Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 50

Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 50
50 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er sjómannadag- urinn tímaskekkja? Frá Georg Magnússyni: NÚ LÍÐUR að árlegum lög- skipuðum frídegi sjómanna. Öll íslensk skip skulu vera lögum samkvæmt í höfn. Nú er það svo að útgerð fiskiskipa hefur ger- breyst síðan ákveðið var að halda þennan frídag. Sótt er á fjarlæg mið og má þar nefna Reykjaneshrygg og Flæmingjagrunn. Að mínu mati er það alger fá- sinna að ætla að stefna úthafs- veiðiskipum í land til þess að halda uppá sjómannadaginn. Þetta eru langar siglingar t.d. af Reykjaneshrygg rúmur sólar- hringur aðra leiðina og síðan landstoppið, þannig að reikna má með því að það fari allt að fjórir sólarhringar í þetta frí. Hafa ber í huga að þetta er sá tími sem einna mest er veiðivon á úthafs- karfa þannig að um verulega tekjuskerðingu getur verið að ræða þar sem menn eru launa- lausir þann tíma sem fríferðin tekur. Fyrir okkur sem byggjum af- komu á úthafsveiðum er lög- skipaður frídagur orðinn tíma- skekkja sem þarf að lagfæra. Með þessu er ég ekki að leggja til að frídagur sjómanna verði lagður niður, heldur það að það verður að vera hægt að hliðra til þannig að skip t.d. í hálfnaðri veiðiferð þurfi ekki að hætta veið- um til þess eins að glata dýrmæt- um tíma. Það er útilokað annað en hægt verði að semja um svona atriði í stað þess að útgerðir hundsi frídaginn algerlega og greiða síðan einhveija sekt eftir á, eins og reynslan sýnir. Það getur ekki orðið annað en allra hagur að þessu verði breytt. Að lokum vil ég minna á að sjó- mannadagurinn er frídagur sjó- manna sem þýðir að þeir eiga að vera í fríi. Samkvæmt því eiga sjómenn ekki að fara með fólk í skemmtisiglingar á sjómannadag- inn eins og tíðkast hefur verulega lengi. En því miður hefur sjó- mannadagsráðum og nefndum um land allt þótt það alveg sjálf- sagt að óska eftir því við sjómenn á þessum degi, sem er helgaður sjómönnum. Fyrir utan það að oft á tíðum eru síðan nánast allar öryggiskr- öfur þverbrotnar hvað varðar fjölda fólks um borð í skipunum sem fara þessar skemmtiferðir. Reykjaneshrygg, 6. maí, GEORG MAGNUSSON, úthafsveiðiskipinu Sigli SI 250. er borgið! Hann er að komast á fætur! Hann er að þurrka af sér rykið... Af hverju? Er Guð í Görðum? Frá Önnu Jóhönnu Guðmundsdóttur og Önnu Guðrúnu Hugadóttur: í TILEFNI af orðum sr. Kristjáns Björnssonar á Hvammstanga í Morgunblaðinu 1. maí sl. vilja undirritaðar, Anna Jóhanna Guð- mundsdóttir og Anna Guðrún Hugadóttir, kjörmenn í Garða- sókn, taka fram eftirfarandi. Við hörmum þá stöðu sem upp er komin í prestakallinu varðandi væntanlegar prestskosningar. Við gengum til kjörmannakosningar með þeim ásetningi að sætta okk- ur við þá niðurstöðu sem út úr kosningunni kæmi og starfa af heilum hug með þeim presti sem kosningu hlyti. Það voru því mikil vonbrigði þegar hluti sóknar- nefndar Garðasóknar lýsti því yfir strax að loknum kjörfundi að „þar sem þessi niðurstaða hefði orðið“ yrði gengið í að safna undirskrift- um til að knýja fram almenna prestskosningu. Við lýstum þá strax yfír mikilli andstöðu okkar við þessi áform og töldum að hlut- verki sóknarnefndar við val á presti væri lokið um leið og úrslit kjörmannakosningar lægju fyrir. Aðrir voru ekki sama sinnis og því fór sem fór. Við teljum að með slíkum vinnubrögðum sé verið að skaða einingu og starfsfrið í kirkj- unni. Þá höfum við orðið varar við mikla óánægju meðal bæjarbúa með framkvæmd undirskriftasöfn- unarinnar. Yfirlýst markmið var að verið væri að vinna undir merkj- um lýðræðis, en í ljós kom að þarna var um hóp stuðningsmanna eins umsækjanda að ræða og finnst því mörgum að þeir hafi skrifað undir á fölskum forsendum. Mest óánægja hefur þó komið fram með að forsvarsmenn söfnunarinnar fóru í Fjölbrautaskólann í Garðabæ og báðu nemendur að skrifa undir án þess að þeir fengju tækifæri til að ráðfæra sig við vandamenn sína. Að lokum viljum við taka fram að við teljum orð sr. Kristjáns Björnssonar eiga við rök að styðj- ast þar sem hann segir: „Þessi framganga tiltölulega lítils hóps innan sóknarnefndar Garðasóknar hefur orðið til þess að nú virðist stefna í óefni innan prestakalls- ins.“ Að okkar mati eru þau vinnu- brögð sem þessi hópur hefur við- haft óeðlileg og mjög gagnrýni- verð. Sendendur eru kjörmenn í Garðasókn: ANNA JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrísholti 13, 210 Garðabæ. ANNA GUÐRÚN HUGADÓTTIR, Holtsbúð 89, 210 Garðabæ. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.