Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 10. MAÍ1997 41
+ Unnur Björg
Gunnlaugsdóttir
fæddist á Seyðis-
firði 19. ágúst 1917.
Hún andaðist á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 1. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Gunn-
laugur Jóhannes-
son, f. 3. apríl 1884,
d. 22. des. 1964, og
Sigurlaug Björns-
dóttir, f. 25. júlí
1884, d. 20. des.
1964.
Unnur giftist 31.
maí 1942 Magnúsi Guðmunds-
syni, f. 31. maí 1912, d. 9. ágúst
1990. Þau bjuggu mestallan
sinn búskap á Reyðarfirði,
lengst af í Odda. Árið 1990
fiuttu þau í þjónustuíbúð á Eg-
ilsstöðum. Börn Unnar og
Magnúsar eru: 1) Þórunn Aðal-
björg, f. 4.6.1943, maki Kristján
Gissurarson. Barn hennar:
Aldurhnigin heiðurskona hefur
kvatt okkur. Andlát hennar kom
máske ekki á óvart, svo alvarlegan
sjúkdóm sem hún átti við að stríða,
en ekki óraði okkur hjónin fyrir því
að svo skammt væri eftir af ágætri
lífsgöngu þegar fundum bar síðast
saman. Við áttum hana Unni að
einstaklega góðum granna um
ijölda ára og þar gilti ekki að garð-
ar væru grannasættir svo ljómandi
góð sem öll samskipti voru við þessa
hressu og hispurslausu konu, sem
hvergi lá þó á meiningu sinni, enda
ákveðin í öllum skoðunum.
Unnur var traust kona góðrar
gerðar og trú sínu hlutverki í lífinu
sem hún rækti í hvívetna af
Heiðrún Ósk
Sigfúsdóttir, f.
27.11. 1979. 2)
Yngvi Guðmundur,
f. 11.6. 1945, fyrr-
verandi maki Ragn-
heiður Haraldsdótt-
ir. Börn þeirra: Sig-
rún Unnur, f. 23.3.
1969. Sonur hennar
Viktor Halldór, f.
8.9. 1992; Kristjana
Hrönn, f. 18.4.1970,
d. 15.10. 1974, og
Drífa, f. 22.3. 1978.
3) Helgi Þröstur, f.
9.9. 1947, maki
Gunnþóra Guðmundsdóttir.
Börn þeirra: Magnús Guðmund-
ur, f. 18.7. 1983, og Þóra Lind,
f. 14.1.1985. 4) Harpa Jónsdótt-
ir, fósturdóttir þeirra, f. 16.8.
1963. Barn hennar: Unnur Reg-
ína Gunnarsdóttir, f. 23.9. 1992.
Utför Unnar fer fram frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
samvizkusemi og eðlislægri kapp-
semi. Þar fór kona hinnar hljóðlátu
annar hversdagsins sem af alúð
lagði haga og hlýja hönd að hvetju
einu því sem sinna þurfti. Hróður
slíkra fer oft ekki hátt en dýrmæti
þeirra fyrir samfélagið er ótvírætt
og gott er það að hafa lokið dags-
verki sínu með þeim sóma sem
Unnur svo sannarlega gerði.
Hún Unnur var Austfirðingur og
meginhluta ævi sinnar bjó hún á
Reyðarfirði, var þar hinn trúi þegn,
móðir og húsmóðir helzt og fyrst,
þó víðar væri tekið til hendi af þeim
röskleika sem hana einkenndi alla
tíð.
Hún var glaðsinna kona með bjart
bros, gerðarieg kona og myndvirk
hið bezta, enda bar heimili þeirra
hjóna hagleika og snyrtimennsku
húsmóðurinnar hið ágætasta vitni.
Þau hjón höfðu bóksölu á hendi um
árafjöld og hvenær sem komið var
þar að dyrum og um afgreiðslu beð-
ið, var manni tekið eins og aufúsu-
gesti með ljúfu brosi og glöðu geði.
Aldrei mætti maður öðru en hlýju
viðmóti húsmóðurinnar, þó oftast
væri að öðrum önnum starfað og
ónæði vissulega að komumanni.
Það var alltaf jafngott að sækja
hana heim, hún var félagslynd og
ræðin, skýr og einörð í öllum svör-
um, einlæg og einbeitt ræddi hún
málin og jafnan brá fyrir góðri
glettni, öll hennar orðræða þannig
að gott var lagt til mála. Unnur var
mikil heimilismanneskja og börn
hennar sem uppeldisdóttir báru
góðri móður fagurt vitni. Umhyggja
hennar og ástúð gagnvart þeim öll-
um leyndu sér ekki. Magnús, eigin-
maður Unnar, sem er látinn fyrir
nokkrum árum, var hinn greindi
atorkumaður, sem víða kom vel við
sögu og átti eins og kona hans
mæta lífsgöngu.
Lífslán þeirra var fólgið í farsælu
uppeldi ágætlegra gerðra bama,
sem hafa reynzt þekkir þjóðfélags-
þegnar.
Að kveðjustund er komið og hug-
ur okkar Hönnu leitar til liðinna
stunda í nágrenni við góðá konu sem
gjöful var á bros sín og hlýtt hugar-
þel. Við sendum börnum hennar öll-
um fjórum okkar einlægustu samúð-
arkveðjur sem og öðrum aðstand-
endum. Eystra lágu leiðir hennar,
eystra er hún til hinztu hvílu borin
í aðdraganda vermandi vors og sól-
ríks sumars. Á mæta minningu
bregður ljúfum ljóma. Hlý fer þökk
okkar hjóna að hinzta beði. Unnur
átti einlæga trúarvissu sem aldrei
sló fölskva á. Megi hún allra góðra
nægta njóta í ljóssins löndum.
Blessuð sé björt minning.
Helgi Seljan.
UNNUR B.
GUNNLA UGSDÓTTIR
+ Sigurður Freyr
Pálsson var
fæddur 26. desem-
ber 1986. Hann lést
í Kong í Danmörku
24. apríl síðastlið-'
inn. Hann var sonur
hjónanna Sigrúnar
Fanndal Sigurðar-
dóttur, leikskóla-
kennara, og Páls
Kristins Sigmunds-
sonar, rekstrar-
fræðings. Hann ólst
upp ásamt bróður
sínum, Páli Axel,
sem er tveimur
árum yngri, með foreldrum sín-
um, fyrst í Kópavogi, en síðar
í Borgarfirði, um tíma í Borgar-
nesi, er faðir hans stundaði nám
í Samvinnuháskólanum að Bi-
fröst, en síðar í Reykholtsdal
þar sem móðir hans veitti for-
stöðu leikskóla sveitarinnar og
faðir hans vann bókhaldsstörf.
Haustið 1995 fiutti fjölskyldan
til Danmerkur og settist að í
Glamsbjerg á Fjóni.
Utför Sigurðar fór fram frá
Fossvogskirkju 2. maí.
Enn erum við minnt á hið ör-
skamma bil sem greinir líf frá
dauða, hið stutta örstigna fótmál
sem skilur heimana tvo. Skyndilegt
slys sker líftaug ungs drengs, klipp-
ir sundur hamingjuþráð foreldra,
bróður, ættingja og vina hér á landi
og erlendis.
Á þeim árum er fjölskyldan átti
heima hér í Borgarfirði urðum við
þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að
gæta þeirra bræðra stöku sinnum
er foreldrarnir þurftu að vera fjar-
verandi. Þessar stundir eru okkur
ríkar í minni. Margt var að gera,
skreppa þurfti smástund niður í
kjallara í boltaleik, hlaupið var upp
á tank að fá útsýn yfir heiminn og
þó að gamla tölvan
byði ekki upp á fjöl-
breytni var hún dyggi-
lega nýtt, en það var
líka stundum gott að
kúra í „afastól" eða
sófanum og hlusta á
sögu eða bara spjalla
svolítið og þegar þeir
hittu frændsystkinin á
Hvassafelli var svo
sannarlega brugðið á
glaðan leik. Sigurður
Freyr var ekki allra.
Hann vildi vera viss að
hann gæti treyst þeim
sem hann batt tryggðir
við, en þegar það gerðist var vinátt-
an traust og einlæg. Hann var rösk-
ur drengur sem naut þess að reyna
á afl sitt og getu og náði góðum
árangri í íþróttum, einkum þó í
sundi, en hann var líka íhugull og
nokkuð dulur og dró sig stundum
í hlé til þess að geta verið einn með
hugsanir sínar.
Fyrir einu og hálfu ári flutti fjöl-
skyldan til Danmerkur. Þeim var
þar öllum einstaklega vel tekið og
urðu fljótlega hluti þess mannlífs
sem þar er lifað, lærðu að laga sig
að því og féllu inn í það með sama
hætti og verið hafði hér heima. Sig-
urður tók virkan þátt í félagslífi og
íþróttum, einkum í knattspyrnu og
naut sín vel - en þá gerist þetta.
Það er erfitt fyrir okkur dauðlega
menn með takmarkaðan skilning á
lögmálum himins og heims að skilja
og sætta okkur við það sem orðið
er. Hið eina sem við getum er að
treysta ráðsályktun þess Guðs sem
gefur líf og tekur, að bak við þetta
búi ákveðinn tilgangur, til þess
ætlaður að stuðla að meiri og betri
þroska okkar allra, bæði þeirra sem
hér syrgja og sakna og hans sem
burtu var kallaður. Án þeirrar trúar
eru sorgin og söknuðurinn óbæri-
leg.
Þegar við hugsum til Sigurðar
Freys, sem var okkur svo kær, á
þeim ókunnu slóðum sem hann nú
gistir, birtist í huganum mynd hans,
sem með sínu bjarta, fallega brosi
og skæru rödd gleður hugi og hjörtu
þeirra sem þarfnast gleði og hugg-
unar á sama hátt og hann bar gleði
inn í líf okkar sem með honum áttu
samvistir hér í heimi.
Guð blessi okkur öllum minningu
drengsins góða og gefi ástvinum
hans öllum er harmur hefur svo
sárlega slegið huggun og styrk á
erfiðum stundum.
Eygló og Snorri, Borgarnesi.
Hann Sigurður Freyr er dáinn.
Hann bjó í Reykholti í Borgarfirði
á bæ sem heitir Litli-Hvammur.
Hann var bekkjarbróðir okkar í
rúmlega þijú ár eða þar til hann
flutti til Danmerkur með fjölskyldu
sinni. Eftir það hélt hann sambandi
við nokkra skólafélagana með
bréfaskriftum. Hann var mikill
íþróttamaður, sérstaklega í sundi.
Hann var mjög spenntur að fá að
fara til Danmerkur. Þegar hann
flutti þangað komum við bekkjar-
systkinin saman og kvöddum hann
með sælgæti og öðru tilheyrandi.
Okkur finnst óréttlátt að hann
skyldi deyja svona ungur, aðeins tíu
ára.
Við samhryggjumst fjölskyldu
hans og biðjum Guð að styrkja hana
í þessari miklu sorg. Við vitum að
hann er ávallt meðal okkar.
Kveðja frá bekkjarsystkinum
úr Kleppjárnsreykjaskóla.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfaslma 5691115, eða á netfang
þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp-
lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það
eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
SIGURÐUR FREYR
PÁLSSON
+
PÁLLÞÓRÐARSON,
Egilsbraut 9,
Þoriákshöfn,
andaðist á Landspítalanum að morgni 8. maí.
Aðstandendur.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Jörundarholti 150,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánu-
daginn 12. maí kl. 14.00.
Gísli Pálsson,
Kristín Gísladóttir,
Baldur Gíslason, Erla Gísladóttir,
Gísli Arnar Baldursson,
Jón Sævar Baldursson,
Guðrún Sesselja Baldursdóttir.
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
JÓHANNESJÓHANNSSON
kaupmaður,
lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík fimmtu-
daginn 8. maí.
Guðrún Jóhannesdóttir, Skúli Þór Magnússon,
Óskar Jóhannesson, Bergþóra Sigurbjörnsdóttir,
Helga Jóhannesdóttir, Valdimar Þórðarsson
og fjölskyldur.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RÓSA GUÐNADÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðbjörn Guðmundsson,
Guðný Guðbjörnsdóttir, Gisli Pálsson,
Guðmundur Guðbjörnsson, Guðveig Sigurðardóttir,
Björn Herbert Guðbjörnsson, Ingunn Ósk Ingvarsdóttir,
Róbert Þór Guðbjörnsson, Guðbjörg Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HAUKUR JACOBSEN,
Efstaleiti 12,
Reykjavík,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu-
daginn 8. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Egill L. Jacobsen,
Guðrún E. Jacobsen,
Örn H. Jacobsen,
tengdabörn og barnabörn.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ELÍAS SIGFÚSSON
frá Vestmannaeyjum,
Dalbraut 18,
Reykjavfk,
lést á sjúkradeild Hrafnistu miðvikudaginn
7. maí.
Guðfinna Einarsdóttir,
Erna Elíasdóttir,
Sigurbergur Hávarðsson,
Einar Elíasson,
Sigfús Þór Elíasson.
A-
C