Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
->
. *
Móðir okkar, stjúpmóðir og amma,
SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR
fyrrum húsfreyja
á Refsstað í Vopnafirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. maí.
Svava Pálsdóttir, Víglundur Pálsson,
Þórður Pálsson, Björn Pálsson,
Ásgerður Pálsdóttir, Guðlaug Pálsdóttir,
Gunnar Pálsson, Erlingur Pálsson,
barnabörn, tengdabörn
og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA KAREN KRISTENSEN,
áður til heimlis
á Kópavogsbraut 16,
sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund fimmtudaginn 1. maí, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. maí
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Sigurður Jónsson, Sigurlaug Rafnsdóttir,
Gisli Steinar Jónsson, Hjördís Svavarsdóttir,
Anna Jóna Árnadóttir, John Bertil Mártenssen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför föður míns,
tengdaföður og afa,
HALLGRÍMS HANSSONAR,
húsasmíðameistara,
Skaftahlíð 9,
Reykjavík.
Jónas T. Hallgrímsson, Ásdís Haraldsdóttir,
Hallgrímur Jónasson, Ólafur Steinn Jónasson,
Viktoría Jónasdóttir, Ágústa Jónasdóttir,
Agnes Jónasdóttir.
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir veitta aðstoð, skilning og auðsýnda samúð
vegna veikinda og fráfalls föður okkar og tengdaföður,
JÓHANNS SIGURÐSSONAR
frá Ljótsstöðum 2.
Margrét Jóhannsdóttir, Haraldur Siggeirsson,
Sigurborg Jóhannsdóttir, Albert Jakobsson,
Sigrún Jóhannsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
arhug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐMUNDU LAUFEYJAR
HARALDSDÓTTUR
frá Hellissandi,
Kirkjuvegi 9,
Hafnarfirði.
Jóhann Long Ingibergsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegr-
ar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
JÓHÖNNU BJARGAR
SIGURÐARDÓTTUR,
Steinsholti,
Gnúpverjahreppi.
Loftur Eiríksson,
Gunnar Örn Marteinsson,
Eiríkur Loftsson, Stefanía Birna Jónsdóttir,
Sigurður Loftsson, Sigríður Björk Gylfadóttir,
Daði Viðar Loftsson, Bente Hansen,
Lilja Loftsdóttir, Guðni Árnason,
Sigþrúður Loftsdóttir
og barnabörn.
+ Jónas Teitur
Guðlaugsson
fæddist í Reykjavík
28. maí 1928. Hann
lést á heimili sínu
30. apríl síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru Guðlaugur
Guðmundsson,
bryti, fæddur 1.
mars 1899, dáinn 5.
ágúst 1967, og Sig-
urlín Valgerður
Jónasdóttir, fædd
31. október 1901,
dáin 23. janúar
1957.
Bræður Jónasar voru Jónas
Teitur, fæddur 12. október
1926, dáinn 12. apríl 1927, Ósk-
ar, fæddur 31. janúar 1931,
dáinn 18. desember 1984, eftir-
lifandi kona Óskars er Dýrleif
Jónína Tryggvadóttir.
Jónas var ógiftur og barn-
laus.
Jónas verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu föstudaginn 9.
maí og hefst athöfnin klukkan
15.
Fyrstu kynni mín af frænda mín-
um Jónasi, voru, þegar eg, ásamt
frænku minni, heimsótti frændfólkið,
er þá bjó innarlega á
Njálsgötunni.
Víst man eg glögg-
lega, hversu hrifinn eg
var af þvi margvislega
barnagulli, er J>eir
bræður, Jónas og Osk-
ar, áttu. Þangað var
gaman að koma, enda
áttum við að fagna
góðum móttökum hjá
Sigurlín frænku vorri.
Árin liðu, en sam-
skiptin voru eigi mjög
mikil framan af. En því
er nú einu sinni á þann
veg farið, að tíminn líð-
ur fram, líkt og árstraumur, áin
straumharða grefur undan, og hrífur
með sér ýmislegt, er hún ber með
sér og færir fram til sjávar.
Eins streymir og rennur elfur
tímans, eilíflega áfram - og hrífur
með sér ýmislegt sem öðrum er kært.
Fyrst hreif straumurinn eilífi með
sér Sigurlín, næst Guðlaug, þá Ósk-
ar, bróður Jónasar, og núna seinast
Jónas sjálfan - og færði í hafið
endalausa.
Ugglaust hafði móðurmissirinn
fyrst, og því næst föðurmissirinn
mikil og djúptæk áhrif á Jónas
frænda minn, enda fór hann nú oft-
ar að sækja okkur heim frændfólk
sitt. Oft heimsótti hann móðursystur
mína, náfrænku sína, á meðan hún '
lifði, - en einnig hún hvarf í hafið {
endalausa - þangað sem við raunar
öll rötum að lokum.
Á fyrstu búskaparárum mínum
var hann tíður jólagestur okkar
hjóna. En tímarnir breytast, þá og
hagir, og fundum vor Jónasar fór
fækkandi, því miður, e.t.v.' um of
fækkandi, hin seinustu ár.'
Jónas var mikill grúskari og góður |
ættfræðingur, og sannaðist það í
góðum blaðagreinum.
Hann var eins og margir aðrir, {
einfari og það mikill. Að vera ein-
fari er eigi gott og því miður eru
þeir of margir einfararnir.
Að vísu ræddi Jónas aldrei við
mig um sínar dýpstu og innilegustu
tilfinningar, en það þykist eg vita,
að ugglaust hefir honum eigi ávallt
vel liðið, og hin síðustu ár átti hann
við veikindi að stríða, og þrúgandi ^
einsemd.
Nú þegar horft er yfir tímans 1
haf, festast augun við ýmislegt sem (
mjög hefði mátt á betri veg fara.
Þannig er það ávallt og þannig
var um samskipti vor Jónasar.
En það sem er liðið er liðið og
tjáir eigi lengur um að tala.
Genginn er drengur og nú er hans
einfaragöngu lokið, og hinzta kveðj-
an ein eftir.
Hugurinn staldrar nú við heitustu
stundir horfinnar tíðar. Eg kveð
frænda minn og færi honum þökk 1
fyrir þær stundir - og óskir um birtu |
á eilífðarlöndum.
Blessuð sé minning Jónasar.
Björn G. Eiríksson.
JONAS TEITUR
GUÐLA UGSSON
FANNAR ÞORLÁKUR
SVERRISSON
+ Fannar Þorlákur Sverris-
son fæddist í Reykjavík 29.
nóvember 1968. Hann lést af
slysforum 5. apríl síðastliðinn
og fór útför hans fram frá Víd-
alínskirkju í Garðabæ 22. apríl.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
Ijósgeisli af minningum híýjum.
(H.I.H.)
Vorið er í nánd og með vorkomu
fylltumst við bjartsýni á að allt yrði
betra með hækkandi sól. Því miður,
elsku Fannar, auðnaðist þér ekki að
fagna vorinu með okkur og það er
svo erfitt að hugsa fram í tímann
og sjá bara fyrir sér tómarúm. Það
var svo gott að hafa þig. Þú varst
yndislegur, ungur maður, kurteis og
prúður, hafðir þínar skoðanir sem
þú aldrei reyndir að troða upp á
aðra. Það eru svo óteljandi minning-
ar sem sækja á hugann þegar ég
hugsa um þig, elsku sonur minn. I
fyrsta svifflugið með pabba þínum
fórst þú þriggja ára gamall og sat
ég þá með þig í fanginu í aftursæt-
inu og frá þeim tíma átti flugið hug
þinn allan. Sumarfríin á sólarströnd-
um með ykkur systkinin, þið bræð-
urnir á ströndinni grafandi hvor
annan í sandinn, sumarbústaðaferðir
á haustin, tínandi ber og spilað lúdó
fram á nætur. Þetta eru yndislegar
minningar og svo margar minningar
leita á hugann. Eg er stolt móðir
að hafa átt þig. Þú hefur fært mér
þann skilning á lífínu að dýrmæt-
asta eignin er kærleikur, virðing og
trú en ekki eingöngu veraldlegur
uppgangur. Hafðu þakkir fyrir allt,
elsku Fannar. Minningin um elskað-
an son mun lifa í hjarta mínu.
Þín,
mamma.
+
Kæru vinir nær og fjær.
Ykkar stuðningur var okkar styrkur á erfiðum
tímum. Gott er að eiga góðs að minnast um
JÓN HALLDÓR HANNESSON,
Hjarðarbóli,
Ölfusi.
Guðrún Andrésdóttir,
Andrés Ingi Jónsson,
Hannes Bjartmar Jónsson,
Einar Pétur Jónsson
og aðrir ástvinir.
+
Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls
RÖGNU JÓNSDÓTTUR,
Laugartúni 19,
Svalbarðseyri.
Friðrika Jónsdóttir, Ragna Erlingsdóttir
Anna Jónsdóttir, og fjölskylda.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Ferdinand Jónsson,
Sólveig Jónsdóttir,
Kristfn Jónsdóttir
og fjölskyldur.
Elsku bróðir.
Aldrei óraði mig fyrir að við
myndum eiga svona stutta samleið
í þessu lífí. Sumarið að nálgast og
svifflugið að hefjast. Nokkrum dög-
um áður en þú lagðir í þessa ferð
vorum við að ræða að nú færir þú
að fljúga með litla nafna þinn þann-
ig að þetta héldi áfram næstu kyn-
slóð á eftir okkur. Við ólumst upp
á Sandskeiðinu öll sumur og vorum
álíka mikið í loftinu sem á jörðu
niðri. Þetta varð þitt líf frá fyrstu
stundu og varstu nú á leið til Pól-
lands að fljúga. Þú hafðir ekki áhuga
á að starfa við atvinnuflug, vildir
leika þér í loftinu og hafðir þú ferð-
ast víða um að læra listflug. Verald-
legir hlutir skiptu þig engu máli. Þú
tjáðir þig ekki mikið, en gleðin skein
úr augum þínum þegar ég bað þig
að verða guðfaðir sonar míns og enn
meira hissa varðst þú þegar þú
heyrðir í kirkjunni að hann væri líka
nafni þinn. Ég var sjö ára þegar þú
fæddist og þvílík hamingja að eign-
ast lítinn bróður. í mínum augum
varst þú fallegasta og besta barn
sem fæðst hafði. Á veturna stunduð-
um við skauta og skíði með pabba.
Alltaf var hann tilbúinn að fara með
okkur út í náttúruna sem þú unnir
svo mjög.
Elsku bróðir, erfitt er til þess að
hugsa að halda lífínu áfram án þín,
ég átti eftir að segja þér svo margt.
En ég veit það að þú átt eftir að
vera hjá okkur T. Fannari og passa
upp á okkur. Og mín trú er sú að
þúi eigir eftir að taka á móti mér
þegar ég flyst á næsta stig. Minning-
una um yndislegan bróður hulinn
birtu og hlýju mun ég ávallt geyma
í hjarta mínu.
Þín elskandi systir,
Margrét Sverrisdóttir.
Ég losnað hefi jarðarfjötrum frá,
í frelsi kannað leiðir himingeims,
mót sólu klifrað, klofið loftin blá
og komist inn í föpuð æðri heims.
Ég dansað hef við sólsprengd skúraský
sem skinu eins og þúsund lita glóð,
og gert svo margt sem enginn skilur í
og aldrei fyrri dreymdi nokkra þjóð.
Ég svifíð hefí, sveiflast, hvoifst og steypst
og svifíð aftur hærra og lengra en fyrr,
mér allif vegir lífsins hafa leyfst
í ljóssins riki opnar hveijar dyr.
(O.G.H.)
Ég þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast þér, elsku frændi minn.
Þinn,
Theodór Fannar.