Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVEINN BJÖRNSSON + Sveinn M. Björnsson fædd- ist á Skálum á Langanesi 19. febr- úar 1925. Hann lést á Landspítalanum 28. apríl siðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 9. maí. Elsku afi minn, mig langar til að kveðja þig nú þegar þú ert farinn úr þessum heimi. Við áttum margar góðar og skemmtilegar stundir saman sem hjálpa mér núna og ég geymi í minn- ingunni. Mér fannst afi minn frá- bær, skemmtilegur, vitur og við hlógum oft saman. Hann var alltaf að segja mér skemmtilegar sögur af sjálfum sér og því sem hann hafði gert og upplifað, t.d. þegar hann sá huldufólkið. Það eru ekki margir sem vita að afi bar ættamafnið Brimar sem hann notaði sjaldan en þegar ég fæddist var ákveðið að ég bæri það nafn og þú varst mjög stoltur af því. Mér fannst svo gaman að koma í Köldu- kinn þegar það var gott veður og við spiluðum oft fótbolta í garðinum og þú kenndir mér golf sem þér fannst svo skemmtilegt og ég hjálpaði þér til í garðinum. í Krísuvík var vinnu- stofan þín og þangað var alltaf gam- an að koma og skoða myndimar þín- ar og mig langar að hrósa þér fyrir hvað þú gerðir fínar myndir. Ég og afi minn máluðum oft myndir saman og þá var alltaf gaman að tala um þær. Þér leið svo vel þama í Krísu- vík og núna í sumar hlakkaði okkur báða svo til. Ég ætlaði að koma einn með þér í Krísuvík og gista hjá þér og við ætluðum að mála saman og fara að veiða í Hlíðarvatni. Við áttum góðar stundir síðasta sumar þegar við pabbi gistum hjá þér í Krísuvík og við veiddum í leyni- víkinni þinni í Kleifarvatni. Afi minn veiddi stærsta silung sem hefur veiðst í Hlíðarvatni en þangað fórum við líka oft að veiða. Við hittumst oft til að borða sam- an og þá varstu alltaf að gefa mér gamlan góðan íslenskan mat sem þér fannst ég ekki fá nógu oft hjá foreldrum mínum. Uppáhaldið mitt var kjötsúpan þín en þad gerir hana enginn eins góða og þú. Afi fór stundum með mig upp á lögreglustöð- ina í Hafnarfirði, þar sem hann vann, til að sýna mér lögreglubíl- ana og hitta lögguna. Þetta fundust mér skemmtilegar heim- sóknir með afa og þær höfðu sín áhrif. I einni slíkri heimsókn þegar ég var fjögurra ára sýndi hann mér fanga- klefana sem hafði mikil áhrif á mig og ég var frekar þögull það sem eftir var. Á leiðinni heim spurði ég hann hvort í þessum klefum væru „ó,ó karlarnir" geymdir? Þetta fannst afa svo skemmtileg spurning að hann málaði mynd sem hann kallaði Ó,Ó karlana, og ég er svo heppinn að eiga þessa mynd. Elsku afi minn, ég sakna þín mik- ið og nú býð ég þér góða nótt í síð- asta sinn með þessari bæn sem mamma þín fór oft með og ég veit að þér þótti vænt um: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessum þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Sveinn Andri Þ. Brimar Við viljum í fáum orðum kveðja frænda okkar Svein Björnsson. Við bárum mikla virðingu fyrir honum, og fannst list hans mikilfengleg. Listamaðurinn Sveinn snerti alla djúpt er honum kynntust. Hans glað- væri persónuleiki fyllti líf fólksins í kringum hann birtu. Við erum hon- um þakklátar fyrir þetta. Hér vit skiljumk og hittask munum á feginsdegi fíra. Drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn er lifa. (Úr Sólarljóðum) Þórey Ósk Sæmundsdóttir og Helga Eyjólfsdóttir. Margir verða á vegi manns á lífs- leiðinni. Flestir líða hjá eins og skuggar á þili og skilja ekki eftir + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, Bústaðavegi 89, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 7. maí. Jón Stefánsson, Stefán Jónsson, Ingiríður Karen Jónsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Þröstur Eyjólfsson, Ágúst Ingi Andrésson, Hallur Ólafsson, Daniel Hafliðason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona min, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HREFNA GUÐNADÓTTIR, síðast til heimilis f Lækjarkinn 26, Hafnarfirði, áður húsfreyja á Þórustöðum, Vatnsleysuströnd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi að morgni fimmtudagsins 8. maí. Páll Vídalín Jónsson, Gretar Pálsson, Sigurjón Pálsson, Anita Örtengren, Guðni Pálsson, Herdfs Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. spor. Aðrir verða vinir - sumir með- an ævin endist. Fyrir fjórtán árum hittum við fyrst Svein og Birgittu á ferðalagi í Grikklandi. Síðan hafa þau verið góðir og tryggir vinir okk- ar sem við höfum notið með margra góðra stunda. Minningar frá sam- veru í Skagafirði sl. sumar munu ávallt verða okkur hugstæðar og þá ekki síður heimsóknir til Krýsuvíkur þar sem Sveinn dvaldi oft löngum stundum og málaði mörg sín feg- urstu listaverk. Sveinn Bjömsson var sérstæður öðlingsmaður sem ekki gleymist. Karlmenni, mótaður af erfiðum lífs- kjörum og sjómennsku á fyrri árum. Með stórt og hlýtt hjarta, einlægni og hispursleysi. Falslaus maður, tryggur og vandaður. Lengi hafði hann þjáður verið en bar það af miklu þreki. Mest mátti undrast hversu lífs- þrótturinn endurspeglaðist í verkum hans allt til hins síðasta og hversu dugnaðurinn var einstakur. Nú er Sveinn horfmn af sjónarsvið- inu, alltof fljótt finnst okkur. Hönd meistarans hefur sleppt penslinum. Vinir standa hnípnir, en minnast með þakklæti samfylgdar með Sveini. Við sendum aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur. Margrét Margeirsdóttir, Sigurjón Björnsson. Þegar ég hélt mína fyrstu einka- sýningu í Djúpinu við Hafnarstræti í Reykjavík, þá nýskriðinn úr Mynd- lista- og handíðaskólanum, kom Sveinn Bjömsson og keypti mynd, þar með hófust kynni mín af þessum einstaka manni. Þar sem ég lenti aldrei í yfirheyrslu hjá Sveini þekkti ég ekki rannsóknarlögreglumanninn, en ég þekkti listamanninn. Hvar sem við hittumst, hvort sem var á vinnu- stað hans lögreglustöðinni, úti á götu, heima hjá honum, eða í vinnustofu hans í Krýsuvík, snérist umræðan alltaf um listir. Sveinn var enginn fílósóf í orði, en sem slíkur þess meiri í myndverkum sínum. Fas hans allt var meira í ætt við lífsreyndan sjó- mann en djúpthugsandi listamann. Þetta var hans sérstaða: orðalagið hrátt, laust við alla tilgerð, setning- amar stuttar, röddin skýr og sterk, tónninn hvellur, ásjónan svipmikil, blátt áfram, andinn á flugi, alit með reisn; „mynd“ sem sagði allt sem segja þurfti: persónuleikinn Sveinn Bjömsson í öndvegi. í framkomu sem ræðu bar aldrei á neinni viðkvæmni né tilfinningasemi, samt streymdi mikil hlýja frá þessum manni, sem lýsti sér m.a. í því að manni leið alit- af vel í návist hans. Ég kveð Svein Bjömsson, vin minn og kollega: Kröftuga manninn sem elskaði liti. Jón Thór Gíslason. Sveinn Bjömsson átti langan og farsælan starfsferil hjá bæjarfógeta- og sýslumannsembættinu í Hafnar- firði en þar starfaði hann óslitið í rúm Qörutíu ár. Hann starfaði lengst af sem rannsóknarlögreglumaður og varð síðar yfirlögregluþjónn í rann- sóknardeildinni. Sveinn tók virkan þátt í félagsstörfum lögreglunnar, hann var öflugur talsmaður fyrir bættum kjörum og aðbúnaði og um þessi mál ræddi hann tæpitungu- laust. í kringum hann var engin logn- molla. Fyrir hans atbeina náðu mörg hagsmunamál fram. Hann vildi veg lögreglunnar sem mestan, ekki síst rannsóknarlögreglumanna. Hann var því afar ósáttur þegar verkefni rann- sóknardeildarinnar voru færð að stór- um hluta til Rannsóknarlögreglu rík- isins árið 1977. Hann hafði unnið að lausn margra erfiðra mála í umdæm- inu og taldi að staðarþekking væri mikilvægust við rannsókn þeirra. Nú, tuttugu árum síðar, hefur verið ákveðið að færa verkefnin á ný til embættisins. Sú ákvörðun gladdi Svein. Sveinn var þjóðkunnur listmál- ari og eftir hann liggur fjöldi lista- verka. Mörg verka hans prýða hús- næði sýslumannsembættisins í Hafn- arfirði, starfsmönnum þess og gest- um til ánægju. Það er því ekki ein- ungis minningin um góðan lögreglu- mann sem geymist meðal starfs- manna heldur munu verkin einnig minna þá á mikilhæfan listamann um ókomna tíð. Samstarfsmenn þakka Sveini störf hans í þágu embættisins og velvilja. Aðstandendum hans vott- um við dýpstu samúð. Guðmundur Sophusson. Það var fyrir nokkrum árum að ég hittii myndskáldið Svein Bjömsson fyrst. Ég kannaðist að vísu við hann sem kröftugan málara, en þekkti feril hans sem listamanns ekki mik- ið, enda sjálfur dvalið erlendis ámm saman. Við kynntumst í fjarlægu landi, á slóðum Joan Míró. Það má kannski segja að Míró hafi leitt okk- ur saman, en sjálfir vöfðum við þann streng er var á milli okkar ætíð síð- an. Sveinn sýndi mér þá myndir unnar með olíukrít á pappír, sem ég hreifst mjög af og em í mínum huga inngangur að olíuverkunum er ég kynntist síðar. Verkin vom alger umbreyting frá fyrri verkum Sveins, og aldrei áður hafði honum verið svo mikið niðri fyrir. Vaxandi aldur og umhyggja fyrir eigin heilsu urðu að víkja. Þetta nýja málverk krafðist mikils tíma og tíminn var naumur. Sveinn fór hamförum líkt og brimið við strendur þessa kaldheita lands. Þykkt var borið á, ekki hikað við yfirmálun, ef til þurfti og málað blautt í blautt „a la prima“. Það var vor í málverki Sveins. Spaðarnir mku yfir léreftið, hratt og miskunn- arlaust, rétt eins og lífíð sjálft. Ekk- ert nostur, ekkert pot. Bara umbúða- lausir, naktir og sannir litir. Eins og lítið barn gekk Sveinn að verkinu með einlægni og lífið sitt í fartesk- inu. Eins og sannur málari fann Sveinn nýjar leiðir, jafnvel þó þær gerðu mörg fyrri verk nánast óþörf. Árangurinn af þessu ferli mátti svo að hluta til líta á sýningu hans í Gerðarsafni, en henni lauk daginn áður en hann hvarf úr þessum heimi. Víst er að ekki hugnaðist öllum þessi nýja stefna í list Sveins og er það vel í stíl við viðbrögð mannkyns við ferskum vindum sem blása í listum sem og öðru. En málverkin lifa til vitnis um sannan málara. Það var aldrei lognmolla í kringum Svein Bjömsson. Hrífandi persónuleiki, stöðug orka, eldmóður, hreinskilni og kímni. Allt fann þetta samhljóm í sterkri röddinni, er á stundum skar í gegnum annars daufar samkomur manna. Ekkert skafið af hlutunum þar. Föðurleg umhyggja, hlýtt hand- tak, faðmlag, koss á kinn, gagnrýni og allir leiðarvísarnir sem hann lét mér í té eru djásn sem ég geymi í hjarta mínu. Blessuð sé minning Sveins Björnssonar. Bergur Thorberg. Nú þegar vetur hefur kvatt og gróður vaknar af löngum dvala, sofnaði Sveinn vinur minn hinsta svefni. Andlát hans kom okkur vin- um hans ekki á óvart, þar sem ljóst var um nokkurt skeið hvert stefndi, en hann hafði í nokkur ár átt við veikindi að stríða og varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir þeim sjúk- dómi, sem leggur svo marga að velli, bæði unga og gamla. Þrátt fyrir þetta er söknuðurinn sár, er sú stað- reynd blasir við að Sveinn er ekki lengur á meðal okkar. Á æskuárum okkar Sveins í Vest- mannaeyjum tíðkaðist það nokkuð að fjölskyldur ættu þar sumarbústaði þótt Heimaey sé ekki stór. Foreldrar mínir áttu einn slíkan á stað þeim er Hrafnaklettar heitir. Dvöldum við þama lengi vel á hverju sumri. Ekki áttum við Kristján bróðir minn aðra leikfélaga þama en þá bræður Jóhann og Finnboga Friðfinnssyni á Odd- geirshólum, en alllangt var þangað að fara. Þá var það í maímánuði 1933 að okkur fjórmenningunum bættist heldur betur liðsauki er til Eyja fluttist fjölskylda austan af Langanesi. Var þar komin Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir, eða Veiga eins og hún var ávallt kölluð, með bömin sín fimm, dætumar Bryndísi og Elínu og þá synina Svein, Sæmund og Knút. Fluttu þau inn í nýtt reisulegt steinhús á Strembu, sem var skammt frá bústað okkar, en hús þetta reisti Sveinn M. Sveinsson bróðir Veigu, til afnota fyrir systur sína. Þar með stækkaði strákahópurinn og nú gát- um við leikið knattspyrnu á tvö mörk auk þess sem þátttakendum í öðmm íþróttum fjölgaði. Margt annað var brallað á þessum ámm. Er mér minn- isstætt er við strákamir reistum kofa einn mikinn á hlaðinu hjá Veigu. Brann mannvirki þetta skömmu síðar en Veiga slökkti í rústunum. Hlutum við litlar þakkir hjá henni fyrir þetta tiltæki. Sveinn var ákaflega skemmti- legur leikfélagi og skapgóður þótt hann stæði fast á sínu. Minnist ég þess ekki að nokkm sinni hafi kast- ast í kekki með okkur félögunum. Æskuárin liðu fljótt og tvfetraðist hópurinn er við komumst á ferming- araldurinn. Sveinn var okkar elstur og fór hann snemma að stunda sjóinn til þess að létta undir með móður sinni. Hugur Sveins mun þó hafa staðið til frekara náms að loknu námi í bamaskóla en aðstæður leyfðu það ekki. Fjórtán ára fór Sveinn að róa á v.b. Leifi, sem var eign Ársæls móð- urbróður hans. Eftir að hann hætti sjómennsku á vertíðarbátum varð hann matsveinn á v.b. Skaftfellingi oig sigldi m.a. margar ferðir á stríðs- ámnum með ísfisk til Bretlands. Hann var háseti á v.b. Faxaborg, þegar báturinn strandaði á Hraun- hafnartanga í nóvember 1947 en skipshöfnin komst við illan leik í land. Sveinn var um árabil á togur- um og teiknaði og málaði þar úti á rúmsjó svo sem frægt er. Hann lauk prófi frá Sjómannaskólanum í Reykjavík árið 1947. Eftir að Sveinn kom í land gerðist hann lögreglumaður í Hafnarfirði árið 1954 og yfirrannsóknarlög- reglumaður 1965. Þar var réttur maður á réttum stað. Leysti hann mörg flókin mál á starsferli sínum og það var eins og hann hefði sjötta skilningarvitið er kom að því að leysa erfið sakamál. Sveinn átti mörg áhugamál og var mjög félagslyndur. Hann var dyggur Þórari. Ungur gerðist hann skáti í Faxa og var í þeim félagsskap til æviloka svo sem síðar verður vikið að. Eftir að hann settist að í Hafnar- firði stundaði hann bæði hesta- mennsku og golf. Hann var ákaflega skemmtilegur. Alltaf hress og aldrei lognmolla í kringum hann. Kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var ófeiminn að segja mein- ingu sína og dró ekki af. Lét allt vaða eins og sagt er. Þeim sem ekki þekktu hann kann að hafa fundist þetta óþægilegt en við sem þekktum hann höfðum gaman af og létum hann hafa það óþvegið á móti og þá hló hann svo undir tók. Hann hafði frá mörgu að segja og var gaman að heyra hann lýsa ýmsum skemmtilegum atvikum sem fyrir hann höfðu borið á viðburðaríkri ævi. Á árum heimsstyijaldarinnar síðari urðu miklar þjóðfélagsbreytingar hér á landi svo sem alkunnugt er. Allir vegir lágu þá til höfuðborgarsvæðis- ins. Margt ungt fólk flutti þangað frá Vestmannaeyjum ýmist í atvinnuleit eða til framhaldsnáms. Margir sem starfað höfðu í Skátafélaginu Faxa voru í þessum hópi. Árið 1942 stofn- uðu þeir sinn eigin skátaflokk í Reykjavík og kölluðu hann Útlaga. Má vera að dulin heimþrá hafi ráðið þeirri nafngift. Sveinn flutti frá Vest- mannaeyjum árið 1945 og gekk þá strax í Útlagaflokkinn og hefur starf- að þar síðan. Skemmtilegri félagi er vandfundinn. Gæti hann ekki mætt á fundi var eins og eitthvað vantaði. Menn söknuðu brandaranna hans og skemmtilegu tilsvaranna. Margar ánægjustundir áttum við árum saman hjá Sveini um Jónsmessuna í Krísu- vík. Þar var hann kóngur í ríki sínu. í hugann kemur minningin um Spán- arferð okkar félaganna ásamt eigin- konunum árið 1972 enþá voru þau hjón Sveinn og Sólveig kona hans, sem lést langt um aldur fram, með í hópnum og voru þau hrókar alls fagnsðar að vanda. Eftir að Sveinn varð ekkjumaður var hann svo lán- samur að góð kynni tókust með hon- um og Birgittu Engilberts, enda fóru áhugamál þeirra rnjög saman. Hún féll fljótt inn í Útlagahópinn enda höfum við átt með þeim margar góð- ar og skemmtilegar stundir. Sveinn er sá fjórði úr hópnum sem fer yfir móðuna miklu. Við Útlagar kveðjum hann með söknuði og þökk- um honum samfylgdina. Við vottum ástvinum hans okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa hann. Theodór S. Georgsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.