöðug-
leika,“ segir Fritz Breuss. Hann
bendir jafnframt . á að sú sam-
keppni, sem Austur-Evrópuríkin
veiti nú löndum vestar í álfunni,
hefði komið til burtséð frá því hvort
Austurríki væri í Evrópusamband-
inu eða ekki. Fólk blandi þessu hins
vegar gjarnan saman.
ESB kennt um breytingarnar
Wolfgang Petritsch segir að fleiri
dæmi séu um að fólk kenni Evrópu-
sambandinu um allt, sem því þyki
fara miður. Aðildin að ESB komi
til á sama tíma og gífurlegar breyt-
ingar séu að verða í austurrísku
efnahagslífi og þjóðfélagi. Austur-
ríki hafi verið á markalínunni milli
austurs og vesturs. Ríkisvaldið hafi
tekið sér stórt hlutverk í efnahags-
lífinu eftir seinna stríð, mikil
áherzla hafi verið lögð á þjóðarsátt
vinnuveitenda og launþega og
samfélagið hafi að mörgu leyti ver-
ið lokað og hægfara. Þrátt fyrir
efnahagslega velgengni hafi marg-
ar greinar atvinnulífsins verið
staðnaðar. Breytt staða í alþjóða-
málum, nútímavæðing efnahagslífs-
ins, einkavæðing og aukin sam-
keppni - allt komi þetta fólki á
óvart, það finni til öryggisleysis og
kenni nú Evrópusambandinu um.
Reyndar viðurkennir Petritsch að
austurrískir stjórnmála- og embætt-
ismenn geti að sumu leyti sjálfum
sér um kennt. Þeir hafí ekki verið
vanir því að taka mikið frumkvæði
í gamla kerfinu; yfirleitt hafi þeir
verið að framkvæma það, sem aðil-
ar vinnumarkaðarins hafi verið bún-
ir að semja um sín á milli. „Stjórn-
sýslan var ekki vön því að gerðar
væru kröfur til hennar um sköp-
unargáfu. Það vilja menn hins vegar
í Brussel. Þar er beðið um lausnir.
Nú fara austurrískir embættismenn
til Brussel og sitja og bíða eftir að
fá lausnirnar upp í hendurnar. Nið-
urstaðan verður sú að það eru lausn-
ir framkvæmdastjórnarinnar í
Brussel, sem verða ofan á og austur-
rískum almenningi finnst að honum
sé stjórnað að utan,“ segir Petritsch.
Óttast um schillinginn
Margir benda sömuleiðis á að það
hafi ekki verið fyrr en eftir 1945
að Austurríkismönnum hafi tekizt
að þróa sína eigin þjóðarvitund -
fram að því hafi þeir litið á sig sem
Þjóðveija. Hluti af hinni austurrísku
sjálfsmynd sé einmitt hið sérstaka
þjóðfélags- og efnahagskerfi, sem
nú taki örum breytingum. Þar af
leiðandi finnist mörgum þjóðarvit-
undinni ógnað. Stór hluti af því er-
lenda fjármagni, sem nú er fjárfest
í Austurríki, er einmitt þýzkur og
ýmsir óttast að aðildin að ESB hafi
aukið áhrif Þjóðveija í landinu.
Austurríkismenn eiga það hins
vegar einmitt sameiginlegt með
Þjóðveijum að vera stoltir af gjald-
miðlinum sínum. Austurríski schill-
ingurinn hefur verið einn af stöðug-
ustu gjaldmiðlunum í Evrópu - enda
hefur hann lengi verið tengdur við
þýzka markið. Margir, ekki sízt eldra
fólk, tengja gjaldmiðilsbreytingar við
óðaverðbólgu og gengisfellingar fyrr
á öldinni. Þetta endurspeglast í því
að helmingur svarenda í áðurnefndri
skoðanakönnun segist andvígur að-
ild Austurríkis að evrópsku mynt-
bandalagi og að schillingurinn víki
fyrir evróinu. Aðeins 21% styður
EMU-aðild, en 28% segjast óákveðin.
Ríkisstjórnin hefur fram til þessa
ekki viljað ræða EMU-málið mikið,
en margir telja að það verði nú ekki
umflúið öllu lengur. Stjórnmála-
mennirnir verði að útskýra fyrir al-
menningi hvers vegna það sé hag-
fellt fyrir Austurríki að taka upp
sameiginlegan gjaldmiðil
og útrýma ýmiss konar
misskilningi, á borð við
að EMU-aðild muni leiða
til þess að sparnaður al-
mennings rýrni. Megin-
röksemd ríkisstjómarinnar fyrir
ágæti EMU er að sameiginlegur
gjaldmiðill komi í veg fyrir að ríki,
sem ekki búa við sama gengisstöðug-
leika og Austurríki, geti lækkað
verðið á útflutningi sínum með geng-
isfellingum og þannig skotizt fram
úr í samkeppninni.
Evrópa mun horfa til Vínar
Þótt mörgum Austurríkismönnum
þyki ef til vill óþægilegt að hafa
sogazt inn í hina evrópsku hringiðu
á nýjan leik eftir friðsæld áranna
eftir stríð, finnst sumum hin nýja
staða Austurríkis spennandi og jafn-
vel á vissan hátt afturhvarf til
glæstrar fortíðar. Seinni hluta næsta
árs verður Austurríki í forsæti ráð-
herraráðs ESB og fær þannig tæki-
færi til að móta stefnu sambandsins.
Alexis Wintoniak, þingmaður ÖVP,
segir fullur -eftirvæntingar: „Rétt
eins og á Vínarfundinum 1815 mun
öll Evrópa horfa til Vínar á ný.“
Allt f einu í
miðju breyt-
inganna
Áhyggjur
af áhrifum
Þjóðverja